Morgunblaðið - 08.12.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 08.12.2003, Blaðsíða 2
ÍÞRÓTTIR 2 B MÁNUDAGUR 8. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Þ að eru ekki margir sem ná því að skora yfir 15 mörk í leik í efstu deild hér á landi en Arnór hef- ur afrekað að skora yfir 15 mörk í nokkrum leikjum í röð, flest gegn erkifjendunum úr liði Þórs, 17 alls á dögunum. Morgunblaðið sló á þráðinn norður yfir heiðar þar sem stúdentsefnið og Evrópumeistarinn frá því í sumar gaf sér tíma frá erli dagsins til þess að spjalla um það sem stendur honum næst, íþróttir og nám. Arnór er að ljúka námi í vor ef allt gengur að óskum eins og hann orðar það. „Ég er nú ekkert efins um það. Þetta reddast allt saman á endanum. Það gengur ótrúlega vel að finna tíma fyrir allt sem maður þarf að gera. Íþróttirnar taka mikinn tíma og nám- ið einnig,“ segir Arnór en hann hefur einnig tíma fyrir unnustuna Guðrúnu Jónu Guðmundsdóttur sem er einnig í 4. bekk í M.A. og lýkur námi í vor af félagsfræðibraut. Oft fjarverandi í MA „Öll ferðalögin sem fylgja hand- boltanum taka mikið frá manni hvað skólann varðar, ég er oft fjarverandi en þetta hefur gengið vel hingað til.“ Arnór er líkt og aðrir nemendur í hans sporum ekki viss um hvert leið hans liggur á menntaveginum eftir að hann setur upp stúdentshúfuna 17. júní á næsta ári. „Ég er að velta ýms- um hlutum fyrir mér og þarf örugg- lega nokkra mánuði í viðbót til þess að skoða það nánar. Það er auðvitað erf- itt að ákveða slíkt. Ég gæti farið í frekara nám en í hvað veit ég ekki og það gæti þýtt að ég þyrfti að flytja til Reykjavíkur. Ekki nema ég fari til út- landa í nám.“ Er Arnór er spurður að því hvort atvinnumennska komi til greina er hann snöggur að svara: „Auðvitað kemur það til vel til greina, en ég ætla mér ekki að ana að neinu í þessum efnum. Ef það kemur eitthvað spenn- andi upp þá skoða ég það en ég mun ekki hoppa á fyrsta tilboð sem kæmi upp í hendurnar á mér.“ Sjaldan fellur eplið… Arnór fékk áhuga á íþróttum er hann fór með föður sínum, Atla Hilm- arssyni, á æfingar hjá liðunum sem Atli lék með í Þýskalandi og síðar á Spáni. Atli, sem lék 133 landsleiki og skoraði 389 mörk í þeim, lék með fjór- um liðum í Þýskalandi – Hameln, Günsburg, Bergkamen og Bayer Leverkusen og á Spáni lék hann með Granollers. Arnór flutti til Íslands er hann var sjö ára gamall. „Ég byrjaði í atvinnumennskunni,“ segir hann og hlær en er á því að mik- ill ljómi hafi staðið af handknattleiks- mönnum þeim sem hann sá etja kappi við föður hans. „Pabbi tók mig með af og til á æfingar og maður skrölti með boltann utan vallar og reyndi að gera eins og þeir. Í dag man ég helst eftir fyrirliða Barcelona í dag Masip og þetta voru allt saman hörkukallar. Ég fór ekki að æfa reglulega fyrr en ég kom til Íslands og þá með Fram, sjö ára gamall. Með þeim lék ég þar til við fluttum norður á Akureyri sumarið 1997, en þá var ég 13 ára gamall. Ég hef kunnað vel við gula búningin allt frá þeim tíma,“ segir Arnór og það er alveg ljóst að KA-hjartað slær ört í dag. Ekki sparkviss Líkt og hjá mörgum öðrum ung- lingum var Arnór á kafi í knattspyrnu á sumrin og lék handknattleik á