Vísir - 19.02.1981, Síða 9

Vísir - 19.02.1981, Síða 9
Fimmtudagur 19. febrúar 1981. VÍSIR 9 váiidámáíbiindpááísiándí Vandamál biindra á íslandi eru mikil og margvísleg eins og þau eru allsstaðar annarsstaðar í heiminum. Blinda er mjög alvarleg fötlun, og getur oft verið lífs- hættuleg, ef ekki er gætt ítrustu varfærni af hálfu þess sem blindur er og þeirra sem hann umgengst. Samkvæmt nýjustu athugunum munu 2 af hverjum 1000 íslendingum vera blindir, eða það mikið sjón- skertir að þeir teljast blindir, lögblindir. Lögblinda telst sjón, sem nemur 6/60 eða minna, þ.e.a.s. 10% sjón. Þetta er talið mjög eðlilegt hlutfall og er i dag hagstæðara en það var fyrir 30 árum. Blindir á Islandi skiptast þannig eftir aldri: 6,2% eru á aldrinum 0—14 ára, 21,5% á aldrinum 15—64 ára og loks eru 72,3% 65 ára eða eldri. Blindum má einnig skipta i 2 hópa, þá sem fæðast blindir eða verða það á unga aldri og þá sem blindir verða síðar á ævinni og sést á framanskráðu að siðari hópurinn er mun stærri. Vandamál þessara tveggja hópa eru nokkuð mis- munandi. Of lítið er vitað um þann hóp Islendinga, sem er rétt ofan við þau mörk að teljast lögblindir, enda hættir þeim sem þannig er ástatt um að dylja sjóngalla sina, sem hefur í för með sér mikla frelsis- skerðingu fyrir þann sem á við hana að búa, mun meiri frelsisskerðingu en menn gera sér almennt Ijóst. Þjálfun og kennsla Þjálfun og kennsla er það sem helst getur ráðið bót á þessu. Þjálfun og kennsla blindra ung- barna hefur ekki verið fyrir hendi fyrr en allra siðustu ár. Kennsla og þjálfun foreldra og fjölskyldna blindra ungbarna er ákaflega mikilsverð, og þarf að aukast og alla aðstöðu til hennar þarf að bæta. Á skólaskyldualdri tekur Blindraskólinn við, en hann er deild við Laugarnesskólann. Eftir skyldunám er ekki um neitt skipulagt nám fyrir blinda að ræða hér á landi, og skortur er á námsgögnum. Um þjálfun og kennslu fyrir þá sem blindir verða siðar á æv- inni er heldur ekki að ræða hér á landi. Menntun, kennsla og þjálfun, húsnæðis- og atvinnumál, félagsmál, samneyti sin á milli og við sjáandi samfélags- borgara, þetta allt eru vandamál blindra á Islandi. Styrktarfélagar Sum þeirra hafa tekið veru- legum framförum á undanförn- um árum, önnur eiga ennþá langt í land. Til þess að vinna að framgangi þessara hagsmuna- mála stofnuðu blindir og sjónskertir Blindrafélagið 19. ágúst 1939. Þeim til stuðnings gerðust vinir þeirra og velunn- arar styrktarfélagar. Aðalstöðvar Blindrafélagsins, samtaka blindra og sjónskertra á Islandi, eru i húsi félagsins við Hamrahlið 17 hér i borg. Þar er skrifstofa félagsins og happ- drætti þess, aðsetur blindraráö- gjafa og hjálpartækjaaf- greiðsla, hljóðbókagerð og safn bóka á blindraletri. Burstagerö Blindrafélagsins og leirmuna- gerð er þar einnig til húsa. Ein- staklingar reka þar körfugerð, bólstrun, gufubað og nuddstof- ur. 26 sjálfstæðar ibúöir fyrir fjölskyldur og einstaklinga eru i húsinu. Að Hamrahlið 17 er höf- uðvigi blindra og sjónskertra á íslandi. Atvinnumöguleikar Mikið hefur áunnist, en betur má ef duga skal. Bæta