Morgunblaðið - 08.12.2003, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 08.12.2003, Blaðsíða 8
ÍÞRÓTTIR 8 B MÁNUDAGUR 8. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ BJÖRGVIN Björgvinsson frá Dal- vík hafnaði í þriðja sæti á al- þjóðlegu svigmóti sem fram fór í Rjukan í Noregi á laugardaginn. Björgvin náði næstbesta tímanum í síðari ferð mótsins en Japani sigr- aði og Rússi varð í öðru sæti. Kepp- endur voru 86 og um 50 þeirra náðu að ljúka keppni. Kristján Uni Óskarsson frá Ólafs- firði keppti á FIS móti í stórsvigi í Funäsdalen í Svíþjóð á laugardag, varð níundi og bætti punktastöðu sína aðeins frá síðustu tveimur mót- um, fékk 43,51 punkt. Keppendur voru tæplega hundrað og skiluðu 78 sér niður úr báðum ferðum. Kristján Uni var í gær á meðal þeirra sem luku ekki síðari umferð. Björgvin varð þriðji í Rjukan BANDARÍSKA frjálsíþrótta- sambandið samþykkti um helgina með miklum meirihluta á þingi sínu, að þeir frjálsíþróttamenn sem yrðu staðnir að ólöglegri notkun steralyfja skyldu settir í lífstíð- arbann. Samþykktin tekur þó ekki gildi strax þar sem hún gengur tals- vert lengra en reglugerðir Alþjóða- sambandsins (IAAF) og því þarf samþykki þess. Bandaríkjamönnum virðist þó vera full alvara. „Ef IAAF samþykkir, tekur þetta gildi hjá okkur um leið,“ sagði Bill Roe, formaður bandaríska sambandsins. Reglurnar í Bandaríkjunum eru þannig núna að við fyrsta brot fær íþróttamaðurinn tveggja ára bann, en samkvæmt nýsamþykktu regl- unum eiga viðkomandi íþróttamað- ur og þjálfari hans yfir höfði sér lífstíðarbann. „Við vonumst til að þessar reglur verði teknar upp alls staðar þannig að við þurfum ekki að hafa áhyggjur af ólöglegri lyfja- notkun á Ólympíuleikum,“ sagði Jon Drummond spretthlaupari og einn nefndarmanna. Bandaríska sambandið hefur ver- ið gagnrýnt harðlega fyrir linkind í garð þeirra sem staðnir hafa verið að verki og var svo komið að banda- ríska Ólympíunefndin hafði hótað að engir bandarískir frjáls- íþróttamenn yrðu meðal keppenda á næstu Ólympíuleikum. Lífstíðarbann fyrir að nota ólöglega stera LARS Lagerbäck, landsliðsþjálfari Svía í knattspyrnu, segir að 8. riðill- inn í undankeppni HM sé mjög jafn og ekkert eitt lið í honum sé sigur- stranglegt. „Riðillinn hefði í sjálfu sér getað orðið erfiðari en hann er heldur alls ekki sá auðveldasti. Ég sé þetta þannig fyrir mér að fimm lið- anna séu mjög svipuð að styrkleika en það er ljóst að Malta er með slak- asta liðið, miðað við úrslit undanfar- inna ára,“ sagði Lagerbäck við Aft- onbladet þegar niðurstaðan lá fyrir í Frankfurt. „Töpuðum fyrir Íslendingum“ Lagerbäck sagði fyrir dráttinn að hann vildi losna við að mæta Hol- landi og öðrum Norðurlandaþjóðum. „Við eigum mikil samskipti við ná- grannaþjóðir okkar og leikirnir gegn þeim eru alltaf erfiðir. Við töpuðum fyrir Íslendingum í vináttuleik fyrir þremur árum og þeir eru varhuga- verðir. Við sjáum það best á því að þeir voru í harðri baráttu við Þjóð- verja og Skota í undankeppni EM,“ sagði Lagerbäck. Hann stjórnar sænska liðinu í úrslitakeppni EM