Vísir - 19.02.1981, Qupperneq 23

Vísir - 19.02.1981, Qupperneq 23
Fimmtudagur 19. febrúar 1981. 23 Sofia Lára Sveinn Thors Kjarval Hulda Egiisdóttir Sofia Lára Thors lést 10. febrúar sl. Hún fæddist 17. desember 1899 á ísafiröi. Foreldrar hennar voru hjónin Ragnheiður Stefánsdóttir og Hannes Hafstein, fyrsti ráð- herra Islands. Sofia giftist ung Hauki Thors framkvæmdastjóra. Þau eignuðust fjórar dætur. Haukur Thors lést árið 1970 og höfðu þau þá verið i hjónabandi yfir 50 ár. Sofia Lára Thors verður jarðsungin frá Dóm- kirkjunni i dag, 19. febrúar. kl. 15.00. Sveinn Kjarval innanhússarki- tekt lést nýlega. Hann fæddist áriö 1919 i Danmörku. Foreldrar hans voru Tove Merild rithöfund- ur og Jóhannes Kjarval, list- málari. Sveinn ólst upp hjá móður sinni i Danmörku eftir að foreldr- ar hans höfðu slitið samvistum. Sveinn var lærður húsgagna- smiðurhafði lært hjá Jakob Kjær i Kaupmannahöfn. Árið 1949 út- skrifaðist hann sem innanhúss- arkitekt hjá Kunsthandværker- skolen i Kaupmannahöfn. Kom hann heim til Islands og hóf störf hjá húsameistara rikisins. Sveinn ianréttaði margar opinberar byggingar. Sveinn var búsettur hér á landi i mörg ár, en flutti siðan búferlum til Danmerkur og starfaði sem innanhússarkitekt og rak leirmunagerð og verslun á Jótlandi ásamtkonu sinni og dótt- ur. Hann kvæntist eftiriifandi konu sinni árið 1940, Guðrúnu Hjörvar. Hulda Egilsdóttirlést 12. febrúar sl. Hún fæddist 10. júni 1927 á Sauðárkróki. Foreldrar hennar voru hjónin Þórdis Gunnarsdóttir og Egill Jónsson. Hulda var elst systkina og einkadóttir. Ung byrjaði hún að vinna fyrir sér. Vann lengi með föður sinum, sem þá var verkstjóri við vega- lagningar i sýslunni. Árið 1951 giftist hún Sigurði Jóhannessyni, raf virk ja, og eignuðust þau f jögur börn. Þau slitu samvistum. Fyrir nokkrum árum keypti Hulda verslunina Höfn og rak til dauða- dags. Hún verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju i dag, 19. febrúar kl. 10.30. tilkynningar Óháði söfnuöurinn Félagsvist verður spiluð á fimmtudagskvöldið 19. febr. kl. 20.30 i Kirkjubæ. Góð verðlaun, kaffiveitingar. Takið með ykkur gesti. Kvenfélag Kópavogs. Fundur verður haldinn fimmtud. 19. febr. kl. 20.30 i Félagsheimil- inu. Spilað verður bingó. Mætið vel og stundvislega, takið með ykkur gesti. Hvað er Bahái-trúin? Opið hús að Óðinsgötu 20 öll fimmtudagskvöld frá kl. 20.30. Allir velkomnir. — Baháar i Reykjavik. Digranesprestakall Aðalfundur kirkjufélagsins verður haldinn i kvöld íimmtud. kl. 20.30 i safnabarheimilinu. Auk venjulegra aðalfundarstarfa verður myndasýning og kaífiveit- ingar. timarit Æskan er nýkomin út og er þaö fyrsta tölublað 82. árgangs. Blaö- ið er efnismikið að vanda og elnið fjölbreytt. Meðal greina má nefna „Alþjóðaár fatlaðra 1981” eftir Theódór Jónsson, lormann Sjálfs- bjargar, ,,Sá rauöhærði og ég’’ eftir Jóhann Pétur Sveinsson, „Dúfan mina góða” eftir Unni Jörundsdóttur, „Val sem engan svikur” eftir Mjöll Matthiasdótt- ur. Þá kynnir blaðiö lesendum ; sinum þá Hákon Bjarnason og Sigfús Halldórsson. Fjöldi