Morgunblaðið - 05.12.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 05.12.2003, Blaðsíða 2
2 | FÓLKIÐ | FÖSTUDAGUR 5|12|2003 MORGUNBLAÐIÐ Glæpakvöld: Allt frá því að hætt var að bjóða upp á sígarettur í íslenskum fermingarveislum (löngu fyrir mína tíð) hafa þær ekki sést á borðum á jafn óforskammaðan hátt og gerðist á glæpakvöldi Hins íslenska glæpafélags, sem haldið var á Grand Rokki fyrir um viku. Ekki aðeins voru síg- arettur við barinn fyrir alla heldur var líka boðið upp á vindla og viskí. Var það alveg í anda „film noir“- stemningarinnar á staðnum en Humphrey Bogart réð ríkjum til hliðar við sviðið á skjá meðan á upp- lestrinum stóð. Djassinn dunaði hjá Helga Svavari og félögum í takt við upplesturinn og jók enn á stemninguna. Kóngur íslensku glæpasagnanna, Arnaldur Indriðason, las uppúr Bettý á skemmti- legan hátt og með fáum svipbrigðum í anda Bogie. Fjölmargir lásu upp þetta kvöld en einna áhrifamest var þegar íslenskur rannsóknarlögreglumaður las upp úr bókinni Sönn norræn sakamál 2003 og greindi frá per- sónulegri reynslu sinni við rannsókn á sakamáli tengdu kyn- ferðisafbrotamanni. Þarna var íslenskur lögreglumaður að segja frá íslenskum veruleika og maður varð sannarlega svo- lítið sleginn …Borg Guðs: Sá ótrúlega góða brasilíska verð- launamynd, Borg Guðs (Cidade de Deus). Hún fjallar um líf fólks, ekki síst stráka, í fátækrahverfi í Ríó de Janeiro á sjö- unda og áttunda áratugnum. Þarna eru glæpir algengir og mannslífið ekki mikils virði. Kvikmyndatakan er frá- bær og þegar ég kom út fannst mér ég hafa verið að fylgjast með lífi sögupersónanna í beinni, frekar en að hafa verið að horfa á bíómynd. Aðalsöguhetjan berst ekki með skammbyssum eða rifflum eins og hinir heldur notast við öflugra vopn, myndavélina. Ekki missa af henni …Ljóðalestur: Ljóð.is efndi til veislu og ljóðakvölds á Hressó í tilefni tveggja ára af- mælis og útkomu safnbókarinnar Hundrað og 1 ljóð. Þarna gildir ekki að vera „ungskáld með nafn“ heldur er fólkið í landinu að hella úr hjarta sínu. Að minnsta kosti eru margir með mjög persónuleg ljóð, sem þeir deildu með fjölda manns á staðnum. Ljóð eru auðvitað ákveðin tegund tjáningar og hafa persónulegt jafnt og listrænt gildi. Ljóð.is stuðlar að því að skúffuskáldin komist upp á yfirborðið, á Netið og kaffihús, nú loks á blað, og kannski í hóp ungskálda … Stökkbreytt rauðvín: Drykkja stökkbreytts rauðvíns eykst mjög í desember þegar hópar og ekki síst vinnustaðir koma saman og gæða sér á jólaglöggi. Oftar en ekki eru slíkar samkomur haldnar í sal úti í bæ, og þá (því miður) sem lengst frá miðbænum. Meira vesenið en ég gat ekki skorast undan því að heimsækja Langholtsveginn á laugardaginn til að gleðjast með vinnufélög- unum í Fóstbræðraheimilinu. Það bara setur svo mikla pressu á mann að stíga inn í ókunnan sal og setjast við hálftóm langborð (mætti snemma) og eiga að skemmta sér. Sem betur fer fjölgaði fljótt í salnum og úr varð mikil gleðistund enda stórskemmtilegt fólk sem vinnur á Morgunblaðinu. Endaði samt á kunn- uglegra umhverfi á Kaffibarnum og dansaði við einstaka tóna frá KGB. |ingarun@mbl.is Glæpir og gleði FRÁ FYRSTU HENDI FÓLKIÐ Umsjón Pétur Blöndal pebl@mbl.is| Blaðamenn Ívar Páll Jónsson ivarpall@mbl.is| Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is | Bryndís Sveinsdóttir bryndis@mbl.is | Sæbjörn Valdimarsson saebjorn@mbl.is | Árni Matthíasson arnim@mbl.is Ef hjartalaga ísmolar gætu bara talað… Þá hefði ísmolinn sagt í samtali við Morgun- blaðið að samstarfið við naflann hefði ein- kennst af unaði og munúð. „Mér leið eins og ég væri kominn í himnaríki.