Vísir - 30.10.1980, Page 15

Vísir - 30.10.1980, Page 15
VlSIR SÍLDARÆVINTÝRH) NÝJA: Höfum vlð ekkert lært af gömlu sfldarævinlýrunum? Sagan endurtekur sig, segja menn stundum, og aðrir segja að það sé tóm della. Og til að verða nú einu sinni sammála öllum er rétt að taka undir með kerlingunni sem sagði: Það sem hefur aldrei skeð áður, getur alltaf gerst aftur. Nóg um það. Mál til meðferðar hér og nú er hvort sildveiðimenn hafi nú, likt og stundum gerðist i sildarævintýrinu á árum áður, látið kappið blinda sig svo að afla er ausið i land, án fyrirhyggju og án þess að leiða hugann að hvað um þessi verðmæti verður, þegar i land er komið. Og ekki er minna mál að skoða, á hvern hátt þeir sem i landi starfa að sköpun verðmæta úr sildinni, standa að sinu. Reglur á hrakhólum í siðustu viku var athygli Visis vakin á aö á einni af Austurlandshöfnum væri landað meiru af góðri og fallegri sild, en söltunarstöðvar hefðu undan að vinna. Visir hóf upplýsinga- leit og spurðist fyrir á flestum stööum, þar sem liklegt þótti að haldgóöar upplýsingar væri aö fá. Arangurinn var að undir- ritaður sannfærðist um aö kapp- ið hefði blindað menn. 64 bátar fengu leyfi til veiða i reknet og 140 i lagnet. Samtals máttu þessir bátar veiða 18000 tonn af sild. Þessir 140 með lagnetin eru flestir smábátar og þeir veiddu samtals um 500 tonn, en rek- netabátarnir kepptust um hin 17.500 tonnin. Veiðisvæðið var inni á fjörðunum austanlands, stutt að fara og mokveiði. Auð- vitað var geysilega hörð keppni um að ná sem stærstum hlut, áður en 18.000 tonna markinu var náö. 1 landi freistuðust menn til að gripa til óheppilegra ráðstafana til að geta tekið á móti meiru en ella og gáfu sér ekki tima til að meðhöndla tunnurnar eftir reglunum, þeg- ar þær höfðu verið fylltar. Reyndarhafa ekki allir húsnæði eins og til þarf. Það kom einnig i ljós að lögum um eftirlit og mat á nýveiddum fiski, meðferð, flutningi og geymslu hans er ekki framfylgt, heldur er treyst á söltunarstöövarnar vandi framleiðslu sina, vegna þess að útflutningseftirlitið með slld I tunnum er mjög strangt. Samt sem áður gerir þetta eftirlits- leysi mönnum kleyft að fara með sildina á óæskilegan hátt áöur en hún er söltuð og skemmist hún, er hún send i Það var stutt á miöin hjá Noröfjaröarbátunum. Vísismynd ÞMV Tunnustæöa á Neskaupstaö. Visism.: ÞMF bræðslu, en bannað er að veiða sUd I bræðslu núna. Dýrir kjaftar Visir sagði frá þvi, sem hann varð áskynja og ekki stóð á við- brögðum. öll hjól fóru að snú- ast. Sjávarútvegsráðherra kallaöi forstjóra Framleiðslu- eftirlits sjávarafurða á sinn fund og sá siðarnefndi flaug samdægurs austur á firði aö kynna sér ástandið. i tilkynn- ingum útvarps heyrðust áminn- ingar tilsaltenda um að fara að settum reglum og góðir menn á Austurlandi sendu undir- rituðum tóninn, þar sem ég var m.a. uppfræddur um að nú til dags væri dýrt að „gera við kjafta”. Megin uppistaöan i „tóninum ” var þó sú að gott fólk á Austfjörðum leggi nótt við dag til aö bjarga verðmætum og það sé langt þvi frá fallegt að hafa orð á minni háttar ávirðingum I meðferð verðmætanna, þegar svo er ástatt. Glæpir og gullæði I huga minum er engin trú á að menn fyrir austan rýri verð- mætin af glæpsamlegum hvöt- um, nema þvi aðeins að „gull- æði” verði flokkað undir glæpi. Þeir menn sem gripa til þess að landa sildinni i stór járnker, gera það af greiðvikni við sjó- menn, svo þeir komist sem fyrst á miðin aftur, svo dæmi sé nefnl. Hitt stendur óhaggað að þrem meginpunktunum i frétt- um Visis af vafasamri meðferö verðmætanna fyrir austan, hefur ekki verið