Vísir - 07.01.1981, Síða 9

Vísir - 07.01.1981, Síða 9
Miövíiíudagur 7. janúar ’l981 — — — — — — — — — — — — — — — — — — — — — — “ — “ — — ^ 1 haust átti ég þess kost að heimsækja Vierumaki iþrótta- skólann i Finnlandi. Vierumaki er skammt fyrir utan Helsinki, byggt á svæði þar sem vötn og skógur mynda fagra umgjörð um iþróttaskólann. Hlutverk skólans er að mennta iþróttaleiðbeinendur og leiðtoga fyrir iþróttahreyfing- una og umsjónarmenn með iþróttastarfsemi hjá bæjar- og sveitarfélögum. Vierumaki er ein af 10 slikum stofnunum i Finnlandi. Námið i þessum skólum er bæði 1 og 2 ár. Auk þess eru haldin styttri námskeiö fyrir ýmsa aðila. Menntun iþróttakennara fer fram annars staðar eöa við háskólann i Finn- landi og tekur 4 ár, en þessir iþróttaskólar eru fyrst og fremst fyrir þá, er hafa með iþróttir að gera fyrir utan skól- ana, Auk þess að veita fræðslu er Viermaki iþróttaskólinn mikið notaður sem æfingabúðir fyrir iþróttamenn. Fjöldi nemenda á 1 og 2 ára iþróttalinum er um 50 en allt i allt eru um 250 manns i einu i iþróttamiðstöðinni á lengri eða skemmri námskeið- um, eða i æfingabúðum. íþróttamenntun ekki sinnt Þegar íslendingur kemur á slikan stað og sér þá aðstöðu sem fyrir hendi er, reikar hug- urinn heim. Það er hörmulegt til þess að hugsa hvernig búið er að iþróttamenntun á íslandi. Spurningin er hve lengi getum við látið það viðgangast að á Is- landi sé engin stofnun þar sem iþróttavisindum er sinnt að ein- hverju marki. Að visu höfum við iþróttakennaraskóla að Laugar- vatni, en flestir vita hvernig bú- ið er að honum. Þar er algjör- lega ófullnægjandi aðstaða til iþróttaiðkana og rannsókna á sviði iþróttavisinda. Við verðum að koma á fót stofnun á tslandi á háskólastigi þar sem menntun iþróttakenn- ara fer fram og þar sem rann- sóknir eru stundaðar. Við þurf- um að eignast stofnun sem fylg- ist með þvi sem er að gerast i heimi iþróttavisinda og miðlar þeim upplýsingum. Iþróttavis- indi eru meira heldur en það að finna út hvernig unnt er að stökkva hærra eða hlaupa hrað- ar. Iþróttavisindi fjaila um manninn og umhverfi hans og hvernig það hefur áhrif á lif hans og heilsu. 1 flestum vel- ferðarþjóðfélögum er unnið að þvi að kanna áhrif kyrrsetu, streitu, hraða o.fl. þátta daglegs lifs á manninn og á hvern hátt unnt er að hjálpa fólki til að hjálpa sér sjálft til að auka mót- stöðuafl sitt og um leið likam- lega og andlega velliðan. Heilbrigöiskerfiö of stíft í velferöarþjóðfélögum vex kostnaðurinn við heilbrigðis- kerfiö svo hratt og er orðinn svo IÞROTTAIÐKAN EYKUR HEILBRIGOI mikill, að farið er að athuga nýjar leiðir. Aukin áhersla er lögð á fyrirbyggjandi aðgerðir. Þar koma iþróttavisindin til sögunnar t.d. matræði og lik- amsrækt „kost og motion”. Sú stund hlýtur að vera runnin upp að við þurfum að leita nýrra leiða til að efla heilbrigði þjóð- arinnar, um það eru eflaust ekki skiptar skoðanir. En hvort iþróttavisindin geti orðið okkur til hjálpar veit ég ekki hvort allir eru sammála um. Þegar maður sér þá aðstöðu neðanmóls Jóhannes Sæmundsson, fræöslufulltrúi iSi, skýrir hér á ferð sinni til