“ Og bráðnað skömmu seinna. Forsíðumynd Árna Torfa- sonar er af hjartalaga ísmola og nafla. Ís- lendingar eru stundum sagðir svolítið eins og ísmolar á tilfinningasviðinu, en það er komin þíða í kynlífið ef marka má bækurnar sem þeir lesa. Togarajaxlar roðna | 8 Forsíða Við vissum ekki fyrir viku… ... að naflinn liti svona út á álf- um. Billy Boyd virðist ekki hafa vitað það heldur og potar í naflann á Orlando Bloom, sem leikur Legolas í Hringadróttinssögu. Dom- inic Monaghan, Liv Tyler og Elijah Wood sjást í baksýn eftir heimsfrumsýningu í Wellington á Nýja-Sjálandi. ... að til væri nákvæmlega þessi mynd af Elvis Presley. Hún var tekin í Cleveland árið 1956 af Lew Allen, sem stundaði ljósmyndun í menntaskóla. Myndir hans af frægum rokkstjörnum eru sýndar í fyrsta skipti í Liverpool undir yfirskriftinni Fingraför Elvis. ... að söngkonan Beyoncé Knowles skemmti sér svona vel á tónleikunum „46664“ í Höfðaborg, en ágóðinn af þeim rann til bar- áttunnar gegn alnæmi. ... að Nelson Mandela legði leið sína aftur í fangelsið á Roben Island í grennd við Höfðaborg og sýndi það tónlistarmönnum. Tónleik- arnir „46664“ standa fyrir númerið á fangaklefa Mandela. Að þessu sinni var hann fyrir utan rimlana. ... að fólk væri tilbúið að borga 3,7 milljónir bara fyrir mat- seðilinn. Reyndar var það matseðill fyrir fyrstu máltíð- ina í Titanic sem var á upp- boði, dagsettur 2. apríl 1914. Einn yfirmanna áhafnarinnar færði eig- inkonu sinni hann að gjöf áður en hann sigldi úr höfn. ... að enn stæði yfir stríð milli Napóleóns Frakklandskeis- ara, Alexanders I. Rússa- keisara og Franz I. keisara Austurríkis. Ekki bar á öðru er þessi rússneski kósakki og 600 áhugamenn um mannkynssögu minntust þess að 198 ár eru liðin frá orrustunni við Austerlitz. Guðmundur hugaði að uppkastinu. Hann hugsaði með sér að það væri ekkert gott að vera með neitt hálfkák, bara ganga beint til verks. Ef maður ætlaði að vera með einhver vandamál, þá gæti maður allt eins gleymt þessu. Hann vissi um einn mann sem hafði dregið það svo lengi að hann hafði þurft að fá lausn hjá sálfræðingi. Guðmundur vildi síst af öllu fara til sálfræðings – hann þekkti nokkra. Það voru bara nokkur vandamál sem hrjáðu hann og vildu að honum gæfist tími til að öðlast sjálfsvirðingu með tímanum (og slíkt). Já, það var sannarlega erfitt að vera Guðmundur á þessari stundu. Hann samdi ljóð á millisekúndu, eins og til að hita sig upp: Keðj usag an Fyrsti hluti | eftir Braga Bergþórsson Annar hluti | eftir Albert Eiríksson Ég sit hér og hugs’um þá alla, sem hafa mig leikið svo grátt. Og sál mín er sífellt að kalla, á sælu og Alnetsins mátt. Þegar andagiftin var í lágmarki leitaði Guðmundur æ oftar á netið í leit að innblæstri. Hann var í góðu sambandi við Hönnu á Irkinu, hún var skilningsrík, viðræðugóð og frá henni barst unaðsleg hlýja. Í bæði skiptin sem hann fór til sálfræðings þurfti að panta tíma og bíða. Það getur tekið á fyrir ljóðskáld í sálarkreppu. Hanna var þessi lífsreynda kona, fann auðveldar lausnir og sá spaugilegar hliðar á málum. Það hafði hvarflað að Guðmundi að hún væri Pollyanna endurfædd. Ekki var það verra að Hanna var ófeimin að ræða kynlíf sitt. Guðmundur náði í fartölvuna. „Það er gott að stytta sér stundir á meðan telft er við páfann,“ hugsaði hann. Hanna lék á als oddi og Guðmundur varð svo áþreifanlega var við þessa miklu og unaðslegu hlýju sem frá persónuleika hennar stafaði, þar sem hann sat þarna á klósettinu gangandi örna sinna og stimpl- aði faguryrði á lyklaborðið í kjöltu sinni. „Þessi unaðslega hlýja,“ hugsaði hann, „þessi unaðslega hlýja. Mikið rosalega er mér orðið heitt á lærunum.“ Allt í einu var hitinn orðinn óbærilegur og Guð- mundur stökk upp, þannig að fartölvan hentist í gólfið og skjárinn brotnaði af. Hlýjan hafði stafað af fartölvunni og núna var hann með hvorttveggja í senn; brunasár á lærunum og ónýtan harðan disk með handriti sem hann hafði unnið að í fjögur ár. Þriðji og síðasti hluti | eftir Ívar Pál Jónsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.