mótmælt, þ.e. góðri sild er landað I stór járn- kerá Eskifirði, sem auðvitað er óhæfa, þaðan fer hluti hennar i bræðslu, sem er lögbrot og sildartunnur fá ekki þá meö- ferð, sem reglur mæla fyrir um. Með þessu er teflt á tæpasta vaö i meðferð verðmætanna að ekki sé meira sagt, og þá skýtur efa- semdum upp i hugann um hvort það beri árangur eins og til er stofnað að fólk unni sér hvorki svefns né matar við að „bjarga verðmætum”. Reyndar þykir mér óþarft að halda mjög á lofti þessum mærðarlega orðalagi, „að bjarga verðmætum”, um fólk, sem tekur þátt i sildar- ævintýrinu. Það er öllum ljóst, og þvi sjálfu best, að hvatinn er von um fljóttekna peninga og vinnan er seld á hæsta verði sem býðst. Hver á að hlýða lög- um? Ýmislegt annað kom upp á yfirborðið, eins og oft vill verða, þegar farið var að kanna máliö. Eitt er þetta með fersksildar- matið. Þar komu athygli verðir hlutir i ijós. Lögin eru skýr, það skalhafa eftirlit með eða meta allan fisk, sem veiddur er úr sjó, svo og meðferð, flutningi, geymslu og vinnslu hans. Hvers vegna er þessum lögum ekki framfylgt? Vegna þess að ráðu- neytið setur ekki reglugerð til aö vinna eftir, segir forstjóri Framleiðslueftirlits sjávar- afurða sem á að annast eftirlit- ið. Ráöherra segir hins vegar að málið sé flókið og margþætt og saltendur séu ekki á einu máli um að vilja hafa þetta eftirlit. 1 stuttu máli þeir sem á að lita Fimmtudagur 30. október 1980 Fimmtudagur 30. október 1980 VÍSLR 15 Visismynd HS Nemendur frá Eiöum komu til Fáskrúösfjaröar og söltuöu af miklu kappi eftir, eiga að ráöa hvort eftir þeim sé litið. En hvað segja saltendur? Þeir eru ekki á einu máli um þetta atriði. Nú þarf að greina frá þvi að á hverri stöð starfar sildarmatsmaður með réttindi og viðurkenndur af Myndirnar tóku: Þorleifur Már Friðjónsson og Helena Stefáns- dóttir. Framleiðslueftirlitinu. Hann er starfsmaður stöövarinnar og launaöur af henni og á að velja sild til hinna mismunandi verkunaraðferða. Vondur starfsmaður Margir saltenda telja þetta ófullnægjandi fyrirkomulag. Nefnt er sem dæmi að sé mats- maðurinn kröfuharður um gæði sildarinnar, geti bátur meö vafasamt hráefni boðið næstu Sævar Nielsson keyrir frá og er meinilla viö að láta taka af sér mynd, en þaö haföist samt. Visismynd HS stöð sildina, þar sem mats- maðurinn er fáanlegur til að tefla tæpar. Svo getur farið að samviskusamur matsmaður verði til þess að atvinnuveitandi hans missir veruleg viðskipti, bátarnir forðast hann og fara til hins,sem minni kröfur gerir. Sá fyrr nefndi vill fá fersksildar- mat, hinn ekki. Þaö nýjasta i málinu er svo það að ráðherra fer ekki með rétt mál, þegar hann segir að saltendur vilji ekki fersksildar- mat. Visi barst i hendur afrit af bréfi frá Félagi sildarsaltenda á suöur- og vesturlandi til Sjávar- útvegsráðuneytisins, dagsett 24/10 1979. Þar segir orðrétt: „Aðalfundur Félags sildarsalt- enda á suður- og vesturlandi haldinn 15. október 1979 i Reykjavik Itrekar enn einu sinni þá eindregnu ósk sina að gefin veröi út sem allra fyrst reglu- gerð um gæðamat á ferskri sild”. Visir hefur eftir áreiðan- legum heimildum að hitt félagið, Félag sildarsaltenda á norður- og austurlandi hafi sent ráöuneytinu bréf sama efnis. Með leyfi forstjóra Fleira vekur athygli. Fram- leiðslueftirlit sjávarafurða sendir öllum söltunarstöðvum árlega reglur um hvernig meö- ferð sildin skuli fá á öllum stig- um frá þvi henni er landað þar tilhúnerfullverkuði tunnu. Þar segir m.a. til um i hvaða hita- stigi tunnurnar skuli geymdar meðan innihald þeirra er að verkast og hversu oft þeim skuli velt o.s.frv. Þegar