Vísir - 07.01.1981, Side 14

Vísir - 07.01.1981, Side 14
14 VÍSIR 15 VÍSIR Miðvikudagur 7. janúar 1981 Miðvikudagur 7. janúar 1981 Dæmalaust merkileg togarakaup: Hver ákvað að kaupa togara til Þórshafnar og meö hvaöa rökum? Undanfarið hefur þetta togara- kaupamál mjög verið til umræðu f fjölmiölum og flestar raddir hniga f þá átt að þau skipakaup séu gerö af vægt orðað litilli fyrirhyggju. En hvernig veröur svona ákvörðun til og hver ber ábyrgð á henni? Undir- ritaöurhefur á siöustu vikum leitað svara við þessum spurningum og útkoman er næsta undarleg. Ekki vil ég fullyrða að mál þetta sé lýs- andi dæmi um hvernig mál þröast 1 „kerfinu”, þó óttast ég aö finna megi hliðstæður. í upphafi skyldi endinn skoða Hvar er upphaf málsins? Þaö er erfitt að ákveða. Þó er ljóst aö fljót- lega eftir kollsiglingu útgerðar togarans Fonts, fara heimamenn að huga að nýjum togarakaupum. Þeir segja aö atvinnuástandsé afar slæmt á staðnum og úr þvi verði að bæta. Byggðadeild Framkvæmda- stofnunar rikisins fær málið til at- hugunar og eftir þvi sem best verð- ur séð, er þar á bæ lögð óhemju mikil vinna i að kanna stöðuna og segja fróðir menn að um fá mál hafi fleiri bréf farið milli deilda i' þeirri miklu stofnun. Jafnframt taka heimamenn mál- ið upp við þingmenn kjördæmisins og svo er að sjá sem Stefán Val- geirsson framsóknarþingmaður hafi tekið málið uppá sina arma og veitt þvf það brautargengi, sem dugði. Allir þingmenn kjördæmis- ins undirrita bréf til rikisstjórnar- innar, þar sem segir m.a.: Þlngmannabréf „Þingmenn Norðurlandskjör- dæmis eystra fara þess eindregið á leit viö rilcisstjórnina að hún geri sem allra fyrst ráöstafanir til þess að Þórshöfn og Raufarhöfn fái í samningum leyfi og fyrirgreiöslu til kaupa á einum skuttogara.” Siðan er vitnað i bréf sveitar- stjórans á Þórshöfn til Fram- kvæmdastofnunar, þar sem beðiö er um að gerðar verði ráöstafanir til að þeir fái aðstöðu til að kaupa ákveðiö skip, sem er Guðbjörg 1S. Þaö gekk ekki, beiönin hefur senni- lega komiö of seint, þvi að Guö- björgu hafði þá þegar veriö ráð- stafaö. „Ef ekki reynist mögulegt að greiða fyrir þvi að Guðbjörg veröi seld til Þórshafnar, þá leggjum við á það rika áherslu að leyfi veröi veitt fyrir kaupum á skuttogara er- lendis frá og geröar verði viöhlit- andi ráðstafanir af hendi rikis- stjórnarinnartil aö gera það mögu- legt.” Bréf þetta er sent forsætisráð- herra og hann leggur það fyrir rikisstjómina, en ekki Steingrimur Hermannsson sjávarútvegsráö- herra, einsog viöa hefur veriö gefið i skyn i umræðunni. Lóð Sverris og Bjama á vogarskálum Rikisstjórnin biður Fram- kvæmdastofnun um úttekt á þörf Þórshafnarbúa fýrir togara. Þar upphefst eitthvað, sem kallað er rannsókn og rikisstjórninni er sent bréf með áliti stofnunarinnar. Ekki hefurmér tekist að fá afrit af þessu bréfi. Ég hef þó eftir heimildum, sem ég tel áreiðanlegar að Sverrir Hermannsson hafi samiö þaö bréf og undirritað það, en Bjarni