Vísir - 26.01.1981, Blaðsíða 6

Vísir - 26.01.1981, Blaðsíða 6
vtsm Guðmundur J. Guömundsson og Stefán Ulugason höföu um ýmislegt aö ræöa saman, en Stefán vann lengi hjá Rikisskip. Meöal þeirra félaga er hlutu peningagjafir frá Dagsbrún var Blindrafélagiö. Halldór Rafnar veitir hér gjöfinni viötöku úr hendi Eövarös Sigurössonar. formanns. (Visismyndir EÞS) DagsDrun 75 ára í dag: Gaf 250 búsund nýkr. styrktarfélaga til sex Verkamannafélagiö Dags- brún héltupp á stórafmæli sitt I Lindarbæ i gær, en félagið var stofnaö 26. janúar 1906 og er því 75 ára í dag. t tilefni dagsins færöi formaö- ur félagsins, Eðvarð Sigurös- son, sex styrktarfélögum stór- gjafir fyrir hönd félagsins. Eftirtalin félög hlutu 50 þús- und nýkrónur hvert: Sjálfs- björg, Landsamband fatlaðra —, Styrktarfélag lamaðra og fatlaöra, Elliheimiliö að Hrafn- istu og Elliheimilið að Grund. Þá hlutu Hjúkrunarheimili aldraðra í Kópavogi 25 þúsund nýkrónur og Blindrafélagiö einnig, auk minningargjafar um fyrsta formann félagsins, Hannes M. Stephensen. Alls eru þetta því 250 þúsund nýkrónur eða 25 milljónir gamalla króna, sem Ðagsbrún gefur á þessum timamótum. „Við gátum valið um að hald- in yrði hérna dýrindis veisla eða leggjaféðiannað, og viö völdum frekar að gefa það”, sagði Eð- varö Sigurðsson i samtali viö blaðamann VIsis, um ofan- greindar gjafir. t Lindarbæ var margt um manninn, þar sátu hlið við hlið ráðherrar og verkamenn og undu sér vel. A boðstólum var kaffi og góðgerðir, og ekki var að sjá að góögerðirnar væru af skornum skammti, þrátt fyrir höfðinglegar gjafir þeirra Dagsbrúnarmanna. — AS Mánudagur 26. janúar 1981. ................1 Fjöldi ávarpa var fluttur á afmælinu, þar á meöal flutti Theodór A. Jónsson formaöur Sjálfsbjargar þakkir fyrir gjöf Dagsbrúnar, en hér sést Stefán i góöum félagsskap. Færri fengu sæti en vildu á afmæliskaffi Dagsbrúnarmanna. Veitt var af islenskri gestrisni, kaffi og meölæti. HEITT VATN FANNST í GLERÁRDAL OG KYNDISTÖÐ TEKIN I NOTKUN „Kyndistööin kemur i góöar þarfir núna á kaldasta tima árs- ins, en hér er þó fyrst og fremst um varaafl aö ræöa, sem ég vona aö viö þurfum sem sjaidn- ast aö gripa til I framtföinni”, sagöi Viihelm V. Steindórsson, hitaveitustjóri á Akureyri, þeg- ar ný kyndistöö veitunnar var gangsett á laugardaginn. Kyndistöðiner 12 mw og getur á hverri sekúndu aukið hitastig 55 1 af vatni um 50 gráður C. Upphaflega var ráðgert, að leggja einfalt dreifikerfi fyrir hitaveituna til neytenda á Akur- eyri, þar sem reiknað var með nægu vatni. En þegar dráttur varð á aö nægilegt vatn fengist, þá var ákveðið að leggja tvöfalt kerfi I vatnsfrekustu hverfin. Þetta gerir Hitaveitunni mögu- legt að taka um þriðjung af þvi vatni sem sent er inn á kerfið til baka aftur, þá um 40-45 gráðu heitt. Siðan er skerpt á vatninu upp I 80 gráður og það sent inn á dreifikerfið aftur. Lætur þvi nærri að kyndistöðin samsvari borholu, sem gæfi 40 sek.l. af 80 gráðu heitu vatni. 