Morgunblaðið - 05.12.2003, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 05.12.2003, Blaðsíða 10
10 | FÓLKIÐ | FÖSTUDAGUR 5|12|2003 MORGUNBLAÐIÐ Margt hefur drifið á daga Tómasar Lemarquis síðan kvikmyndin Nói albínói var frumsýnd í febrúar á Íslandi. Hann er búsettur í París um þessar mundir en er alltaf mikið á ferðinni. Þessi mynd Dags Kára hefur unnið til fjölda verðlauna um allan heim og hér á landi hafa um 20.000 manns séð þessa minnisstæðu mynd. Myndin kom út á myndbandi í vikunni fyrir þá sem hafa enn ekki séð hana en Tómas er í titilhlutverkinu. Þrátt fyrir að hafa vegnað svona vel í þessu hlutverki er Tómas menntaður myndlistarmaður og út- skrifaðist frá Listaháskóla Íslands síðasta vor. Hvað ertu að gera í París? „Ég er búinn að vera rosalega lítið hérna úti í París. Ég er eig- inlega búinn að vera á stanslausum ferðalögum. Ég var að koma frá áttunda festivalinu mínu, á Spáni. Það er komið ágætt af því, ég er búinn að prófa þetta,“ segir Tómas. Fleiri ferðalög eru fram undan því hann er kominn til Berlínar þar sem Evrópsku kvik- myndaverðlaunin verða afhent á laugardags- kvöldið en hann er tilnefndur sem leikari árs- ins. En í kvöld snæðir hann kvöldverð ásamt Wim Wenders og nýtur þess að gista á fínu hóteli. Hverju bjóstu við í upphafi? „Maður á bara ekki að búast við neinu. En það er rosalega gaman að þetta skyldi ganga svona vel. Svo vona ég að það komi eitthvað meira. Það er komið ágætt að fylgja þessari mynd eftir og ég vil halda áfram. Ég vona að þessi tilnefning hjálpi til með það,“ segir Tómas, sem er altalandi á frönsku og kominn með umboðsmann í París. Hann stefnir líka á að fá umboðsmann í London enda stutt á milli þessara borga og býst Tómas við að vera áfram á þessum slóðum. „En það er allt samt óráð- ið hjá mér. En ég ætla að kýla á þetta núna og sjá hvað gerist.“ Hefur þú gaman af svona samkomum, eins og þessari verðlaunahátíð? „Mér finnst rosalega mikill heiður að vera tilnefndur einn af sex bestu leikurum í Evrópu. Það er ógnvekjandi því maður er ungur og þetta er hé- gómakitl. Maður lítur á þetta jákvæðum augum og vonar að þetta hjálpi manni að komast áfram.“ Við hverju býstu á laugardagskvöldið? Að vinna? „Líkurnar eru einn á móti sex. Maður er ekkert að spá í það. Það er mikið af góðum leikurum þarna.“ Fimm aðrir eru tilnefndir í sama flokki, m.a. Jean Rochefort úr frönsku myndinni Maður í lest (L’Homme du Train), sem Tómas heldur mikið uppá. Líka hefur hann hitt Daniel Brühl, sem er tilnefndur fyrir þýsku myndina Far vel, Lenin! (Good Bye, Lenin!). Hvað með myndlistina? „Ég hef voða lítið getað unnið í henni núna, nema bara í hausnum á mér. En ég heimsæki mikið myndlistarsöfn í öllum þessum borgum sem ég er búinn að fara til.“ Eru kvikmyndaheimurinn og myndlistarheimurinn ólíkir? „Kvikmyndaheimurinn er miklu meiri iðnaður og meiri pen- ingar í húfi,“ segir Tómas en bætir við að eitt þurfi ekki að úti- loka hitt og að hann ætli að halda áfram að sinna myndlistinni. Hvernig er að vera fulltrúi Íslands á alþjóðavettvangi? „Fólk er mikið að spyrja um Ísland á kvikmyndahátíðum. Mað- ur er að einhverju leyti sendiboði Íslands. Mér finnst það bara gaman. Ég er líka leiðsögumaður á sumrin, fer með franska túr- ista um hálendið. Ég hef gert það í þrjú sumur,“ segir Tómas, sem saknar Esjunnar og vinanna og ætlar að koma heim um jólin. |ingarun@mbl.is 6. desember Evrópsku kvik- myndaverðlaunin afhent í Berlín Sendiboði ÍSLANDS EINN AF SEX BESTU LEIKURUM EVRÓPU Í ÁR. TÓMAS LEMARQUIS ER HÆFILEIKARÍKUR OG HEFUR FENGIÐ MIKLA ATHYGLI ÚT AF HLUT- VERKI SÍNU Í NÓA ALBÍNÓA. Ljósm ynd/B örkur Arnar son V I K A N 5 . - 1 1 . D E S . LaugardagurFöstudagur Kapital Einar Örn - Ghostigital (live) á Kapital. Sálin Sálin spilar á Players í Kópa- vogi. Írafár Írafár spilar í Valaskjálf á Eg- ilsstöðum kl. 20. Bókalestur í Iðnó Lesið úr nýjum bókum í Iðnó kl. 20. Höf- undar eru Linda Vilhjálmsdóttir, Einar Kárason, Hallgrímur Helgason, Arnaldur Indriðason, Sölvi Björn Sigurðsson og Pétur Gunnarsson. Kjall- arinn Páll Rósinkranz syngur fyrir bragðlaukana í Þjóðleik- húskjallaranum og Gullfoss & Geysir sjá um dansinn. Blúsmenn Andreu Blúsmenn Andreu spila í Húsi Silla og Valda, Aðalstræti 10, frá miðnætti. Gaukurinn Í svörtum fötum hristir upp í liðinu langt fram eftir öllu á Gauknum. Stuðmenn Stuðmenn troða upp í Sjallanum á Akureyri. Atóm- stöðin Tónleikar með At- ómstöðinni frá kl. 23 í Húsi Silla og Valda. Kaffi og smákökur Jólastemning á Kringlu- safninu, þar sem gestum er boðið upp á kaffi og smákökur og að glugga í nýju jólabækurnar. Írafár Írafár spilar í Kirkjubæj- arklaustri, Kirkjuhvoli, kl. 16. Gauk- urinn Á móti sól spilar á Gauknum. Þýskur jólasveinn Á degi heilags Nikulásar býður Goethe- Zentrum til Nikulásarhátíðar fyrir börn og fullorðna í Ráðhúsi Reykjavíkur kl. 17. Aðventulög, smákökur og jólaglögg. Gunnar Guðbjörnsson syngur og jólasveinninn Nikulás mætir um 17.30. Tónlist í tösk- unni „The Don“ Grétar mætir í Party Zone með tösku fulla af samanbrotinni tón- list. Landsliðið Fótboltalandsliðið nefnist þátt- ur sem sýndur verður á Sýn kl. 19.50 á laugardag og fjallar um nýafstaðna keppn- isferð íslenska karlalandsliðs- ins til Mexíkó. He Si Va Hera spila og Va kl L Ga E me h k

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.