Einarsson forstöðumaður Byggða- deildar hafi ekki sent frá sér neina skriflega skýrslu um málið. í bréfi Sverris mun vera lögö þung áhersla á nauðsyn Þórshafnarbúa á aö fá togara og sagt að það sé eina sjáanlega úrræöið til aö bjarga viö rekstri frystihússins á staðnum. Bjarni Einarsson kom aftur á móti fram i sjónvarpi og skýrði ástæðumar. Þar ber tvær ástæður efst, þá aö hráefnisaðföng verði að vera jafnari á árinu en nú er og hin að stórt hafsvæði úti fyrir Norð- austurhorninu sé alfriöaö. Af þess- um tveim sökum er þörfin á togara brýn, Þórshafnarbúar þurfa að geta sótt á fjariæg mið og fengið aflann reglulega á land, sagði Bjarni. Togari tryggir ekki jöfn hráefnisaðföng Nágrannabæimir, Raufarhöfn og Vopnafjörður hafa togara. Þaö er fróðlegt að bera saman aflaaðföng þessara þriggja staða. Tölur til samanburðar finnast I skýrslum Fiskifélags Islands, yfir árin 1978 og 1979. A þeim samanburði er ljóst aö togari tryggir engan veginn jafnari hráefnisaðföng en bátar, nema siður sé. Sveiflurnar eru mestar á Raufarhöfn bæðiárin en á Vopnafirði og Þórshöfn eru sveiflurnar mjög áþekkar. Hitt stingur í augun að bæði þessi ár berst mestur botnfiskafli á landi á Þórshöfn, með hliðsjón af ibúatölu. Arið 1978 fengu Þórshafnarbúar 7,74 tonn á hvern ibúa, Raufarhöfn 7,55 tonn og Vopnfiröingar 6,71 tonn. Ariö 1979 voru tölumar þess- ar: Þórshöfn: 8,69 .tonn, Raufar- höfn: 7,88 tonn og Vopnafjöröur: 7,89 tonn á h'vern ibúa. Hin stóra ástæðan, sem gefin er upp, er alfriðaða svæöiö fy rir Norð- austurlandi. Hið rétta i þvi máli er að þar er ekkert alfriðað svæöi. Hinsi. vegar er þar stórt svæði friö- aö fyrir togveiðum. Enda sýnir sig að bátar Þórshafnarbúa afla ágæt- lega á önnur veiöarfæri en troll. Þar að auki má benda á mjög mikla tilhneigingu til að draga úr togveiðum, vegna þess hve orku- frekar — og þá um leiö dýrar — þær eru. Hvað vantar á Þórshöfn? Litum nú á aðra hlið þessa máls. Viðvitum nú að hvorki Rauðinúpur á Raufarhöfn né Brettingur á Vopnafirði tryggja heimabyggð sinni jafnari hráefnisaðföng en bát- ar Þórshafnarbúa, enda þótt báðir hafi aflaö rétt yfir landsmeðaltal togara. Sjálfsagt er þó rétt aö frystihúsiö á Þórshöfn geti annað' vinnslu meiri afla en þangað berst. En sömu sögu er að segja um æði mörg frystihús, viðsvegar um landið. Flest eru byggð af slikri „fyrirhyggju” að þau geta annað miklu meiru en að þeim berst og einnig miklu meiru en heimafólk getur annað. Sum frystihúsin eru nýtt aðeins að einum þriðja hluta en önnur ráöa til sin erlent vinnu- afl, sum I tugatali. En gerum þrátt fyrir allt ráö fyrir að þurfi aö fá meira hráefni i frystihúsið á Þórs- höfh. Var þá ekki til önnur leið FRÉTTMUKI Sigurjón Valdimarsson skrifar ódýrari og nærtækari en að kaupa togara? Það er ekki gott að segja hversu miklu meiri afla þeir þurfa aö fá til aö teljast mjög vel settir. Viö vitum aö þeir eru betur settir en grannbæirnir, sem hafa togara. Kannski geta þeir ekki