Vísir - 19.02.1981, Side 15

Vísir - 19.02.1981, Side 15
VtSIR Fimmtudagur 19. febrúar 1981. Fimmtudagur 19. febrúar 1981. vlsin mannlega. Kunni ekki við að segja stráknum, að það væri nú ekki alveg vist að ég rynni langt á skiðunum, án þess að fara á hausinn. Eg hefði nefnilega ekki stigið á skiði i ein 15 ár, og aldrei verið virkilega öruggur. En þetta var enginn vandi þegar til kom. Ef hú erl rosalega kaidur og kiár Þegar stólalyftunni sleppir eru vegamót. Þú getur valið um margar leiðir niður aftur, en meginleiðirnar eru þrjár. Þú getur fengið þér eitthvað i gogg- inn i „Strýtu”, en ef þú hefur gott valdá skiðunum, þá er upp- lagt að taka „stromplyftuna” áfram upp að „Stromp”. Þegar henni sleppir liggur skiðalandið i Hliðarfjalli fyrir fótum þér. Þig sundlar ef til vill svolitið til að byrja með, en það er ástæðu- laust. Ef þú ert rosalega kaldur og klár á skiðum þá lætur þú þig bara vaða beint af augum. En það er um margar aðrar leiðir að velja. Til að mynda „Hjalt- eyrarleiðina”, sem liggur „norður og niður” til að byrja með, en siðan „út og suður” og endar við Skiðastaði. Er þessi leið mjög fjölbreytileg og ekki mjög erfið, að þvi er mér er sagt. Mig skorti nefnilega bæði kjark og kunnáttu til að hætta mér lengra upp i fjallið en stóla- lyftan náði. En þá var nú að koma sér nið- ur á skiðunum. Ég fór rólega, valdi auðveldustu leiðina, og reyndi að láta litið á mér bera. En hvernig sem ég reyndi þá gat ég ekki beygt nema i aðra áttina, — og það til vinstri. Þótti mér það með ólikindum, þar sem ég hef verið talinn hægri sinnaður. Þar kom að brautin beygði til hægri. Fór þá i verra. í tilburðum minum til að kom- ast til hægri, þá lenti ég út i ótroðnum snjó upp á miðja kálfa. Þegar svo var komið er mér ekki grunlaust um, að ég hafi verið farinn að baða út höndum, likt og fugl að hef ja sig til flugs. Að visuflaugég, en það varð snögg flugferð og á haus- inn steyptist ég i fönnina. Úr þvi sem komið var, þá sá ég ekki aðra lausn en að standa upp aftur, eftir að hafa gengið úr skugga um að ég var óbrot- inn. Siðan renndi ég mér mjög viröulega *það sem eftir var. „Þú hefur velt þér”, sagði ívar Sigmundsson við mig þegar ég renndii hlaðið hjá Skiðastöðum. „Það verður enginn óbarinn biskup”, sagði ég og bar mig borginmannlega. Skellti ég mér I stólalyftuna aftur og siðan aft- ur og aftur. Ég hafði sem sé fengið snert af skiða-,,bakteri- unni” . Hins vegar gerði ég mér ljóst, aö ég var sjálfum mér og öðrum stórhættulegur i fjallinu á skið- um, eins kunnáttulaus og ég var. Ætli ég geti ekki fengið ein- hverja kennslu? sama æfinga- prógramm og I Sun Walley „Það er enginn það góður, að hann geti ekki enn bætt sig með þvi að fá tilsögn”, sögðu þeir Guðmundur Sigurbjörnsson og Vilhelm Jónsson, sem eru aðal- kennarar Skiðaskólans i Hliðar- fjalli, og þeir kunna sitt fag. Guðmundur hefur verið viðloð- Hér i Hliðafjalli er besta að- staðan til skiðaiðkana hérlend- is, bæði hvað varðar allan að- búnaö og ekki siður skiðalandið frá náttúrunnar hendi, sem er fjölbreytilegt, þannig að allir ættu að geta fundið sér brekkur við hæfi”, sagði ívar Sigmunds- son, forstöðumaður Skiðastaða i Hliðarfjalli við Akureyri, þegar blaðamaður Visis heimsótti hann i „fjallið” um helgina. „Þvi