Vísir - 07.01.1981, Side 18
18
Miðvikudagur 7. janúar 1981
VlSIR
mannllí
Margrét reiddist drottningunni:
Kjafta ð i frá
kvennamalum
Filipusar
i bókinni er komið inn á
kvennamál Filipusar og nefndar
ýmsar sögusagnir án þess að
nokkuð sé staðfest. Þar er m.a.
frá þvi skýrt, að Margrét prins-
essa hafi reiðst ákaflega er
drottningin kom i veg fyrir áform
hennar um að giftast Peter
Townsend á sinum tima og i bræði
sinni hafi hún hreytt nokkrum
kjaftasögum um Filipus framan i
systur sina.
„Vissi drottningin
kannski, að
heittelskaður
eiginmaður
hennar
hafði lent i bilslysi ásamt ó-
nefndri konu”? — spurði Margrét
og auðvitað vissi Elisabet ekkert.
— „Var drottningin kannski sú
eina sem ekki vissi hvað fram fór
i „Fimmtudagsklúbbnum”, sem
Filipus var meðlimur i?” —
spurði Margrét aftur og skýrði
siðan systur sinni frá „vissum
skemmtiatriðum” sem boðið var
upp á i lokuðum einkasamkvæm-
um klúbbsins.
Ýmislegt fleira varðandi
kvennamál Filipusar er nefnt i
bókinni og eru þær sögur hvorki
staðfestar né bornar til baka. Að
öðru leyti er honum borin vel sag-
an og eru menn sammála um, að
útkoma bókarinnar kasti hvorki
rýrð á persónu hans
né álit konungs-
fjölskyldunnar.
Advörun
Miðill einn 1 Nevv
York, Robert Petro,
kveðst hafa séð fyrir að
John Lennon var i niik-
illi hættu viku áður en
hann var myrtur. Petro
reyndi að ná sambandi
við Lennon en vegna
anna hins síðarneínda
tókst ekki að koma þvi
i kring. Petro kveðst
þá hafa sent Lennon
hréf þar sem hann
varar hann við ^
hættunni. en
allt kom fvrir JU
ekki.
n
1
Breskir fjölmiðlar
hafa löngum haft mik-
inn áhuga á högum
konungsfjölskyldunnar
þótt flestum beri saman
um að hnýsnin hafi
keyrt um þverbak sl.
sumar og haust.
Kvennamál Charles
prins hafa mjög verið i
sviðsljósinu og i press-
unni las breska þjóðin
um það, að Anna væri
með barni áður en sum-
ir meðlimir konungs-
fjölskyldunnar vissu
það. Hefur ágengni
blaðamanna verið slik,
að tvisvar með stuttu
millibili hafa borist
kvartanir úr konungs-
garði.
En það er ekki einungis pressan
sem fræöir breskan al-
menning um það sem gerist innan
veggja Buckinghamhallar. Bæk-
ur eru gefnar út um konungsfjöl-
skylduna og nýlega kom út ein
slik, sem fjallar að mestu um
Filipus drottningarmann. Bókin
er eftir Peter nokkurn Lane og
hefur sá áður ritað bækur um
Charlesprins og drottningarmóð-
urina. Hann kvað vera i góðum
samböndum við ýmsa úr hirðinni
og starfsmenn hallarinnar og að
þvi leyti eru f rásagnir hans taldar
áreiðanlegar, að þvi marki sem
búast má við i bókmenntum af
þessu tagi.
Afmælisbarnið Fank Sinatra fær sér léttan kúrekasnúning viö konu
sina Barböru.
GAMLINGJARN-
IR GAMNA SÉR
— I afmælisveislu Sinatra
Elli kerling hefur misjöfn áhrif
á menn og sumir bjóða henni
birginn eins og hún væri ekki til.
Þannig er það með margar kvik-
myndastjörnurnar i Hollywood,
sem komnar eru af léttasta
skeiði, og þeir sem harðastir eru
láta sig sjaldan vanta þegar gott
samkvæmi er annars vegar.
1 afmælisveislu, sem hin 49 ára
gamla Barbara Marx hélt i tilefni
65 ára afmæli eiginmanns sins,
Frank Sinatra, nýverið voru eng-
in aldurshámörk. Þar skröltu
gamalmenni innan um kornungar
stúlkurnar, og voru sumir hverjir
tindrandi fyrir elli sakir. Og allir
voru klæddir samkvæmt nýjustu
kúrekatisku.
Fyrstur mætti til leiks hinn si-
ungi 76 ára gamli Gary Grant i
fylgd með Barbarú Harris, 29 ára
gamalli enskri vinstúlku sinni. Á
eftir honum steppaði Fred
Astaire inn isalinn, 81 árs að aldri
og hress að vanda ásamt konu
sinni Robyn, sem er 36 ára gömul.
Siðan skjögruðu þeir inn hver af
öðrum og hver öðrum eldri og
hressari og voru meðfylgjandi
myndir teknar i samkvæminu.
Margrét prinsessa lét ýmislegt
fjúka i reiði sinni.
Elisabet drottning vissi ekkert.
Filipus prins: Óstaðfestur orð-
rómur.
Fred Astaire steppaði léttur að
vanda ásamt konu sinni Robyn, 36
ára, i veisluna.
Cary Grant 76 ára mætir fyrstur
til leiks ásamt vinstúlku sinni,
hinni 29 ára gömlu Barböru Harr-
Burt Lancaster 67 ára var i hópi
hinna yngri sem mættu til veisl-
unnar og hér er hann i fylgd með
vinstúiku sinni Jackie Bone.