næsta sumar ásamt Tommy Svens- son, en Svensson hættir að þeirri keppni lokinni. „Króatar andlega öflugir“ Um Króata segir Lagerbäck að þeir séu með geysimikla knatt- spyrnuhefð, tæknilega góðir og and- lega öflugir. „Eftir að þeir urðu sjálf- stæðir hafa Króatar sýnt að þeir eru í hópi bestu knattspyrnuþjóðanna. Búlgarar hafa gengið í gegnum mikil umskipti og sýndu sterka liðsheild í undankeppni EM. Ungverjar eru alls ekki slæmir, þeir eiga marga leikmenn í þýsku 1. deildinni, og eru of neðarlega í styrkleikaflokki miðað við raunverulega getu. En þetta hefði getað verið verra og við höfum fulla trú á okkar möguleikum á að komast áfram í keppninni.“ Fyrirliði Búlgara er Stilian Petr-ov, 24 ára leikmaður með Glas- gow Celtic í Skotlandi, og hann seg- ir að helsta vandamál leikmanna liðsins í dag sé að þeir séu stöðugt bornir saman við hetjurnar frá 1994 sem komust í undanúrslit heims- meistarakeppninnar í Bandaríkjun- um. „Það er enn talað um ’94 liðið, Stoitchkov, Balakov, Kostadinov og allir hinir voru frábærir en við vilj- um ekki vera bornir saman við þá. Nú er komið nýtt lið, ungt lið, sem við viljum að Búlgarir virði á eigin forsendum.“ Petrov segir að það sé í góðu lagi að talað sé um Búlgari sem veik- asta liðið í C-riðlinum á EM í Portúgal. „Við getum veitt öllum liðum harða keppni á góðum degi. Við erum ungir og hungrar í árang- ur, og viljum reyna okkur gegn þeim bestu.“ Plamen Markov tók við sem þjálfari Búlgara að lokinni undan- keppni HM 2002. Þar léku þeir í riðli með Íslendingum og enduðu keppnina á sama hátt, á meðan Ís- lendingar steinlágu fyrir Dönum, 6:0, fengu Búlgarir samskonar skell gegn Tékkum. „Það voru hrikaleg úrslit, algjör háðung, og á þeim tíma var erfitt að sjá hvert við stefndum. En nýr þjálfari hefur búið til lið úr blöndu af reyndum leikmönn- um og mörgum efni- legum strákum. Hópurinn er sterkur og það sem meira er, liðsandinn er frá- bær,“ segir Petrov. Helstu leikmenn liðsins auk Petr- ovs eru Dimitar Berbatov, sókn- armaður frá Bayer Leverkusen, Vladimir Manchev frá Lille í Frakklandi sem er næstmarka- hæstur í frönsku 1. deildinni og þeir Martin Petrov og Marian Hristov sem leika í þýsku 1. deild- inni. Hvað segja mótherjar Íslands í HM í knattspyrnu? „Hópurinn er sterkur og liðs- andinn frábær“ BÚLGARIR tefla fram ungu og efnilegu landsliði sem kom mjög á óvart með því að komast á sannfærandi hátt í lokakeppni Evr- ópumótsins í Portúgal næsta sumar. Þar leika þeir í erfiðum riðli með Ítölum, Svíum og Dönum, og eru taldir veikasta liðið í þeim hópi. Þeir eru á meðal mótherja Íslendinga í undankeppni HM 2006 og í drættinum í Frankfurt á föstudag voru þeir efsta þjóðin í þriðja styrkleikaflokki. Stilian Petrov, fyrirliði Búlgara Reuters Stilian Petrov, fyrirliði Búlgaríu (t.h.), í leik með Celtic. Reuters Freddie Ljungberg, leikmaður Arsenal, er einn af lykilmönnum Svía. Hér fagnar hann marki í leik með Arsenal. Lars Lagerbäck, þjálfari Svía „Fimm liðanna mjög svipuð að styrkleika“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.