Morgunblaðið - 05.12.2003, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 05.12.2003, Blaðsíða 19
Þegar lögreglan ræðst til inngöngu í hús nr. 8763, blasir við hroðaleg sjón. Lík Rons Launius (Josh Lucas), Billy Deverell (Tim Blake Nelson), Barböru Richardson (Natasha Gregson-Wagner) og Joy Miller (Janeane Garo- falo), liggja illa leikin um íbúðina og Susan (Christina Applegate), kona Launius, svífur lim- lest milli heims og helju. GLÆPIR Í UNDIRHEIMUM Í fyrstunni lítur út fyrir að um einn af mörgum sóðaglæpum, framkvæmdum af lang- brenndum eiturfíklum sé að ræða, en ekki líður á löngu uns annað kemur í ljós. Lögreglurannsóknin beinist á slóð sem ligg- ur beint inn í myrka undirheima ofbeldis, eitur- lyfja og klámiðnaðar borgarinnar. Böndin ber- ast að hóp góðkunningja lögreglunnar, svikahrappnum David Lind (Dylan McDermott), umboðsmanninum Eddie Nash (Eric Bog- osian), klámleikaranum Holmes og Sharon (Lisa Kudrow) eiginkonu hans. Flokkinn fyllir Dawn Schiller (Kate Bosworth), gjálífisstelpa á táningsaldri og viðhald Holmes. Rannsóknarlögreglumennirnir rekja slóð morðingjanna eftir óljósum sönnunargögnum dýpra og dýpra inn í Hollywood á röngunni, ver- öld brostinna drauma og fallinna kvikmynda- gerðarmanna. Þar ráða ríkjum eiturlyfjasalar og klámmyndaframleiðendur, þetta er vissulega ekki sú Hollywood sem blasir almennt við um- heiminum. Leikstjórinn og handritshöfundurinn James Cox vann í mörg ár við heimildasöfnun áður en tökurnar hófust. Var inni á gafli hjá Sharon, fyrr- verandi eiginkonu Holmes og átti gott samstarf með Dawn Schiling. Upphaflega stóð til að Mark Wahlberg færi með hlutverk Holmes, en leikarinn hefur sjálfsagt talið yfrið nóg að leika Holmes í eingang. (Paul Thomas Anderson byggði persónuna Eddie Adams/Dirk Diggler (Wahlberg), í Boogie Nights (’97), að mestu leyti á blámyndastjörnunni.) Þá var leitað til Kil- mers, sem var hvergi banginn við hlutverk þessa ógæfumanns. KONUNGUR KLÁMMYNDALEIKARANNA John Holmes (1944-1988) fæddist í heim- inn sem sveitadrengurinn John Curtis Estes, í Pickawaysýslu í Ohio. Óx úr grasi hár og íturvax- inn, ekki síst niður, sem gerði að verkum að í fyllingu tímans brá hann undir sig betri fæt- og hvítu, glansinum á stjörnufansinum – öllu því sem mest er lagt upp úr á Óskarskvöld- inu. Mánuður til eða frá hjá Óskarsliðinu mark- ar nú ekki tímamót í mannkynssögunni. En í Hollywood leikur allt á reiðiskjálfi. Stóru kvikmyndaverin eru sökuð um að standa að baki ákvörðuninni og að raunverulegar ástæður séu þær að með styttri aðdraganda geti þau varið öllum sínum markaðs- setningar- og áróðursfúlgum í snarpan slag, á meðan smærri og efnaminni fyrirtæki, sem treysti meira á orðspor mynda en rándýrar auglýsingaherferðir, standi mun verr að vígi. Þetta árið þykir sem stóru kvikmyndaver- in séu með óvenju Óskarsvæna uppskeru en framleiðsla óháðu fyrirtækjanna í meiri óvissu. Enn er beðið eftir ýmsum myndum sem sterklega eru taldar koma til greina á verðlaunapalli. Þar ber hæst The Return Of the King, lokakaflann í þríleik Peters Jack- son um Hringadróttinssögu, en einnig Cold Mountain, dramatíska mynd breska leik- stjórans Anthony Minghella (The English Patient, The Talented Mr. Ripley) úr banda- ríska borgarastríðinu og teflir fram Jude Law og Nicole Kidman í aðalhlutverkum. Master and Commander, sjóferðadrama Peters Weir með Russell Crowe, hefur fengið prýðis við- tökur og sama á við um Mystic River Clints Eastwood í heimalandi hans á meðan við- tökur í Evrópu hafa verið blendnari. Sam- úræjamyndin The Last Samurai eftir Edward Zwick, þar sem Tom Cruise gengur til liðs við japönsku stríðsmennina, þykir eiga nokkra möguleika, og sama á við um vestra Rons Howard, The Missing. Smærri myndir eins og Lost in Translation eftir Sofia Cop- pola, mynd Patty Jenkins Monster um lesb- íska fjöldamorðingjann Aileen Wuornos og 21 Grams, óvenjuleg ofbeldisstúdía eftir mexíkóska leikstjórann Alejandro González Inárritu (Amores Perros) eru einnig á sveimi í hlíðum fjallanna, og fleiri mætti nefna, þ.