Vísir - 07.01.1981, Side 1

Vísir - 07.01.1981, Side 1
Miðvikudagur 7. janúar 1981, 5. tbl. 71. árg. Ýmsar hugmyndir um orkusparnaö: DREGH ÚR LÝSINGU GÚTUM OG RÚBAGLUGGUIH? Ýmsar hugmyndir hafa verið á lofti að undan- förnu varðandi orku- sparnað í landinu, og er ýmislegt til athugunar sem stendur þar að lút- andi. Meðal annars hefur komið upp hugmynd um að minnka götulýsingar og lýsingar í verslunar- gluggum, svo og spennu- lækkun. Þá hefur heyrst að ýmsar aðrar skömmt- unaraðgerðir séu til um- ræðu. „Þetta er ekkert óalgengt er- lendis”, sagöi Eirikur Briem forstjóri Landsvikjunar, þegar Visir spuröi hann um umræddar orkusparnaöarhugmyndir. „Þessar ráöstafanir hafa ekki mikiö aö segja varöandi orku- sparnað, en það hefur aftur mikiðaðsegja sálfræðilega, þ.e. til að fá fólk til aö spara. Ég vil hins vegar leggja rika áherslu á.aö um þetta hefur ekki verið tekin nein ákvöröun og það verður ekki sparað viö al- menning fyrr en i siöustu lög’.’. Ekki kvaðst Eirikir vilja tjá sig um, hvaöan umrædd hug- mynd væri komin, þvi margir legiöu hönd á plóginn við til- lögugerð um orkusparnaö. Hins vegar heföi veriö rætt, bæöi hjá Landsvirkjun og i Iönaöarráöu- neytinu, hvort slikar aðgeröir hjálpuöu eitthvað, ef i harö- bakkann slægi. Fundur verður haldinn i stjórn Landsvirkjunar á morg- un, þar sem umræddar hug- mundir og fleiri til orkusparn- aðar veröa ræddar nánar. — JSS 1 þiöunni i morgun töldu ýmsir ökumenn tima til aö aka greiðara eftir snjóþyngsli á vegum undanfarna daga. Þeir þeystu þvf i vatnselginn með þeim afieiöingum, aö bflarnir blautir og hikstandi komust vart lengra. Varkárariökumenn komust þvi hvergi fyrir biium, er stóöu bil- aöir i miöjum vatnselgnum. t morgun unnu menn á vegum borgarinnar við hreinsanir á niöurföllum, svo aö fljótiega má búast viö, aö vatnseig- ur tefji ekki umferð. AS/Visismynd: B.G. 3°/o hærri laun ef ákvörðun Dlngfararkaupsnefndar hefði staðið óbreytt Laun alþingismanna á þessu ári verða 3% lægri en þau hefðu orðið, ef ákvöröun þingfarar- kaupsnefndar frá þvi i sumar, hefði staðið óbreytt. Ef þingmenn hefðu sjálfir á- kveðið laun sin eins og gert hefur verið fram að þessu, hefði þing- fararkaupið i ár verið 148.382 nkr., en samkvæmt ákvörðun Kjaradóms verður það 144.000. __________________—P.M. Svarar tilboðl ríklsins f dag I gær störfuöu undirnefndir samninganefnda rikisverksmiðj- anna i húsnæði sáttasemjara að mati á tillögu þeirri er Vinnu- málanefnd rikisins lagði fram i kjaradeilunni. 1 þeirri tillögu er Grundar- tangasamningurinn boðinn i á- föngum á árinu og gert er ráð fyrir 11% hækkun launa. Hafa deiluaðilar verið boðaðir til fund- ar hjá rikissáttasemjara kl. 2 i dag og mun samninganefnd starfsfólksins þá svara tilboðinu. Náist ekki samkomulag fyrir 12. þ.m. kemur til verkl'alla i rikis- verksmiðjunum þrem. —JSS Gæiur tll eigenda Deildártunguhvers ákveðnar: FA 532 MILLJÖNIR G-KRÖNA FYRIR HEITRVATNSRÉTTINN 10 ár þar á eftir, samkvæmt þeim upplýsingum sem Visir aflaði sér. Reiknað var með, að sú tala næmi hátt i 900 milljónum g.króna, en iðnaðarráðuneytið mun hafa boðib 250 milljónir fyrir sama timabil og 12,5 mill- jónir i leigu á ári. — SG Nefnd, sem falið var aö ákvaröa bætur til eigenda Deildartunguhvers vegna eign- arnáms iönaðarráðuneytisins, hefur lokið störfum. Var niður- staöa nefndarinnar sú, aö hæfi- legar bætur til eigenda væru 532 milljónir g.króna. Vísri tókst ekki að ná tali af Agli Sigurgeirssyni hrl. i morg- un, en hann er formaður mats- nefndarinnar. Jóhannes Zoffga hitaveitustjóri, sem var einn nefndarmanna, sagöi i viðtali við blaðið, að nefndin hefði lokið störfum milli jóla og nýárs. Slitnað hefði uppúr samninga- viðræðum eigenda hversins og Akraneskaupstaðar i april 1979 og iðnaðarráðuneytið tekið hverinn eignarnámi i mai það ár. Eignarnámið er tilkomið vegna hitaveitu fyrir Akranes og Borgarfjörö, sem á að fá heitt vatn úr hvernum. Eigend- ur jaröhitaréttindanna vildu leigja út hitaréttinn og var rætt um að þeir vildu fá 18 milljónir fyrstu 10 árin, en siöan 15% af þeim hagnaði, sem hitaveitan skilaði umfram oliuverð næstu

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.