Finn- lands nýlega, og heim- sókn í íþróttaskóla þar í landi. Jóhannes fjallar um kostnaöinn við heil- brigöiskerfiö, og kemst að þeirri niðurstöðu, að islendingar þurf i að koma sér upp íþrótta- skóla á háskólastigi. og verður var við þá áherslu, sem okkar næstu nágrannaþjóð- ir leggja á þessi mál, þá finnst manni að timi sé kominn til að einnig við förum að athuga okk- ar gang á þessum vettvangi. Það sem okkur skortir fyrsy og fremst er vel búin „iþrótta- miöstöð” á háskólastigi, þar sem bæði færu sjálfstæðar rann- sóknir og einnig væri fylgst með þvi sem er að gerast i kringum okkur. Slik miðstöð þarf auk þess að vera vel búin, að vera vel staðsett, þannig að unnt sé að nýta alla þá starfskrafta, sem við höfum, þvi mörg svið tengjast iþróttavisindum, svo sem læknisfræði, næringar- fræði, eðlisfræði, kennslufræöi, sálarfræði o.fl. Þessar hugleiðingar vöknuðu á ný þegar ég fékk tækifæri til að skoða iþróttaskólann i Vier- maki i Finnlandi. Fyrirmyndir og hugmyndir er hægt aö fá viöa og við verðum að fara að taka á þessum málum. Þau þola ekki lengur biö, við verðum að koma á fót iþróttamiðstöð á háskóla- stigisem geturorðiö leiðandi afl i iþróttalifi þjóðarinnar og visað okkur veginn til betra lifs. Offramleiðsla á Pekíngönd: Framleiöslan hundruö búsunda fram úr áætlun Pekingönd er liklega ein frægasta andartegund i heimi. Hún er svo fræg aö flestir íslendingar hafa einhvern tima heyrt getið um hana eða jafnvel sum- ir hverjir lagt sér hana til munns. Samkvæmt Pekingdagblaðinu hefur framboð á þessari merkisönd aukist svo hratt að undanförnu að markaðurinn hefur yfirfyllst og myndast hafa umframbirgðir. Eru horfur á þvi að framleiðslan fari mörg hundruö þúsund öndum fram úr áætlun i ár. Þetta ástand hefur m.a. leitt til þess að lif hverrar andar hefur lengst um 18 daga að meðaltali. Þar sem framleiðslan i tveimur stærstu hverfum Pekingborgar er hálf önnur milljón anda á ári, má sjá að þetta er ekkert smá vandamál. Mér verður satt best að segja hálf flökurt þegar ég hugsa til þess hvað yfir milljón endur geta étifr á 'átján dög- um. aomccxi Hagnar Baldursson fréttaritari Visis i Tókió skrifar skemmti- legan pistil um offramleiöslu á Pekingöndum, sem stafar af of- skipulagi yfirvalda. Höfuðorsökin fyrir þessu ástandi er að viökom- andi leiðtogar i Peking létu sér nægja aö gera heild- aráætlun fyrir framleiðslumagnið og kölluöu al- mennt á stóraukna framleiðslu án þess að gera skipulagöa áætlun fyrir hvert bú fyrir sig. Aukning- in á aliöndum sem fylgdi i kjölfarið varö siöan svo mikil að þrátt fyrir aukna markaði bæði heimafyrir og erlendis kom til offramleiðslu. Fyrir nokkrum árum hefði slikt verið svo til ó- hugsandi. Ekki vegna þess að framleiðslan væri betur skipulögð þá, heldur vegna þess að þá var al- mennur skortur i öllum greinum kjötframleiöslu. En greinilegt er aö nú er svo komið, að við þróun matvælaiönaöar i Kina verður ekki aöeins aö gæta þess að uppfylla eftirspu'rn heldur einnig aö passa upp á að fara ekki fram úr eftirspurninni i vissum greinum.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.