Morgunblaðið - 10.12.2003, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 10.12.2003, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. DESEMBER 2003 B 5 bílar „Pabbi, er Ferrari ekki svona rauður bíll með hest?“ „Jú,“ sagði pabbinn, hreykinn af syninum. „Passar. Ég held að ég hafi séð einn svoleiðis í morgun.“ Rauður Ferrari með hest? KEPPINAUTAR Peugeot hafa ástæðu til að fylgjast grannt með þegar nýr 407 kemur á markað næsta sumar. Þessi nýi bíll, sem leysir núverandi 406 af hólmi, er gerbreyttur og með mjög spennandi og sportlegu útliti. Í fyrstu virðist eins og hér sé á ferðinni mun stærri bíll í dýrari flokki. Framendinn vekur strax mikla athygli því Peugeot hef- ur farið þá leið að sameina vélarhlíf- ina og loftinntak þannig að fyrir neð- an ljónsmerkið fræga kemur stærðar loftinntak eins og á alvöru sportbíl- um, og fær jafnvel svip af eð- alsportvögnum eins og Ferrari, Maserati eða Porsche. Peugeot hefur sent frá sér fyrstu myndirnar af bílnum, og þar með líka langbaknum, sem fær heitið SW eins og 307-bíllinn. Bíllinn er líka ger- breyttur að innan frá 406-bílnum. Mest áberandi er miðjustokkurinn og nútímalegt, þríarma stýrið sem skreytt er álplötum. Mælarnir eru sömuleiðis með álhringjum. Stallbak- urinn er 4,67 cm á lengd og þar með 7,6 cm lengri en núverandi 406. Þá er breiddin nú 1,81 cm í stað 1,76 cm áður og bíllinn er tæpum 5 cm hærri. Þá er hjólhafið nú 2,5 cm meira, alls 272,5 cm. En þótt 407 sé stærri á alla kanta en 406 er hann samt ekki stærstur í sínum flokki. Ford Mondeo er 4,80 cm og er hann stærstur í þessum flokki. Sömu vélar verða í boði og í 406, þ.e.a.s. 1,8 l, 117 hestafla vél, 2,0 l, 137 hestafla, 2,2 lítra, 160 hestafla og 3,0 lítra, V6 vél, 210 hestafla. Eina nýjungin er 1,6 lítra dísilvél sem skilar 110 hestöflum og 240 Nm togi. Auk þess verður hann í boði með nýrri 2,0 lítra dísilvél, 137 hestafla og 320 Nm. Með þessum vélum verður boðið upp á fimm og sex gíra handskipta gírkassa og tvær gerðir sjálfskiptinga, fimm og sex þrepa. Alls óvíst er ennþá með verð á nýja bílnum en hann verður í boði í þremur búnaðarútfærslum, þ.e. Comfort, Sport og Executive. Framendinn og stórt loftinntakið minnir á ekta sportbíla. Fyrstu myndir af Peugeot 407 Afturhluti bílsins er ekki jafn drama- tískur og framendinn. Öllu hefur verið umbylt að innan.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.