Vísir - 08.12.1980, Blaðsíða 13

Vísir - 08.12.1980, Blaðsíða 13
Laugardagur 6. desember 1980 VÍSIR 13 örtröðin ibönkunum á föstudaginn var meðólikindum. Visismynd: GG Vandamál almennings ei bankamenn gera verkfali Hvernig greíðast vikuiaunin? Hversu öruggar fiárhirslur? Hvað gera verslanirnar? Verði af fyrirhuguðu verkfalli bankamanna, er ljóst, að gifur- leg röskun verður á islensku þjóðlifi. Einhverjum þáttum hefur verið bjargað fyrir horn i þess- um málum og má þar nefna greiðslu Tryggingabóta, sem hefði haft gifurleg áhrif á stóran hóp fólks, ef ekki hefði náðst að greiða þær út fyrir verkfall bankamanna. En þeir eru fleiri þættirnir, þar sem ekkert verð- ur gert við og erfiðleikarnir hlaðast upp. ,,Margar verslanir byggja afkomu sina á þessum tíma” „Auðvitað er þetta háalvar- legur hlutur fyrir okkar at- vinnugrein, sem verður til þess að lama starfsemi verslunar- innar að töluverðu leyti, verði úr þessu verkfalli” sagði Magnús E. Finnsson fram- kvæmdastjóri Kaupmannasam- taka lslands i samtali við Visi. Magnús nefndi þá nokkur þeirra vandamála, sem upp geta komið. Kaupmenn verða að ráöa þvi sjálfir, hvort þeir taka við ávis- unumeða ekki. Hins vegar þótti Magnúsi líklegt, að þeir tækju við ávisunum, gefnum út á þá upphæð, sem verslað er fyrir hverju sinni. Geymsla á fé verður stór- vandamál og kvað Magnús óijóst, hvort kaupmenn fengju aðgang að næturhólfum bank- anna. Verslanir þurfa daglega að sækja skiptimynt til banka og skortur á henni er þvi yfirvof- andi. Þá má ekki gleyma stórum þætti, sem er innfiutningur á vörum til landsins. Borga þarf vöru i banka áður en hún næst út úr tolli, svo að heildverslunin nær ekki út þeim vörum, sem eru fyrir hendi. Einnig skapast vandamál milli kaupmanna og heildverslana i sambandi við greiðslu á vörum, þvi ekki er vist, að heildsalar sætti sig viö að fá greitt i ávisunum versl- ana. „Nú fer i hönd sá timi, sem margar tegundir verslana byggja afkomu sina á, og getur þvi haft ógnvænlegar afleiö- ingar i för með sér, verði af þessu verkfalli”, sagði Magnús E. Finnsson. Vikulaunamenn i vanda Starfsmenn á vegum Reykja- vikurborgar, sem fá laun greidd vikulega, eru á bilinu 800—1100, að sögn Geirs Guðmundssonar hjá Launadeild Reykjavikur- borgar. Geir tók fram, að tala þessi væri ekki nákvæm vegna þess, að sumir starfsmenn borgarinnar fá greiðslur óreglu- lega, svo sem fyrir nefndastörf, ofl. Einnig er mismunandi hvað mikið kemur inn af reikningum íyrir unna tima ogeinnig nefndi Geir, að sumir starfshópar fengju yfirvinnu greidda viku- lega. Hvortsem vikulaunamenn eru 800 eða 1100, er ljóst, að mikill vandi kemur upp hjá þeim, þar sem borgin greiðir laun i gegnum bankana. Geir taldi mjög óliklegt, aö hægt yrði að bjarga málum þannig, aö borgin greiddi út i reiöúlé. Drægist þvi fyrirhugað verkfall á langinn, yrðu laun starfs- manna vart nothæf fyrir þá, þar sem ávisun á lokaðan banka er harla litils virði, þegar menn þurfa að afla sér matar og annarra nauðsynja. Verkfallsnefnd föst fyrir „Við i verkfallsnefnd höfum litiðsvo á,aðnæturhólfin eigi aö vera lokuð". Ef þau eru þaö ekki, þá hleðst inn i þau mikiö af verðmætum, sem liggja þar i óöruggri geymslu, þannig að það veröur að hafa þau lokuö. Væntanlega geta verslanir notað þetta fram á miönætti á sunnudag en ekki eftir þaö", sagði Jón Ivarsson, banka- maður, en hann á sæti i verk- fallsnefnd bankamanna. „Margir hafa haft samband við okkur um liugsanlegar undanþágubeiðnir, sem veröa þá teknar fyrir hverju sinni. En afgreiðsla á öllu liggur niöri, einungis munum viö annast bréflegar færslur varöandi erlendar skuldbindingar, ábyrgð banka i'yrir erlendum greiðslum og ábyrgö rikisins," sagði Jón ivarsson. Meðal þeirra aðila, sem illa verða úti, eru ferðamenn. Þeir, sem ekki hafa hugað aö þvi aö afla sér gjaldeyris eiga nú ekki mögureika á að al'la hans i gegnum banka. Aörar leiöir verður þvi aö finna.Ahafnir flugvéla ættu þá einnig aðmissa sinn gjaldeyri, námsmenn lenda i vanda vegna útborgana náms- lána, sem nú fara i hönd, auk þesssem greiðslur veröa miklar 15. desember. Þannig er hætta á, að fjárhagslegar áætlanir og skuldbindingar fólks riölist meira og minna vegna þessa verkfalls. —AS Fjarmalavandi i verkfalli dankamanna: ERC iíRÚ- n n LAUSNIN? Ein ersú peningastofnun, sem halda mun áfram aö sinna sinum viöskiptavinum, þótt til verkfalls bankamanna komi. Það er póstgirústofan Armúla. Giróþjónustan mun hafa búiö sig út til þess að geta sinnt viöskiptavinum sinum i viku eöa hálfan mánuö miöaö viö eðlilega afgreiöslu eftir að verk- lall skellur á. Að sjálfsögöu riölast póst- þjónustu-þátturinn ekkert, en Visir innti Birgi Ilermannsson, forstööumann Póstgiróstof- unnar, hvernig fj rirtækið væri i stakk búið til þess aö sinna inn- og útborgun á póstgiró- reikningum. „Reikningshal'ar hjá okkur geta bæöi lagt inn og tekiö út af sinum reikningum”, sagöi Birgir. — Geta menn þá stofnaö reikning, lagt inn ávisanir og lekið út fé hjá ykkur? „Raunverulega geta þeir það, en viö getum ekki ábyrgst, aö alltaf verði til nóg fé, cn við fáum vonandi eitthvaö inn, og erum þegar búnir að birgja okkur vel upp", sagöi Birgir. „Þaðer Ijöst, aö meöan vcrk- lall stendur, mununi við ekki geta fcngiðseöla frá Seðlahank- aiium og höfum þvi reynt aö inæta þessu meö þvi aö birgja okkur upp, svo aö viö getum sinnt þörfum viöskiptavina”, sagöi Birgir Ilermannsson. —AS Þær eru loksins komnar Nú geta allir eignast „ ~ veggsamstæður %" Verðið er hreint ótrú/egt. Aðeins gkr. 838.000.- nýkr. 8.380.- Góðir greiðsluskilmálar. Staðgreiðsluafsláttur. Trésmiðjan augavi Símar: 2222 Laugavegi 166. 22222 — 22229. Húsgagnaverslun GUÐMUNDAR Smiðjuvegi 2 — Simi 45100

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.