Morgunblaðið - 26.11.2003, Síða 3

Morgunblaðið - 26.11.2003, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. NÓVEMBER 2003 B 3 bílar era 4S Coupé, hafi kraftalegt útlit að aftan vegna afturstuðarans, og blæj- an og frágangur hennar sé til fyrir- myndar og veiti góða einangrun, jafn- vel á miklum hraða. Hægt er að opna og loka blæjunni á allt að 50 km hraða. Hemlakerfið er hið sama og í 911 Turbo. Það var blaðamaðurinn og útgefandinn Bruno Alfieri sem hleypti af stokkunum valinu á feg- ursta bíl heims árið 1993 og hann er jafnframt formaður dómnefndarinn- ar. Verðlaunin verða afhent 5. mars nk. í Palazzo dell’ Arte í Mílanó. PORSCHE 911 Carrera 4S-blæjubíll er heimsins fegursti opni sportbíllinn. Þetta er mat alþjóðlegrar dómnefnd- ar 17 listamanna, arkitekta, listfræð- inga og hönnuða, sem á hverju ári velja heimsins fegursta bíl í Mílanó á Ítalíu. Porsche varð fyrir valinu í flokki blæjusportbíla og roadstera. Í umsögn dómnefndar segir að Porsche 911 Carrera 4S, sem er fjór- hjóladrifinn, 320 hestafla bíll, haldi öllum sporteinkennum, jafnvel með rafstýrðri blæjunni. Yfirbyggingin, sem er þróuð út frá Porsche 911 Carr- Porsche 911 Carrera heimsins fegursti bíll Porsche 911 Carrera 4S. 10 dýrustu uppboðs- bílarnir  1962 Ferrari 250GTO (813 millj- ónir ÍSK). Þetta verð fékkst fyrir bílinn á uppboði Sothebys í Mónakó 1990. Þetta er einn eftirsóknar- verðasti bíllinn í sögu Ferrari.  1931 Bugatti Royale Kellner (704 milljónir ÍSK). Á uppboði í Al- bert Hall í London slógust tveir kaupendur um bílinn árið 1989. Greitt var hæsta verð nokkru sinni fyrir bíl frá fyrirstríðsárunum.  1931 Bugatti Royale Berline de Voyage (550 milljónir ÍSK). Einn af sex bílum sem til voru. Þessi var í eigu spilavítisjöfursins Bills Harrah. Seldur sem hluti af dánarbúi hans 1986.  1966 Ferrari P3 (473 milljónir ÍSK). Margir Ferrari-aðdáendur telja P3 besta bíl Ferrari. Þessi var seld- ur hjá Christies 2000.  1963 Ferrari 250GTO (409 milljónir ÍSK). Safnarar eltust við GTO eftir metsöluna í Mónakó 1990. En þessi gerð bílsins hafði ekki sama feril að baki í keppnum.  AC Cobra Daytona (371 milljón ÍSK). Allir upprunalegir Cobra-bílar eru mjög verðmætir, en Daytona er afar fágætur. RM-uppboðsfyr- irtækið seldi þennan kúpubak í Monterey í Bandaríkjunum árið 2000.  1960 Ferrari Dino 196S (352 milljónir ÍSK). Dino er eins sætis bíll og afar fágætur. Christies seldi hann í Mónakó 1990.  1937 Mercedes 540K (320 milljónir ÍSK). Dýrasti þýski bíllinn sem seldur hefur verið á uppboði. Var seldur á síðasta ári.  1937 Alfa Romeo 8C 2900B (320 milljónir ÍSK). Yfirbygging smíðuð af Pininfarina, fjögurra sæta blæjubíll. Seldur 1999. Talinn einn af fallegustu bílum allra tíma.  1957 Aston Martin DBR2 (279 milljónir ÍSK). Aðeins tveir bílar voru smíðaðir vegna þess að reglur Le Mans-kappakstursins breyttust sem þýddi að 3,7 lítra vélin var of stór. Nissan – góður árangur  Hagnaður Nissan á fyrri helmingi ársins jókst um 15,2 %. Nissan seldi á þessum tíma 1.470.000 bíla og gerir ráð fyrir að hafa selt meira en 3 milljónir bíla þegar árið er allt. Nissan þakkar þetta nýj- um bílum sem kynntir hafa verið og kostnaðaraðhaldi sem beitt hefur verið. Samkvæmt skráningartölum í Þýskalandi fyrir október, á stærsta bílamarkaði Evrópu, fór Nissan yfir Toyota í sölu. Á meðan Toyota jók sinn hlut í skráningum um 17% jók Nissan sinn hlut um 54%. VEÐUR mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.