Vísir - 01.11.1980, Blaðsíða 4

Vísir - 01.11.1980, Blaðsíða 4
VÍSIR Laugardagur 1. nóvember 1980 Kafíi úr nyjustu bók Grahant Greenes sem kemur út hjá Almenna bókafélaginu nú í haust A borðinu stóðu kristalglös sem leiftruðu af birtu ljósakrónunnar uppi yfir, meira aö segja súpudiskarn- ir virtust rándýrir. Ég furðaði mig heldur aö sjá þá þarna, þetta var tæpast sú árstiöin þegar köld súpa er borin á borð. „Þetta er Jones, tengdasonur minn”, sagði doktor Fischer. „Þiö veröið að afsaka hanskann sem hann gengur meö. Hann hylur likamsiyti. Frú Montgomery, herra Kips, Monsieur Belmont, herra Richard Deane, Krueger herdeildarforingi.” (Engin hætta á aö hann færi rangt með mannvirðingar Krueg- ers.) Ég fann óvild þeirra streyma að mér eins og tára- gas. Hvers vegna? Ef til vill voru þaö dökku fötin min. Ég haföi varpað rýrð á heildina. ,,Ég hef hitt Monsieur Jones”, sagði Belmont llkt og hann væri vitni sóknaraðila að bera kennsl á hinn ákærða. „Ég líka,” sagði frú Montgomery, „sem snöggvast”. „Jones er mikill málamaður”, sagði doktor Fischer, „hann þýðir bréf um sælgæti”, og þaö rann upp fyrir mér aö hann hlaut að hafa spurst fyrir um mig hjá hús- bændum minum. „Hér i þessum smásamkvæmum okkar tölum við ensku, Jones, af þvi aö Richard Deane, þessi mikli leikari, talar ekki aðra tungu, þótt hann bregði stundum fyrir sig einhvers konar frönsku yfir drykkju — eftir þribja glas. A kvikmyndatjaldinu eru alltaf aðrir sem tala frönskuna fyrir hann.” Allir hlógu eins og þeim heföi veriö gefið merki nema Deane sem brosti gleðisnauöu brosi. „Eftir eitt eöa tvö glös hentar honum að leika Falstaff en skortir þó bæði skopskyn og likamsþyngd. Við munum gera það sem i okkar valdi stendur til að bæta úr hinu siðarnefnda i kvöld.Skopskyniöer ekki á okkar valdi, er ég hræddur um. Þér viljið ef til vill spyrja hvað eftir sé. Aöeins hraðminnkandi orðstir hans meöal kvenna og táninga. Kips, liggur ekki vel á yður? Er eitthvað aö? Ef til vill saknið þér þess að fá engan apéritif eins og venjulega, en I kvöld vildi ég ekki spilla bragðskyni ykkar vegna þess sem I vændum er.” „Nei, nei, ég fulivissa yður um að það er ekkert að, doktor Fischer. Ekki neitt.” „Ég geng alltaf eftir þvi,” sagði doktor Fischer, „aö allir skemmti sér i þessum smásamkvæmum mínum.” „Þau eru æði,” sagöi frú Montgomery, „algert æöi.” „Doktor Fischer er jafnan frábær gestgjafi,” til- kynnti Krueger herdeildarforingi mér með góðmann- legu litillæti. „Og einstaklega örlátur,” sagöi frú Montgomery. „Þessi hálsfesti sem ég er með — hún var I verölaun i siðustu veislu.” Hún var þunga hálsfesti úr gullpening- um — til aö sjá sýndust mér það vera Krugerrand. „Þaöeru alltaf smáverölaun handa öllum,” muldr- aöi herdeildarforinginn. Hann var sannarlega gamall og grár og sennilega grútsyfjaður. Mér leist best á hann af þvi aö hann virtist hafa tekið mér heldur skár en hin. „Þarna eru verölaunin,” sagði frú Montgomery. „Ég hjálpaöi honum aö velja þau.” Hún gekk yfir að borði út viö vegg og nú tók ég fyrst eftir þvi að þar lá hrúga af pökkum i gjafaumbúðum. Hún snart einn pakkann með fingurgóm eins og barn sem tekur á jóla- sokk til þess að finna á hljóðinu hvað i honum er. „Verölaun fyrir hvað?” spurði ég. „Areiöanlega ekki fyrir greind,” sagði doktor Fischer, „ef svo væri, ynni herdeildarforinginn aldrei neitt.” Allir störöu á gjafahrúguna. „Við þurfum aðeins að umbera þessar meinlausu kenjar