Vísir - 07.01.1981, Side 4
4
Miðvikudagur 7. janúar 1981
VÍSIR
SsHr,xmw-
Þungamiöja efnahagslifs Kanada hefur færst frá iandbúnaðar- og
iðnaðarfylkjum til vesturfylkjanna, þar sem oliu- og gasvinnsla hefur
sett mikið strik i reikninginn.
OLIURIMMA
IKANADA
Ottawastjórnina munar i stærri hlut af hinum gífurlegu olíutekjum
vesturfylkjanna.
Hinar pólitisku erjur sam-
bandsstjórnar Kanada (sem situr
i Ottawa) og flestra fylkisstjórn-
anna i landinu fara stöðugt
harðnandi. Styrrinn stendur aðal-
lega um valdahlutföllin milli
Ottawastjórnarinnar fylkis-
stjórnanna á stjórnmálasviðinu
og efnahagsmálasviðinu.
Rimman er mest og áköfust á
tveim vigstöðvum. Aðrar varða
stefnuna i oliumálum, og hinar
lúta að nyju stjórnarskránni.
f) af 10 fylkjum á móti
Ottawa
í stjórnarskrármálinu hefur
Ottawastjórnin niu af hinum tiu
fylkisstjórnum á móti sér. Stjórn
Trudeaus forsætisráðherra lagði i
haust fram áætlanir sinar um
stjórnarskrárbreytingar, sem
fólu i sér, að áhrif sambands-
sljórnarinnar mundu aukast á
kostnað hinna einstöku fylkis-
stjórna. bessar áætlanir voru
lagðar fram, þótt viðræður
stjórnarinnar við forsætisráð-
herra fylkjanna hefðu áður leitt i
ljós, að fylkin mundu ekki sætta
sig við þær. Einstaka fylki reynir
númeðtilstillidómstólanna,að fá
þessar aðfarir úrskurðaöar sem
brot á gildandi stjórnarskrá.
1 deilunni um oliumálin takast
aðallega á hin oliuauðugu fylki i
vesturhluta Kanada og sam-
bandsstjórnin. Þessi fylki eru
Alberta, Breska Kólombia,
Saskatchewan, og svo þar til við-
bótar Nýfundnaland, sem telur
sig verðandi oliuframleiðanda
vegna oliufunda undan ströndum,
sem þykja lofa góðu um fram-
tiðarvinnslumöguleika.
Sporna gegn ásælni
Trudeau
Upphaf þessara deilu liggur i
ráðstöfunum i orkumálum, sem
Pierre Trudeau forsætisráðherra
og Ottawastjórnin boðuðu i haust.
Þær miðuðu að aukinni ihlutun og
áhrifum sambandsstjórnarinnar
á oliuiðnaðinum, og stærri hlut
rikiskassans i oliu- og gastekjun-
um. Fylkin, sem oliusvæðin falla
undir, telja að þessu verði ekki
framkomið, nema þeirra hlutur
sjálfra verði skertur. Þau hafa
brugðið hart við. Tvö þeirra hafa
beinlinis risið upp gegn sam-
bandsstjórninni i þessu máli. Al-
berta og Breska Kólombia hafa
boðað, að þau dragi framleiðsl-
una saman og minnki hana um
15% á næstu niu mánuðum frá og
með 1. febrúar að telja, til mót-
leiks við ráðstafanir sambands-
stjórnarinnar. — Alberta fram-
leiðir i dag 85% af heildaroliu-
framleiðslu Kanada.
Breska Kólombia hefur boðað
einskonar skattaverkfall, og
fyrirskipað gasfyrirtækjum fylk-
isins að greiða ekki nýja gas-
skattinn, sem Ottawastjórnin
lagði á þau til að seilast i stærri
hlut af gastekjunum. Saskatche-
wan-fylkið hefur til ihugunar að
gripa til svipaðra ráða, „þvi að
þessir skattar rikisstjórnarinnar
eru ólöglegar með tillit til gild-
andi stjórnskrár’'.
Flókin þrætubók
Eins og við blasir eru aðgerðir
Alberta og Bresku Kólombiu mik-
il ögrun við Ottawastjórnina og
umboð hennar til landsstjórnar.
Þar er dreginn i efa stjórnskrár-
lagaréttur hennar til þess að
leggja gjöld á auðlindir, sem
samkvæmt gildandi stjórnskrá
heyra til einstökum fylkjum.
Stjórnskráin deilir yfirráðum t.d.
náttúruauðlinda milli sambands-
stjórnarinnar og einstakra fylkis-
stjórna. Skýrt er kveðið á um, að
eignarrétturinn fylgi hverju fylki,
en sambandsstjórnin geti ráðið
söluverði framleiðslunnar eða
afurðanna. Það gæti þvi orðið
löng og flókin lagaþræta með til-
heyrandi málaferlum, áfrýjunum
og þófi, áður en niðurstaða dóm-
stóla um skattstriðið lægi fyrir.
Hliðrun til vesturs
Þungamiðja efnahagslifs
Kanada hefur færst vestur á bóg-
inn siðari árin vegna gas- og oliu-
framleiðslunnar. Þar stendur Al-
berta i fararbroddi vesturfylkj-
anna, sem krefjast þess, að
valdahlutföllin hliörist til að
sama skapi. Það sýnist erfitt að
uppfylla þær kröfur i náinni
framtið. Aö minnsta kosti meðan
meirihluti kjósenda iKanada búa
i „neytendafylkjunum" eins og
Ontario og Quebec eru gjarnan
kölluð. En það er einmitt þangað,
sem Trudeau og frjálslyndi flokk-
ur hans sækja sitt íylgi og traust.
