Vísir - 19.02.1981, Blaðsíða 2

Vísir - 19.02.1981, Blaðsíða 2
2 Fimmtudagur 19. febrúar 1981 Áttu peninga i banka? Arni Guðmundsson: Já, ég á pening f banka. ÞuriAur Guðmundsdóttir, húsmóðir: Jú, en það er ósköp takmarkað. Ömar Asgeirsson, húsasmiður: bað er ósköp takmarkað. Heimir Ólafsson, pipulagningar maður: NeL það á ég ekki. Óli Hilmir Jónsson: Já mikið. vtsm HaldiO uppá 10 ára afmæli Tékk-Kristals á morgun pí viöskiptavinirnlr fá tallegan afmælispakka - segir Erla Vilhjálmsdóttir, eigandi Tékk-Kristals f 9 „Við munum gefa öllum þeim, sem eiga viðskipti við okkur á morgun, fallegan afmælispakka i tilefni afmælisins”, sagði Erla Vilhjálmsdóttir, sem ásamt eiginmanni sinum, Skúla Jóhannes- syni, er eigandi versl- unarinnar ,,Tékk- Kristall,” en verslunin er tiu ára um þessar mundir. „Ég vann i Brauðbæ við af- greiðslustörf í sjö ár áður en verslunin Tékk-Kristall var stofnuð. Viö stofnuðum hana saman hjónin og bræður mfnir, en fyrir sjö árum keyptum við Skúli hlut bræðra minna i versluninni og höfum átt hana ein siðan”. — A hvaða vörur leggið þið helst áherslu? Erla Vilhjálmsdóttir í versluninni. „Við höfum jafnt og þétt aukið úrvalið geysilega mikið. Hjá okkurheld ég fáist eitthvað fyrir alla þá, sem áhuga hafa á fallegum munum. Við erum til dæmis með Bæheims-kristalinn, sem verslunin er nefnd eftir. Bæheims-kristallinner alla vega unninn og þvi misdýr, þvi við leggjum áherslu á að hafa vandaða vöru og góð merki, en á verði sem allir ráða við. Nýlega byrjuöum við að versla með boröbúnað, hnifapör, matar- og kaffistell og postiúin. Einnig seljum við afsteypur af listaverk- um úr steinefnum.” — Hvernig datt ykkur i hug að fara út f stofnun slikrar versl- unar? „Það hafði ekki verið nema ein verslun af þessu tagi i borginni I 35 ár og við töldum vist aö það væri nægur markaöur fyrir eina verslun I viðbót. Okkur fannst þvi tilvalið að opna verslun sem heföi kristalvörur á boðstólum, en vild- um enn fremur brydda upp á ýmsum nýjungum”, sagði •Erla. —ATA. Flettir Sverrir ofan af múturum? Sverrl boðn- ar mútur? Sverrir Hermannsson, kommissar meö meiru, mun hafa komiö til við- tals um Þórshafnartogar- ann niður i sjónvarp ekki alls fyrir löngu, — veriö reiöur mjög og látiö þau orö falla aö nú heföu sér vcrið boðnar mútur I fyrsta sinn á sinum póli- tiska ferli. Ekki kom þessi staöhæfing fram f sjónvarpsviötalinu, né heldur nafngreindi Sverr- ir þá sem múturnar buöu. Kannski eru þaö hinir sömu og Sverrir vill láta leysa niöur um? Keðjan og Iðggan Eftirfarandi klausu rákumst viö á I Vestfirska fréttablaöinu: „Fyrir nokkru var sagt frá þvi i Vestfirska, aö þegar lögreglan á lsafiröi ætlaöi aö setja inn mann eftir dansleik og losaöi m.a. af honum hálsfesti, áöur en hann fór inn I klefann, haföi hann stympast á móti og hljóö- aö hástöfum. Drukkinn kunningi hans kom aövif- andi og réöist á lögregiu- mennina, þar sem hann taldi aö þcir væru aö kvelja félaga sinn. Nú hefur sá „keöjulausi” beöiö Vestfirska fyrir eftirfarandi ljóðmæli, sem ber aö skoöast sem kveðja til lögreglunnar á ísafiröi. Kristján sá, sem nefndur er I visunni, mun vera Kristján R. Guðmundsson varöstjóri. Engan þarf aö undra þaö þótt öðlist næturgesti, fyrst slfkar kvalir kostar aö Kristján leysi