Morgunblaðið - 10.12.2003, Síða 2

Morgunblaðið - 10.12.2003, Síða 2
2 B MIÐVIKUDAGUR 10. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ bílar ATLANTSOLÍA stefnir að því að hefja sölu á bensíni á næstunni og segir Ólafur Baldursson, sölustjóri fyrirtækisins, að fyrir- tækið muni bjóða það á hagstæðum kjörum líkt og gert sé með dís- ilolíuna, þar sem mun- urinn sé 8 – 13%. Atlantsolía hóf sölu á Statoil dísilolíu til al- mennra notenda í Hafnarfirði og Kópa- vogi fyrir skemmstu og býður þar lítrann á 35 kr. Skömmu síðar lækkaði Orkan/Skelj- ungur verðið á dísil- lítranum í 34,80 kr., en einungis í Hafnarfirði. Ólafur er spurður að því hvort þeir hafi þar með kastað stríðshanskanum í sam- keppninni við stóru olíufélögin. Aldrei samið frið „Við höfum aldrei samið frið enda okkar stefna sú að taka þátt í virkri samkeppni. Okkur finnst skjóta skökku við að öll segjast félögin vera í mikilli samkeppni sem síðan birtist einungis í Hafnarfirði. Af hverju mismunar Esso t.d. sínum viðskipta- vinum? Í Hafnarfirði geta þeir boðið dísillítrann á 36 krónur en annars- staðar á höfuðborgarsvæðinu er hann á 38,80 kr. Viðskiptavinir Esso eiga að spyrja hvar sé samkeppni þeirra við Olís og Skeljung í Kópa- vogi og Reykjavík. Meginatriðið hjá okkur er að koma með eitthvað nýtt inn á markaðinn og í okkar tilviki er það lágt verð. Menn hafa ekki verið að sjá svo lágt verð sem 35 krónur á lítra af dísilol- íu. Það hefur líka sýnt sig að stór hluti leigu- bifreiðastjóra er kom- inn í viðskipti við okkur enda kærkomin kjara- bót fyrir þá.“ Er einhver framlegð af svo lágu verði? „Já, við erum ánægð- ir með 35 kr. á lítrann. Samt erum við að kaupa olíuna inn á hærra verði en hin olíufélögin. OLÍS og Esso flytja saman inn olíuna og taka inn 25 milljón lítra skip á meðan við tök- um inn þriggja milljóna lítra skip. Olían er því nokkuð dýrari í innkaup- um hjá okkur. Það sem ræður okkar ferðum er hins vegar lág álagning sökum þess að yfirbygging okkar er lítil. Og þótt við kaupum olíuna inn á hærra verði og séum með lægri álagningu er hagnaður af starfsem- inni.“ Flutningsjöfnunargjald af hverj- um olíulítra er 80 aurar. Atlantsolía fær engar greiðslur úr flutningsjöfn- unarsjóði innan Reykjavíkur frekar en önnur olíufélög. „Þannig séð er um við því að borga hinum olíufélög- unum 80 aura af hverjum lítra sem við seljum því þau fá greiðslur úr flutningsjöfnunarsjóði þegar þau selja eldsneyti úti í landi þar sem við höfum ekki haslað okkur völl,“ segir Ólafur. Atlantsolía er reyndar farin að selja olíu víða á Suðurlandi, t.a.m. á Hvolsvelli, Hellu og Selfossi. Þar er boðið sama verð á olíunni og í Hafn- arfirði og Kópavogi. Ólafur segir á hinn bóginn að Atlantsolía sjái sér ekki fært að sinni að hefja eldsneyt- issölu úti á landi á stöðum eins og Ísafirði, Akureyri, Reyðarfirði og víðar. Hin olíufélögin hafi á þessum stöðum birgðastaði en Atlantsolía ekki og flutningsjöfnunargjaldið reiknist út frá þessum birgðastöð- um. Til þess að setja upp birgðastað þurfi olíufélag að hafa útgerðarfélag í viðskiptum. Vilja lækka eldsneytisverð í borginni Hver er markhópurinn ykkar? „Það eru verktakar, atvinnubílstjór- ar, útgerðaraðilar og erlendir togar- ar. Við erum að fá töluvert af erlend- um togurum í viðskipti og sömuleiðis hafa bæst í hópinn íslenskir togar- ar,“ segir Ólafur og bætir því við að togarar geti sparað allt að 10-12 milljónum á ári í olíukostnað með því að skipta við Atlantsolíu. „Við getum boðið upp á besta verðið í Hafnarfirði enda er þar minnsti dreifingarkostnaðurinn fyrir okkur.“ Ólafur segir að ástæðan fyr- ir því að ekki sé farið að selja olíu í Reykjavík sé sú að fyrirtækinu hafi ekki boðist að fá þar lóðir undir starfsemina enn sem komið er. „Síðastlið vor sendum við inn er- indi til Reykjavíkurborgar en þá var okkar málaleitunum hafnað. Það komst hins vegar hreyfing á þessi mál fyrir skömmu og munum við funda með borgarstjóra á næstunni. Við viljum að tekið sé tillit til þess að við þurfum að komast inn á mark- aðinn til þess að eldsneytisverð lækki. Við höfum þá trú að borgaryf- irvöld hugsi um hagsmuni borgar- búa og úthluti okkur fjórum til fimm lóðum í Reykjavík svo að raunveru- leg samkeppni geti hafist.