annarra greina, inn- lendra og erlendra, eru i blaöinu og auk þess dægrastytting ýmis- leg, svo sem felumyndir, mynda- sögur, skrýtlur og krossgata. Ritstjóri Æskunnar er Grimur Engilberts. Hvað tannst toiki um flag- KráríKistjdlmiðlanna í gær? | Jóna ölafsdóttir, Vestmanna- j eyjum: 1 sjónvarpi sá ég ekkert j nema fréttir, en hlustaði þess i | stað meira á útvarpið og fannst | mér það i stærstum dráttum I bara ágætt i gær. Þátturinn ■ hans Svavars Gests var mjög • góður og Morgunpósturinn j ágætur. [ Garðar Arason, Vestmannaeyj- j um: Ég sá ekkert nema I fréttirnar i sjónvarpinu i gær, I kom ekki öðru við vegna minnar I vinnu. Annars horfi ég ekki I mikið á sjónvarp. A útvarpið I hlustaði ég meira á, maður | hefur það i gangi svona allan | daginn og satt best að segja fer | flest af þvi fyrir ofan garð og | neðan. Égtók þó eftir þættinum | hans Svavars Gests i gær og I hann er alltaf góður. 1 morgun • hlustaði ég svo á morgunút- | varpið og þótt það sé ágætt j saknaégalltaf þeirra Jóns Múla j og Péturs. Mér þætti ekki úr J vegi að hafa þá svona annan • hvorn morgun. Páll Sveinsson, Vestmannaeyj-1 um: Éghorfði ekkertá sjónvarp | i gær nema fréttir og yfirleitt j horfi égekki mikið á sjónvarp, i | mesta lagi tvö þrjú kvöld i viku i og þá valda þætti. A útvarp > hlustaði ég litið nema J Morgunpóstinn bæði i gær og i ! morgun enda alveg ágætur ! , þáttur. Margrét ólafsdóttir, Vest- I mannaeyjum: Ég hlustaði á I Morgunpóstinn i morgun eins og | aðra morgna og er ég mjög j ánægði með hann. Þetta er j skemmtilegur og athyglis- j verður þáttur, fullur af fróðleg- | um upplýsingum. Á annað | hlustaði ég ekki vegna vinnu > minnar. í sjónvarpi sá ég fréttir j og þóttu mér alveg hroöaleg j verksummerki eftir óveðrið. J Siðan sá ég Vændisborg sem ég J hef fylgst með og finnst mér það J i senn ljótur og fallegur þáttur, ' þótt hið fyrrnefnda hljóti að I verða ofan á. -1 (Smáauglýsingar — sími 86611 OPIÐ: Mánudaga til föstudaga kl. 9-22 Laugardaga kl. 9-14 — sunnudaga kl. 18-22 Hjól-vagnar Honda. Til sölu Honda 350. Uppl. i sima 96-61448. (Hannyrðir Frágangur á allri handavinnu. Höfum allt tillegg. ,Allar gömlu púðauppsetn- ingarnar, yfir 20 litir af flaueli. Klukku- strengjajárn á -gamla verðinu. Sendum i póstkröfu. Uppsetningabúöin, Hverfisgötu 74 simi 25270. Verslun Bókaútgáfan Rökkur. Útsala á kjarakaupabókum og til- tölulega nýjum bókum. Af- greiðslan, Flókagötu 15, miðhæð. er opin kl. 4—7. Simi 18768. Skreytingar við öll tækifæri. Kistuskreytingar, krossar og kransar. Fæðinga- og skirnar- skreytingar. Brúðarvendir úr þurrkuðum og nýjum blómum. Körfuskreytingar, skreytingar á platta. Sendum um land allt. Opið öll kvöld til kl. 9. Garðshorn við Reykjanesbraut, simi 40500. Ét Sumarbústaóir Vantar þig sumarbústað á lóðina þina? I afmælisgetraun Visis er sumar- bústaður frá Húsasmiðjunni einn af vinningunum. ERTU ORÐINN ÁSKRIFANDI? Ef ekki, þá er siminn 86611 M Hreingerningar GólftePDahreinsun . Hreinsum teppi og húsgögn með h’áþrýstitæki 6g sógkrafti. E rum