Vísir - 08.12.1980, Blaðsíða 10

Vísir - 08.12.1980, Blaðsíða 10
10 VÍSIR Mánudagur 8. desember 1980 koA op naman j ift uono clfiffnnn” pfPdii öi ydiiidii i flU vurd oIUlilUÍI - Mae west. 1893-1980 Mae gamla West er dauö. Hún þötti svo gressileg hér i eina tið að i ,,The Book oi Lists" er hún talin ihópi mestu afreksmanna á sviði kynlifs en á þann lista komast annars nær eingöngu fornaldar- fyrirbæri eins og Salómon kon- ungur, Kleópatra og Casanova. Brigitte Bardot var þó talin með enda reiknaðist ritstjórum bókar- innar til að hún hefði haft mök við karlmenn 4980sinnum á aldrinum 20-40 ára!) Hér fer á eftir dálitið greinarkorn sem nýlega birtist i bandariska timaritinu Time um ævi og feril Mae West .... ,,Ég striði kynlífinu!” Mae West fann ekki upp kynlif- ið. Hún sá hins vegar húmorinn i þvi og liklega hafa fáir skemmt sér betur á þvi sem hún kallaði „léreftsorrustuvöllinn”. ,,Ég striði kynlifinu”, sagði hún eitt sinn! ,,Ég opinbera það og hlæ að þvi. Ég hef góð áhrif á það.” Hún hafði rétt fyrir sér. Þegar hún dó fyrir nokkru siðan var hún orðin 87 ára gömul og fyrir 87 árum var kynlif hlutur sem eiginlega var ekki til. Ekki opinberlega. begar hún steig fyrst fæti sinum á leik- svið var William McKinley forseti Bandarikjanna og þá voru dömur dömur. Mae West var lika dama — til að byrja með. Hún lék nokkrar góðar og sætar stúlkur, svo sem Evu litlu i Kofa Tómasar frænda, en komst fljótlega að þvi að það var bæði arðvænlegra og nátturlega skemmtilegra að leika ljótar stelpur. Fljótlega varð hún kunn undir nafninu „Vampiran”. Samt sagði hún: ,,Ég ætlaði aldrei að gera karlmenn að minu ævistarfi. Það bara kom af sjálfu sér.” Og fyrst það var komiö af sjálfu sér var best að nýta sér það. Hún kom fyrst fram á Broadway arið 1911 i löngu gleymdri reviu sem hét A la Broadway and Hello, Faris. Við vaxandi vinsældir hélt hún áfram en komst aö þeirri niðurstööu að leikritahölundar samtimans hæfðu henni engan veginn. Svo hún settist niður og skrifaði sitt eigið leikrit ... 8 daga fangelsi Það hét SEX. Slikt mæltist ekki vel fyrir árið 1926 þegar hefja átti sýningar á þessari frumraun Mae West á rithöfundaríerli. Hinir sómakæru urðu hneykslaðir og yfirvöld i New York komust fljótt i málið. Eftir sýningar i heilt ár var ákveðið að hætta sýningum og West var stungið i steininn i átta daga. Þá höfðu 700 lögreglu- menn og 7 háttsettir embættis- menn skemmt sér konunglega á leikritinu. Eftir að West slapp úr fangelsi skrifaði hún annaö leik- rit, Diamond Lil, sem varð álika sigur fyrir hana. í Hollywood sátu kvikmynda- framleiðendur og augu þeirra beindust fljótlega að þessari teprulausu leikkonu lrá New York og þeir kölluöu hana til sin árið 1932. Eftir þaö losnuðu þeir ekki við hana. She done him wrong (1933) var fyrsta meiri- háttar kvikmynd hennar og áhorfendur voru heillaöir af jarð- neskri kimnigálu hennar og hræsnisleysi. Þar sem West var sæmilega viöurkenndur leikrita- höfundur fékk hún aö skrifa hlut- verk sin sjálf og áhorfendur gátu gengið að þvi visu að það sem hún sagði á hvita tjaldinu kom beint frá hjartanu. Eftirlíkingar streymdu á markaðinn Árið 1936 var hún orðin tekju- hæsta stjarnar i Hollywood og öteljandi eftirlikingar voru settar á markaðinn. ,,Ég varö allt i einu stjarna i þriðju persónu", sagði hún. „Jafnvel fyrir sjálfri méF. Það skelfdi mig svo sem ekkert. Mér t'annst gaman aö vera þjóö- saga eða þá stoínun." 1 siöari heimsstyr jöldinni var nafn hennar á hvers hermanns vörum og uppblásin björgunarvesti fengu fljótlega nafniö Mae Wests. Um leið hlaut hún mikla írægð lyrir hnyttin tilsvör sin i kvik- myndum og töldu margir hana besta spakmæalasmið Banda- rikjanna siðan Franklin leið. Nokkur dæmi og óþýdd: „Good- ness, what lovely diamonds”, segir stúlka nokkur og West svarar: „Goodness has nothing to do with it”. —.A man in the house is worth two in the streets”. —,Jt is better to be looked over than to be overlooked.” —„There are no good girls gone wrong, there are bad girls found out." —_A thrill a day keeps the chill away,” og loks: „Any time you got nothing to do, and lots of time to do it, come on up! ” Kraftakarlar umkringja kerlinguna Mae West var afskaplega egó- sentrisk. Hún hafði til dæmis ekki gaman af að tala um neitt nema sjálfa sig. Hún safnaði um sig að- dáendum (á seinni árum aðallega vöðvastórum kraftakörlum) og þegar einhver fór að ræöa eitt- hvert smámálið, eins og strið og frið, raulaði hún einungis rólega fyrir munni sér uns aftur gafst tækifæri til að beina athyglinni aö sér. Garbo kom einu sinni i heim- sókn til hennar og Mae West var vinaleg og kurteis en hafði litinn áhuga á þessum fýlda Svia svo hún ræddi eingöngu viö hana um Mae West. Flestum hefði verið virt slikt til grobbs. Mae West sagði bara: „Ég er það sem ég er.” Búið mál. Einhvern tima á fjórða ára- tugnum nam lifiö staöar. Hús- gögnin i villu hennar voru öll frá þvi timabili, hún klæddist fötum frá sama skeiði og reyndi að halda aldri sinum kyrrum. Hún æfði leikfimi reglulega og neytti heilsufæðis, tókst einhvern veg- inn að varðveita sjátfa sig meira eða minna. „Ég lit nákvæmlega jafn vel út núna", sagði hún skömmu íyrir dauða sinn, „og ég gerði þegar ég var 22ja." Kannski ekki alveg rétt, en furðanlega mikið. l’m No Angel” hét kvikmynd, sem Mae West lék i árið 1933. Jólagjöfin hans er gjafasett frá Old Spice. Einnig fáanlegt stakt í gjafapakkningu. Heildverzlun Péturs Péturssonar. ítaw After Snavc Lotion Travcl l’ack 3715 rlalc íor Men 3742 Set4096/B Stick Ueixlorant 3880 Sct 4314/ C 'l!ilcforMcn3742 Aernsol Dcinlorant 3881 Sct’3379/ D After Shavé Lotion 37Í2 Lather ShavingCrcam 3822 7Sct3455 Aftcr Sliave Lotion 3712 Men’s Soap 3792 F/Sct3270 After Shave Lotion 3712 Aerosoi Deoilorant 3881 G/Set 4093 After Shave Lotion 3712 Smooth Shave 3690

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.