er hins vegar ekki að neita”, sagði ívar, „að nokkuð er liðið siðan við náðum þessu marki og fjárveitingar til fram- kvæmda i fjallinu hafa verið skornar viö nögl á undanförnum árum. Þetta hefur orðið til að staðurinn hefur staðnaö nokkuð og það sama á við um aðsókn- ina. Sem betur fer kosnlngar á næsla árí Fyrir kosningarnar 1978 átti aðgeramikiðátaki Hliðarfjalli, að sögn frambjóðenda, en minna hefur orðið um fram- kvæmdir. Sem beturfer eru aft- ur kosningar á næsta ári. Stærsta vandamálið er að lyfturnar anna ekki aðsókn þeg- ar hún er sem mest. Þá mynd- ast biðraðir — mjög langar oftog tiðum — og það er skiljanlegt að fólki f innist litið gaman að fara á skiði upp á það að standa i bið- röðum megnið af timanum. Til að bæta úr þessu, þá þarf að flytja lyftuna sem nú er við Stromp, og setja hana upp sam- siða stólalyftunni. Jafnframt þarf að setja upp nýja lyftu við Stromp, bæði lengri og afkasta- meiri en þá sem fyrir var. Með þessu móti tvöfaldaðist flutningsgetan á stólalyftusvæð- inu, þar sem hinn almenni skiðamaður skiðar, og þeir sem vilja langar og brattar brekkur komast upp i nær allar brekkur i fjallinu. Jafnframt kæmust keppendur að rásmarki. Reikn- að er með að bessi framkvæmd kosti um 2 m. kr, og til viðbótar þyrftum við 1 m. kr. til að reisa þjónustustöð, bæta flóðlýsingu, fjarskiptakerfi og fleira, en það er ekki eins aðkallandi. Þegar þessu er lokið verður skiðasvæðið i Hliðarfjalli orðið mjög frambærilegt á alþjóðleg- an mælikvarða og með sanni verður þá hægt að nefna það miðstöð vetrariþrótta á land- inu”, sagði Ivar. Þrátt fyrir þessa vankanta er „paradis” skiðamanna i Hliðar- fjalli og undanfarið hefur skiða- færið verið mjög gott og sömu sögu er að segja viðast hvar á Norðurlandi. Byrjendum og þeim sem ekki hafa farið á skiði i mörg ár, er ráðlagt að fara fyrst i Hóla- brautina. Vegna þeirra sem þekkja til á Akureyri, skal tekið fram.aðhér erekki áttvið „rik- ið” i Hólabrautinni, heldur meinleysislega afliðandi brekku sunnan við Skiðastaði, þar sem er togbraut. Það þarf enga „töfradrykki” til að fá i sig kjark áður en lagt er i þá braut. Góðar bænir ættu að duga. Nú, þegar menn hafa fengið svolitið sjálfstraust þá er að skella sér i stólalyftuna. Mörg- um óar svolitið við þvi farar- tæki, sérstaklega þeim athöfn- um, að setjast i lyftuna og stiga úr henni aftur. Lyftan á nefni- lega aldrei að stoppa. Ég skellti mér i lyftuna kaldur og ákveð- inn á ytra borðinu, en skal þó fúslega viðurkenna að hjartað var — þið vitið hvar. Það gekk ágætlega að setjast, en þá var eftir að standa upp og komast úr lyftunni þegar upp væri komið. Litill gutti var samferða mér og hann sagði að þetta væri ekkert mál. Ég stæði bara upp og þá rynniégá skiðunum úr lyftunni. Ég játti þessu og bar mig karl- Guðmundur Sigurbjörnsson og Vilhelm Jónsson eru aðalkennarar Sklðaskóians. Skiðaganga nýtur vaxandi vinsæida. „Við fengum lánuð gönguskiði til aö prófa og það er frábært, ætli þetta veröi ekki til þess aö viö förum aö stunda skiðagöngu”, sögðu þær Sigriður Jóhannsdóttir og Gunn- hildur Einarsdóttir. „Þflfl ER LÍKA KUNST Afl DETTfl - Vísip heimsækir skíöastaöi i Hlíöarfjalli Kennslustund I Skiðaskólanum. Snemma beygist krókurinn. Hann er ekki nema þriggja ára sá