Morgunblaðið - 05.12.2003, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 05.12.2003, Blaðsíða 18
18 | FÓLKIÐ | FÖSTUDAGUR 5|12|2003 MORGUNBLAÐIÐ MEÐ JÁKVÆÐA INNSPÝTINGU Eitt leyndarmálið á bak við fjölda metaðsóknarmynda er að skilja við áhorfandann í sæluvímu í myndarlok. Slíkar gleðimyndir eru ekki sjálfstæð grein á kvikmynda- trénu, þær finnast í flestum flokkum, ekki hvað síst í vel heppnuðum gam- anmyndum á borð við þær sem Curtis hefur lagt nafn sitt við. Þær eru gjarnan kall- aðar „feel-good“ myndir á ensku, við höfum upplifað þær engu síður í harðsoðnum glæpamyndum – þar sem illmennin hljóta makleg málagjöld – en fallegum fjöl- skyldu- og tónlistarmyndum, Innihaldið skiptir litlu máli, aðalatriðið að þær láti okkur líða vel lengur en undir sýningunni. Kíkjum á nokkrar sem færa manni góða skapið á silfurfati en koma sitt úr hverri áttinni:  The Shawshank Redemption (’94). Vonin flytur fjöll og fanga út í frelsið í einni bestu mynd síðustu áratuga. Spennandi, vel skrifuð með frábærri sögufléttu.  Tónaflóð – The Sound of Music (’65). Mest sótta mynd allra tíma um hríð, sótti vinsældir í fallegt landslag, melódíur og rósrauðan endi.  Billy Elliott (’00). Það blæs ekki byrlega fyrir söguhetjunni, ungum strák sem vill dansa ballett í stað þess að þræla í kolanámum að hætti feðra sinna. En kraftaverkin gerast enn og endahnúturinn er ljúfur.  Roxanne (’87). Útlitið skiptir ekki öllu máli – heldur hjartalagið!  Singing in the Rain (’52). Jafnvel þeir sem láta aðeins umhugsunina um Hollywood söngva- og dans- amyndir ergja sig, ganga brosandi út af þessari. andans sem virðist vita upp á hár hvernig á að lokka almenning inn í kvikmyndahúsin. Nokkrir hlutar töfraformúlunnar liggja í augum uppi, líkt og þetta óhemju magn af ást og rómantík. En grundvallarþættirnir verða að vera í réttum hlutföllum og þá kemur handritshöfundurinn Richard Curtis til skjalanna, en hann er einnig að heyja frumraun sína sem leikstjóri í Love Actually. Curtis er með ólíkindum farsæll handritshöf- undur sem hefur horft upp á flest ritverk sín breytast í kassastykki á tjaldinu. Ef litið er á helstu afrek hans, er deginum ljósara að náunginn kann til verka þegar á að setja sam- an vinsældaformúluna eftirsóttu.  Bridget Jones Diary (’01). Einhleyp budda (Renée Zellweger) getur í hvorugan fótinn stað- ið sakir áfalla á vinnustað og í ástarmálum.  Notting Hill (’99). Nöldursamur bóksali (Hugh Grant) fellur flatur fyrir bandarískri kvik- myndastjörnu (Julia Roberts) og verður að þola sambýlismann úr víti (Rhys Iffans).  Bean (’97). Rowan Atkinson á Curtis mikið að þakka, ekki síst Mr. Bean – sem tekur sig reyndar betur út í smáskömmtum á skjánum.  Four Weddings and a Funeral (’94). Breskur, ráðvilltur nöldurseggur (Hugh Grant) fellur fyrir lofaðri, bandarískri stúlku (Andie McDowell) á milli giftinga og jarðarfarar. |saebjorn@mbl.is Hvert sem litið er, í hverju horni, er ástin í fyr- irrúmi, í öllum stærðum, gerðum og litum. Nýi forsætisráðherrann í Bretaveldi (Hugh Grant) er ekki fyrr kominn inn úr dyrunum á Downing- stræti 10, en hann verður bálskotinn í einum ritaranum sínum (Martine McCutcheron). Rithöfundur (Colin Firth) fer til Suður- Frakklands til að flýja ástarraunir. Hvergi á jarð- ríki er annar eins urmull af fáklæddum freist- ingum. ÁSTIN ER ÚT UM ALLT! Ástina er að finna á ólíklegustu stöðum