Vísir - 01.11.1980, Blaðsíða 6

Vísir - 01.11.1980, Blaðsíða 6
6 Laugardagur 1. nóvember 1980 VÍSIR „Biblían nefnir Jerús 656 sinnum, Kóraninn aldrei” Um sögu borgarinnar, fyrr og nú Þegar forsætisráöherra Isra- els, Menachem Begin, lýsti því yfir fyrir skömmu, aö sameinuö Jerúsalem-borg yröi nú höfuö- staöur tsraelsrikis, og mörg ráöuneytanna flutt i austurhluta borgarinnar olli sú ákvöröun miklum úlfaþyt ekki aöeins meö- al araba heldur um heim aiian. Sadat, forseti Egyptalands möt- mælti harölcga og sama geröu þjóöarleiölogar ýmissa landa. Begin haföi ekki áhyggjur af þessum viöbrögöum, hann lýsti þvi yfir aö „þaö heföi veriö feg- ursta stund llfs mins” þegar hann gaf út yfirlýsinguna hér um. Gyö- ingar telja sig enda hafa sterkan málstað varðandi Jerúsalem og beita ekki slst fyrir sig mann- kynssögunni. Sagnfræðileg rök Begin og stuðningmenn hans i deilunni um Jerúsalem beita ekki hvaö sist mannkynssögunni fyrir röksemdafærslu sina. Þeir halda þvi m.a. fram, aö Jerúsalem sé nú i þriöja sinn orð- in höfuöborg gyöinga og að hún hafi aldrei verið höfuöborg ann- arrar þjóðar utan þess tima, sem krossfararnir sátu þar i 88 ár. Átlmum Biblíunnar, varborgin sæti konunga gyðinga 1650 dr, eða þangaö til Babyloniumenn hertóku hana 597 f.Kr. A hæla þeirra komu Rómverjar. Innanrikisráöherra Israels, Burg, leggur einnig áherslu á, aö fyrir gyðingum sé borgin heilagri en fyrir múhameðstrúarfólki, „Biblian nefnir Jerúsalemm 656 sinnum, Kóraninn aldrei”. A þeim 19 árum, sem borgin var undir yfirráöum Jordaniu bætir Burg við, kom ekki einn einasti arablskur valdamaður I pila- grimsför til Jerúsalem. ,,Biðsalur endurfæð- ingarinnar” Jerúsalem er aðeins þriðja heilagasta borg múhameöstrúar- manna segja gyöingar enn frem- ur, hún kemur á eftir Mekka og Medina. Gyðingum aftur d móti er Jerúsalem nokkurs konar bið- salur endurfæðingar Messiasar. Frá örófi alda hefur þessi borg verið tákn eilfföar trúa vonar og kærleika. Adam forfaðir mann- kynsins var skapaöur úr þeim jarðvegi, sem borgin stendur á. Þarmunfrelsarinn fæðast, þar er brunnur trúar og þjöðarmeðvit- undar gyðinga. Þegar Nebukadnesar Babyloniukonungur rak Gyðinga I útlegð frá Israel 587 f.Kr. sungu þeir; „Viö hvildumst við vötn Babyloníu og grétum þegar okkur varð hugsað til Jerúsalem.” Ariö 40 f .Kr. lét Heródus byggja Daviðskirkjuna og endurnýja hofiö, sem Rómverjar áttu siðar eftir að eyðileggja, áriö 70 e.Kr. Þá voru allir gyðingar gerðir brottrækir úr borginni og dauða- refsing lögð við. Krossfararnir Krossfararnir frá Evrópukomu til Jerúsalem flæmdu múhameðs- trúarmenn úr borginni og höfðu þar aðsetur sitt I baráttunni gegn villutrúnni. Nafn borgarinnar i sögu krossfaranna stendur einnig sem tákn fyrir harðræði þeirra, þviþegar þeirgerðu innreið sina i Jerúsalem í nafni Krists árið 1099, slátruðu þeir öllum múhameðstrúar- og gyðungum i hryllilegu blóðbaöi. Oldum saman var Jerúsalem á yfirráðasvæði araba. Þá var hún aöeins skitugur útkjálki og skuggi sjálfrar sin, en á þeim tíma fjölg- Þrætueplið eilífa? Jerúsalem KAUPIÐ ÍSLENSKT, SPARIÐ GJALDEYRI, KAUPIÐ VANDAÐ, KAUPIÐ VÍKURELDHÚS. Hrærivélaskápur, út- og dregin járn stillanleg. upp- Hnffaparaskúffa. VANDIÐ VALIÐ VELJUM ÍSLENSKT. aði þó gyðingum aftur innan borgarmarkanna. Arabar réöu yfir Jerúsalem i 1200 ár og það- eru tæp 2000 ár síðan gyðingar sjálfir höfðu þar yfirráð. 20. öldin. Eftir stofnun Israelsrlkis áriö 1948, var vestur hluti borgarinnar i höndum gyðinga, Jordanía réði yfir austurhlutanum. 1 austur- hlutanum er jafnframt elsta hverfi borgarinnar og allir trúar- helgidómarnir. Jerúsalem var sundurhlutuð i fyrsta sinn i 3000 ára langri sögu sinni. Gyðingum var meinað aö koma i helgidóma sina, kristnum aöeins leyfður aö- gangur á jólum og á páskum. I desember 1949 lýsti Ben Gurion þvi yfir, að Jerúsalem væri höfuðborg Israels. Arið 1953 ákvað Israelska þingið formlega, að „Jerúsalem var, er og verður alitaf” höfuðborg gyöinga. Sama ár var utanrikisráðuneytið flutt til (vestur) Jerúsalem frá Tel Aviv. Sú ákvörðun olli llka úlfa- þyt, enn hafa t.d. Holland og níu Suður- Amerisk ríki neitað aö flytja sendiráð sin til borgarinn- ar. Sex daga striðið Isex daga striðinu hertóku gyð- ingar austurhluta Jerúsalem. Hrósandi sigri sagði Dajan: „Viö erum aftur komin til helgidóma okkar, viðmunum aldrei yfirgefa þá.” Skömmu siðar lögfesti þing- iö sameiningu borgarinnar og stækkaði borgarmörkin i 108 ferkm. úr 38 ferkm. Og gyðingar gerðu meira, þeir lögfestu frjálsan aögang að öllum borgarhlutum fyrir araba jafnt og aöra. Þetta hefur verið sterk- asta vopn Israela i öllum viðræð- um varöandi Jerúsaiem og þeirra siðferðislega tromp. Umsjón helgidómanna var m.a.s. i hönd- um viðkomandi trúarflokka. Vaskaskápur/ útdregin ruslafata. Við hliðina er mjög þægilegur skápur með litlum plastskúffum. Súðarvogi 44. Sími 31360. (Gengið inn frá Kænuvogi).

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.