Vísir - 19.02.1981, Blaðsíða 8
vtsm
Fimmtudagur 19. febrúar 1981.
VÍSIR
Otgefandi: Reykjaprent h.f.
Ritstjóri: Ellert B. Schram.
Ritstjórnarfulltrúar: Bragi Guðmundsson, Ellas Snæland Jónsson. Fréttastjóri
erlendra frétta: Guðmundur Pétursson. Blaðamenn: Axel Ammendrup, Arni Sig-
fússon, Frlða Ástvaldsdóttir, Gylfi Kristjánsson, lllugi Jökulsson, Jóhanna Sig-
þórsdóttir, Kristfn Þorsteinsdóttir, Páll Magnússon, Sigurjón Valdimarsson,
Sveinn Guðjónsson, Sæmundur Guðvinsson, Þórunn Gestsdóttir, Blaðamaður á
Akureyri: Gísli Sigurgeirsson. Iþróttir: Kjartan L. Pálsson, Sigmundur O.
Steinarsson. Ljósmyndir: Bragi Guðmundsson, Emil Þór Sigurðsson, Gunnar V.
Andrésson. Utlitsteiknun: Gunnar Trausti Guðbjörnsson, Magnús Olafsson. Safn-
vörður: Eirikur Jónsson.
Auglýsingastjóri: Páll Stefánsson.
Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson.
Ritstjórn: Siðumúli 14, simi 80611, 7 linur.
Auglýsingar og skrifstofur: Síðumúla8, Simar 86611 og 82260.
Afgreiðsla: Stakkholti 2-4, simi 86611.
Áskriftargjald kr. 70 á mánuði innanlands og verð i lausasölu 4 nýkrónur eintakið.
Visir er prentaður i Blaðaprenti, Siðumúla 14.
Togarakaupin til Þórshafnar og Raufarhafnar erueitt samfellt hneyksli. Forsendur,
kaupverð, greiðslur rekstur, málatilbúnaður, allt er gjörsamlega í lausu lofti. Og á
meðan rifast þingmenn um það hver taki niðrum hvern.
Togarakaupin til Þórshafnar
og Raufarhafnar taka sífellt á
sig nýja og skringilegri mynd.
Óþarfierað rifja það upp, að
ríkisstjórnin og Framkvæmda-
stofnunin samþykktu fyrr á ár-
inu að lána 100% til þessara
skipakaupa, samkvæmt ósk
þingmanna kjördæmisins, á
þeirri forsendu að koma í veg
fyrir atvinnuleysi. Þó var vitað
að næg atvinna hefur verið í
nefndum plássumm að undan-
förnu, og útgerð á togara verður
með svo miklum hallrekstri, að
borin von er til þess að kauptúnin
geti undir honum staðið.
Þetta var fyrsta vers. Svo kom
annað vers. Enginn vildi al-
mennilega kannast við að bera á-
byrgð á þessari ákvörðun. Ríkis-
stjórnin vísaði á Framkvæmda-
stofnun, Framkvæmdastofnun
vísaði á þingmennina, en þing-
menn vísuðu á heimamenn.
Bónarbréf þingmannanna lá
ekki á lausu, enginn þóttist hafa
það undir höndum, og það litla
sem spurðist út, var að forsætis-
ráðherra hefði borið upp tillög-
una um heimild til skipakaup-
anna, með vísan til meðmæla
Sverris Hermannssonar og
Bjarna Einarssonar hjá Byggða-
sjóði. Steingrímur Hermannsson
viðurkenndi að honum litist illa á
kaupin, en hann hefði látið und-
an þrýstingi þingmanna.
Þetta var annað vers. Svo kom
þriðja vers.
Nú upp úr áramótunum var
upplýst að kaupverð væri ekki
lengur 25 milljónir króna heldur
33.6 milljónir. Alla rak í roga-
stans og ráðherrar jafnt sem
kommissarar afneituðu togaran-
um þrisvar meðan almenningur
hrópaði tvisvar, hneyksli,
hneyksli.
Og vitaskuld er það hneyksli að
einn togari geti hækkað i verði
um 8.4 milljónir króna á nokkrum
vikum, án þess að nokkur ábyrg-
ur aðili hafi um það hugmynd,
hvað þá þeir, sem eiga að borga
brúsann.
Þetta var þriðja vers og nú
upphófst f jórða vers.
Stjórn Framkvæmdastofnunar
tilkynnti að hún myndi aðeins
greiða 20% af upphaflegu verði,
eins og fyrri samþykkt hennar
hafði hljóðað upp á. Ljóst var því
að stóra upphæð vantaði til að
endar næðust saman. Sverrír
Hermannsson kom nú fram i
sjónvarpi og upplýsti þjóðina um,
að ýmsir væru með allt niðrum
sig og kaupendur og umboðs-
menn væru með óhreint mjöl í
pokahorninu. Formaður fram-
kvæmdastofnunar Eggert Hauk-
dal, taldi forsendur brostnar
fyrir fyrirgreiðslu Byggðasjóðs
og allt virtist benda til þess, að
togarakaupin væru úr sögunni.