einnig með þurrhreinsun á ullar- teppi ef þarf. Þaö er fátt 'áem stenst tækin okkar. Nú eins og. alltaf áöur, tryggjum við fljóta og 4vandaða vinnu. Ath. afsláttur á fermetra i tómu húsnæöi. Erna og Þorsteinn, simi 20888. (Efnalaugar Efnalaugin Hjálp, Bergstaðarstræti 28 a. Simi 11755. Fljót og góð þjónusta. Efnalaugin Nóatúni 17 hreinsar mokkafatnað, skinn- fatnað og pelsa. Amerisk CSLC aðferð og efni. Sendum i póst- kröfu ef óskað ef. Efnalaugin, Nóatúni 17, simi 16199. Dýrahald_______________ Labrador hvolpur til sölu. Uppl. i sima 34207. Hárgreiðslustofa EIsu Hátveigsvegi 20 simi 29630 Góð þjónusta i þægilegu um- hverfi. Avallt allt það nýjasta i hársnyrt- ingu. Næg bilastæði. Ódýrar vandaðar eldhúsinnrétt- ingar og klæðaskápar i úrvali. Innbú hf„ Tangarhöfða 2,simi 86590. Bílaþjónusta Höfum opnað bilaþjónustu að Borgartúni 29. Aðstaða til smá- viðgerða, boddýviðgerða og sprautunar. Höfum kerti, platin- ur o.fl. Berg sf Borgartúni 29, simi 19620. Dyrasimaþjónusta. Viðhald-nýlagnir. Einnig önnur raflagnavinna. Simi 74196. Lögg.rafv.meistari. Barmnælur — Badger Við framleiðum barmnælur fyrir iþróttafélög, skóla og fyrirtæki. Stærð 30 mmm, verð kr. 3,50. Stærð 64 mm.verð kr. 5.00 pr. stk, Þið leggið til prentað merki eða mynd og við búum til skemmti- lega barmnælu. Ennfremur vasa- spegil i stærðinni 64 mm. Hringið eða skrifið eftir frekari upp- lýsingum, Myndaútgáfan Kvist- haga 5, simi 20252. VeíJiv fyffutu Er ferming hjá þér á næstunni? Ef svo er, þá bjóöum við þér veislukost. Einnig bjóðum viö fjölbreyttan mat fyrir árshátiöir, stórafmæli og alls konar starfs- mannakvöld. Okkur er ánægjan að veita þér allar upplýsingar i sima 4-35-96 kl. 9 til 12. f.h. Múrverk, flisalagnir, steypun Tökum að okkur múrverk, flisa- lagnir, viðgerðir, steypun, ný- byggingar, Skrifum á teikningar. Múrarameistarinn, simi 19672. Dyrasimaþjónusta önnumst uppsetningar og viðhald á öllum geröum dyrasima. Ger- um tilboð i nýlagnir. Uþpí. ’i sirna 39118. Atvinnaiboði Vantar þig vinnu? Þvi þá ekki að reyna smá- auglýsingu i V'isi? Smáaug- lýsingar Visis bera ótrúlega oft árangur. Taktu skil- merkilega fram, hvað þú getur, menntun og annað, sem máli skiptir. Og ekki er vist, að það dugi alltaf að auglýsa einu sinni. Sérstakur afsláttur fyrir fleiri birt- ingar. Visis, auglýsinga- deild, Siðumúla 8, simi 86611. Heimavinna óskast Til greina kæmi þýðingar eða skrifstofuvinna. Þeir sem vildu sinna þessu leggi inn nöfn og simanúmer á augld. Visis Siöumúla 8, merkt „Heimavinna”. Hárgreiðslunemi á 3ja ári óskar eftir atvinnu. Uppl. i sima 71067. 25 ára húsasmiður óskar eftir atvinnu við uppslátt eða aöra svipaða vinnu. Hefur unnið sjálfstætt er vanur járna- lögn. Vinna úti á landi kemur til greina. Uppl. i sima 37179 milli kl. 7 og 10 á kvöldin. Tvitugur maður óskar eftir atvinnu strax. Allt kemur til greina. Einnig óskar 23 ára gömul kona eftir atvinnu strax. Er vön afgreiðslu en margt annað kemur til greina. Uppl. i sima 22716. -V

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.