Vísir - 19.02.1981, Blaðsíða 10

Vísir - 19.02.1981, Blaðsíða 10
vísm Fimmtudagur 19. febrúar 1981. Hrúturinn 21. mars—20. april Þii þarft að haida vel á spöðunum ef þú ætlar þér að ljúka ákveönu verki. Forð- astu óþarfa útgjöid og láttu ekki reita þig til reiöi út af engu. Nautið 21. april-21. mai Vmsir munu gera þér lifið leitt f dag og þú verður senniiega fyrir ófyrirsjáaniegum töfum f vinnunni. Reyndu að brosa og sjá hvort dagurinn verður ekki þolaniegri. Tv iburarnir 22. mai—21. iúni Ef þú hefur I huga að skipta um vinnu, skaltu iáta það biða um nokkurn tfma. Koma tfmar koma ráö. Vanræktu ekki skyldu þina við fjölskylduna. Krabbinn 21. júni—23. júli Þú kannt að lenda f deilum heimafyrir út af peningamálum. Eyddu ekki um efni fram og brýndu hið sama fyrir öörum fjölskyldumeðlimum. Ljónið 24. júli—23. ágúst Þú kannt að lenda f einhverjum vandræö- um á vinnustað i dag. Þú mætir litlum skilningi og enn minni samstarfsvilja, svo þú skalt fara eigin leiðir. Meyjan 24. ágúst- -23. sept. Frestaðu ferðalagi, þaö er ekki ráölegt aö vera of mikið á ferlinúna. Farðu varlega f umferðinni. Athugaðu alla möguleika vel áður en þú framkvæmir. Vogin 24. sept —23. okt. Nú er um að gera að eyða ekki meiru en til er. Frestaöu öllum framkvæmdum og skipulegðu hlutina upp á nýtt. Vertu heima i kvöld. Drekinn 24. okt.— 22. nóv. Athugaðu alla möguleika vel áður en þú framkvæmir. Framkvæmdu ekkert án þess aö ráðfæra þig viö einhvern sem er öllum hnútum kunnugur. Bogmaðurinn 23. nóv.—21. des. Farðu varlega I umgengni viö allar vélar og rafknúin tæki. Þér mun ganga nokkuö erfiölega að gera sumu fólki til geös. Láttu þaö bara sigla sinn sjó. Steingeitin 22. des.—20. jan. Forðastu óþarfa útgjöld og kauptu ekkert nema brýnustu nauösynjar. Láttu ekki fýlupúka eyöileggja þitt góða skap og geröu eitthvað skemmtilegt i kvöld. Vatnsberinn 21.—19. febr Vanræktu ekki skyldu þfna viö fjölskyld- una, þó svo þú hafir mikiö að gera. Hafðu j eyru og augu opin og leitaðu ekki langt yfir skammt. Fiskarnir 20. febr.—20. mars Þaö er ekki vfst að þér takist að ljúka öllu sem þú settir þér I dag. En örvæntu ekki, koma tfmar koma ráð.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.