Vísir - 08.12.1980, Blaðsíða 8

Vísir - 08.12.1980, Blaðsíða 8
I I I ------- I Matseöíll | heimilisíns i i Viö, scm ætlum að fylgja lfelgu | Zöega eflir þessa viku með mat- | seðil heimilisins, getum sest | niður strax i dag og gert inn- | kaupalista fyrir vikuna. Það er . einmitt tilgangurinn með viku- . matseðlinum að hjálpa okkur til J að skipuleggja tiniann og létta J af okkur áhyggjum og vanga- J veltum yfir, hvað við eigum að J hafa i matinn hvern dag vikunn- I ar. Helga Zöega miðar I uppskriftir sinar viö fjölskyldu- I stærð hjá sér, cn þau eru fimm i | heimili. —ÞO. I HELGA ZÖEGA, húsmóðir skipulagði Visismatseöilinn fyrir vikuna. MANUDAGUR Ofnbakaður fiskur Skyr með rjdmablandi Ég smyr vel að innan eldfast mót. Ýsuflök eru skorin i hæfileg stykki, innan úr roðinu, raðað vel i mótið. Stykkin krydduð eftir smekk ineö salti, pipar og sitrónukryddi. Laukur sneiddur niður, og gjarnan tóinatar, sem skornir cru i báta (eða snciðar). Lauk og tómötum raðað ofan á fiskinn. Smjörbitar yfir. Bakað i ofni i ca. 30 minútur. Soönar kartöfiur.bornar með. ÞRIÐJUDAGUR SAXAÐ BUFF með lauk Soönar kartöflur Grænmetissalat 4-500 gr. nautahakk, scm mótað er i 8-10 buffsneiðar. 2 laukar sneiddir niöur og brúnaðir á pönnu. Buffsneiðunum siöan velt upp úr hvciti og stciktar. Sait og pipar eftir smekk. Vatni hellt yfir og látiösjóða i ca. 5 mlnútur. Sneiðarnar settar á fat og laukurinn ofan á. Sósa jöfnuð með hveitijafningi. MIÐVIKUDAGUR Soðið slátur með rófustöppu Gúllas meö lambahjörlum meö kartöflumús FIMMTUDAGUR LAMBAKJÖT í FOTTI Snðin hrisgrjón Heit snittubrauð og smjör. 1-11/3 kg lainbakjöt (framhryggur, hver biti er skorinn i 4 hiuta) ■> meðalstórir laukar I hvitlauksrif eða 1 tsk. hvitlauksduft Sinjör eða smjörliki 1- 2 sléttfullar msk. karrv 2 síé'tti. insk. hveiti, 2- 3 tómatar 1 lárviðarlauf 4 negulnaglar .»0 gr. rúsinur 2 rifin epli 1-2 tsk. salt 1 peli vatn + 1 súputeningur. Smjöriö látið i pott og karrýið, niöursneiddir laukarnir látnir krauma þar i. Kjötbitarnir siöan settir i pottinn. Siðan cr allt hitt setl út i og látiö sjóða við hægan hita i ca. 2 tima. Iirært i af og til. Mcð þessum pottrétti eru borin mcð soðin hrisgrjón, heit snittu- brauðogsmjör. Vil ég láta fylgja hérnicö.að þetta erafar einfaldur réttur. FÖSTUDAGUR Saltliskur llamsatólg og/eða smjör soðnar kartöfluv Sveskjugrautur LAUGARDAGUR Marineraö lambalæri. grillaö á útigrilli Bakaöar kartöfiur Grænmeti Lambalæriö þarf helst að geyma ófrosiö i ísskáp i 5-6daga, áöur en það er grillað. Mætti jafnvei hanga I viku. Lærið er marinerað i kryddoliu og siðan látiö annaö krydd eftir smekk. Nauðsynlegt er aö skera fituna af kjötinu, áður en þaö er marinerað, cn best er að láta ’nækilinn vera á lærinu. Siöan, þcgar kcmur að steikingunni. tekur bóndinn viö .... og leggur hann til, að kolin i grilliö séu ekki spöruö. Ef hitinn er nægur, er læriö grillaö i ca. 45 minútur — I kiukkustund. Best finnst okkur kjötiö, þegar þaö er aöeins rautt inn viö beiniö. Kartöflurnar eru scttar I álpappir og grillaöar á undan lærinu (haldið heitum I ofni á mcðan kjötiö er grillaöl.Lambalæriö siöan boriö fram tneö bökuöum kartöflum og ýmsu öðru, grænmeti og smjöri. Eftirréttur Ananaslromage SUNNUDAGUR Kraiklingaréttur Roast-beef Soðnar kartöflur Brúnaður laukur cða svcppir 1 insk. smjör 2 msk. hveiti soðið af kræklingnum 3 dl rjómi 2 eggjarauður 2-3 msk. rifinn ostur pipar 1 dl hvitvin. Kræklingaréttur (forréttur) 1/2 dós kræklingur rækjur eða liumar Smjörið og h veitiö bakað upp og þynnt meö krækiingasoöinu. Tekiö af jhita og rjóminn settur f og síöan eggjarauðurnar. Rifinn osturinn . settur i sósuna og siöast hvitviniö. Skeldýrin selt út I sósuna og allt 1 sctt i eldfast mót og rifinn ostur yfir. Bakaö i ca. 25 mínútur eöa þar til osturinn er gullinn. Boriö fram með ristuðu brauði. Roast-beef (aðalréttur) Kjötið cr boriö fram með soðnum kartöfium, brúnuöum lauk eöa sveppum, einnig grænmeti. (Roast-bcef afgangana, ef einhverjir cru, er gott aö hafa sem álegg) I I I I I I I I I m Þegar kransinn er vafinn, eru greinarnar fyrst lagöar á hann og vaföar meö bindivir. Næstu greinum er komið þannig fyrir.að endar þeirra hylji vafninginn sem siöast var vafinn og svo koll af kolli. Síöan er skrautinu komið fyrir. „SVONA