stutti og heitir Atli. skeiðin, en þeir eldri koma á kvöldin. Þetta er þó ekkert bundið, en ekki eru tekin yngri börn en 5 ára. 10 tima námskeið kostar frá 145-185 kr. og er þá innifalið, ferðir úr bænum kennsla og lyftugjöld. Þú getur lika fengið einkatima fyrir 85 kr. á klukkustundina og mátt taka 3 fjölskyldumeðlimi eða kunningja þina með, en hver þeirra verður að greiða 18 kr. til viðbótar. En hvernig fara nám- skeið fram? „Venjulegast skift- um við hópnum niður eftir getu”, sagði Guðmundur. „Ef um byrjendur er að ræða, þá er fyrsta skrefið að kenna þeim að ganga á skiðunum og svo er það lika kúnst, að detta og standa upp aftur. Það er hættuminna andi skiðakennslu i hart nær 10 ár, en Vilhelm ögn skemur. Er skólinn byggður upp á æfingum, sem skiðakeppinn Magnús Guð- mundsson innleiddi i Hliðar- fjalli á sinum tima. Eru æfing- arnar ættaðar frá Sun Walley, einum frægasta skiðastað Bandarikjanna. Kennslan fer mest fram i hóp- um á 10 tima námskeiðum tvo tima i senn, 5 daga vikunnaar. Eru námskeiðin daglega frá 10-12, siðan 2-4, 5-7 og loks 8-10. Reyndin hefur verið sú að börn og unglingar sækja dagnám- Myndlr og textl: GÍSII Sigurgelrsson, Akureyri tvar Sigmundsson, forstöðumaður Sklðastaöa Þetta er enginn vandi. Þessi æfði sklðastökk af miklum að láta sig „pompa” á rassinn, en eiga það á hættu að steypast fram fyrir sig. Það kann heldur ekki góðri lukku að stýra, að snúa upp i brekkuna þegar stað- iðer upp. Siðan halda æfingará- fram i „Hólabrautini” og þetta kemur stig af stigi. Siðasta tim- ann er siðan farið i erfiðari brekkur”, sagði Guðmundur. Vel Dúinn. bæðl livað varðar klæðnað og sklðl Góð ráð? „Mér dettur fyrst i hug að nefna börnin, það eru allt of mikil brögð af þvi, að þau koma ekki nægilega vel búin þegar kalt er”, sagði Vilhjálmur. „Þetta er bagalegt og kemur niður á árangrinum hjá krökk- unum. Á það raunar við um skiðaferðir yfirleitt, það er nauösynlegt að vera vel búinn, bæði hvað varðar klæðnað og búnað. Það er nauðsynlegt að vera i góðum öryggisbinding- um, rétt stilltum. Það er lika nauðsynlegt að hafa bremsur á skiðunum, þvi annars geta þau runnið frá þér eitthvað út i buskann, — stórhættuleg öðru fólki. Oryggisólarnar eru ekki eins góðar, þvi þær geta orðið til þess að skiðið sláist tii þin i slæmri byltuog slasi þig”, sagði Vilhjálmur. Togbrautirnar i Hliðarfjalli eru opnar frá 10 til 21 og á þriðjudögum og fimmtudögum er stólalyftan opin til 22, en annars er hún opin til 18:45. Um helgar eruallar lyftur opnar frá 10-17:30. Seint verður komist hjá slys- um i fjölmennu skiðalandi, en þeim hefur fækkað stórkostlega i Hliðarfjalli á undanförnum ár- um. Vildi Ivar þakka það snjó- troðurunum, sem hefðu gjör- breytt allri aðstöðu, og ekki sið- ur skiðaskólanum, sem hefði stórbætt skiðakunnáttu almenn- ings. Það eru fleiri en Akureyring- ar sem bregða sér á skiði i Hliðarfjalli. Helgarferðir til Akureyrar hafa notið vinsælda aö vetrum og bjóða Flugleiðir ódýran „ferðapakka” þangað, sem margra annarra staða innanlands. Að lokum má geta þess, að Skiðastaðir eru með skiðaleigu. Það er hægt að fá skiði- skó og stafi, ágætis skiði sem renna vel — já kannski of vel fyrir skussa!!! G.S./Akureyri

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.