Ftikishítina klæjar
Stjórnin i Ottawa telur hins-
vegar mikla þörf á þvi að sækja
sér stærri hlut i oliu- og gastekjur
vesturfylkjanna til miðlunar fyrir
landsheildina. Rikissjóði riður á
auknum hlut af þessum tekjum til
þess að hrinda i framkvæmd
framfaraáætlunum sinum, sem
annars gætu dagað uppi vegna
skorts á framkvæmdafé. Og eins
til þróunaráætlana varðandi frek-
ari oliuvinnslu, eins og i Yukon og
norðurhéruðunum, sem er frið-
lýst rikisland, eða undan strönd-
um landsins, sem sömuleiðis
heyrir undir sambandsstjórnar-
umráðasvæði. Þó er deilt um hið
siðarnefnda, þvi að Nýfundna-
landsstjórnin er ekki alveg sam-
mála þeirri túlkun um landgrunn-
ið kringum Nýfundnaland.
Hallinn á fjárlögum Kanada
nær nú orðið rúmum fjórtán
milljörðum Bandarikjadala, og
um það bil sjötti hluti f járlaganna
rennur i vaxtagreiðslur og af-
borganir fyrri skulda rikissjóðs.
Stefnir Ottawastjórnin að þvi að
krækja sér i 24% af oliu- og gas-
tekjum á kostnað fylkjanna og
oliuiðnaðarins. Nýju skattarnir
áttu samkvæmt áætlunum að
færa rikissjóði 11.7 milljarða
US-dollara tekjur á innan við
þrem árum. Með þvi stóðu vonir
til að leysa úr erfiðustu efnahags-
hnútum sambandsstjórnarinnar.
Pierre Trudeau, forsætisráðherra, mætir harðari andstöðu hjá starfs-
bræðrum sinum í fylkisstjórnunum i viðleitni sinni til þess að auka á-
hrif sambandsstjórnarinnar og völd.
Sjáum vlð bráðum
nýjan 007?
Roger Moore, eöa „Dýrlingur-
inn”, eins og sjónvarpsáhorf-
endur hér þekkja hann best, er
ckki lcngur eins ungur og
myndarlegur á velli og áöur. Nú
er hann bara myndarlegur á
velli.
Hann þarf orðið að gæta heils-
unnar bctur cn fyrr og sést cin-
lægt glcypa pillur, sem eiga aö
halda of stcrkum magasýrum i
skefjum, cða þamba vatn til þess
að varna myndun nýrnasteina.
Aö honum sækja auk þess á-
hyggjur af þvi, aö framleiðendur
James Bond-myndanna hafi hug
á þvi að yngja upp i hlutverk 007
og séu að svipast um cftir eftir-
manni hans.
Svissaír i gróða
Svissneska flugfélagið, Sviss-
air, tapaöi á farþegaflugi slnu ár-
ið 1980, cins og flest flugfélög
heims, cn stendur þó uppi með
hagnaö i ársuppgjöri sinu, eftir
því sem Baltensweiler, forstjóri
félagsins, segir.
i áramótaávarpi sinu með
starfsfólki félagsins sagði hann.
að félagiö hefði fengiö „glóöar-
auga” vegna himinhás
eldsneytis- og flugumsjónar-
kostnaðar með ásamt minnkandi
sætanýtingu. Sérstaklega á Iciö-
um i Evrópu og austurlöndum
nær.
En með sölu á tveim DC-9-þot-
um og góðum hagnaði af hótel-
rekstri og öðrum hliðargreinum
minnkaöi hagnaðurinn frá þvl
1979 (scm var þá 50,4 milljónir
svissneskra franka) ekki mikið.
Svissair á 50 ára afmæli f mars-
inánuði næsta.
Þýskip streyma
tll v-þýskalands
Rúmlega 50 þúsund þýskættað-
ir menn frá Austur-Evrópu fluttu
til Vestur-Þýskalands á árinu
1980. Helmingur þeirra kom frá
Póllandi.
Þar til viðbótar settust 12.800
Austur-Þjóöverjar að I Vestur-
Þýskalandi á árinu.
Rúm milljón þýskættaöra
manna hefur sest aö i V-Þýska-
landiog byrjaö þar nýtt lif frá þvi
árið 1950. Um fjóröungur þeirra
hefur flutst að á siðustu fimm ár-
um, eftir undirskrift Helsinkisátt-
inálans sem um hrið dró úr
hömlum á flutningi austantjalds-
fólks úr heimalöndum sinum.
Nell Dlamond
I ðnnum
Söngvarinn, Neil Diamond,
hefur ekki i hyggju að bregðast
þeim tryggu aðdáendum, sem
aldrei láta sig vanta á hljómleika
hans i Bandarikjunum. Er hann
þó mjög önnum kafinn vegna
leiks sins i kvikmyndinni „Jass-
söngvarinn”, sem nú er verið að
gera.
Hann ætlar að haida uppi söng-
leikjaferöum sinum jafnframt,
þótt eðlilega veröi hann eitthvað
að draga úr.
Gaston Thorn
hjá EBE
Gaston Thorn, fyrrum forsætis-
ráðherra Luxembourg, hefur tek-
ið við starfi aðalframkvæmda-
stjóra Efnahagsbandalags
Evrópu, og mun gegna þvi að öllu
forfallalausu næstu fjögur árin.
Thorn, sem er talandi á fjölda
erlendra tungumála, nýtur mikils
álits meðal leiðtoga aðildarrikj-
anna eftirtvo áratugi i stjórnmál-
um, þar af fimm ár i forsætisráö-
herrastóli Lúxembourgar.