Vísir - 26.01.1981, Blaðsíða 16

Vísir - 26.01.1981, Blaðsíða 16
Lesandi hringdi Ég var að lesa VIsi og aldrei þessu vant þá klkti ég á leiðar- ann. Þar var verið að ræða um spurningaþætti og fleira svo- leiðis. Ég les ekki leiðarann oft, en held þó að þar sé yfirleitt fariö meö rétt mál enda er þetta það sem sumir lesa fyrst og fremst i blaöinu og ef til vill eingöngu. Þarna er hinsvegar skrifað um hluti sem ekki standast eins og það að talaö er um Palla banka- stjóra i barnatima Sjónvarpsins. Þó þetta sé litið atriði þá missir maður alla trú á þessu ef ekki er hægt að hafa svona hluti i lagi. Bankastjórinn heitir nefnilega Binni, eöa þannig sko... Sigurður Sveinsson (lengst til hægri) og Ólafur H. Jónsson (lengst til vinstri) stóöu sig mjög vel i leikjunum iÞýskalandi. Palli Andrés skrifar. Ég fylgdist með þvi af athygli þegar óskað var eftir upplýsing- um um þaö á lesendaslðunni hvernig væri að hafa hamstur fyrir húsdýr. Ég hafði hugsað mér að svara fyrirspyrjenda en einhver sem kallar sig önnu varð á undan mér. Hún sagði i svari sinu að ekki væri hægt að mæla með húsdýr- um, þeir svæfu allan daginn og svo ætu þeir allt sem tönn á festi. Ég er aldeilis gáttaður. Sjálfur á ég fjóra hamstra og betri og elskulegri húsdýr get ég ekki hugsað mér. Ætli að Anna sé svona leiðinleg að hamstrarnir hennar sofi bara allan daginn en farisvo á stjá þegar hún leggst til svefns á kvöldin? Minir hamstrar vakna á morgnana hressir og kátir og hefja upp sinn leik sem stendur sleitulaust fram undir kvöldmat. Þeir éta þaö sem þeim er rétt og annað ekki, enda yrðu þeir ekki Nýja myntin ómöguleg 2647-0870 skrifar. Mig langar aö lýsa áliti minu á nýju myntinni sem hefur nú verið nokkurn tima i umferð. Ég veit fjölda dæmi þess að fólk hafi mis- talið myntina i verslunum vegna þess hversu lik hún er. Það er til dæmis ekki mikill munur á krónupeningnum og fimm- krónupeningnum. Myntin er alveg ómöguleg og næst þegar við látum slá fyrir okkur mynt sem verður vonandi fljótlega þarf aö lagfæra þetta. langlifir i minum húsum ef þeir heimtuðu einhverja sérrétti s.s. húsgögn og gólfteppi. Ég vil ráðleggja önnu að fá sér i snatri aðra hamstra og losa sig við þessa leiðindagaura sem hún á núna og sjá hvort hún fær ekki betri og skemmtilegri félagsskap þá. Þessir hamstrar hennar hljóta bar að vera eitthvaö van- gefnir eða þá að þeir eru bara svona illa upp aldir. Hringið í sima 86611 milli kl. 10-12 eða skrifið til síðunnar STvnn BARA JþL. skrifar. Varðandi fjárhagsvandræði Sjónvarpsins vil ég bara segja þetta við forráðamenn stofnunar- innar. Styttið bara dagskrána og reynið að hafa efni hennar boð- legt en ekki eins og verið hefur. Góðlr slgrar í Þýskaiandl en.. H. Gunnarsson skrifar. Þegar þetta er skrifað hafa is- lensku handknattleiksmennirnir unnið sigur gegn heimsmeistur- um Vestur-þjóðverja á þeirra eig- in heimavelli og gert jafntefli gegn þeim i öörum leik. Þessar fréttir vekja undrun og ánægju. Ánægju vegna þess að þetta er gott afrek að leggja heimsmeistarana á þeirra eigin heimavelli en undrun vekur frétt- in vegna þess aö langt er frá að is- lenska liðiö sé fullskipað. 