festi. Bændur blnga Búnaöarþing stendur nú yfir og sitja þaö 25 bændur vlösvegar aö af landinu. Kunnugir telja aö umrætt þing hafi ákaf- lega takmarkaö gildi, en auövitaö er ekkert viö þvf að segja ef bændur vilja sitja á kjaftatörn I hálfan mánuö. Hinu má svo velta fyrir sér hvort rétt sé aö rlkið greiði þeim laun á meöan, þótt vafa- laust megi leiöa rök aö þvl, aö sllkt borgi sig fyrir skattgreiðendur, ef viö- komandi bændur fram- leiddu eitthvaö minna fyrir bragöiö. Sumir myndu jafnvel segja aö þaö borgaöi sig aö hafa alla bændur á Búnaöar- þingi — alltaf. Jón Baldvin kominn I íþróttafréttimar. Jón Baldvin I handboita Flestir tslendingar brugöust glaöir viö þegar þeir fréttu af glæstum sigri Islenska handknatt- ieikslandsliösins yfir óly mplu m eisturu m Austur-Þjóðverja. Venju- legt fólk leit á þetta sem meiriháttar afrek á Iþróttasviðinu, en Jón Baldvin Hannibalsson setur hlutina i viöara samhengi. Ekki veröur annaö séö á leiðara Alþýöublaösins i gær, en aö hér sé ekki bara um aö ræöa sigur I handbolta- leik — heldur hafi saman- lagður heimskommún- isminn veriö lagöur aö velli, og gott ef ekki Var- sjárbandatagiö llka. Þessi viska úr Jóni fer ekki vlða í Alþýðublaöinu, en Sandkorn birtir hér nokkur gullkorn úr leiö- aranum, svo lýöurinn megi sjá hvernig iþrótta- fréttir eru skrifaöar á þeim bæ. „Þegar áhugamenn sem vinna fullan vinnu- dag, og hann langan, eins og lslendingar gera, sýna hinni þjóönýttu iþrótta- maskinu i tvo heimana, eins og geröist i Laugar- dalshöll um helgina, þá er þaö mikið afrek. Þaö er aöeins á færi mikilla at- gervismanna. Sigur Islenska landsliösius var sannarlega ekki Islenska rlkinu til dýrðar. Þetta var sigur einstaklinga, frjálsborinna manndóms- manna, gegn hugarfari þrælahaldsins”. Og hananú! Geröur löt viö kven- réttindafundina. Gerður og KBFÍ Gerður Steinþórsdóttir, framsóknarkona á framabraut.talar nokkuö napurlega um Kven- rcttindafélagiö I viötali viö Helgarpóstinn nýlega. Henni finnst félagiö gamaldags og baráttuað- ferðirnar áhrifalitlar. „Þaö eru dæmigerð vinnubrögö, aö fyrir kosningar skrifar félagiö bréf og hvetur flokkana til þess aö skipa konur I örugg sæti. Slöan er ekk- ert gert til þess aö vinna aö málinu og jafn fáar konur og áöur ná kjöri. Eftir kosningar er skrifaö annaö bréf til flokkanna þar sem þaö er harmaö”. HeimildarmaÖur Sand- korns hvislaði þvl, aö sér þætti þetta nokkuð haröur dómur hjá Geröi, þvi hún hcföi sjálf setiö I stjórn félagsins, en ekki látið svo lítið aö mæta á boðaða fundi. Mfðg elskulegtl óli var búinn að vera atvinnulaus lengi, þegar hann sá að Strætisvagnar Reykjavíkur auglýstu eftir vagnstjóra. óli dreif sig á fund starfsmanna- stjórans. Starfsmannastjórinn: „Segið mér ólafur, drekkiö þér?” Óli: „Mjög elskulegt af yöur. Jú, þökk fyrir, en eigum við ekki aö ganga frá atvinnuumsókninni fyrst?” Lána ekkert 1 Sandkorni I gær var frá því skýrt að fyrirtækið Sameign h.f., skráö eign þeirra Hjalta Geirs Kristjánssónar og Guö- rúnar Kristjánsdóttur, legöi m.a. stund á lána- starfssemi. Aöstandend- ur fyrirtækisins hafa beö- iö Sandkorn að koma þvl á framfæri aö svo sé ekki, og er hér meö oröiö viö þeirri beiðni. Páll Magnússon, blaöamaöur, skrifar.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.