þeg- ar eiginkona (Emma Thompson) fer að gruna mann sinn (Alan Rickman) um græsku... Hún birtist ekkli og stjúpföður (Liam Neeson) þegar hann reynir að lífga upp á fjölskyldubönd- in. Ástin verður á vegi gamals rokkara (Bill Nighy), sem hefur „séð þetta allt, en man minnst af því“. Þetta er aðeins hluti persónanna í fjöl- breytilegu ástarstússinu í Love Actually, því þar kemur einnig við sögu kvennablóminn Keira Knighly (Pitares of the Caribbean), Claudia Schiffer, Shannon Elizabeth og Den- ise Richards – auk látbragðsleikarans Rowans Atkinson. AÐDRÁTTARAFL ÁSTARINNAR Ástin skiptir öllu máli í nýjustu gamanmynd Working Title Films, breska kvikmyndaframleið- Sannkölluð ást – Love Actually, sem hefur göngu sína í Há- skólabíói og Sambíóunum um helgina, er bresk, rómantísk gam- anmynd um litrík ástamál ólíkra para. Þau eru leikin af fjölda frægra leikara með Hugh Grant og Emmu Thompson í farar- broddi. Alan Rickman, Laura Linney, Liam Neeson og Billy Bob Thornton sem forseti Bandaríkjanna og fleiri koma við sögu und- ir leikstjórn Richards Curtis. ÁST í hverju horni FRUMSÝNT Markaðsgildi Óskarsverðlaunanna hefur auðvitað fyrir löngu yfirgnæft listrænt gildi þeirra. Stundum er verðlauna- veitingin svo gjörsamlega út í móa að ég leyfði mér á þessum vettvangi að uppnefna Óskar frænda fyrir nokkrum árum og kallaði hann Skara skrípó. Ég vona að töframaðurinn góði fyrirgefi mér það. Kannski væri Skari skrípi meira rétt- nefni. Nú hafa þau tíðindi borist úr herbúðum Skara að hann hugsi sér til hreyfings fyrr en hann hefur gert í meira en sex áratuga sögu sinni. Og af hverju? Ekki af listrænum ástæðum, svo mikið er víst. Nei, auðvitað af markaðsástæðum og efnahagslegum. Aka- demían flýtir sumsé verðlaunaafhendingu sinni um mánuð, frá seinni hluta mars til seinni hluta febrúar, og er þetta gert í til- raunaskyni til tveggja ára. Þessi jarðskjálfti í miðju kvikmyndaheimsins hefur svo víð- tæka eftirskjálftavirkni. Dreifingar- og frum- sýningaráætlanir raskast eða breytast, um- fjöllun fjölmiðla líka og svo framvegis. Tilgangurinn með breytingunni af hálfu akademí- unnar hefur lítið með kvikmyndir að gera; hann snýst um sjónvarpsþátt. Ætlunin er semsagt að auka áhorf og þar með auglýs- ingatekjur útsendingar frá verðlaunaafhend- ingunni. Áhorfið hefur dregist saman um tvö prósent undanfarin ár og telja sérfræðingar að ástæðan sé a.m.k. að hluta til fjöldi svip- aðra verðlaunaafhendinga í sjónvarpi í að- draganda Óskarsins, Golden Globe, gagnrýn- endaverðlaun, fagfélagaverðlaun og Baftaverðlaun í Bretlandi, svo dæmi séu tek- in. Sérstaða Óskarsins hafi því minnkað. Það virðist ekki hvarfla að þessum sérfræð- ingum að sjónvarpsáhorfendur séu hugs- anlega orðnir leiðir á sjálfhverfunni, sjálfs- dýrkuninni, væmninni, snobbinu fyrir kjólum SKARI skrípó að flýta sér „Ja hérna, hann minnir mig á Óskar frænda,“ sagði Margaret nokkur Her- rick, ritari hjá bandarísku kvikmyndaakademíunni og síðar framkvæmda- stjóri hennar, þegar hún sá verðlaunastyttuna sem gjörvallur kvikmynda- heimurinn virðist snúast um og hefur gert síðan 1927. Þegar Herrick sagði þetta, árið 1931, hafði styttan ekki borið nafn í fjögur ár, en dálka- höfundur einn heyrði ummælin, birti þau í blaði og nafnið festist við þetta mikilvæga markaðstæki til eilífðar. SJÓNARHORN Árni Þórarinsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.