þarf stórlega aðstöðu blindra i kennslu- og endur- hæfingarmálum. Auka þarf fjöl- breytni i atvinnutækifærum þeirra, og bæta aðstöðu þeirra á vinnustað. Auka þarf skilning atvinnurekenda og samstarfs- manna á þvi að blindir geti ver- ið og séu fullgildir vinnukraftur i islensku atvinnulifi. Þegar blindum sjálfum og almenningi verður þetta ljóst, mun sú inni- lokun og einangrun minnka sem blinda veldur. Ganga þarf þannig frá vinnustöðum þar sem blindir vinna, að þeim stafi sem minnst hætta frá umhverfi sinu og kenna þarf og leiðbeina vinnufélögum þeirra svo að þeir fyrir hugsunarleysi eða vanþekkingu valdi ekki slysum á hinum blinda vinnufélaga sinum. Auka þarf samskipti blindra og sjáandi i félagsmálum. Takist að ná árangri i fyrr- nefndu, munu vandamál blindra á Islandi stórlega minnka -til heilla fyrir land og þjóð. Þá mun blinda verða eins litil fötlun og hún getur nokkurn tima oröið. Lífshættuleg fötlun Bætum stöðu blindra i þjóðfélaginu. Við getum aldrei útilokað blindu, og enginn veit i hvaða fjölskyldu hún drepur næst á dyr. Blinda er vissulega erfið fötlun, en ekki óbærileg ef rétt er á málum haldið. Blinda er lifshættuleg fötlun. Blindir eru á seinni árum sifellt meira á ferli i umferðinni og sifellt á fleiri og dreifðari vinnu- stöðum. Umferliskennsla fyrir þá sem blindir verða á fullorðinsaldri er ekki fyrir hendi hér á landi. Hér þarf að koma á umferliskennslu fyrir blinda. Einnig þarf að kenna sjáandi, bæði ökumönn- um og öðrum vegfarendum aö þekkja hvita stafinn, sem er tákn blindra og þeirra aðal- hjálpartæki i umferðinni. Allir þurfa að læra að virða og þekkja hvita stafinn. Oll vandamál blindra verða best og eölilegast leyst á þann hátt, að lausn þeirra sé i hönd- um hinna blindu sjálfra eða aö minnsta kosti i fullu samráði og samstarfi við þá. Halldór S. Rafnar. neðanmóls ■■■■■■■■ Halldór S. Rafnar, for- maður Blindrafélagsins, samtaka blindra og sjón- skertra skrifar um vandamál þeirra sem fatlaðir eru vegna sjón- blindu. Halldór greinir frá athugunum um f jölda blindra og aðstöðu þess fólks í þjóðfélaginu. Hann hvetur til aukins skilnings á högum þess. AUKIN HERNADARUMSVIF Aukin hernaðarumsvif. Það fer ekki á milli mála að auknum þrýstingi er nú beitt 1 þvi efni að auka umsvif og framkvæmdir vegna dvalar herliðsins i Keflavik. Um langt árabil hafa verið all miklar framkvæmdir á Vellinum sem m.a. má sjá i útþenslu ibúðar- hverfa þar. Aðalverktakar hafa setiö þar einir að jötu og ekki farið hátt um hvað semdist milli þeirra og hersins. Þetta hafa hins vegar ekki þótt hernaðar- lega mikilvægar framkvæmdir og þvi ekki verið mikið i umræðu. Þaö sem fyrirhugað er nú er aftur á móti miklu stærra i snið- um og miðarfyrst og fremst að þvi aö auka hernaðarumsvif. og festa herstöðina enn frekar i neti Bandaríkjamanna. Sótt á um auknar framkvæmdir. Um nokkum tima stóðu deilur um það með hverjum hætti skyldi byggja nýja flugstöð og þó einkum að fjármagna það fyrirtæki. Það er mikil niður- læging i þvi fyrir islendinga að millil andaflug þeirra skuli þurfa að fara i gegnum herstöð- ina. Því