Morgunblaðið - 10.12.2003, Blaðsíða 12
Aukin sala á
mótorhjólum
ÞAÐ sem af er árinu, eða öllu
heldur fram til 7. desember,
höfðu selst 2.745 bifhjól á
landinu öllu.
Þar af höfðu 1.588 þeirra
selst á höfuðborgarsvæðinu,
203 á Suðurnesjum, 130 á
Vesturlandi, 69 á Vest-
fjörðum, 88 á Norðurlandi
vestra, 222 á Norðurlandi
eystra, 100 á Austurlandi og
265 á Suðurlandi. Það sem
af er árinu hafa selst tæp-
lega 160 fleiri hjól en á öllu
árinu í fyrra.
12 B MIÐVIKUDAGUR 10. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ
bílar
HONUM gekk ekki sem best síð-
astliðið sumar á einhverju aflmesta
götuhjóli landsins, Suzuki Haya-
busa, og segir hann ástæðuna þá að
hann hafi aðeins haft eina gerð af
keppnisdekkjum sem virkuðu ekki
vel í bleytu og auk þess var kúp-
lingin ekki rétt sett upp. En hann
ætlar sér stóra hluti næsta sumar
og hefur í því skyni breytt hjólinu á
ýmsa lund og ætlar sér meðal ann-
ars að setja í það nítró-kerfi sem
hækkar hestaflatöluna úr 182 í yfir
300.
Hjólið er 2001 árgerð og fékk
Viðar það í sínar hendur í júní það
ár. Það er búið að breyta í hjólinu
loftsíuboxinu og það er komin önn-
ur sía í það, annar heili og svo er
búið að létta það um 12,5 kg.
„Pústinu var skipt út og sett í
hana púst úr títaníum, sem er mun
léttara efni. Við það léttist hjólið
um 11 kg. Pústið kostaði 1.330 doll-
ara í Bandaríkjunum. Hingað kom-
ið hefur það lagt sig á nálægt
200.000 krónum,“ segir Viðar.
Hann segir að einnig hafi heddið
hafa verið portað. „Ég á í hjólið
100 hestafla nítró-kit sem ég ætla
að setja í það. Þá verður það rúm
300 hestöfl út í hjól, en núna er það
182 hestöfl.“ Þá er verið að tala um
hrein hestöfl áður en tillit er tekið
til loftþjöppukerfisins, sem virkar
þannig að vélin tekur inn á sig
meira loft eftir því sem hraðinn
eykst. Hjólið er því líklega að skila
nálægt 200 hestöflum út í hjól þeg-
ar það er komið á ferð.
Hjólið er líklega aflmesta götu-
hjólið á Íslandi í dag þótt eitt ann-
að hjól sé reyndar 5 hestöflum
kraftmeira, en það togar ekki jafn-
mikið og Súkkan hans Viðars. Tog-
ið var mælt í bekk og reyndist vera
144 Nm en hitt hjólið togar 136
Nm.
Hjólið vegur ekki nema 194 kg
og það verða því rúmlega 1,54 hest-
öfl til að knýja hvert kg af hreinum
málmi, en tæplega 1,10 hestöfl ef
reiknað er með 80 kg þungum öku-
manni.
Viðar segir að hjólið sé u.þ.b. 17
sekúndur að ná 300 km hraða eins
og það er í dag. Hann hefur komist
hraðast á 246 km hraða á 9,6 sek-
úndum, „en ég náði ekki að bakka
það upp vegna þess að það kvikn-
aði í rafkerfinu,“ segir Viðar.
Súkkan er undir tveimur sekúnd-
um í hundraðið.
Viðar notar hjólið dags daglega
og hefur nú þegar keyrt það 30.600
km frá því hann fékk það.
Verður á 300 hestafla
hjóli næsta sumar
Dýrasta púströr landsins? Gert úr títaníum-málmi og kostaði um 200.000 kr.
Það fer lítið fyrir nítró-kittinu en það gefur
samt auka 118 hestöfl.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Viðar við Súkkuna sem verður langaflmesta mótorhjól landsins.
Viðar Finnsson er einhver
magnaðasti mótorhjólamaður
landsins og er á kafi í Kvart-
míluklúbbnum. Hann er að
undirbúa Suzuki Hayabusa-
götuhjól sitt fyrir kvartmíluna
næsta sumar. Í undirbún-
ingnum felst meðal annars
það að bæta við nítró-kerfi
sem eykur hestaflafjöldann úr
182 í 300.
MITSUBISHI Motors Corporation og
Mitsubishi Motors North America
Inc. frumsýna á heimsvísu hinn nýja
hugmyndabíl Eclipse Concept-E á
bandarísku bílasýningunni í Detroit
2004, sem haldin verður 4. til 19.
janúar 2004 í Cobo-miðstöðinni í
Detroit í Michigan.
Eclipse var fyrst kynntur í Banda-
ríkjunum árið 1989. Sama ár hlaut
bíllinn „Industrial Design Excellence
Award“ frá Iðnhönnunarsamtökum
Bandaríkjanna. Þrjár kynslóðir
Eclipse hafa síðan öðlast almennar
vinsældir fyrir nútímalega hönnun
sína og heillandi aksturseiginleika.
Nú er stigið einu skrefi lengra
með hugmyndabílinn Eclipse Conc-
ept-E 2004. Tengslin við forfeðurna
í Eclipse-línunni eru ótvíræð og
framsækin hönnunin byggist á hefð-
um Mitsubishi Motors á sviði bíla-
íþrótta.
Mitsubishi
frumsýnir
Eclipse
Concept-E
Ef marka má teikninguna má búast við kraftalegum en litlum sportbíl.
Hugmyndabíll byggður á Mitsubishi Eclipse verður sýndur í Detroit.
TOYOTA Yaris hefur verið í hópi
söluhæstu bíla hér á landi alveg frá
því hann kom fyrst á markað seint á
síðustu öld. Bíllinn hefur verið fram-
leiddur í nánast óbreyttri mynd síðan
hann kom á markað en nú er ráðgert
að kynna splunkunýjan Yaris til sög-
unnar, en þó ekki fyrr en á næsta ári
og salan hefst þá ekki fyrr en 2005.
Fyrstu myndir hafa birst af nýja bíln-
um og þær bera með sér að Toyota
fylgir tilhneigingum bílaframleiðenda
til að gera bílana hærri og meira í lag-
inu eins og fjölnotabíla. Myndirnar
sýna líka að Yaris fær ekki síður svip
af nýjum Avensis. Yaris keppir auð-
vitað við bíla eins og VW Polo, Honda
Jazz og Nissan Micra. Hann mun fá
enn meira úrval af vélum og meiri
fjölbreytileika í innréttingum en áður.
Fimm dyra bíllinn er engu að síður
fremur hefðbundinn á að líta en sagt
er að hönnuðum Toyota hafi verið
gefinn laus taumurinn þegar þeir
teiknuðu þrennra dyra bílinn, sem
verður sportlegri og með rennihurð á
annarri hliðinni til þess að bæta að-
gengi að aftursætunum.
Eins og myndin sýnir breytist Yaris umtalsvert í útliti.
Nýr Yaris 2005