1 vetur hefur Hitaveita Akur- Sænskir sérfræöingar frá framleiöendum kynditækjanna, sem gangsettu kyndistööina. „Heilög þrenning” hitaveitunnar, Vilhelm V. Steindórsson, hitaveitustjóri, Þorsteinn Sigurösson, tæknifulltrúi og Ingi Þór Jóhannsson, fjármálafulltrúi. eyrar oft verið aðþrengd meö vatn á köldustu timabilunum. Ekki hefur þó komið til skömmtunar, þótt oft hafi legiö nærri, samkvæmt upplýsingum Vilhelms. Veröur kyndistööin þvi fullnýtt fyrst um sinn, ekki sist vegna þess aö þörf er á að létta á borholunum aö Lauga- landi og Tjörnum, þar sem nærri þeim hefur verið gengið undanfarið. 1 húsi kyndistöövarinnar er gert ráð fyrir að hægt sé að bæta við öðrum katli og auk þess tveim rafskautskötlum. Orku- geta stöövarinnar verður þá um 50 mw, en að viðbættum borhol- um Hitaveitunnar lætur nærri aö Hitaveita Akureyrar sam- svari 110-120 mw orkuveri. Tilraunaboranir standa nú yf- ir fyrir Hitaveituna á Glerárdal, skammt fyrir ofan Akureyri. Þar kom borinn Ýmir niður á vatn á um 100 m dýpi I sl. viku. Gefur holan sjálfrennandi 5 sek.l. af 56 gráðu heitu vatni á þessu svæði. Sagði Vilhelm aö ætlunin væri að bora holuna nið- ur á um 300 m, en þá ætti að vera búið ab varpa ljósi á mis- gengi og hitastig á þessu svæði. Með hliösjón af þeim niöurstöð- um yrðu teknar ákvaröanir um vinnsluboranir. Vatnið af Glerárdal er að likindum ekki nægilega heitt til að faia beint inn á dreifikerfið. Taldi Vilhelm þvi liklegt, að þaö yrði tengt viö bakrennslisæö veitunnar i Lundahverfi, en eftir henni færi vatnið f kyndistöðina, þar sem þaö veröur hitaö í 80 gráður C. Fjórum sinnum hefur verið borað eftir heitu vatni á Glérár- dal, fyrst 1930, en alltaf án árangurs. Hins vegar virkjuðu ungmennafélagar á sinum tima sjálfrennandi lindir við Laugar- hól, skammt frá núverandi bor- stað. Leiddu þeir vatniö i sjálf- boðaliðsvinnu i Sundlaug Akur- eyrar, sem nýtur þessa fram- taks ungmennafélaganna enn þann dag i dag. G.S./Akureyri. MINNINGARTONLEIKAR UM JOHN LENNON í AUSTURDÆJARDÍÖI „Mér fannst einhvern veginn að það væri ástæða til að minnast Lennons og færöi það i tal viö Gunnar Þórðarson og Rúnar JUliusson að halda minningartón- leika sem þeirtóku mjög vel I”, — sagði Öttar Felix Hauksson i samtali við VIsi, en hann hefur I félagi við nokkra islenska hljóm- listarmenn hafist handa við aö undirbúa tónleika til minningar um John Lennon. Hljómleikarnir verða haldnir i Austurbæjarbiói, þriöjudaginn 3. febrúar n.k. — „Eftir aö viö höfðum fengið þessa hugmynd ræddum við við nokkra hljómlistarmenn sem hafa hvaö mest tengst tónlist Bitl- anna, s.s. Björgvin Halldórsson, Pálma Gunnarsson, Ara Jónsson, Magnús og Jóhann og fleiri góöa menn sem allir tóku vel i þessa hugmynd” — sagði Óttar enn- fremur. „Þetta verður sem sagt rjóm- inn af islenska poppliöinu og allir gefa sina vinnu en tekjurnar af hljómleikunum renna óskiptar til Geðverndarfélags tslands enda má segja aö dauða Lennons megi tengja við geöveiki þessa ógæfu- manns sem varð honum að bana”, — sagði óttar. A hljómleikunum munu tón- listarmennirnir leika lög Lennons i sögulegu samhengi, Auk þeirra koma fram Þorgeir Astvalds- son, sem verður kynnir og Sigurð- ur Skúlason leikari, sem mun lesa ljóð eftir Lennon. —Sv.G John Lennon ásamt konu sinni Yoko

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.