Morgunblaðið - 08.12.2003, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 08.12.2003, Blaðsíða 6
HANDKNATTLEIKUR 6 B MÁNUDAGUR 8. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ DANSKA kvennalandsliðið í handknattleik má greini- lega muna fífil sinn fegurri því liðið komst ekki áfram úr riðlakeppninni á Heimsmeistaramótinu þar sem það lék í D-riðli og tapaði stórt báðum leikjunum um helgina. Á laugardaginn unnu Slóvenar þær 29:21 og í gær tóku Ungverjar þær í bakaríið og unnu 29:19 eftir að staðan í leikhléi hafði verið 14:8. Danir því í fjórða sæti riðilsins og sitja eftir en þrjú efstu liðin í hverjum riðli komast áfram í milliriðla. Það voru bara Frakkar og ríkjandi heimsmeistarar Rússa sem komust í gegnum riðlakeppnina með fullt hús stiga. Frakkar í A-riðli og Rússar í B-riðli og því mætast þjóðirnar í milliriðlinum og leika þar ásamt Spánverjum og Serbíu/Svartfjallalandi úr A-riðli og Suður-Kóreu og Austurríki úr B-riðli. Í hinum milliriðlinum leika Úkraína, Noregur og Rúmenía úr C-riðli og Ungverjaland, Slóvenía og Þýskaland. Danir sátu eftir á HM kvenna Varnir voru í hávegum hafðar áHlíðarenda auk þess að Valskon- ur settu strax á fyrstu mínútu Hörpu Melsted og Ramune Pekarskyte í stranga gæslu. Fyrir vikið var sóknarleikur Hauka endaslepptur framan af en Ramune náði stundum að slíta sig lausa enda skoraði hún 7 af 10 mörk- um Hauka fyrir hlé. En það dugði Valskonum skammt að standa vörn- ina með prýði því sóknarleikur þeirra var slakur, hávaxin flöt vörn Hauka hafði öll þeirra ráð í hendi sér. Það var ekki fyrr en um miðjan síðari hálfleik að Valsstúlkur tóku viðbragð en þá sveik hittnin þær því þrívegis fengu þær færi á að jafna. „Ég er hundfúl því mér fannst við betri í þessum leik, þrátt fyrir að vera undir allan leikinn, við áttum miklu fleiri færi og spiluðum miklu betur,“ sagði Guðríður Guðjónsdóttir, þjálfari Vals, eftir leikinn. „Ætlunin var að spila vörnina einmitt eins og við gerð- um en líka að skora úr færunum, við fengum nóg af þeim en klúðrum og markvörður Hauka ver alltof mikið. Ég veit ekki af hverju þetta var svona, annars tæki ég rækilega á því og ekki nóg með við förum illa með alltof mörg dauðafæri heldur vorum við ekki að skjóta nógu skynsamlega á markvörð Hauka.“ Markvörðurinn Berglind Hansdóttir stóð sig vel en helst voru það Hafdís Kristjánsdóttir og Gerður Beta Jóhannsdóttir, sem tóku af skarið hjá Val auk þess að Sig- urlaug Rúnarsdóttir átti góða spretti. Þrátt fyrir að margt hefði betur mátt fara hjá Haukum náðu þeir þó að halda alltaf áfram. Að vísu áttu þeir í erfiðleikum með að finna svar þegar tveir leikmenn voru teknir úr umferð. „Ég hef bara verið með þetta lið í nokkra mánuði. Það er ekki hægt að undirbúa sig fyrir það en mér fannst við leysa það ágætlega. Mér fannst við ekki fá nóg af vítum í þess- um leik en það er nú bara eins og það er. Við lögðum áherslu á að brjóta nið- ur þeirra sterkasta vopn, sem er hraðaupphlaup og spila einnig góða vörn,“ hélt Ragnar þjálfari áfram. „Auðvitað stefna bæði lið á að ná Vestmannaeyingum en það má segja að við höfum gert þeim greiða í dag. Við getum ekki fagnað því en þessi sigur telur samt ekkert nema við för- um í Víkina eftir viku og stöndum okkur vel.“ Helst getur hann þakkað Kristina Matuzeviciute markverði fyrir sigurinn. Ramune sýndi einnig góða takta ásamt Ragnhildi Guð- mundsdóttur. „Ég er stoltur af stelpunum“ „ÉG er mjög stoltur af stelpunum, við höfum verið að vinna í ákveðnum þáttum og Valur skoraði hjá okkur 29 mörk í síðasta leik en bara átján núna,“ sagði Ragnar Hermannsson, þjálfari Hauka- stúlkna, eftir 19:18 sigur á Val á Hlíðarenda á laugardaginn. Haukar komust með sigrinum í annað sæti deildarinnar, upp fyrir Val. Stefán Stefánsson skrifar Morgunblaðið/Sverrir Ramune Pekarskyte, leikmaður