hjálparlaust annað 45% aukningu, en við skulum áætla þeim það. Hver á að gefa hverjum hvað? A Þórshöfn og Raufarhöfn voru gerðir út f jórir litlir bátar á árinu 1979, 12, 19, 29 og 36 tonna aö stærð og öfluðu samtals 1651 tonna. Það jafngildir um 45% af þeim afla sem barst á land á Þórshöfh á árinu. Engar sögur fara af stórfelldum taprekstri á þessum bátum. Svo vill til að i Bátalóni I Hafnar- firöi er nú verið að smiða tvo báta, annan 25 tonna og hinn 29 tonna. Samkvæmt upplýsingum frá fram- kvæmdastjóra þess fyrirtækis kosta þeir um 170 milljónir gamalla króna hvor. Samtals mundi þá kosta 680 milljónir (0,68 milljaröa) aö smiða fjóra nýja báta af þeirri stærð og má ætla að þeir hefðu leyst allan vanda Þórshafnarbúa. Ef til vill langár Þórshafnarbúa ekki I báta, en ef til vill langar þjóð- ina heldur ekki til aö gefa þeim tog- ara, sem kostar 3,5 milljaröa, eða 3.500 milljónir eða fimmfalt þaö sem bátarnir kosta sem að öllum likindum mundu duga til að skapa staðarbúum ágæta fjárhagslega afkomu. Togari eða ibúð fyrir alla Þvi má svo skjóta hér inni að Bjarni Einarsson nefndi I sjón- varpsviðtalinu aö annar kostur væri að flytja alla Ibúa Þórshafnar burt. Hann taldi það fráleitt vegna kostnaðar, fyrst og fremst. Auðvit- að er ekki fýsilegur kostur að skylda fólk til flutninga og kemur tæpast til álita sem raunhæfur kostur. Eigi að siður er vert að líta á tölur i rökum Bjama. Til ára- móta voru i gildi tölur um lánhæfi ibúða hjá Húsnæðismálastofnun rlkisins. Þar var 110-114 fermetra ibúð 100% lánshæf fyrir fimm manna fjölskyldu. 114 fermetra ibúð er I flestum tilfellum nálægt 300 rúmmetrum og samkvæmt byggingavfsitölu þeirri, sem nú er i gildi, kostar um 33,5 milljónir að fullgera ibúð af þeirri stærð i fjöl- býlishúsi. Fyrir togaraverðið, 3500 milljónir, má þá byggja 104 slikar ibúðir fyrir 520 manns. A Þórshöfn bjuggu 1. des. 1979 431 Ibúi. Það er kannski ekki úr vegi að biðja Framkvæmdastofnun um greinargerð fyrir niðurstöðu sinni, þess efnis að togarakaup sé eina úrlausnin til bjargar. Ábyrgð, en ekki eftirlit Við skulum nú reyna að rekja máliö áfram. Það er ekki að orð- lengja aö rikisstjórnin ákveður að heimila Útgerðarfélagi Norður- Þingeyinga kaup frá útlöndum á skuttogara, eftir að þingmenn kjör- dæmisins höföu sent henni sina áskorun og Framkvæmdastofnun mælti eindregið með kaupunum. Og hún gerði betur. Hún ákvað lika að kosta kaupin að fullu, aö hluta með rikistryggð- um lánumogþaösem á vantar með lánum úr Byggðasjóði. Allar breytingar, sem gera þarf á skip- inu áður en þaö er tekiö i notkun fyrir noröan, teljast til kaupverös. Enginn veit ennþá hver sú tala verður, kaupendur telja að hún verði 3-3,5 milljaröar. Rikisstjórnin fól Framkvæmdastofnun að annast fjármögnun kaupanna. Þaö hefur komið i ljós, að enginn fulltrúi Framkvæmdastofnunar tekurþátti ákvöröunum um hvaöa skip er keypt, né hvaöa breytingar eru á þvi geröar. Með öðrum orðum hafa kaupendur