1 liöiö vantar hvorki meira eða minna en leikmenn Vikings ölaf Benediktsson markvörð Vals og hugsanlega einhverja fleiri. Hvað hefði verið hægt að gera ef þeir heföu allir verið með? — Hitt er annað mál aö mér finnst engum greiði gerður með þvi að minnast þess ekki að lið Þjóðverjanna var langt frá þvi fullskipað i þessum leikjum. Ég er ekki að gera litið úr sigri okkar manna en menn skulu varast að ofmetnastaf þessum sigrum. Það hefur áður hent islenska hand- knattleiksmenn að ofmetnast með hörmulegum afleiðingum s.s. i heimsmeistarakeppninni i Danmörku sællar minningar. Snjódingirnir að nálgast húsiö Þórarinn Björnsson hringdi. Það sem mig langar til að vekja athygli á er að hingað hefur kom- ið stór vörubifreið að lóðinni hjá mér á Laugarnestanga 9b með snjó sem mokað hefur verið af götum borgarinnar. Það er auðvitað gott að komast hér að til þess að sturta þessu niöur i fjöruna og er ekkert viö það að athuga. En siöan fór bil- stjórinn að sturta upp á kantinum og nálgaðist óðum hús mitt. Snjó- hrúgurnar eru á aðra mannhæð háar og er engin prýði af þeim rétt við húsiö. Siðan bættist við annar bill á dögunum sem tók upp sömu iðju, sá bill er frá Oki en vinnur á veg- um borgarinnar. Ég ræddi við bil- stjóra hans og spurði hann hvernig stæöi á þvi að þeir gætu ekki sturtað þessu einhversstaöar á fjörukantinum sem er auöur niöur allt Sætún i stað þess að setja þetta allt við húsiö hjá mér. Þá sagöi bilstjórinn mér að hon- Binnl en ekki um hefði verið bannað að sturta þar og þess i stað er ekiö alla leið hingað inn á Laugarnestanga til að sturta. Mér finnst þetta ansi skritið. En hvað gerist svo i dag (fimmtu- dag). Kemur ekki bill með stóran snjófarm og sturtar öllu saman beint i skurð sem er hér fyrir utan en menn frá borginni grófu þenn- an skurð sem er nú alveg stiflaður. Ég hringdi i Pétur Hannesson hjá borginni og sagði honum frá þessu og eftir að hann hafði talað EKKI 7160-7879 hringdi Ég ætla að vona að það sé ekki mælikvarði á umferðargæsluna i höfuðborginni hversu mörgum bilum maður mætir á götunum með aðeins annað framljósið i lagi. Min ósk er sú að þetta sé ekki mælikvarði á gæsluna en það er nú þannig að ég mæti ávallt mörgum bilum á leið frá heimili minu á vinnustað. Ég er búinn að við verkstjóra hjá borginni sögðust þeir ekkert skilja i þvi hver hefði gefið þessi fyrirmæli. Ég er viss um að enginn Reyk- vikingur vildi fá þetta fyrir framan gluggann hjá sér og það er engin ástæða til að taka svona litilsvirðingu þegjandi. Verði nú harður vetur og vor þá verður þetta fram á sumar hérna við húsið hjá mér, ég tala nú ekki um ef þaö verða umhleypingar, þá frVs þetta og verður sennilega hérna fram á haust. Það er ekki hægt að bjóða manni þetta. ILAGI keyra i borginni i fjöldamörg ár og hef aldrei séð eins mörg dæmi þess og núna. Mér hrýs alveg hugur við þessu, þvi þetta er stór- hættulegt t.d. gangandi fólki og öðrum vegfarendum. Ég er undr- andi á þessu andvaraleysi sem lýsir sér i þessu. Auðvitað getur alltaf komið fyrir óhapp en það er ekki gott að horfa upp á allann þennan fjölda bila aka um ljós- lausa i umferðinni. ANNAÐ LJÓSIÐ Hamstrarnir éta bara mat

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.