“ Hvernig hafa stóru félögin tekið samkeppninni? „Okkur sýnist að þau hafi samið við 60-70% af verktökum um við- skipti áður en við komum inn á markaðinn. Margir eru með samn- inga sem fela í sér að þeir eru að greiða hærra verð fyrir olíuna en listaverð okkar segir til um. Þetta eru fullyrðingar sem ég get staðið við. Þetta eru samningar til eins til þriggja ára. Svo virðist sem stóru ol- íufélögin hafi ætlað að gæta þess að við kæmumst örugglega ekki í tæri við þeirra bestu viðskiptavini með því að bjóða þeim samninga. En í öll- um þeim tilfellum sem ég þekki þá getum við boðið lægra eldsneytis- verð með gæðaolíu frá Statoil í Nor- egi,“ segir Ólafur. Stóru olíufélögin voru tilbúin í samkeppnina við Atlantsolíu áður en starfsemi félagsins hófst Morgunblaðið/Jim Smart Hér er floti flutningabíla Atlantsolíu við höfuðstöðvarnar í Hafnarfirði. Leigubílstjórar eru meðal viðskiptavina Atlantsolíu. Hér er sá sem hóf fyrstur viðskipti við félagið, Jóhann Guðmundsson. Höfðu samið við 60–70% af verktökum Ólafur Baldursson, sölustjóri hjá Atlantsolíu, segir að stóru olíufélögin hafi samið við 60–70% af verktökum áður en Atlantsolía kom inn á markaðinn. Hann segir að stefnt sé að því að hefja bensínsölu innan skamms og bjóða bensínlítrann á lægra verði en keppinautarnir gera. Ólafur Baldursson, sölustjóri Atlantsolíu. gugu@mbl.is INGVAR Helgason og Bílheimar, umboðsaðilar Nissan og Opel, kynna nú um þessar mundir alveg nýja sendibílalínu frá Nissan og Opel. Um er að ræða Opel Vivaro sem kemur í einni útfærslu sem sendiferðabíll með heildarþyngd upp á 2.900 kg og síðan sem 9 sæta fólksflutningabíll. Báðir bíl- arnir eru með 1,9 lítra Turbo- dísillvélum, beinskiptir og vel búnir. Sendibílarnir eru ýmist með einni eða tveimur hliðarhurðum. Frá Nissan koma bílar er heita Inter- star og Primastar. Primastar kem- ur í einni útfærslu ýmist með tveimur eða einni hliðarhurðum. Nissan Interstar er mun stærri bíll og kemur með hærri topp þannig að öll vinna inni í bílnum verður mun þægilegri og auðveldari. Verð á sendiferðabílunum er frá kr. 2.340.000 – 3.070.000 með virð- isaukaskatti, og sætabíllinn er á kr. 3.300.000. Með tilkomu þessara bíla verður töluverð breyting á hjá Ingvari Helgasyni er varðar þjónustu við Nissan-sendibílana. Þeir verða þjónustaðir hjá Ingvari Helgasyni að Sævarhöfða og boðið verður upp á mjög sveigjanlega og víðtæka þjónustu fyrir eigendur þessara bíla. Bílarnir verða sýndir í húsa- kynnum Ingvars Helgasonar að Sævarhöfða næstu daga. Nissan Primastar. Opel Vivaro. Sendibílar frá Nissan og Opel NÝR og gerbreyttur Land Rover Discovery kemur á markað á næsta ári og verður hann hann- aður af Bretanum Geoff Upex. Út- gangspunkturinn í hönnun bílsins verður að gera hann að meiri sportjeppa en verið hefur, eitt- hvað í anda þýsku sportjeppanna BMW X5 og Mercedes-Benz M. Á bílasýningunni í Frankfurt sýndi Land Rover teikningu af framtíð- arbíl án þess að nokkrar skýring- ar væru gefnar með teikningunni. Nú er ljóst að þessi bíll verður sýndur á bílasýningunni í Detroit í janúar í formi hugmyndabílsins Range Stormer. Ólíklegt er þó að þessi bíll taki við af Discovery heldur sé hér um splunkunýjan bíl að ræða. Þetta verður aflmikill sport- jeppi í anda Porsche Cayenne og að sjálfsögðu fjórhjóladrifinn eins og aðrir meðlimir í Land Rover- ættinni. „Range Stormer verður nú- tímalegur, aflmikill og hátækni- væddur bíll. Hann er að miklu leyti smíðaður til þess að uppfylla kröfur um kraftmikið ökutæki fyrir allar gerðir vega, og vera auk þess í forystusveit í jeppa- deildinni eins og aðrir Land Rov- er-bílar,“ sagði hinn hæverski yf- irmaður Land Rover, Matthew Taylor. Range Stormer verður frumsýndur í Detroit. Nýr jeppi frá Land Rover

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.