opinn reikning hjá stofnuninni oghafa frjálsar hendur um I hvaða kostnað er lagt. Áhugaverð rannsókn Mjög áhugavert er aö kanna þátt Framkvæmdastofnunar I þessu máli. Skýrsla um rannsóknir henn- ar liggur ekki á lausu, það liggur ekki einu sinni fyrir hvort hún hafi nokkur verið gerð. Þar af leiðandi leggur hún ekki fyrir rikisst jórnina Þórshafnarbátarnir afla mjög velog þar kemur meiri afli á land en i nágrannaþorpunum, á hvern ibúa Vísismynd GS/Akureyri. hvaða valkostir eru fyrir hendi, hvaöa lausnir þeir gefa eða hvað þeirkosta. Þaö hefur hvergi komið fram að nokkrir litlir bátar gætu leystmálið, hvaða iönaður kæmi til greina eða hvort ekki mætti landa hluta þess fisks á Þórshöfn, sem is- lensk skip sigla með óunninn tii út- landa. Stofnunin mælir bara ein- dregið meö togarakaupum og hún fylgist ekki með hvernig fjármun- um er eytt i þessi mjög svo um- deildu kaup. Að velta sér upp úr vit- leysunni Viðbrögö manna hafa verið ákaf- lega misjöfn, þegar undirritaður hefur ieitað upplýsinga um þetta mál. Eins og fram hefur komið hef- ur ekki tekist að fá aö skoða gögn Framkvæmdastofnunar um máliö, þó er skylt að geta þess að þar eru innan dyra menn, sem fúslega gefa allar upplýsingar, sem þeir hafa tiltækar en telja sig ekki hafa heimild til að veita aðgang að skjölum. Þingmenn kjördæmisins hafa flestir svarað greiðlega þeim spurningumsem fyrir þá hafa ver- ið lagðar. Þar hefur m.a. komið fram að þegar þeir undirrituðu bréfið til rikisstjórnarinnar var það gert I þeim skilningi aö verið væri aö tala um skip, sem kostaði 1-1,5 milljarða. Skylt er að geta þess að ekki hefur verið talað við þá alla. Einn þeirra, Stefán Valgeirsson, neitaði þó ákveðið að svara spurn- ingum mínum, en sagði: „Eruð þiö nú ekki búnir að velta ykkur nóg uppúr þvi i vitleysunni þó aö þið sé- uö ekki að spyrja meira um það. Mér sýnist það nú.” Flökunarvél ,,Ég veit það ekki” Eftir aö Visir hóf að segja frá þessum dæmalaust merkilegu togarakaupum, hafa ýmsir menn haft samband við okkur til að tjá okkur hug sinn, með eða móti eftir atvikum, eða til að veita okkur frekari upplýsingar. Einn þeirra sagöi okkur að ákveðið heföi veriö að kaupa flökunarvélar i skipið og taldi það vera vegna þess að kaup- endur skipsins teldu tæpast mögu- legt að vinna alian aflann I heima- höfnum, og þá mundi fyrirhugað að flaka og frysta um borð. Þaö er rétt i þvi sambandi að minna á að togarinn er keyptur til að bæta at- vinnuástand i landi. Reynt var að fá staðfest að flökunarvél ætti að fara I skipiö. Fyrst var Ólafur Kjartansson framkvæmdastjóri útgerðarfélags N-Þingeyinga spurður. Hann sagð- ist ekki vita það og þar sem mér þótti liklegt að ég heföi misheyrt svarið, itrekaði ég spurninguna og fékk aftur sama svar. ,,Ég nenni ekki að tala við blöð” Næst var Benedikt Sveinsson lög- fræðingur og milligöngumaður um togarakaupin spuröur. Hann svar- aði: „Ég veit ekki hvort ég á að vera að gefa ykkur upplýsingar, til