Enginn gat reiknað með því að
auralausir Þórshafnar- og
Raufarhafnarbúar gætu greitt
mismuninn, þótt þeir væru hinir
opinberu kaupendur togarans.
Satt að segja hefur fæstum
dottið i hug að spyrja kaup-
endurna álits til eða frá, frekar
en þeim komi málið hreint ekki
við.
Þetta var fjórða vers, en nú
kemur fimmta vers.
Stjórn Framkvæmdastofnunar
tekur ákvörðun um það í fyrra-
dag, að greiða 10% af 33.6
milljónum króna, enda gert sam-
kvæmt tilmælum ríkisstjórnar-
innar segir Sverrir Hermanns-
son. Ekki aldeilis segir ríkis-
stjórnin. Iðnaðaráðherra kallar
það „yfirgengilegt" og nú ætlar
Stefán Jónsson alþingismaður að
taka niðrum Sverri Hermanns-
son. Steingrímur mótmælir að
hann hafi f lutt tilmælin, en telur
það þó „skömminni skást" að
reyna að ná skipinu heim.
Þetta var fimmta vers og
sjálfsagt er það sjötta á leiðinni
ef marka má umræðurnar á
alþingi í gær.
Nú má vera, að þingmenn telji
það vera aðalatriðið, hver leysi
niðrum hvern, eða taki ákvarð-
anir sínar út frá því, hvað sé
„skömminni skást", en í augum
almennings, skattborgaranna, er
þetta mál eitt samfellt hneyksli.
Það er skólabókardæmi um
fyrirgreiðslupólitík af argasta
tagi.
niínnkárborö
Tvö mál hafa þróast á þann
■ veg slöustu daga aö þau kunna
■ aö reynast rlkisstjórninni dýr-
■ keypt áöur en lýkur. Þá á ég
■ ekki viö flugskýlamáliö svokall-
aöa, sem kann aö reynast ríkis-
■ stjórnarflokkunum þýöingar-
mikil undankomuleiö út úr
stjórnarsamstarfi, ef önnur mál
eru á leiö I strand. Ég á viö fisk-
® verösmáliö og svo kaupin á
B togaranum umdeilda til Þórs-
■ hafnar, sem almenningur á
höfuöborgarsvæöinu álitur eitt-
hvert argasta hneykslismál siö-
ari ára.
„In memoriam" ný-
króna.
■ Nýtt fiskverö hefur veriö
■ ákveöiö eftir mikiö fimbulfamb
■ stjórnarflokkanna og aö þvi er
■ Morgunblaöiö segir gegn vilja
forsætisráöherra og meirihluta
B rikisstjórnarinnar. Nú er ekki
allt heilagur sannleikur sem i
mogga stendur og vera kann aö
■ hér skolist málin eitthvaö til. En
sé þaö satt aö rneirihluti þing-
flokka hafi veriö notáöur til þess
aö kúga meirihluta rikis-
stjórnar og sjálfan forsætisráö-
herra er hér alvarlegt mál á
feröinni, sem vafallstiö reynist
stjórnarsamstarfinu dýrkeypt
áður en lýkur. Veröur ekki hjá
þvi komist aö spyrja, hvaö
| fleira hangi á spýtunni, þvl
varla veröur þvi trúaö á suma
stjórnarþingmenn aö þeir hafi
léö máls á sliku án þess aö fá
eitthvað fyrir sinn snúð.
Kannski fleiri Þórshafnarmál
séu væntanleg á næstunni?
Rikisstjórnin heíur gumað
mikiö af þvi að gengi hinnar
nýju krónu skuli haldiö stööugu.
Að visu hafa nokkrir mánuöir
veriötilnefndir til að byrja meö,
en almenningur hefur viljaö
trúa þvi aö reynt veröi aö halda
hinni nýju krónu áfram I horf-
inu. Hiö nýja fiskverö gengur af
þeim vonum dauöum. Þaö er
ekkert annaö en hrein og klár
gengisfelling, hvaö sem stjórn-
málamenn vilja vera láta. Hins
vegar mun vafalitiö veröa reynt
aö falsa gengisskráninguna eitt-
hvaö fram eftir ári meö alls
kyns töfrabrögöum. Það hefur
ekki önnur áhrif en þau aö fall
hennar veröur þvi meira þegar
rétt skráning verður tekin upp
aö nýju.
Launajöfnunarstefna
skipreika.
