Vísir - 30.10.1980, Qupperneq 4
4 VÍSIR Fimmtudagur 30. október 1980
erlendar íréttlr
Brezhnev trónar
einn á hóinum
Meðan hinir ýmsu forkólfar
sovéska kommúnistaflokksins
koma sér fyrir i startholunum
fyrir 26. flokksþingið, sem hefst
eftir fjóra mánuði, sést hvar einn
þeirra hefur tekið sér stöðu langt
fyrir framan hina. Hinn 74 ára
gamli Leonid Brezhnev hefur
aldrei staðið traustari fótum i
valdakerfinu en einmitt nú.
Einn eltir af
hrenningunni
1 þau sextán ár, sem hann hefur
stýrt flokknum og um leið ráð-
stjórninni, hefur hann komið
gömlum vinum og samherjum frá
Dnepropetrovsk til æðstu em-
bætta innan flokks og rikisstjórn-
ar. Auk svo fjölda nýrra, sem
hann hefur eignast siðan.
Hinir tveir úr stjórnarþrenn-
ingunni, sem tók við völdum eftir
að Nikita Krúsjeff var vikið frá,
nefnilega þeir Nikolaj Podgornij
og Aleksei Kosygin, hafa orðið að
yfirgefa stjórnpallinn. Eftir
stendur þvi einn uppi á hólnum
Brezhnev og virðist ekkert þess
megnugt að hagga honum úr for-
sæti, nema ef væri þá helst Elli
kerling og heilsubrestur, sem
knúðu einmitt Kosygin úr forsæt-
isráðherrastólnum i' siðustu viku.
t þann stól er kominn i staðinn
enn einn æskuvinur Brezhnevs,
hinn 75 ára gamli Nikolaj Tikhon-
ov. Honum til aðstoðar trónár svo
einnig annar nýr áhrifamaður,
sem er hinn tiltölulega ungi
Valentin Makejev, aðstoðarfor-
sætisráðherra, en hann er einnig i
sterkum samböndum við Brezh-
nev. Makejev er maður fimmtug-
ur að aldri, og eru tengsl hans og
Brezhiievs að visu yngri af nál-
inni, en Makejev er fyrrum for-
maður flokksdeildarinnár i Bau-
man-hverfi Moskvu, sem er ein-
mitt kjördæmi Brezhnevs. Vegna
aldursins þykir það vert að gefa
honum auga i framtiðinni, þegar
öldungarnir draga sig i hlé.
Óvænt brotthvarl
Kosygins
Það var óvænt að, þegar Kosy-
gin varð að vikja svona skömmu
fyrir flokksþingið. En það var
engum vafa undirorpið, aö hann
átti við alvarlegan heilsubrest að
striða og átti sér ekki nægilega
batavon til þess að taka aftur upp
sin fyrri störf. Forystunni hefur
að likindum þótt vissara aö setja
starfhæfan mann i hið mikiivæga
forsætisráðherraembætti timan-
lega fyrir flokksþingið.
Mönnum brá nokkuð viö það,
þegar Brezhnev tilkynnti á fundi
æðsta ráðsins, að Kosygin drægi
sig i hlé, og virtist sneiða vand-
lega hjá þvi að þakka Kosygin
unnin störf. Þegar vestrænir fjöl-
miðlar veltu vöngum yfir þvi,
hverju það sætti, flýttu málgögn
sovéska kommúnistaflokksins,
deginum siðar, sér að bæta þvi
við frásagnir af fundinum, eins og
fyrir eftirþanka, að Brezhnev
hefði sent Kosygin þakkarkveðj-
ur. — Það er enda ekki sérdeilis
trúlegt, að pólitisk staða Kosy-
gins hafi verið orðin svo veik að
þurft hefði að gera hann að sekt-
arlambi á væntanlegu flokksþingi
fyrir stöðuna i efnahagsmálunum
og hversu landbúnaðarfram-
leiðslan hefði lengt langt á eftir á-
ætlun. Að visu verður ekki útilok-
að, að Brezhnev hafi átt einhvern
þátt i þvi, að Kosygin vék frá ein-
mitt núna. Hitt vegur þó þungt á
metunum, að ótrúlega hefði
Kosygin núna siðsumars verið til-
nefndursem einn aðalræðumaður
á 26. flokksþinginu, ef ráðagerðir
voru uppi um að vikja honum frá.
