Morgunblaðið - 10.12.2003, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 10.12.2003, Blaðsíða 6
6 B MIÐVIKUDAGUR 10. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ bílar MIKIL umbreyting hefur orðið á allri Mégane-línunni hjá Renault. Hver nýi bíllinn á fætur öðrum hefur verið kynntur og nú er röðin komin að annarri kynslóð fjölnotabílsins vinsæla, Scénic. Scénic II, en svo heitir bíllinn, er hluti af nýju Még- ane-línunni frá Renault en þar trónir fremstur hlaðbakurinn sem var val- inn bíll ársins í Evrópu 2003. Nú hef- ur Renault Scénic að auki bætt á sig titlinum öruggasti bíllinn í sínum flokki, samkvæmt árekstrarprófun Euro NCAP. Þrátt fyrir að vera á síðasta ári í framleiðslu var Scénic mest seldi bíllinn í sínum flokki í Evrópu með 25,9% markaðshlutdeild, sem segir allt sem segja þarf um yfirburði Renault í þessum flokki bíla. Það sem breytist með nýrri kyn- slóð er að Scénic er núna boðinn í tveimur gerðum, þ.e.a.s. fimm sæta og sjö sæta, þar sem hann keppir auðvitað við bíla eins og VW Touran og Opel Zafira. 10 cm meira hjólhaf Útlitsbreytingin er líka mikil. Horfin eru ávölu formin sem gerðu Scénic líkastan risavöxnum vatns- dropa. Nú hefur hann fengið útlits- svip frá hlaðbaknum, sem vakti gríð- arlega athygli þegar hann kom á markað snemma á þessu ári fyrir byltingarkennt útlit. Allar línur eru orðnar skarpari og um leið nútíma- legri og jafnframt er bíllinn 8 cm lengri en forverinn. Hjólhafið hefur aukist um 10 cm sem leiðir til bættra aksturseiginleika og meira innan- rýmis en áður. Scénic er boðinn í tveimur bún- aðarútfærslum, þ.e.a.s. Authentic Comfort og Dynamique. Prófaður var Scénic með 1,6 lítra bensínvél, 115 hestafla, í Authentic-útgáfu. Framsætin eru með hæðarstillingu og ökumaður finnur sig strax undir stýri. Sætin styðja vel við bakið og eru um leið þægileg. Gírstöngin er í mælaborðinu sem er ákaflega þægi- leg staðsetning því hún leikur í höndum ökumanns. Stutt er á milli gíra og skiptingin er liðug og ratvís. Athygli vekur líka að engin hefð- bundin handbremsustöng er í bíln- um því handbremsan er rafstýrð og sjálfvirk. Eins og í flestum öðrum Renault-bílum er komið lykilkort í stað hefðbundins lykils og bíllinn ræstur með því að stinga því í þar til gerða rauf og þrýsta á Start-hnapp- inn. Hægt er að fá lykilkortið með skynjara þannig að bíllinn opnast sjálfkrafa þegar ökumaður nálgast hann með kortið í vasanum. 1,6 l vélin í það minnsta Það finnst strax í reynsluakstri að hér er á ferðinni betri bíll. Veggripið er meira og bíllinn er líka betur ein- angraður, bæði frá vegi og vél. Vélin er 1,6 lítra og skilar að hámarki 115 hestöflum. Þetta er ekkert orkubúnt en dugar bílnum engu að síður þokkalega. Spurning er þó hvort hún dugi bílnum þegar hann er fullhlað- inn og jafnvel með aftaníkerru eða toppgrind fulla af farangri. Scénic er með stýri með rafmótor, eins og svo margir nýir smábílar og millistærðarbílar. Þetta er búnaður sem dregur úr bensíneyðslu en gerir stýrið jafnframt loðnara í svörun. Bíllinn er léttur í stýri í öllu skaki innanbæjar en þyngist strax og hraða er náð. Kosturinn við bíla af þessari gerð, þ.e.a.s. fjölnotabíla, er hið þægilega inn- og útstig, fyrir utan fjölbreytta notkunarmöguleika. Það þarf ekkert að bogra þegar farið er inn í bílinn – það er sest inn í hann, ekki niður í hann. Sætastaðan er sömuleiðis hærri en í hefðbundnum fólksbílum sem leiðir til betri yfirsýnar út á veg- inn og þægilegri stöðu í langkeyrslu. Menn þreytast síður undir stýri þeg- ar sætastaðan er þetta há. Smáhólf og stærri hólf Innréttingarnar eru breyttar í nýjum Scénic en eins og áður er áhersla lögð á margar og notadrjúg- ar hirslur. Á milli framsætanna er t.a.m. 15 lítra hirsla sem er færan- leg. Hanskahólfið tekur síðan 17 lítra og undir framsætunum eru geymsluskúffur. Samtals taka öll litlu geymsluhólfin inni í bílnum 91 lítra, og geri aðrir betur. Aftursætin eru á sleða og hægt að renna þeim fram eða aftur eftir þörfum en einnig er einfalt að kippa þeim út úr bílnum ef þörf er á enn meira flutningsrými. Keppinautarnir eru allmargir orðnir í þessum flokki bíla. Þarna eru bílar eins og VW Touran, Opel Zafira, Peugeot 307 SW, Ford C- Max og Toyota Corolla Verso, svo fáeinir séu nefndir. Renault getur vel við unað í verðsamkeppninni því bíllinn kostar í grunngerðinni, Auth- entic Comfort 2.140.000 kr. Í Dyn- amique-útfærslunni, þar sem við ríkulegan staðalbúnað bætist að auki sportinnrétting, leðurklætt stýri og gírhnúður, samlitir hliðar- speglar, 16" álfelgur og fleira, kostar hann hins vegar 2.240.000 kr. Með nýjum Scénic hefur Renault tekist að halda öllum þeim kostum fjölnotabílsins sem einkenndu fyrstu kynslóð bílsins en jafnframt bæta út- litið í takt við aðra bíla í Mégane- línunni og bæta auk þess aksturseig- inleikana til muna. Renault hefur því enn á ný skipað sér til hásætis í flokki fjölnotabíla. Nýr Scénic – laglegri og betri í akstri Útlit bílsins er gerbreytt og hann orðinn 8 cm lengri en áður. Borð eru aftan á framsætisbökunum. Snyrtileg hönnun að innan og gírstöngin í miðju mælaborðinu. Farangursrýmið er mikið og stækkanlegt með því að fella niður aftursætisbök eða fjarlægja sæti. Vél: Fjórir strokkar, 1.598 rúmsentimetrar, VVT (breytilegur opnunartími ventla). Afl: 115 hestöfl við 6.000 snúninga á mínútu. Tog: 152 Nm við 4.200 snúninga á mínútu. Hröðun: 12,5 sekúndur úr kyrrstöðu 100 km/klst. Hámarkshraði: 185 km/klst. Gírkassi: 5 gíra handskiptur. Lengd: 4.259 mm. Breidd: 1.805 mm. Hæð: 1.620 mm. Eigin þyngd: 1.315 kg. Veghæð: 130 mm. Eyðsla: 9,3 l innanbæjar, 7,2 í blönduðum akstri. Hemlar: Diskar, ABS og EBD. Farangursrými: : 430l/1.840 l. Verð: 2.140.000 kr. Umboð: B&L hf. Renault Scénic 1,6 Authentic Comfort gugu@mbl.is REYNSLUAKSTUR Renault Scénic 1,6 Guðjón Guðmundsson Morgunblaðið/Þorkell Hægt er að opna afturrúðuna sjálfstætt og óháð hleranum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.