Launajöfnunarstefna rikis-
stjórnarinnar hefur einnig beöiö
skipbrot. Hún geröi þaö raunar
aö nokkru leyti strax I ASI-
samningunum, enn frekar i
BHM-dómnum og áfram seig á
ógæfuhliöina i nýjum BSRB-
samningum. Sennilega tekur þó
Magnús Bjarnfreðs-
son telur að tvö mál
geti orðið rikisstjórn-
inni dýrkeypt. Þar á
hann við fiskverðið og
togarakaupin til Þórs-
hafnar og Raufarhafn-
ar. Og hvar er nú rann-
sóknarblaðamennskan
spyr Magnús og hefur
þá i huga ummæli
Sverris Hermanns-
sonar, þar sem hann
fullyrti að leysa þyrfti
niður um kaupendur og
umboðsmenn i sam-
bandi við togarakaup-
in.
fyrst steininn úr i sjómanna-
samingunum. Ekki hefur að
minnsta kosti bólað á þvi aö sjó-
menn hafi sýnt lit á neinni
launajöfnun. Væntanlega mun
veruleg kauphækkun til handa
sjómönnum koma þeim mest til
góða, sem hæst hafa launin
fyrir. Skipstjórar meö tugi þús-
unda i laun á mánuöi munu
væntanlega fá nokkru fleiri viö-
bótarkrónur i launaumslög sin
en hásetar á litlum bátum, sem
sækja sjóinn I vonskuveöri og
afla ekki nema rétt upp i kaup-
trygginguna. Hvergi er launa-
misréttið jafn hróölegt og innan
sjómannastéttarinnar. Ofan á
allt saman standa svo láglauna-
menn og einstæöir foreldrar i
þvi aö borga skatta fyrir há-
launamennina til sjós — sem er i
raun ekkert annað en beinin
styrkur til útgeröarinnar. Hin
mikla og ótimabæra hækkun
fiskverösins mun enn ýta undir
þetta launamisrétti.
ódaunn af skipakaupum
Togarakaupin til Þórshafnar
eru helsta umræöuefnið manna
milli, þegar þetta er skrifaö.
Sjaldan hefi ég oröiö var viö
eins samdóma fordæmingu
almenningsálits á hentistefnu-
aögeröum islenskra stjórn-
málamanna eins og i þessu
máli. Fjárhæöin ein, sem variö
er til þessara skipakaupa er
kapituli út af fyrir sig. Fyrir þá
upphæö væri unnt aö skapa
varanleg atvinnutækifæri fyrir
fjölda fólks og koma mörgum
skikkanlegum iönfyrirtækjum á
fót. Til dæmis á Þórshöfn. En
engu sliku er ansað. Þaö er I
samt ekki upphæðin sjálf, sem
fólk hneykslast mest á, heldur |
málsmeöferöin. Menn fá óút- J
fylltan tékka i hendur og |
ráöskast meö hann eins og þeim ,
sýnist i skjóli þess að aðgangs- |
haröir fyrirgreiöslumenn á —
Alþingi muni knýja kaupin |
fram. Þaö hafa þeir gert. Þaö er m
ábyggilega eins gott fyrir |
Framsóknarflokkinn að þing- ■
kosningar séu ekki á næsta leiti ■
á höfuöborgarsvæöinu og aö ■
kaup þessa togara veröi gleymd ■
og grafin, þegar þær fara fram. ■
Hvar eru nú
rannsóknarblaðamenn?
Ekki ómerkari maöur en for- g
stjóri Framkvæmdastofnunar ,
og forseti neöri deildar Alþingis
lét fastlega aö þvi liggja I
sjónvarpsviötali um siöustu
helgi aö sitthvaö væri óhreint I m
þessum málum. Ég heyröi ekki
betur en hann segðist telja þörf ■
á þvi aö leysa niöur um ■
kaupendur og umboösmenn. ■
Hvaö átti maöurinn viö? Hann B
er ekki slikur ómerkingur aö orö ■
hans veröi þöguö i hel, nema hin ■
pólitiska samtrygging i öllu sinu ■
veldi komi til. Hvergi i ®
lýðræðisrikjum vesturlanda
kæmust menn upp með þaö á
láta slik orö eins þingforsetanna
sem vind um eyru þjóta — nema
kannski hér. En ég spyr? Hvar I
eru nú rannsóknarblaöamenn?
Hvaö átti þingforsetinn við?
Hverjir hafa óhreint mjöl i
pokahorninu? Verði ekki þetta |
mál krufið til mergjar og hann
annaöhvort geröur ábyrgur
oröa sinna eöa þá aö þeir sem
hann ásakaöi látnir gera hreint |
fyrir sinum dyrum, hlýtur m
maöur aö álita aö gengi
islenskrar blaöamennsku sé i ■
stil viö gengi nýkrónunnar á I
útmánuöum annó 1981. ■
Magnús Bjarnfreösson.
J
r