þess að þiö getið haldiö áfram að niða niöur þessi kaup. Ég nenni ekki að tala við blöð fyrir kaupenduma, það er ekki mitt hlutverk.” Þá var talað við Guðmund ólafs- son yfirmann lánadeildar Fram- kvæmdastofnunar rikisins og taliö vist að engar breytingar væru gerðará skipinu, nema meö vitund og samþykki stofnunarinnar, sem rikisstjórnin hafði falið að annast um fjármálahlið kaupanna. En, eins og fyrr er komið fram, upp- lýstist að þar á bæ er ekki gert ann- að i þessu máli en að borga. Satt eða iogið? Þá var ekki annaö eftir en að leita tilseljenda skipsins, sem, eins og fyrr hefur komið fram, eru norskiroger útgerðarfélag Iversen bræðra. Visir náði sambandi við Harald Iversen og þá kom enn eitt undrunarefnið á daginn. Harald Iversen fullyrti að kaupsamningur hefði enn ekki verið gerður og þvi vildi hann engar upplýsingar gefa, þar sem þær kynnu að geta haft slæm áhrif á söluna. Forsvars- menn útgerðarfélags N-Þing- eyinga voru þó hinir bröttustu og sögðu Iversen fara með rangt mál, kaupin væru gerð og ekki yröi aftur snúið. Niðurstaöan var þá sú að ekki fékkst úr þvi skorið hvort hug- myndin væri að setja flökunarvélar i skipið, en ýmislegt annað kom á daginn i þeirri könnun. Samantekt... Samantekt á niöurstöðum þessa máls eru i' stuttu máli á þennan veg: Ákveðiö er að kaupa rækjutogara iNoregi tilaðauka atvinnu á Þórs- höfn. Togaranum þarf að breyta all verulega til að hann geti sinnt hlut- verki sinu sem botnfiskveiðiskip og heildarverðið verður 3-3,5 milljarðar. Rikisstjdrn tslands ákveöur að samþykkja kaupin eftir að þing- menn kjördæmisins og Fram- kvæmdastofnun hafa eindregiö mælt með kaupunum og ákveður jafnframt að lána kaupendum allt kaupverðiö. Einnig ákveður stjórn- in að gera undantekningu frá regl- um sinum um að skip fari úr landi fyrir hvert sem inn kemur. Ekki verður séð aö Fram- kvæmdastofnun hafi gert neina marktæka könnun á hvernig at- vinna á Þórshöfn veröi aukin á hagkvæmastan hátt, enda fást gögn hennar ekki til lestrar eöa birtingar né heldur standast rök talsmanns stofnunarinnar sem komu fram i sjónvarpsviðtali. Þingmenn kjördæmisins virðast heldur ekki hafa kynnt sér hvaða lausnir væru tiltækar, áður en þeir beittu sér fyrir togarakaupunum. ...i stuttu máli Margir þeirra manna sem fjalla um þetta mál, tregöast við að veita umbeönar upplýsingar. Mörg rök benda til að ýmsaraðr- ar leiðir hefðu dugað betur til aö auka atvinnu Þórshafnarbúa og að auki kostað brot af togaraveröi. Og að lokum: Hvert fiskiskip, sem bætist i flotann, tekur afla frá öðrum, þvi fiskistofnar eru full- nýttir. Jafnframt dregur að sama skapi úr vinnu i öðrum frystihús- um. Þó er ef til vill lengst gengið i sérstæðum vinnubrögðum, ef satt reynist að þetta skip, sem er keypt á svo dæmalausan hátt, til að auka atvinnu á Þórshöfn, á að flaka afl- ann og frysta um borð og sigla með hann beint á markað erlendis. SV

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.