ég bað um að fá þessar reglur til yfirlestrar voru hafðar i frammi undar- legustu afsakanir. Forstjórinn sagði að á skrifstofum stofn- unarinnar væri enginn viölát- inn, sem gæti afhent mér reglurnar. Það skal tekið fram að stofnunin hefur yfir stórri skrifstofuhæð að ráða og þar starfarmargt fólk. Daginn eftir náði ég sambandi við mann i stofnuninni, sem hafði reglurn- ar undir höndum, en vildi ekki afhenda þær nema með leyfi forstjóra. Þann dag tókst ekki að fá samband við forstjóra, til að biðja um afhendingarleyfið. Ekki vil ég fullyrða að verið sé að fara i felur með reglurnar, þykir það raunar ákaflega ósennilegt, en furðulegt er þetta og ber ekki vott um mikil tengsl innan stofnunarinnar. Mótsagnir Aöur en sagt er skilið við Framleiðslueftirlitiö er ekki úr vegi að lita ögn betur á allt eftir- litskerfið og hlutverk þess. Svo undarlega og mótsagnakennt, sem það kann að hljóma, eftir frásögn af öllu eftirlitsleysinu, er allt „útbiað” i eftirlitsmönn- um. Eftirlitsmenn frá sjávarút- vegsráðuneytinu fylgjast meö hvað mikið veiðist og að ekkert „framhjáhlaup” eigi sér stað. Framhjáhlaup er það kallað, þegar fiskimenn reyna að drýgja kvótann sinn. Hvorki þessir eftirlitsmenn, né nokkrir aðrir lita eftir að stöð taki ekki á móti meiru en hún ræður við að salta og setji það sem umfram er i bræðslu. Eftirlit með eftirliti á eftirliti Næsti eftirlitsmaður er frá Framleiöslueftirlitinu og mælir stærð sildarinnar. Hann skiptir sér ekki af gæðum sildarinnar að öðru leyti. Þá er næstur matstnaður stöðvarinnar, sem fyrr var frá sagt, og velursDd til mismunandi verkunaraðferða. Ekki njóta þeir fulls trausts Framleiðslueftirlitsins, heldur ferðast eftirlitsmenn þess um og hafa auga með eftirlitsmönnum stöövanna. Ég sel það ekki dýr- ara en ég keypti en þvi var stungiö að mér að Sildarútvegs- nefnd, sem annast sölu allrar saltsildar til útlanda, hafi ekki meira traust á þessu eftirliti eftirlitsins, en svo að það hafi einskonar spæjara eða leyni-eftirlitsmann til aö hafa eftirlit með eftirlitsmönnum Framleiðslueftirlitsins, sem eiga að hafa eftirlit með mats- mönnum stöövanna. F'innst ein- hverjum þetta flókiö? Ég er þvi sammála. Næsti eftirlitsmaöur er frá Sildarútvegsnefnd og fylgist með hvað mikið hefur verið saltaö og siðastir koma svo eftirlitsmenn Framleiðslu- i eftirlitsins, sem rannsaka sfltf- ina áður en hún fer úr landi. Engin hætta t umræöunum um þetta mál var forstjóri Framleiöslueftir- litsins spurður um álit á hvort að fordæmi hafi skapast i sum- ar, sem gefur sildarsaltendum leiö til aö selja lélega sild úr tunnum, sem ekki fær út- flutningsleyfi eftirlitsins. Þar var átt viö þaö atvik, þegar sild frá árinu áður, sem ekki upp- fyllti kröfur um gæði til út- flutnings, var lögð niður i dósir og flutt til Danmerkur, með samþykki Viðskiptaráðuneytis- ins. Jóhann taldi enga hættu vera á þvi. Nú hafa netabátarnir fyllt sinn kvóta en nótabátarnir veiöa enn um sinn. Ef til vill dregur nú svolitið úr kapp- hlaupinu um að koma sem mestri sild á land á sem stystum tima. Vonandi er það þvi svona hömlulaus austur hráefnisins á land og að þvi er virðist tak- markalaust vinnuálag, kann ekki góöri lúkku að stýra. Hugsunarhátturinn virðist vera frá fyrri dögum, þegar sjálfsagt þótti að menn yröu þvi sem næst örvita af tryllingi og tauga- spennu ef þurfti aö steypa upp hús, hirða hey eða salta sild. Það er eins og við höfum ekk- ert lært. SV 1 | I 1 I I fi Ekki voru allir bátarnir stórir, sem tóku þátt Isfldveiðunum iár. Visism. ÞMF

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.