Morgunblaðið - 10.12.2003, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. DESEMBER 2003 B 7
bílar
SAAB 9-2X er bíllinn sem á að
treysta Saab í sessi í Bandaríkjunum
og Kanada. Að framan er um rótgró-
inn Saab að ræða en margur gæti
haldið að þetta væri Subaru þegar
horft er aftan á bílinn. Það er líka
systurfyrirtækið Fuji Heavy Ind-
ustries, betur þekkt sem Subaru,
sem mun framleiða þennan litla
Saab, en eingöngu fyrir Bandaríkja-
og Kanadamarkað, fyrst um sinn að
minnsta kosti. Augljóst virðist á öllu
að bíllinn er að miklu leyti byggður á
nýjum Subaru Impreza langbak en að
framan er hann með öðrum lugtum
og öðru grilli og að innan er önnur
innrétting sem gerir hann Saab-
legan.
X-ið í nafni Saab 9-2X stendur fyr-
ir sítengt fjórhjóladrif og það er komið
beint úr hillum Subaru. Saab vonast
til þess að höfða til yngri bílkaupenda
með nýja bílnum og lofar því að bíllinn
verði á hagstæðu verði. Grunnverð á
honum verður um 25.000 dollarar,
eða rúmar 1,8 milljónir ÍSK, miðað við
núverandi gengi. Markaðsrannsóknir
Saab sýna að 40% markhóps þeirra
sækjast eftir bíl með sítengdu aldrifi.
Nýi bíllinn verður markaðssettur í
tveimur búnaðarútfærslum, þ.e.a.s.
Linear og Aero og verður boðinn með
tveimur mismunandi boxermótorum;
2,5 lítra, 165 hestafla og 2,0 lítra
með forþjöppu sem skilar 227 hest-
öflum. Linear-bíllinn verður með togi
upp á 225 Newtonmetra við 4.000
snúninga á mínútu en Aero-bíllinn
294 Newtonmetrum á sama snún-
ingssviði, ekki ólíkt Subaru Impreza
WRX.
Saab 9-2X verður með sjálfstæða
fjöðrun á öllum hjólum, diskabremsur
á öllum og fjögurra rása ABS-
hemlakerfi með fjórum skynjurum.
Hann er 4,46 metrar á lengd og hjól-
hafið er 2,52 metrar og vegur 1.400
kg. Hann kemur á markað í Norður-
Ameríku sumarið 2004.
Ekki nýr Subaru heldur Saab 9-2X
Afturendanum svipar mjög til Impreza.
Framendinn er á hinn bóginn með Saab-einkennum.
VOLVO V50 langbakurinn, sem
leysir V40 af hólmi á næsta ári, var
frumsýndur um síðustu helgi á bíla-
sýningunni í Bologna á Ítalíu. V50 er
ekki eingöngu laglegur bíll heldur
einnig afar mikilvægur fyrir Volvo. Í
marga áratugi hafa langbakar verið
helsta sérgrein Volvo og sem dæmi
má nefna að í Danmörku er gert ráð
fyrir að V50 verði um 70% af sam-
anlagðri sölunni á S40 stallbaknum
og V50 langbaknum. Þótt langbak-
urinn hafi hærra númer en stallbak-
urinn eru þetta engu að síður í
grundvallaratriðum sömu bílarnir.
Stærð undirvagnsins er hin sama og
innréttingar og vélar eru þær sömu.
Bílarnir eru líka báðir framleiddir í
Ghent í Belgíu.
En það segir sig sjálft að yfirbygg-
ingarnar eru ólíkar. Langbakurinn
er t.a.m. fimm cm lengri en stallbak-
urinn. Einn af veiku punktum stall-
baksins er lítil lofthæð í aftursætum
en yfir því verður vart hægt að
kvarta í langbaknum. Farangurs-
rýmið verður 417 lítrar, aðeins fjór-
um lítrum meira en í V40, en það er
sagt nýtast mun betur vegna lögun-
ar þess.
Hægt er að leggja aftursætisbökin
niður þannig að það myndast sléttur
gólfflötur, en þó verður fyrst að fjar-
lægja hnakkapúðana af aftursætun-
um.
Bíllinn verður að öllum líkindum
kynntur næsta sumar hérlendis.
Ódýrasta gerðin verður með 1,6 lítra
bensínvél, en dýrasta gerðin með
fimm strokka bensínvél með for-
þjöppu og fjórhjóladrifinn. Að auki
verður bíllinn fáanlegur með tveim-
ur fjögurra strokka bensínvélum,
100 og 125 hestafla. Fimm strokka
vélarnar verða þrjár, 140, 170 og 220
hestafla og tvær dísilvélar verða í
boði, fjögurra strokka, 110 og 136
hestafla.
Hefðbundið útlit langbaksins að aftan. V50-langbakurinn var kynntur á Ítalíu.
V50 frum-
sýndur í
Bologna
Eins og sjá má er hægt að koma
ýmsu fyrir í bílnum.
Moggabúðin
Íþróttataska, aðeins 2.400 kr.
RSH.is
Dalvegi 16b • 201 Kópavogur
Sími 544 5570 • Fax 544 5573
www.rsh.is • rsh@rsh.is
Pro-Clip
VERSLUN • VERKSTÆ‹I
Radíófljónusta Sigga Har›ar
Vanda›ar festingar fyrir
öll tæki í alla bíla.
Festingar sérsni›nar fyrir flinn bíl.
Engin göt í mælabor›i›.
w
w
w
.d
e
si
g
n
.is
©
2
0
0
3
Kauptu næsta bílinn þinn
beint frá Kanada
www.natcars.com
EINSTAKUR EÐALVAGN
Skráður 06/01, ekinn 102 þús. km,
sjálfskiptur, hlaðinn aukahlutum. Verð 6.230.000 kr.
Ingvar Helgason hf. · Sími 525 8000 · Sævarhöfða 2 ih@ih.is www.ih.is · opið virka daga kl. 9-18
notaðir bílarIngvarHelgason
BMW X5 4.4i