Vísir - 07.01.1981, Blaðsíða 2

Vísir - 07.01.1981, Blaðsíða 2
2 Miövikudagur 7. janúar 1981 sandkom Þaö er greinilegt aö Gervasoni má vara sig á vinum sinum Danirnir frægu Fréttaritari Þjáövilj- ans i Kaupmannahöfn segir aö frægir Danir hafi gengiö til liös viö Gerva- soni hinn franska og ætli aöstyöja hann og styrkja. Birt eru nokkur nöfn úr höpi þessara frægu Dana og má segja aö ekki eigi af Gervasoni aö ganga. Flestir þessara Dana eru nefnilega frægir aö en- demum. Hý|a mynlin Þaö hefur veriö skemmtilegt aö, fylgjast meö þvi hvaö mynt- breytingin hefur gengiö fijótt og vel. En auövitaö heyrir maöur af ymsum spaugilegum atvikum og tiisvörum. A Akureyri baö maöur nokkur um bensin fyrir eitt hundraö krönur. Bensfnsaiinn tvisté vand- ræöaiegur smástund en spuröi siöan: — Eru þaö nýjar eöa gamlar krönur? Kona ein var stödd i verslun og var bara meö gamlar krönur I höndun- um. Afgreiöslustúlkan lagöi saman verö á þeim vörum sem konan haföi keypt og tilkynnti siöan: — Þetta veröa 14 krön- ur og 90 aurar. Konan fitlaöi viö gömlu seölana sinanokkra stund og var greinilega ekki viss um hvernlg færa ætti kommuna fram um tvö sæti, en spuröi svo I nokkru fáti: — Fyrirgeföu, en hvaö er þetta mikiö i islensk- um? ^ Loffbólur Dagbiaðsins Da gblaöinu finnst ástæöa til aö gera slæma lausafjárstööu Visis aö sérstöku umtalsefni dag eftir dag. Þykir biaöinu þaö sérstakt fréttaefni aö laun starfsmanna skuli nú ekki greidd á réttum tima og aö blaöiö hafi veriö I vanskilum viö lff- eyrissjóö blaöamanna. Ef Dagblaösmenn vilja taka þátt f opinberum umræöum um fjárhags- stööu Visis og DagblaöS- ins þá er þaö velkomiö. Viö getum til dæmis byrj- aö á þvf aö þaö heyrir tii algjörrar undantekningar aö Visir greiöi ekki laun nákvæmiega á réttum gjalddaga. Dráttur á launagreiöslu mi er þvf undantekning sem starfs- menn tóku af fullum skilningi. A Dagblaöinu hins vegar hefur ekki ver- iö lagt jafnmikiö kapp á aö standa ávallt I skilum meö Iaunagreiöslur á réttum tima einsog þeim Dagblaösmönnum er best kunnugt. Þvi má raunar bæta viö, aö þeir sem mest beittu sér gegn samþykkt siöustu samninga Blaöa- mannafélagsins og útgef- enda voru blaöamenn Dagblaösins. Astæöan var ekki fyrst og fremst sú aö samningarnir væru slæmir, heidur hitt, aö út- gefendur Dagblaösins stóöu ekki viö þá samninga sem I gildi voru. Um skuid Visis viö lif- eyrissjóö blaöamanna er þaö aö segja, aööll blööin nema þá Morgunblaöiö hafa átt ierfiöleikum meö aö standa I skilum viö sjóöinn og er Dagblaöiö þar engin undantekning. Þeir sem flettu upp- boösskrá viö uppboö sem fram fór f húsi tollstjóra nýlega hafa væntanlega tekiö þar eftir nafni Dag- blaösins. Þessir hlutir og fleira þykja ekki frétta- efni á sföum Dagblaösins. Hins vegar er svo stutt milli ritstjórnarskrifstofa siödegisblaöanna aö viö hér á Visi höfum ekki komist hjá þvi ab heyra harmagrát blaöamanna Dagblaösins yfir brostn- um vonum og sviknum loforöum. A ritstjórn Vfsiserhins vegarenginn uppgjafartónn en viö sendum þeim Dagblaös- mönnum samúöarkveöj- ur i andlegum og likam- legum þrengingum þeirra. Deiu um hvalveiðar Þaö var fengur aö mynd Greenpeacemanna sem sjónvarpiö sýndi í fyrrakvöld. Hvort heldur menn eru meö eöa á móti hvalveiöum hér viö land þá er þaö sjálfsagt aö lofa landsmönnum aö kynnast skoöunum og sjónarmiö- um Grænfriöunga. Auövitaö veröur haldiö áfram aö deila um þaö hvort hvalastofninn er I hættu eöa ekki. Ur þvf deilumáli veröur vafa- laust ekki skoriö meö neinni vissu, en hins veg- ar hljóta aUir aö geta ver- iö sammáia um þaö, aö betra sé aö fara vægt f hvaladráp heldur en aö eiga útrýmingu þessara dýra á samviskunni. Edfla* hæiflr með H & H Ritstjóraskipti hafa oröiö viö timaritiö Hús & Hibýli. Edda Andrésdótt- ir lætur nú af starfi rit- stjóra og gerist aöstoöar- maöur vib dagskrárgerö f sjónvarpinu. SAM-útgáf- an þarf þó ekki aö leita langt eftir nýjum rit- stjóra þvi Þórarinn Jón Magnússon útgáfustjóri timaritsins tekur viö rit- stjórn þess. Hús & Hibýli er vandab Sæmundur Guövinsson blaöamaöur skrifar Edda hættir ritstjórninni og fjölbreytt blaö og ekki er aö efa aö Þórarinn sér