Hauka, sækir að marki Vals og skorar eitt af sjö mörkum sínum. Ragnar Hermannsson eftir að Haukar lögðu Val Fyrstu mínúturnar fóru gestirnirúr HK sér engu óðslega en Blik- ar voru einbeittir. Í stöðunni 6:3 fyrir Breiðablik tók þjálf- ari HK leikhlé og reyndi að reka sína menn af stað. Það dugði til að skora fjögur mörk í röð en síðan fór allt í sama farið aftur og góður baráttuvilji Blika skilaði þeim forystu. Um miðj- an síðari hálfleik skorar HK þrjú mörk í röð til að jafna, 22:22, en það herti enn meira á heimamönnum. Strax á eftir voru tveir Blikar sendir í kælingu og síðan einn til viðbótar ásamt markverði HK en þrír á móti fimm stóðst Breiðablik prófið. Þegar mínúta var eftir var staðan 30:28 fyr- ir Breiðablik en þá gekk lukkan til liðs við HK-menn auk þess að lítt skiljanlegir dómar færðu þeim þrjú mörk. „Þetta var gaman – allt nema úr- slitin,“ sagði Brynjar Freyr Stefáns- son, þjálfari Breiðabliks, eftir leik- inn. „Við vissum að við ættum fullt inni og það kom í ljós núna en þetta var besti leikur okkar í langan tíma. Menn spiluðu með höfðinu og hjart- anu, sem er okkar helsti styrkur. Við erum ekki með neinar stórstjörnur en ef allir leggjast á eitt er þetta hægt.“ Í heild fá Blikar hrós fyrir baráttu í 60 mínútur en Ingi Þór Guð- mundsson, Gunnar B. Jónsson, Kristinn Logi Hallgrímsson og Orri Hilmarsson voru bestir. Í liðið vant- aði sem fyrr nokkra sterka leikmenn en hinir lögðu sig þá bara enn betur fram. „Við gerðum það sem við þurftum og sluppum fyrir horn en þetta var skelfilegt,“ sagði Árni Stefánsson þjálfari HK eftir leikinn. „Menn héldu að þeir þyrftu ekkert að hafa fyrir sigri og það var vanmat þótt menn vilji aldrei viðurkenna slíkt. Auðvitað erum við svekktir með tap í bikarleiknum þegar við köstuðum frá okkur unnum leik og við erum enn að jafna okkur á því.“ Þessi útskýring dugar skammt og heldur ekki að það hafi vantað tvo til þrjá leikmenn – HK-menn vanmátu Breiðablik en sluppu með skrekkinn. Skástir þeirra voru fyrirliðinn Vilhelm Gauti Berg- sveinsson og Andrius Rackauskas. HK-menn heppnir gegn Blikum BLIKAR sýndu á sér klærnar í gærkvöldi þegar stórlið HK kom í heimsókn í Smárann og bikarmeistarar HK þurftu góðan meðbyr frá dómurum er leið á leikinn til að komast yfir í fyrsta sinn síðan í byrj- un og knýja fram 31:30 sigur þegar nokkrar sekúndur voru eftir. Blikar voru mjög súrir yfir tapinu en HK-menn þökkuðu sínum sæla. Stefán Stefánsson skrifar É leik mikl með mæt von taka tekn Hau berg Mor FH leik. liðsin það s mæt mark gaf mark varð FH-i að k han 31:2 þess mei ara um í RE/ mar líku ist o inga ina a men Guðm Hilma skrifa Morgunblaðið/Eggert Heimir Árnason, Akureyringurinn í liði Vals, er hér tekinn föst- um tökum í leiknum gegn Fram á laugardaginn. s GRÓTTA/KR lagði Stjörnuna, 23:18, í 1. deild kvenna í handknattleik á laugardaginn. Þetta var fyrsti leikur Gróttu/KR undir stjórn Alfreðs Finnssonar en hann tók við starfinu af Aðalsteini Jónssyni í síðustu viku. Grótta/KR skoraði fyrstu fjögur mörkin en síðan hrökk allt í baklás hjá heimastúlkum og Stjarnan var með forystu í hálfleik, 8:6. Í seinni hálfleik náði Grótta/ KR aftur undirtökunum og tryggði sér góðan sigur. Á Akureyri vann KA/Þór nauman sigur á Fylki/ÍR, 31:28. Fylkir/ÍR mætti til leiks á Akureyri með níu leik- menn, margar voru uppteknar við próflestur og kom- ust því ekki. Engu að síður lék liðið vel og átti trúlega einn sinn besta leik í vetur þó að ekki tækist því að leggja KA/Þór. Tvær stúlkur meiddust snemma leiks og komu lítt við sögu það sem eftir var. Þegar sjö mín- útur voru eftir höfðu gestirnir tveggja marka forystu en heimamenn tóku þá Heklu Daðadóttur, gerði 11 mörk, úr umferð og náðu að knýja fram sigur. Alfreð stýrði Gróttu/KR til sigurs

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.