GERUM VBl.” - þegar við búum til aðventukrans Fátt minnir meira á komu jói- anna en fallegur aöventukrans. Margir hafa fyrir sið að gera aö- ventukransana sina sjálfir og fyrir þá sem hyggjast reyna slikt i fyrsta sinn nú, fylgja hér meö nokkrar leiðbeiningar sem skreytingameistarinn i Blóma- vali lét okkur góðfúslega i té á dögunum. Kertin eru sett fyrst. Svona lita þau út þegar þau eru tilbúin á kransinn. Hið fyrsta sem hafa þarf i huga, þegar búa á til aðventukrans er að hafa allt það efni sem nota á við höndina og eins þau áhöld sem nota skal. Þá ganga hlutirnir ævinlega fljótar og auðveldar. Það sem þarf i aðventukrans er hringur (oft stálgjörð vaíin með grófu strái) 1-2 búnt af greni, 4 kerti (með pinna til að auðveid- ara sé að festa þau) 8-12 greni- köngla, borða (4-8 metra , eftir þvi hvort kransinn á að hanga eða ekki) bindivir (1 búnt) og sveran blómavir (1 búnt) Og þá er hægt að byrja. Grenið er klippt i smábúta 10-12 cm langa. Gætið þess að haida grein- inni þannig að neðri endi hennar snúi að ykkur og klippa siöan undir og á ská upp. Þá veröur kransinn jafnari og fallegri og sárin sjást ekki eins mikið. Með þessu fyrirkomulagi nýtist grenið betur. Þá eru fyrstu greinar- bútarnir festir á með bindivir. Fallegustu endarnir eru notaðir til að fela samskeytin. Þvi næst er kertunum komiö fyrir. Þau fást nú viðast með ál- hettu til að varna þvi að vaxiö leki niður og kransinn brenni. Sé svo ekki má alltaf búa til slika hettu úr álpappir og útbúa á þau prjón úr sverum blómavir. Hann er þá klipptur á ská, hitaður og siðan stungið upp i kertiö. Þá má lika útbúa fleiri en einn prjón i hvert kerti, til aö það festist betur. Sverum blómavir er nú vafiö um hvern köngul fyrir sig svo hann falli i raufar köngulsins og siðan stungið i kransinn. Þennan vir þarf einnig að klippa áská til að fá oddmjóa enda. Könglarnir svo feitir á kransinn, gjarnan 3-4 saman til að þeir myndi eina heild á hverjum stað. Sama er gert við skrautið sem getur gjarnan verið 3-4 kúlur saman. Loks eru slaufurnar bundnar með blómvir og flestar á kransinn. Gott er aö búa til festingu á skrautið með sverum blómavir, sem hefur verið klipptur á ská, til að endarnir verði oddmjóir. gjarnan ein við hvert kerti. Og þá er kransinn tilbúinn. Hann má gjarnan setja á fallegan postu- linsdisk eða bastbakka til að fá enn hátiðlegri svip á hann. En þá er kostnaðarhliðin eftir. Benda má á, aö til sparnaðar er óþarfi að kaupa hring til að festa grenið á. Undirrituð hefur not- ast við dagblöð sem vafin eru i hring og bundin með blómavir og það gefst alveg ágætlega. Auk þess sem auðvelt er að festa skraut á slikan hring, getur viökomandi ráðið stærð aðventu kransins. Hring úrdagblöðum má alveg geyma og nota i nokkur skipti. Tilbúinn hringur kostar kr. 1650 stærri gerðin og kr. 1550 hinir minni. Þá er hægt aö fá hringi til- búna með greni og kostar stykkiö kr. 5.900. Þrjár tegundir af greni voru fáanlegar: Normannsgreni á kr. 2300búntið Tuja á 2300kr.og Nobilisgreni á kr. 2900 búntið. Hið siðastnefnda er talið best til þessara nota þar sem ekki hrynur af þvi, þótt grenið þorni. Margar tegundir kerta eru fáanlegar svo sem sver kerti með álhettu. Kosta þau fjögur saman i pakka kr. 2780. Einnig er hægt að nota mjó Slaufan búin til og fest saman i miðju meö bindivir. Síðan er vir- endunum stungiö i kransinn og slaufan fest. kerti með prjóni sem eru miklu ódýrari eða kr. 820pakkinn. Poki með 4 kúlum kostar kr. 660, og 11 könglar kosta kr. 675 Metrinn af þeim borðum. sem gjarna eru notaðir i aðventukransa kostar kr. 180-190. Búntið af bindivir kost- ar 590 kr.og af sverum blómavir kr. 350.Þetta ætti aö gefa lesend- um nokkra hugmynd um hvað kostar að búa til aðventukrans, en vitaskuld getur upphæðin orðið hærri eða lægri eftir þvi hversu mikið er borið i kransinn o.s.frv. Þá er gott að minnast þess, að þótt hið sigilda rauða skraut á að- ventukrönsum sé ákaflega fallegt, þá er ekki siöur hátiðlegt að skreyta með rauðu og hvitu. Fleiri litir geta svo auðvitað kom- ið til greina eftir smekk hvers og eins. Til dæmis er fjóluliturinn litur aðventunnar. —JSS Og hér er meistaraverkið tilbúiö, öllum til ánægju og yndisauka. Vísismyndir Ella

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.