hans,” sagöi frú Montgomery til skýringar, „og svo útdeilir hann verðlaununum. Hugsið ykkur bara — eitt kvöldiö lét hann bera fram lifandi humra og skálar með sjóbandi vatni. Við uröum aö handsama þá og sjóöa þá sjálf. Einn humarinn kleip hershöföingjann I fingur.” „Ég er enn með ör eftir hann,” sagði Krueger her- deildarforingi kvörtunarrómi. „Þaö er eina skeinan sem hann hefur hlotið viö skyldustörf,” sagði doktor Fischer. „Þaö var æði,” sagöi frú Montgomery rétt eins og aðalatriðið kynni aö hafa fariö fram hjá mér. „Að minnsta kosti varð hún blá á hár eftir þaö,” sagði doktor Fischer. „Aöur var þaö ömurlega grátt með nikotinblettum.” „Ekki grátt — það var ljóst — og ekki meö nikotin- blettum.” „Munið eftir reglunum, frú Montgomery,” sagöi doktor Fischer. „Ef þér þráttið við mig öðru sinni glatiö þér veröiaununum”. „Þaö kom einu sinni fyrir herra Kips,” sagði Monsieur Belmont. „Hann varð af átján karata kveikjara úr gulli. Hann var eins og þessi hérna.” Hann dró leöurhylki upp úr vasa sinum. „Þaðskipti mig litlu,” sagöi herra Kips. „Ég reyki ekki.” ^ „Farið varlega, Kips. Þér skuluö ekki gera lltiö úr gjöfum minum — annars gæti gjöfin yöar horfið ööru sinni i kvöld.” Ég hugsaöi með mér: Þetta er sannkallaö vitfirr- ingahæli og vitskertur doktor sem ræður húsum. Þaö var forvitnin ein sem hélt i mig þarna — vist er aö ég hinkraöi ekki við af neinni hagnaðarvon. „Ef til vill værirétt,” sagði doktor Fischer, „áöur en viö setjumst að kvöldverði — sem ég vona að þið njótið öll og neytið með góðri lyst af þvi að matseðillinn varö mér ærið umhugsunarefni —aö ég skýri nýja gestinum okkar frá þeim siöum sem við höfum i heiðri viö þess- ar máltiðir.” „Það er brábnauðsynlegt,” sagöi Belmont. „Ég held — með yöar leyfi — að ef tii vill hefðuð þér átt að bera komu hans hingað — hvaö eigum viö að segja — undir atkvæði? Við erum eins konar klúbbur þegar öilu er á botninn hvolft.” Herra Kips sagði: „Ég er sammála Belmont. Við vitum öll hvar viö stöndum. Við sættum okkur við til- tekin skilyröi. Þetta er allt i gamni gert. Aðkomumað- ur gæti misskilið þetta.” „Herra Kips iauraleit,” sagði doktor Fischer. „Þér óttist að gildi verðlaunanna kunni að rýrna þegar nýr gestur bætist i hópinn rétt eins og þér vonuðuö að verö- gildið myndi aukast þegar tveir úr hópnum létust”. Þegar einhverjir lesa þetta sem voru ekki nærstadd- ir, kann þeim aö virðast þetta keimlikt góðlátlegri kerskni klúbbfélaga sem hnotabitast áður en sest er að vænum málsverði og drjúgri drykkju i góöu félags- lyndi. En ég gaf andlitunum gaum og fann hversu broddurinn gekk nærri beini, það var tómahljóð og hræsni i skopinu og hatur grúfði sig yfir hópinn eins og regnbólgið ský — haturgestgjafansá gestunum og hat- ur gestanna á gestgjafanum. Ég fann að þarna var ég alger utangarösmaður, þótt ég heföi óbeit á öllum sem þarna voru staddir var tilfinning min ómáttugri en svo aö hún yrði kölluð hatur. „Þá setjumst við að borði,” sagöi doktor Fischer,” og ég ætla að skýra nýja gestinum okkar frá tilgangi þessara smásamkvæma minna meðan Albert ber inn kvöldverðinn.” Ég settist við hlið frú Montgomery er sat gestgjafan- um á hægri hönd. Belmont sat hægra megin viö mig og leikarinn Richard Deane andspænis mér. Flaska af góöu Yvorne stóð hjá hverjum diski nema hjá gest- gjafa okkar, ég sá að hann kaus heidur pólskt vodka. „tfyrsta lagi,” sagði doktorFischer, „langar mig að biðja ykkur aö skála fyrir