tii þess aö blaöiö haldi þeim vinsældum sem Edda skóp þvi meðan hún sat f ritstiórastóli Þórarinn sest i stólinn Það sem vantaði Jóhann gamli var ný- kominn úr sinni fyrstu utanlandsfcrö og var spuröur hvaö honum heföi nú komiö mest á óvart i útlandinu. — Þaö var þegar ég fór i sædýrasafniö og sá há- karlinn en ekkert brenni- vín. Jóhannes Guömundsson. Ég er nú ekkert farinn að skoða þá ennþá. Ég hef aðeins rétt séð þá og fljótt á litið þykir mér þeir fallegir. Finnst þér nýju pening- arnir fallegir? r~j?9 Agúst Hafsteinsson. Já, mér finnst þeir fallegir. Þröstur Garðarsson. Já, þeir eru ágætir. lýst hefur verið. Nú ég lofaði að gera þetta til bráöabirgða, þar til annar maöur heföi verið ráðinn. Hér er þvi aöeins um timabundið starf að ræöa.” — Finnst þér sjónvarpið sjálft eitthvað hafa breyst frá þvi þú fyrst hófst störf þar? „Jú, þaö eru náttúrulega mikl- ar breytingar frá þvi ég var þarna á sinum tima. Dagskrár- gerðin er orðin miklu viðameiri, aftur á móti má segja aö tæknin sjálf sem slik hafi ekki breyst neitt mikið.” — Hvaða störf önnur en frétta- þulastarfið hefur þú á þlnum herðum? „ Ja, þaö er nú býsna margt. Ég hef unnið fyrir hina og þessa aöila, bæði I sambandi við mynd- gerð, ég hef komið utan i ýmsar heimildamyndir, sem gerðar hafa verið fyrir einkaaðila og opinbera lika og ég hef aðstoðað menn við útgáfu- og kynningar- starfsemi. Síöan hef ég skrifað i blöð og tímarit, en það má segja, að allt, sem ég hef unnið viö sé i einhverjum tengslum viö fjöl- miðla.” — Tekur eitthvað annaö við hjá þér, þegar þú hættir þulastarf- inu? „Nei, nei, þetta er bara svona aukageta, enda ekki nema f jögur- fimm kvöld i mánuöi, sem maður les þetta, svo fréttaþulastarfiö hefur engin áhrif á lifibrauðið.” — En hvað gerir Magnús Bjamfreðsson i frístundunum? „Þær eru nú kannski ekkert of margar. Það vill oft brenna við hjá mér, að ég er með hugann viö það, sem ég er að bardúsa viö hverju sinni. En ef einhver stund er laus reyni ég aö tala eitthvað við krakkana, ef þau mega þá vera að þvi. Siöan hef ég gaman af aö lesa, eins og allir íslending- ar svara, þegar þeir eru spurðir þessarar spurningar. Annars verö ég að játa, að ég á engin sér- stök manísk áhugamál, ég hef gaman af svo mörgu,” sagði Magnús Bjarnfreösson. — KÞ „Fréttaþulastarfíð er aukageta’ Rætt vlð Magnús Djarnfreðsson. fréltabul með meiru Ólafla Steinadóttir. Ég bara lit ekkert á það, hvort þeir eru fallegir eða ekki, ekki frekar en ég lit á ykkur. Ekki veit ég, hvort þiö eruð fallegir eöa ekki. „Ég finn nú sosum enga stór- breytingu.éghef alltaf haft þarna ágæt tengsl og þarna hafa alltaf unniö ágætir kunningjar minir I gegnum árin. Ég hef auk þess unniö viö sjónvarpiö viö þátta- gerö ýmiskonar, sem „free- lance” maöur. Samt get ég nú ekki neitaö þvi, aö viss glimu- skjálfti geröi vart viö sig fyrsta kvöldiö sem fréttaþulur,” sagöi Magnús Bjarnfreðsson, f samtali viö Visi, aöspurður hvernig hon- um þætti aö vera kominn aftur á skjáinn eftir langt hlé, en eins og menn muna var Magnús i hópi fyrstu fréttamanna sjónvarps. Magnús er 46 ára gamall Skaft- fellingur. Hann var sá sextándi I hópi tuttugu barna þeirra hjóna Bjarnfreðs Ingimundarsonar og Ingibjargar Sigurbergsdóttur, sem bjuggu á Efri-Steinsmýri i Meöallandi. Eiginkona Magnúsar er Guðrún Ingibjörg Arnadóttir og er hún Skagfirðingur. Þau eiga þrjú böm, en auk þess á Magnús son frá-fyrra hjónabnadi. — Hver voru tildrög þess aö þú réöst að sjónvarpinu nú sem fréttaþulur? „Miglangar, aö þaðkomi fram, að ég hef i raun ekki verið ráðinn i þetta starf, heldur er þaö þannig tilkomiö, að Bogi Agústsson fréttamaöur baðst undan frétta- lestrinum. Málið kom upp i jóla- mánuðinum, svo séra Emil dag- skrárstjóri kom að máli viö mig lngvar Vikingsson. Já, mjög fallegir, alveg sérstaklega. og bað mig, að hlaupa inn i þetta tima og þó sérstaklega að prófa fyrir sig, þar sem erfitt væri að fólk, þvi fjöldi manna hafa sótt auglýsa eftir fólki á þessum árs- eftirstarfi sem þessu, þegar aug- „Viss gllmuskjáifti geröi vart viö sig fyrsta kvöldiö.” (VIsism.G.V.A.)

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.