Morgunblaðið - 10.12.2003, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. DESEMBER 2003 B 3
bílar
FORD er sem kunnugt er 100 ára
á þessu ári. Önnur stór tímamót
eru í sögu fyrirtækisins því það
hefur nýlega framleitt 300 millj-
ónasta bílinn. Tímamótabíllinn er
rauður Ford Mustang. Við hátíð-
arathöfn í Dearborn í Michigan ók
Bill Ford, stjórnarformaður fyrir-
tæksins og afabarn stofnandans,
Henry Fords, 300 milljónasta bíln-
um fyrsta spottann frá færiband-
inu. Aðrir tímamótabílar í sögu
Ford er 20 milljónasti bíllinn, sem
var framleiddur árið 1931, 50 millj-
ónasti bíllinn árið 1959, 100 millj-
ónasti bíllinn 1977 og 250 millj-
ónasti bíllinn árið 1996.
Ford Motor Company hefur ver-
ið næststærsti bílaframleiðandi
heims og hjá fyrirtækinu starfa um
335.000 manns í yfir 200 löndum í
sex heimsálfum og í yfir 100 verk-
smiðjum í 25 löndum. Bílamerki
undir regnhlíf Ford eru Aston
Martin, Ford, Jaguar, Land Rover,
Lincoln, Mazda, Mercury og Volvo.
Bílatengdur rekstur er m.a. Ford
Credit og Hertz-bílaleigan.
Mest seldu bílar Ford í gegnum
tíðina eru Módel T og F-pallbíla-
línan. Módel T var framleitt í yfir
15 milljón eintökum á árunum 1908
til 1927. Mest framleiddi bíll í
heimi er Ford F-pallbílalínan, sem
hefur verið framleidd í yfir 29
milljónum eintaka.
300 millj-
ónasti
bíll Ford
Wieck
Bill Ford, stjórnarformaður Ford, við 300 milljónasta bíl fyrirtækisins, rauðan
Ford Mustang GT blæjubíl.
NÝR smábíll er í þróun hjá Merc-
edes Benz sem á að kallast B-
línan. Bíllinn verður líklega sýndur
sem hugmyndabíll á bílasýningum
á næsta ári. Hann á síðan að koma
á markað 2005 og verður svipaður
að stærð og Ford Focus og á að
etja kappi við m.a. BMW 1-línuna og
væntanlegan Volvo V50-langbak.
Nýlega birtu bresk bílablöð
fyrstu myndir af bílnum sem náð-
ust þar sem verið var að prófa
hann. Hann verður lítið eitt stærri
en A-bíllinn en minni en C-bíllinn.
Að innan verður bíllinn með fjöl-
breytilegri innréttingu, m.a. sætum
sem hægt er að stilla á mismun-
andi vegu og taka út úr bílnum.
Þannig verða allt frá einu og upp í
fimm sæti í bílnum eftir þörfum og
óskum. Hann verður byggður á
sama undirvagni og A-bíllinn, sem
þýðir tvöfalt samlokugólf, og hann
á að leysa af hólmi Vaneo. Í boði
verða 1,5, 1,7, 2,0 og 2,0 lítrat-
úrbó-bensínvélar og 1,6, 1,8 og 2,0
lítra samrásardísilvélar. Búist er
við að bíllinn verði jafnframt boð-
inn jafnt í framdrifs- sem aldrifs-
útgáfu.
B-bíll Merc-
edes Benz
ÞAÐ eru ekki allir sem gera sér
grein fyrir því að mest seldi bíll í heimi
er pallbíll - helsta farartæki með-
almannsins í Bandaríkjunum. Annars
lítur listinn yfir 10 mest seldu bílana
svona út:
1. Ford F-línan 925.791.
2. Ford Focus 882.340.
3. Peugeot 206 832.300.
4. Chevrolet Silverado 717.380.
5. Renault Clio 682.029.
6. Volkswagen Golf 644.047.
7. Toyota Camry 604.443.
8. Honda Accord 549.760.
9. Peugeot 307 544.000.
10. Ford Explorer 482.419.
Mest seldu bílar
í heimi árið 2002
EVRÓPUGERÐIN af Toyota
Avensis er vinsæl, bæði í Jap-
an og Evrópu. Í Noregi er bið-
listi eftir Avensis í allt að hálft
ár. Bíllinn er framleiddur á Eng-
landi og hófst innflutningur til
Japans 6. október sl. Þar er
eftirspurnin meiri en búist
hafði verið við. Reiknað hafði
verið með sölu á 2.000 bílum á
ári en nú þegar hafa borist
pantanir á 4.500 bílum. Selst
hafa 95.000 Avensis í Evrópu
á tímabilinu janúar til október,
sem er 30% aukning miðað við
sama tíma í fyrra þegar eldri
bíllinn var í boði.
Vinsæll Avensis