á m. Nóa albínóa á snjóstígvélum. Þeir sem greiða atkvæðin og aðrir sem ekki geta vatni haldið skulu stilla klukk- urnar svona: 2. janúar 2004 eru tilnefn- ingaseðlar sendir út, 17. janúar lýkur tilnefn- ingakosningu og þær tilkynntar, 4. febrúar eru kjörseðlar sendir út, 24. febrúar lýkur kosningu og 29. febrúar fer 76. verðlaunaaf- hendingin fram í óumræðilegri en marg- umræddri beinni sjónvarpsútsendingu. Margaret Herrick verður fjarri góðu gamni en Skari frændi hennar verður sjálfum sér líkur. PETER JACKSON: GETUR AKADEMÍAN HALDIÐ ÁFRAM AÐ SNIÐGANGA HANN? inum og leitaði hófanna í kynlífsiðnaði Holly- wood. Holmes var aukinheldur sagður óseðj- andi í rúminu, var sem sagt þeim kostum búinn sem ákjósanlegastir þykja í þeirri háttvirtu kvik- myndagrein sem hann lagði fyrir sig. Holmes var alinn upp í guðsótta á sann- kristnu heimili og stundaði nám í Biblíufræðum í 11 ár. Húsbóndinn, stjúpfaðir Holmes, hefur sjálf- sagt stjórnað heimilinu með Biblíuna í annarri hendi en vöndinn í hinni, því Holmes hætti ung- ur námi og skráði sig í herinn. Fyrir því lá ein ástæða, drengurinn var að flýja linnulaust heimilisofbeldi. Nú tóku við ánægjulegir tímar þriggja ára her- þjónustu í V-Þýskalandi. Holmes hinn ungi upp- götvaði að heimurinn býður ekki síður upp á un- að en vandarhögg. Eftir þjónustuna við föðurlandið greiddu fyrrgreindir líkamsburðir götu Holmes til Suður-Kaliforníu, þar sem kyn- lífsiðnaðurinn var á mikilli uppsveiflu. Holmes hinn hreðjamikli var því réttur maður á réttum stað – í þriðja flokks myndverum Hollywood um 1970. Afrek hans í sögu bláu kvikmyndanna eru ótrúleg. Hann lék í á fjórða þúsund mynd- um „á móti“ rösklega tíu til fjórtán þúsund „leikkonum“. Þ. á m. öllum stórstirnum blá- myndaiðnaðarins. Geri aðrir betur. Slíkt líferni á jaðri mannlífsins tekur sinn toll. Holmes var með ólíkindum afkastamikill, hver myndin tók við af annarri. Slíkt úthald krefst ekki aðeins líkamsburða heldur örvandi lyfja og áfengis. Blámyndaiðnaðurinn er sagður heldur heilsuspillandi. Um skeið var Holmes eftirsóttur í einka- samkvæmi ríka og fallega fólksins, hann dróst út í æ meiri eiturlyfjaneyslu og smám saman færðust veisluhöldin niður í undirheima kvik- myndaborgarinnar. Heltekinn af sjálfseyðing- arhvöt náði Holmes botninum er hann var handtekinn í tengslum við hið illræmda fjölda- morð – sem svo kaldhæðnislega er tengt nafn- inu „Wonderland“. Hann var gripinn á vett- vangi, en húsið tilheyrði vini hans, dópsalanum Bill Deverell. Holmes þagði við yfirheyrslurnar og var sýknaður 1983. Leikarinn hugðist rífa sig upp úr feninu en greindist um svipað leyti með alnæmisveiruna. Hún dró Holmes til bana árið 1988, aðeins 43 ára að aldri. Einstæðum en ógæfusömum ferli var lokið. Holmes naut virðingar á sinn hátt og var heimsfrægur að endemum. Hann er eini klámmyndaleikarinn sem um hefur verið rituð minningargrein í The New York Times. |saebjorn@mbl.is Undraland – Wonderland, dregur nafn sitt af götu í Los Angeles, en myndin segir frá óhugnanlegu fjöldamorði sem þar var framið 1981. „Wonderlandmorðin“ vekja gíf- urlegan óhug og umtal, ekki síst eftir að harðnagli klámmyndanna, leikarinn John Holmes (Val Kilmer), flækist í málið. James Cox leikstýrir myndinni sem er frum- sýnd um helgina í Laugarásbíói og Regnboganum. FRU MS ÝNT KRÍSA í Undralandi MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5|12|2003 | FÓLKÐ | 19

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.