er þarfa verk að upp komi flugstöð sem óháð sé hern- aðarbröltinu á Vellinum. Deilurnar um þessa flugstöð hafa legiö niðri um stund og má vera að búiösé að semja um það mál bak viö tjöldin. En þá er það flutningurinn á oliugeymunum. Ljóst er aö fria þarf IbUa Njarðvikur við þeirri mengunarhættu sem af gömlu geymunum stafar. Um þaö trúi ég aö ekki séu skiptar skoðanir. Hitt gegnir aftur á móti furðu þegar nota á þá ástæðu til þess að margfalda geymslurými hersins fyrir oliu. Þetta er mjög dæmigert fyrir þá sem sifellt vilja færa sig upp a skaptið. Það er reynt að nota það sem höfðar til almenningsþarfa ti) að yfirtaka meira og meira. Spurningin er ekki sú hvort Helguvik sé heppilegasti staðurinn til frambúðar fyrii oliugeyma, heldur hitt hvort hér sé verið að auka hernaðarum- svif og auka enn mikilvægi þessarar herstöðvar fyrir aðra en íslendinga. öllum er þaö ljóst aö herstöðin hefur aldrei haft þvi hlutverki að gegna aö verja tsland þó hún sé tæki i hemaðaráætlun NATO til að verjast hugsanlegum árásum eða verða fyrri til. Herstöðin i Keflavik er skotmark öðru fremur. Sprengjuhelt skýli og ný herstöð. Það kemur greinilegafram nú við uppljóstranir um væntan- legar framkvæmdir við að byggja sprengjuheld skýli að búist er við árás á staðinn. Það er lika greinilegt að meira máli skiptir að byggja yfir sprengju- vélarnar, sem eru I viöbragös- stöðu I þeim tilgangi aö drepa og drepa, heldur en aö byggja sprengjuheld skýli yfir Islend- inganna sem i nábýli hersins búa. Fátt sýnir held ég betur hvað þaö skiptir litlu máli fyrir hernaöarstórveldi þó þó fórnað sé tvö þrjú hundruö manns ef þetta blessaöa fólk hefur lent i þerri óhamingju að lenda undir handarjarðri þessara girugu drápsmanna. Dæmin um Viet- nam og Afganistan sýna þetta I skýru ljósi. Varla er hægt að ljúka svona grein um þetta mál að ekki sé minnt á þann boðskap sem á þrykk hefur út gengið að koma upp nýrri birgðastöð fyrir her- liðið. Hér er átt við þá hugmynd sem sett hefur veriö fram um slika aðstöðu i nágrenni Sauðár- króks. Sauðárkrókur hefur nú verið valinn sem liklegastur staður fyrir alþjóölegan vara- flugvöll. Þar gætu herþotur þvi væntanlega athafnað sig. Kári Arnórsson fjallar um umsvif og fram- kvæmdir á Keflavíkur- flugvelli í tilefni af umræöu um byggingu flugskýla. Kári varar einnig viö hugmyndum um varaflugvöll á Sauðárkróki og hvetur Islendinga til að standa vel á verði gegn hvers- konar ásælni hernaðaryf- irvalda og „hernaðar- sjúkra" íslendinga. Flugvöllurinn gæti þvi oröiö varastöð fyrir Keflavikurvöll og yrði þvi' skotmark númer tvö. Trúlega þyrfti einherja her- menn til að gæta birgöanna viö Sauöárkrók ef þessi hugmynd yröi ofan á og þannig kominn visir að nýrri herstöð. Islendingum er mikil nauðsyn aö standa vel á verði gegn hvers konar ásælni hernaðaryfir- valda og hernaðarsjúkra Is- lendinga. Það er ekki aöeins megunin frá oliugeymum hers- ins sem nauðsyn er að losna við heldur öll sú mengun sem hernaðarumsvif valda. Kári Arnórsson Herstöðin á Miönesheiði.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.