Vísir - 07.01.1981, Blaðsíða 13
I 1 - -- l i I i í'i i'i'i
Miövikudagur 7. janúar 1981
1.
alltaf gert — og siöan er hafist
handa viö lagfæringar. Þetta er
svo tekiö stig fyrir stig, hvernig
þær geta bætt göngulagiðog allar
hreyfingar, hvernig eigi aö bera
fötin sem þær klæöast og fleira.
Þetta kann aö hljóma sem ákaf-
lega einfaldir hlutir sem allir
kunna, en i reynd er nú ékki svo.
En þegar konur hafa komið auga
á „röngu” hlutina, og fara að til-
einka sér þaö sem við bendum
þeim á, eykur það vissulega
öryggiskennd þeirra.”
Tiskan til hliðsjónar.
Námskeiöin standa yfir i 6
vikur, einn og hálfur klukkutimi
tvisvar i viku svo aö ýmislegt
fleira er gert þann tima en aö
ganga um gólf, standa rétt aö
setjast rétt. Tveir snyrtifræð-
ingar starfa viö skólann og hár-
greiðslumeistari. Hverri konu er
bent á og leiðbeint meö hvaö
klæði hana best i snyrtingu og
hárgreiðslu. Fataval, sem hæfir
hverjum einstaklingi er mjög
mikilvægt, og áhersla lögö á jafn-
vægi eftir likamsbyggingu hvers
ogeins. „Eða með öðrum oröum,
hvað má leyfa sér, hvað þarf aö
fela og hvað er hægt að draga
fram í dagsljósiö.” sagði Hanna
Frimannsdóttir, „við getum að
sjálfsögöu alltaf haft tiskuna til
hliðsjónar, en smekkur hverrar
konu og likamsbygging verðiir
að vera með i dæminu.”.
Tíu ára afmæli.
„Ég legg mikla áherslu á
mataræði og brýni fyrir konunum
minum að skyndimegrunarkúrar
séu ekki góö lausn eigi þær við
einhver aukakiló að striða. Rétt
mataræði, það er að borða hollan
og næringarrikan mat er lang-
timalausnin í þeim efnum.
Og þegar talað er um mataræði
má geta þess að einn tfmi hvers
námskeiðs fer i það að kenna
borðskreytingar, hvernig á til
dæmis að leggja á borð, bæði
þegar veisluhöld standa fyrir
dyrum og eins fyrir einfaldar mál
tiðir”., sagði Hanna, sem sjálf
hefur numið fræðin bæði hér
heima og skólum erlendis, meðal
annars i' skóia Lucie Clayton i
London sem þekktur er viða um
heim. Samhliða Karon skólanum
starfa Karon-samtök sýningar-
fólks, sem einmitt um þessar
mundireða nánar tiltekið i næsta
mánuði, halda upp á tiu ára af-
mæli sitt. — ÞG
Ilanna Frimannsdóttir skólastjóri Karon skólans.
ast námskeið i Karon skólanum
fyrir konur á öllum aldri, konur
sem vilja vera öruggar um útlit
sitt og framkomu. „ .....
Konur á ollum
aldri hafa sótt námskeið skólans
undanfarin ár, þvi' þær yngstu
hafa verið fjórtan ára en sú elsta
um sjötugt. I hverju er sú kennsla
og leiðbeining fólgin sem eykur
öryggiskennd kvenna. Það er
Hanna Frimannsdóttir sem hefur
oröið.
Reisn og limaburður.
„Reisn og limaburður eru
númer eitt, tvö og þrjú til þess aö
kona teljist glæsileg og eftir-
tektarverð, og auðvitaö á þettá
einnig við um karlmenn”, sagöi
Hanna. „1 fyrsta tima hvers
námskeiðs byrja ég á þvi að finna
hvað sé ábótavant við göngulag
kvennanna, hvað þurfi helst að
leiðrétta I fasi þeirra. Þær ganga
fram og tilbaka eins og þær hafa
Margir hafa lent i brösum með bilana sina undanfarna daga, bæöi litla og stóra bila. En sameiginlegt
átak greiðir oft úr hnútunum.
09 sandpokar
13
Innritun
á vetrarönn fer fram í
Miðbæjarskólanum
miðvikudag 7. jan. og
fimmtudag 8. jan. ki. 17-21
íslenska.
1. og 2. flokkur. Kennslustaður: Miðbæjar-
skóli.
Danska
1.-5. flokkur. Kennslustaður: AAiðbæjarskóli.
Norska
1.-3. flokkur. Kennslustaður: AAiðbæjarskóli.
Sænska
1.-3. flokkur. Kennslustaður: Laugalækjar-
skóli.
Færeyska.
Byrjendaflokkur. Kennslustaður: AAiðbæjar-
skóli.
Enska.
1.-6. flokkur. Kennslustaðir: AAiðbæjarskóli,
Laugalækjarskóli, Breiðholtsskóli, Fellahell-
ir.
Þýska.
1-4. flokkur. Kennslustaðir: AAiðbæjarskóli,
Breiðholtsskóli.
Latína.
Byrjendaflokkur. Kennslustaður: AAiðbæjar-
skóli.
Franska.
1.-3. flokkur. Kennslustaður: AAiðbæjarskóli.
italska
1.-5 flokkur. Kennslustaður: AAiðbæjarskóli.
Spænska.
1.-5. flokkur. Kennslustaður: AAiðbæjarskóli.
Rússneska.
Byrjendaflokkur. Kennslustaður: AAiðbæjar-
skóli.
Auk þess verða byrjendanámskeið
í öllum ofangreindum tungumálum
Vélritun.
1. og 2. f lokkur. Kennslustaður: Laugalækjar-
skóli.
Stærðfræði.
Fyrir grunnskólastig og iðnskólastig.
Kennslustaður: AAiðbæjarskóli.
ATH! Dagkennsla í stærðfræði á
grunnskólastigi verður einnig í
Fellahelli
Bókfærsla.
1. og 2. flokkur. Kennslustaður: Laugalækjar-
skóli.
Ættfræði.
Kennslustaður: AAiðbæjarskóli.
Jarðfræði.
Kennslustaður: AAiðbæjarskóli.
Almenn leikræn tjáning, framsögn, upplestur,
spuni. Kennslustaður: AAiðbæjarskóli/ Lauga-
lækjarskóli.
Leikfimi. Kennslustaður: Fellahellir.
Slökun og léttar æfingar. Kennslustaður:
AAiðbæjarskóli.
Hjálp í viðlögum Kennslustaður: AAiðbæjar-
skóli.
Islenska fyrir útlendinga.
1. og 2. fíokkur. Kennslustaður: AAiðbæjar-
skóli. \
Barnafatasaumur. Kennslustaðir: AAiðbæjar-
skóli, Breiðholtsskóli.
Teikning og akrýlmálun. Byrjenda og fram-
haldsflokkur. Kennslustaður: AAiðbæjarskóli.
Bótasaumur— Postulínsmálun — Hnýtingar.
AAyndvefnaður— Sníðar og saumar. Kennslu-
staður: AAiðbæjarskóli.
Leirmunagerð — Ljósmyndun. Kennslustað-
ur: Fellahellir.