vet- urna. Arsenal er hans lið í ensku knattspyrnunni. „Að sjálfsögðu,“ seg- ir hann en er ekki viss um að hafa ver- ið líklegur til afreka sem knatt- spyrnumaður. Allavega vill hann ekki líkja sér við nein stórnöfn er leikstíll hans var settur í kastljósið. „Ég var ekki mjög lipur með boltann og var því oftast í baráttunni á miðjunni. Jú, var ágætur í því að stökkva upp og vinna skallaeinvígi en líklega er það þar með upp talið. Ég hætti hinsvegar í knattspyrnunni er ég fór í fyrstu landsliðsferðina með yngri landslið- um HSÍ. Enda er varla hægt að stunda báðar íþróttirnar þannig að þær rekist ekki á.“ Samkvæmt hefð íslenskra hand- knattleiksliða er oftar en ekki hitað upp fyrir æfingar KA með því að leika knattspyrnu og þar segir Arnór að þeir ungu hafi ávallt yfirburði gegn þeim sem teljast vera eldri og reynd- ari. Án þess að geta staðfest það með ítarlegri tölfræði. „Reyndar er staðan hnífjöfn eins og stendur, en við erum samt sem áður með mikla yfirburði.“ Skin og skúrir Arnór hefur þrátt fyrir að vera að- eins 19 ára gamall þurft að glíma við erfið meiðsli og hann þekki vel þá til- finningu sem fylgir því að sitja utan vallar meiddur og fylgjast með fé- lögum sínum í leik. Fyrra áfallið átti sér stað í leik gegn grannaliðinu Þór, en í þeim leik trosnaði aftara kross- band í hné. En slík meiðsli eru mjög óalgeng í íþróttum og þekktara að fremra krossband slitni. „Ég var að leika gegn Þór í Íþróttahöllinni fyrir rúmum tveimur árum þegar þetta gerðist. Sem betur fer þurfti ég ekki að fara í aðgerð vegna meiðslanna. Þetta er gróið í dag og ég finn ekki fyrir þessu,“ segir Arnór en hann var klár í slaginn um vorið á ný. „Ég náði að leika þrjá leiki með KA áður en ég braut bein í ristinni, og að sjálfsögðu var það í leik gegn Þór í síðari umferð Íslandsmótsins. Í marsmánuði. Þetta var ekki gott ár fyrir mig gegn Þór.“ Arnór segir að hann hafi lært mikið á þessum tíma enda var hann valinn í A-landslið Íslands í nóvember áður en hann meiddist á hné um miðjan nóv- ember 2001. „Það skiptast á skin og skúrir í þessu eins og öðru. Maður er valinn í landsliðið 17 ára gamall, meiðist Stórskyttan Arnór Atlason, 19 ára stúdentsefni í Menntaskólanum á „Ég byrjaði í atvinnu- mennsku“ Arnór Atlason, handknattleiksmann úr liði KA, þarf vart að kynna þeim sem fylgjast með íþróttinni. Arnór er 19 ára stúdentsefni í Menntaskólanum á Akureyri en hefur látið mikið að sér kveða með liði sínu að und- anförnu. Hann varð Evrópumeistari með 18 ára landsliði Íslands í sumar, en hefur látið verkin tala á vellinum eftir að hann var ekki valin í A-landsliðið gegn Pólverjum á dög- unum. Sigurður Elvar Þórólfsson ræddi við skyttuna ungu sem hefur ekki miklar áhyggjur af landsliðsmálunum. ’ Það skiptast á skin og skúrir í þessu einsog öðru. Maður er valinn í landsliðið 17 ára gamall, meiðist skömmu síðar, er frá í nokkra mánuði og meiðist á ný. Er frá í nokkra mánuði á ný. Það er óhætt að segja að ég hafi ekki verið neitt sérstaklega hátt uppi á þessum tíma. ‘ Morgunblaðið/Kristján Arnór fór á kostum með liði sínu gegn Þór fyrir stuttu og skoraði grimmt, 17 mörk alls.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.