Morgunblaðið - 10.12.2003, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 10.12.2003, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. DESEMBER 2003 B 11 formúla 1 VIÐRÆÐUR um endurnýjun og framleng- ingu samnings Ralfs munu komnar í strand og illt blóð vera hlaupið í þær. Heimildarmenn í herbúðum Williams segja ágreininginn fyrst og fremst standa um kjarakröfur Ralfs Schumacher; hann vilji a.m.k. 15 milljónir dollara á ári, tæplega 1,2 milljarða, fyrir að framlengja samninginn en Williams setji hámarkið við 9 milljónir doll- ara. Ralf staðfesti með semingi um helgina – er hann sótti vetrarhátíð BMW í Seefeld í Aust- urríki – að viðræður við Williams hefðu geng- ið illa og samningar hefðu ekki tekist. Um- boðsmaður hans, Willi Weber, segir að hann muni íhuga aðra kosti takist ekki samningar við Williams. „Þetta eru innanbúðarmál sem ég get ekki tjáð mig um. Ég er ekki með öllu sáttur og þess vegna eiga viðræður sér enn stað. Þetta snýst ekki um peninga en það eru nokkur at- riði sem þurfa úrlausnar við,“ sagði Ralf. Weber, sem er umboðsmaður Schumacher- bræðranna, var hins vegar opinskárri og sagði eitt ágreiningsefnanna í samningavið- ræðunum vera hversu marga einkasamninga Ralf gæti átt héldi hann áfram að keppa fyrir Williams. Hann reyndi þó að gera lítið úr ágrein- ingnum en bent er á að samningaþref hans og forsvarsmanna Williams hafi nú staðið meira en háflt ár sem ekki geti talist eðlilegt. „Við erum að ræða um fimm samninga milli okkar og Williams og hver þeirra er upp á um 100 síður. Við erum ekki undir neinum þrýstingi. Ralf er í hópi fremstu ökuþóra og honum byðust önnur störf. Bjóðist ekki rétt kjör hjá Williams þá skrifum við einfaldlega ekki undir samning,“ segir Weber. Frank Williams leiður á þráteflinu Ýta ummæli af þessu tagi undir orðróm þess efnis að Ralf Schumacher kunni að vera á útleið úr Williams-liðinu. Þó hefur verið tal- ið að brottför Montoya og löngun mótorfram- leiðandans BMW til að hafa þýskan ökuþór í liðinu yrði til þess að greiða fyrir samn- ingum. Frank Williams, aðaleigandi Williams-liðs- ins, er sagður orðinn leiður á þráteflinu og stöðugum seinkunum. Mun þolinmæði hans á þrotum, að því er þýska blaðið Bild hefur eft- ir háttsettum manni innan Williams-liðsins. Verulega munar á því hvað Williams býður í kaup og þess sem Ralf krefst. „Takmark mitt fyrir árið 2005 er auðvitað að ná betri samningi en núgildandi. Ég er ánægður hjá Williams en það eru fleiri öflug lið til,“ segir Ralf við Bild. Að Jacques Villeneuve burt gengnum er talið að Ralf Schumacher sé best launaði ökuþórinn í Formúlu-1, að bróður hans frá- töldum. Þá mun mikill munur á kaup- greiðslum Williams til þeirra Montoya hafa átt sinn þátt í að Montoya hefur ákveðið að framlengja ekki samning sinn við Williams – sem Frank mun þó hafa verið áfram um að gera – og fara heldur til McLaren. Hver niðurstaðan verður á eftir að koma í ljós en Frank Williams er ekkert lamb að leika við þegar launagreiðslur eru annars vegar. Það gætu nokkrir ökuþórar staðfest sem freistað hafa kauphækkunar hjá Will- iams eftir að hafa slegið í gegn og sigrað, jafnvel orðið heimsmeistarar eins og Nigel Mansell og Damon Hill. Spurningin er því hvort um alveg nýja ökuþóraskipan verði að ræða hjá Williams eftir næstu vertíð. Altént mun Ralf Schu- macher reiðubúinn að freista gæfunnar hjá öðrum liðum, s.s. bæði Toyota og jafnvel Ferrari en hjá báðum er ófrágengið hver ek- ur a.m.k. öðrum bíla þeirra 2005. Williams og Ralf Schumacher bítast um nýjan samning Reuters Ralf Schumacher býr sig undir æfingaakstur á Jerez-brautinni á Spáni 3. desember sl. Williams-liðið á fyrir höndum erfiðar stundir ætli það sér að telja Ralf Schu- macher á að framlengja samning sinn við liðið árið 2005 en það ár fer hinn ökuþór þess, Juan Pablo Montoya, frá liðinu til keppinautanna hjá McLaren. Ágúst Ásgeirsson segir hér frá þrá- tefli sem komið er upp milli Schu- machers og Franks Williams, eiganda Williams-liðsins. DESEMBERTILBOÐ - 15% AFSLÁTTUR út desember á hágæ›arafgeymum fyrir flestar ger›ir bifrei›a. Frí ísetning og þriggja ára ábyrgð. www.toyota.is ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S T O Y 19 78 5 1 2/ 20 02

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.