minningu tveggja vina — er ég mun nefna svo við þetta tækifæri — á tveggja ára ártið þeirra. Það er sérkennileg tilviljun. Ég miðaði daginn við þaö. Madame Faverjon dó af eigin völdum. Ég hugsa hún hafi ekki getað þoiað sjálfa sig lengur — það var nógu erfitt fyrir mig að þola hana þótt mér fyndist hún býsna áhugavert athugunarefni fyrst I staö. Hún var ágjörnust allra við þetta borö — og þá er mikið sagt. Hún var lika rikust ykkar alira. Stöku sinnu hef ég staðið hvert og eitt ykkar að uppreisnar- votti gegn þeirri gagnrýni sem ég hef haft i frammi viö ykkur og ég hef neyðst til aö minna ykkur á gjafirnar eftir kvöldverðinn sem þiö gátuð stofnað i hættu. Madame Faverjon henti aldrei slfkt. Hún tók öllu og hverju sem var til þess að vinna til gjafarinnar, þótt hún heföi hæglega haft efni á að kaupa jafngóðan grip sjálf. Hún var viðurstyggileg kona, ódæmileg kona, og samt verö ég að viðurkenna að hún sýndi tiltekinn kjark i lokin. Ég efa að neitt ykkar myndi nokkru sinni sýna slikan kjark, ekki einu sinni hugrakki herdeildar- foringinn okkar. Ég efa aö neitt ykkar hafi nokkru sinni látið hvarfla að sér að losa heiminn við óþarfa ná- vist þess einstaklings. Þess vegna vil ég biöja ykkur að skála fyrir anda Madame Faverjon.” Ég hlýddi eins og öll hin. Albert kom inn með silfurbakka, á honum stóö stór skál með styrjuhrognum og litlir silfurdiskar með eggjum, lauk og sneiddum sitrónum. „Þið hafið Albert afsakaðan þótt hann sinni mér fyrst”, sagði doktor Fischer. „Ég er svo hrifin af styrjuhrognum,” sagði frú Montgomery. „Ég gæti lifað á þeim.” „Þér hefðuö efni á aö lifa á þeim ef þér timduö að eyöa eigin fé.” „Svo efnuð kona er ég ekki.” „Tekur þvi að vera að ljúga að mér? Ef þér væruð ekki eins rik og þér eruð myndúð þér ekki sitja við þetta borð. Ég býö aöeins hinum veilrlku”. „Hvað um herra Jones?” Hann er hér fremur sem áhorfandi en gestur, en þar sem hann er nú tengdasonur minn gerir hann sér ef til vill glæstar vonir. Vonir eru lika eins konar auðæfi. Ég er viss um að herra Kips gæti tryggt honum góð kjör og vonir eru ekki skattskyldar — hann þyrfti ekki aö ráðfæra sig viö Monsieur Belmont. Munnþurrkurn- ar, Albert”. Nú tók ég fyrst eftir þvi að það eru engar handþurrk- ur á borðinu. Albert var að binda munnþurrku um háls frú Montgomery. Hún rak upp ánægjuvæl. „Écrevisses. Ég elska écrevisses.” „Við höfum ekki skálað fyrir blessuninni honum Monsieur Groseli sáluga,” sagði herdeildarforinginn og lagfærði munnþurrkuna. „Ekki get ég sagt að ég hafi nokkurn tima kunnað við þann mann.” „Flýtið ykkur þá meðan Albert sækir kvöldverðinn handa ykkur. Skál fyrir Monsieur Groseli. Hann kom aðeins tvisvar I kvöldveröina okkar áður en hann dó úr krabbameini, svo að mér gafst ekkert tóm til aö rýna I skapgerö hans. Ég hefði aldrei boðiö honum I okkar hóp, ef ég hefði vitað um krabbameinið. Ég ætlast til þess að gestir minir veiti mér miklu lengri skemmtun. Jæja,hérna kemurþá kvöldverðurinnykkar, þá get ég farið að borða”. Frú Montgomery rak upp háan skræk. „Hvað er nú þetta, þetta er hafragrautur, kaldur hafragrautur”. „ósvikinn skoskur hafragrautur. Þér ættuð að kunna að meta hann, manneskja með skosku nafni.” Doktor Fischer fékk sér styrjuhrogn á diskinn og hellti vodka I glas. „Þetta eyðileggur alla matarlyst i okkur,” sagði Deane. „Hafið engan ótta af þvi. Það er ekki um annan mat að ræða.” „Þetta er of langt gengið, doktor Fischer,” sagði