Ellin sækir að
En burthvarf Kosygins úr
flokksforystunni undirstrikar
hins vegar einn aðalvanda valda-
klikunnar I Kreml. Þeir eru allir
komnir svo til ára sinna, að litið
má út af bera og smávægileg
veikindigeta settþá algjörlega úr
leik. A það ekki sist við um Brezh-
nev sjálfan, sem hefur ekki sið-
ustu árin gengið heill til skógar.
Ber það upp á sama tima, sem
„staðan i alþjóðamálum er orðin
afar flókin” svo að tekið sé til láns
orðalag Kremlverja sjálfra, þeg-
ar þeir tala til alþýðunnar heima
fyrir.
Sjaldgæfur endlr
valdaferlls
Það hefur ekki farið leynt, að
hagvöxturinn hefur farið minnk-
andi eftir þvi sem liður lengra á
núgildandi fimm ára áætlun.
Sovétrikin eiga áfram úr nægum
náttúruauðlindum að spila en það
sem vakið hefur gagnrýni — ekki
hvað minnst frá Brezhnev sjálf-
um — er, hvernig haldið hefur
verið á þeim spilum. Og með þvi
að Kosygin bar aðalábyrgð á
efnahagsmálunum, lá beint við að
ætla, að hann yrði sektarlambið,
sem dregið yrði til ábyrgðar fyrir
stöðuna.
En Kosygin á áfram sæti i
æðstaráðinu og miðstjórninni, og
það þótt hann hafði sjálfur óskað
þess, að verða einnig leystur
undan þeim skyldustörfum. Haldi
hann sæti sinu áfram þar til
flokksþingsins, þýðir það, að
hann dregur sig i hlé með heiðri
og sóma, sem er fátltt um æöstu
ráðendur I Sovétrijunum.
írezhnev stendur nú einn langfremstur valdamanna Kreml,
ftir að Kosygin (i baksýn) hefur dregið sig i hlé
Mlkil aftðii ð
bjargfugii 1 Noregi
Norðmenn hafa orðið þungar
■ áhyggjur af miklum afföllum i
I bjargfugli þeirra, lunda, langviu
I og álku. — Það er talið, að um
I milljón lundapysjur eða ungar
I hafi drepist þetta árið af fæðu-
j skorti, og aðeins litill hluti álku-
j unga og langviuunga hefur kom-
j ist upp.
f Mestu fuglabjörg Norðmanna
| eru i norðurhluta landsins, en
I einnig má finna fuglabjörg á
j Vesturlandi. Allt frá þvi 1970
■ hefur verið óeðlilegt ástand i
J bjargfuglabyggðum á Raust i
J Norður-Noregi. Að undanskildu
| árinu 1974, þegar lundarnir komu
J ungum sinum upp nokkurn veg-
I inn eðlilega, eftir þvi sem best
I varð séð. Siðustu árin hins vegar
I hafa nær allir ungar lundans
1 drepist. Annars staðar þar norður
| frá hafa menn einnig gefið gaum
| óeölilega miklum afföllum hjá
| „prófastinum”.
j Rannsóknir við Runde utan við
| Alasund á Vesturlandi sýna, að
| um 70% unganna hafa drepist.
| Undantekningar eru á örfáum
| stöðum I Finnmörk, nyrst i land-
2 inu.
Þótt ungadauöinn hafi ekki ver-
| ið eins mikill hjá álkunni og lang-
■^viunni, hefur samt gengið mjög
alvarlega á þann fuglastofn frá
þvi 1970. Núna árið 1980 er ætlað,
að stofn álka og langvia sé ekki
nema helmingur af þvi, sem hann
var 1970.
Visindin hafa ekkert óyggjandi
á reiðum höndum við spurning-
unni um, hvað valdi þessu. Fæðu-
skortur er þó örugglega aðalá-
stæðan fyrir ungadauðanum. 1
grennd við Raust finnst ekki
nema 1-3% smásildarstofnsins,
sem þar var áður, og var aðal-
fæða sjófugla.
Að álkunni steöjar auk þess önn-
ur hætta. Það er talið, að meir en
50 þúsund álkur drepist ár hvert
með þvi að festa sig i veiðarfæri,
drauganet og laxanet. Einnig ber
orðið meira á oliumengun I sjón-
um en áður, og hefur oliubrákin
orðið mörgum sjófuglinum að
aldurtila, eins og menn kannast
vel viö hér á íslandi.
Macmillan var ekki hissa.
óllkar ályktanlr
Það hefur komið mönnum á ó-
vart, hversu her lrans hefur
spjarað sig og staðið i innrásarliði
iraks. Héldu menn landvarnir
irans f molum eftir hreinsanirnar
i foringjasveitum hersins í of-
stæki æöstaprestsins.