frú Montgomery. „Kaldur hafragrautur. Hann er algert óæti.” „Borðið hann þá ekki. Boröið hann ekki, frú Mont- gomery. Samkvæmt reglunum glatið þér einungis þessari litlu gjöf. Satt að segja hafði ég Jones sérstak- lega i huga þegar ég bað um hafragraut. Mér höföu flogið akurhænur i hug, en hvernig átti hann að ráöa viö þær, einhentur maðurinn?” Mér til furðu sá ég að herdeildarforinginn og Richard Deane voru farnir að borða og herra Kips var að minnsta kosti kominn meö skeiöina á loft. „Það væri heldur skárra,” sagði Belmont, „ef við gætum fengið svolitinn sykur.” „Mér skilst að Wales-búar — nei, nei, nú man ég, Jones — Skotarnir á ég við — telji það hreinasta guð- last að spilla hafragraut með sykri. Mér er meira að segja sagt að þeir hafi salt i honum. Þér megiö sannar- lega fá salt. Bjóddu herramanninum salt, Albert. Frú Montgomery ætlar að fasta.” „Seisei nei, ekki ætla ég að spilla gamninu fyrir yð- ur, doktor Fischer. Réttið mér saltið. Það getur ekki gert hafragrautinn verri en hann er”. Mér til furðu voru þau öll tekin til við grautinn eftir örskamma stund, þögul og einbeitt i bragöi. Ef til vill hefurgrauturinngert þeim tregt tungu að hræra. „Þér bragðiöekki á honum, Jones?” sagði doktorFischer og fékk sér svolitla ábót af styrjuhrognum. „Ég er ekki nógu svangur.” „Og ekki nógu rikur heldur,” sagði doktor Fischer. „1 mörg ár er ég búinn að grannskoða græðgi hinna riku. „Þeim sem á, honum mun gefið verða” — þeir taka þessi kaldhæðnu orð Krists alveg bókstaflega. Þér takið eftir þvi að þaö er talað um að „gefa” ekki „vinna til einhvers”. Þau hefðu hæglega efni á að gefa sjálfum sér gjafir sem ég útdeili eftir kvöldveröinn, en þá hefðu þau lika unniö til þeirra þótt ekki væri með öðru en skrifa ávisun. Hinum riku er meinilla við aö skrifa ávisanir. Af þvi stafa vinsældir greiðslukort- anna. Eitt kort kemur i stað hundrað ávisana. Þetta fóik gerir hvað sem er til að fá gjafir slnar ókeypis. Þetta er ein erfiðasta raunin sem ég hef lagt fyrir þau til þessa, en sjáið nú hvað þau eru fljót að gófla I sig köldum hafragrautnum, til þess að farið veröi aö út- deila gjöfunum. Ég er hræddur um að þér fáiö ekki neitt, ef þér borðið ekki”. „Þaö sem biöur min heima er mér dýrmætara en gjöfin frá yður.” „Þetta var afar fallega sagt,” sagði doktor Fischer, „en ekki er vert að vera of viss I sinni sök. Konur hafa ekki alltaf biðlund. Ég efa aö handarmissir hressi upp á ástarbrimann. Albert, herra Deane er tilbúinn að þiggja annan skammt.” „Æ nei,” sagöi frú Montgomery, „nei, ekki annan skammt. „Ég vil herra Deane vel. Mig langar til aö fita hann svo að hann geti leikiö Falstaff.” Deane leit á hann öskuvondur, en hann þáði aftur á diskinn. „Ég er aö gera að gamni minu að sjálfsögðu. Deane gæti ekki leikið Falstaff fremur en Britt Ekland Kleó- pötru. Deane er ekki leikari, hann er kyntákn. Tán- ingsstelpur dýrka hann, Jones. Það yrðu ljótu von- brigðin ef þær sæju hann klæðlausan. Ég hef ástæöu til aö ætia að hann þjáist af ótimabæru sáöláti. Hver veit nema hafragrauturinn hægi á yður, Deane, aumingja kallinn minn. Albert, viltu gefa herra Kips aftur á diskinn og ég sé aö frú Montgomery er að verða búin. Flýtið yður, herdeildarforingi, flýtið yöur, Belmont. Það verða engar gjafir fyrr en allir eru búnir.” Mér flaug I hug veiðimaöur sem stjórnar hundum sinum þaö þvi að láta smella I svipunni.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.