Harold Macmillan, fyrrum for-
sætisráðherra Bretlands, vill hins
vegar teija, að æöstiklerkurinn
hafi eínmitt sýnt þvert á móti
mikla forsjálni, þegar hann grisj-
aði í foringjaliöinu. — „Þvi miöur
var ekki svo vei ástatt hjá okkur
1914”, sagöi hann nýlega.
Gáfumannaskortur
Það var lengstum aðatkeppi-
kefli framagjarnra námsmanna I
Sovétrikjunum, að komast i
máladeild Moskvuháskóla og
læra erlend tungumál, stjórn-
málafræði og fleira, en með þvi
þótti vis vegurinn að háum em-
bættum hjá þvi opinbera og i á-
hrifastöður.
Engar skýrslur liggja fyrir um,
hvaö breytt hefur viðhorfunum,
en nú er aösóknin dræmari.
Kunnugir i Moskvu þykjast þó
vita, hvað valdi. Ahuginn er nú
allur fyrir þvi aö komast i em-
bætti, sem duga til þess að veita
aögang að sérverslunum stór-
bokkanna, þar sem á boðstólum
er varningur, sem alþýöa manna
á ekki kost á. En minni áhugi er
fyrir valdastööum.
Þykir þetta bjóða heim vand-
ræðum ráðamanna til þess að fá
úr menntakerfinu vel hæfa unga
gáfumenn til þess aö gæða valda-
kerfiö nýju lifi.
óglögg lýslng
„Frændi minn er fæddur i Siem
Reap i Kabódfu. Hann á heima
hjá markaðstorginu I Aranyapra-
thet, skammt frá 4ra hæða hóteli.
Það vantar á hann annað eyraö.
Hann er svinakjötskaupmaöur".
Þannig iýsti einn flóttama'ður-
inn frá Kambodiu eina ættingja
sinum fyrir fióttamannahjálpinni
i Thailandi. Landfræðileg stað-
setning var að visu ekki ýkja itar-
leg, en iýsingin á manninum
dugði til þess að frændinn fannst
fljótlega. — En dæmið gefur
nokkra hugmynd um verkefni
flóttamannahjálparinnar.
Ertöaprins N-Köreu
Fyrsta kommúniska valdaætt-
in, þar sem valdastóllinn gengur I
erfðir, er nú að vaxa upp i N-
Kóreu. Hinn 68 ára gamli Kim II
Sung, sem fariö hefur með völd
siðan 1948, er nú farinn að ryöja
syni sinum braut upp 1 valdastól-
inn.
Hinn 39 ára gamli Kim Jung
var nýlega geröur aö leiðtoga
flokksins, sem er næstæðsta em-
bætti landsins og gengur forseta-
embættinu næst. Um leið fékk
„krónprinsinn” sæti I æðstaráði
flokksins.
Kurtelsir í návlst
Kóngaföiks
1 heimsókn sinni til Rómar á
dögunum notaði Elisabet Breta-
drottning tækifærið og þakkaði
RómVerjum sögulegt framlag
þeirra til vestrænnar menningar.
„Þegar þið lögðuð grundvöliinn
að London, skópuð þið þá borg,
þar sem ég dvel mestan hiuta
árs”, sagði hennar hátign.
Annað athyglisvert við þessa
heimsókn var móttaka borgar-
stjóra Rómar, kommúnfstans
Petroselii, sem bauð þennan full-
trúa bresku konungsfjölskyld-
unnar hjartanlega velkominn.
Hann þakkaði henni fyrir hennar
störf og sló þvi föstu, að heimsókn
hennar mundi styrkja trú ltala á
framtiðina.
Sést þar vel, aö kurteisiega get-
ur fariö á með kommúnistum og
kóngafólki.
í náðlnnl hjá
æðstaprestinum
Sadegh Ghotbzadeh er ekki
lengur utanrikisráðherra lrans.
Hann neitaði að sitja f stjórn
Rajai, þegar hinn siðarnefndi tók
sæti forsætisráðherra.
En áhrif Ghotbzadeh þykja
hafa aukist til muna við breyting-
una, þvi hann stendur siöan nær
Khomeini æðstapresti en nokkru
sinni fyrr. Ráöherrann fyrrver-
andi hefur byrjaö útgáfu dag-
blaðs á persnesku og stendur I
nánum tengslum við klerk.