Vísir - 19.02.1981, Side 27

Vísir - 19.02.1981, Side 27
Fimmtudagur 19. febrúar 1981. VfSIR Leikfélag Akureyrar: Skáld Rósa Höfundur: Birgir Sigurðsson Leikstjóri: Jill Brooke Arnason Leikmynd: Steinþór Sigurðsson Búningar: Freygerður Magnús- dóttir Lýsing: Steindór Sigurðsson og Viðar Garðarsson. Bjartsýni kann að vera kristi- leg dyggð, en leikritaskáld ættu að iðka hana af hófsemi. í Skáld- Rósu segir Birgir Sigurðsson raunasögu konu. Eftir skelfingar, sem yfir hana dynja og hún veld- ur mestu um sjálf, virðist i lokin vera bjartara framundan. Jafn- vel þótt rétt sé, að Rósu hafi ekki |farnast illa, eftir að hún hvarf frá manni sinum, þá er ekki sjálf- sagt, að leikritið lagi sig eftir veruleikanum. Skáldum ber að halda sig i hæfilegri fjarlægð frá Þuriður Schiöth, Nanna I. Jónsdóttir, Björg Baldvinsdóttir og Ósk Arsælsdóttir i hlutverkum sinum i Skáld-Rósu i uppfærslu Leikfélags Akureyrar. ORLAGASAGA honum og taka ekki of mikið tillit til hans. Það er galli á leikritinu, að höfundur lætur rofa til i þvi svartnætti, sem gengið hefur yfir Rósu. Það hefði verið meira bragð að þvi aö láta leikritinu ljúka, þegar Rósa hefur lagst með vinnumanni sinum. Þá hefði fátæktin orðiö ömurlegri, siða- boðin grimmari, sumar persón- urnar stórfenglegri, aðrar enn vesælli en þær eru nú. 1 leikritinu er rakin saga Rósu frá þvi hún er ung stúlka á sýslu- mannssetri Páls Melsteö, þar til hún skilur viö mann sinn, ólaf, og hafa þá liðið þrettán ár. Rósa festir ung ást á Páli, þegar þau dvelja saman á Mööruvöllum i Hrögárdal. Páll veldur þó þvi, að dóttir amtmanns veröur þunguð. Hann kvænist önnu Sigriði, barnsmóður sinni og veröur siðar sýslumaöur. Þaö er gefið til kynna i leikritinu, að hann hafi aldrei getað gleymt Rósu og hann hafi svikið hana vegna veiklyndis sins og vegna þess, að hann mat frama og öryggi meir en ást sina á Rósu. Páll verður aldrei samur maður, eftir að hann yfirgefur Rósu. Þau örlög, sem Rósu eru búin, eiga sér upphaf i þessari æskuást. Allar megin persónur i þessari sögu eru dregnar ljósum drátt- um, og áhorfandi aö þessari sýn- ingu á ekki að vera i neinum vafa um, hvers vegna og hvernig at- vikin gerast. Best gerða persónan i þessu leikriti er ólafur, eigin- Guðmundur Heiðar Frl- mannsson skrifar maöur Rósu. Hann er aðhalds- samur og fégjarn, huglaus og vit- grannur, en stoltur af konu sinni og þolir henni, hvað sem er, en skilur engan veginn, hvað henni gengur til með þvi, sem hún gerir. Natan og Rósa eru bæði flóknari manngerðir og erfiðara að skilja þær til hlitar en Ólaf. En það kemur ekki i veg fyrir, að þær njóti sin báðar i þessari sýningu. Þær eru einfaldari á yfirborðinu, en þær i rauninni eru. Það á við um hópinn, sem kem- ur fram i þessari sýningu, að hann er ærið misjafn, og eru nokkuð glögg skil á milli þeirra, sem veru sviðsvanir, og hinna, sem minni reynslu hafa. Sunna Borg leikur Rósu, sem er miö- depill þessa verks. Hún kemur þvi mjög vel til skila, hvernig Rósa breytist úr ungri stúlku i miöaldra konu, sem hefur verið grátt leikin. Það er á stundum full mikil tilfinningasemi i leiknum, en hún gerir hlutverkinu ágæt skil. Ég hef ekki séð Gest E. Jóns- son leika betur en hann gerir i hlutverki Natans. Honum tekst að sýna flókið og margbreytilegt til- finningalif Natans. Theodór Júliusson skilar hlutverki Ólafs algerlega misfellulaust og Ólafur verður ljóslifandi á sviðinu. Það er ástæða til að nefna okkra leik- ara til viðbótar, sem skila hlut- verkum sinum vel. Þaö er Þórey Aðalsteinsdóttir i hlutverki Agnesar, Marinó Þorsteinsson i hlutverki hreppstjóra, Heimir Ingimarsson i hlutverki Björns Blöndal sýslumanns, Hermann Arason og Þuriður Schiöth. Leikmyndin tókst vel og skapaði rétt andrúmsloft. Búningar hæfðu hlutverkum. Og ég get ekki bétur séð, en leikstjórinn hafi stjórnað fólki sinu vel og nákvæmlega og uppskorið góða sýningu. Nú verða allir góðir menn að vona, að áhorfendur flykkist i leikhúsið. Það er vel þess virði. Guðmundur Heiðar Frimanns- son. CíHlOll -kjör JsJC. Verslið hjá fagmanninum A-i/ AE-i AT-i AV-l F-1 o.fl. Winder og flösh 20 gerðir linsa: 18-600 mm og Zoom Nýkomið mikið úrval af myndavélatöskum. Greiðslukjör. LJÓSMYNDAÞJÓNUSTAN S.F. LAUGAVEGI178 REYKJAVlK SÍMI 85811 j Hraðfrystihús j Keflavíkur h.f. • ; Hraðfrystihús Keflavíkur óskar eftir • að fá netabát í viðskipti. • • Útvegum veiðarfæri. '• • Nánari upplýsingar í síma 92-2095, S milli kl. 1 og 5 næstu daga. HÓTEL VARÐÐORG AKUREYRI SÍMI (96)22600 Góð gistiherbergi Morgunverður Kvöldverður Næg bílastæði Er í hjarta bæjarins. Smurbrauðstofan BJÖRNINIM Njólsqdtu 49 — Simi 15105 BaK við ijöllin öidinni? Sýning Leikfélagsins á Ofvit- anum er eitthvert mesta snilldarbragð, sem hér hefur verið unniö I leikhúsi. Leik- verkið er svo Islenskt, að það kemur eiginlega aftan að áhorf- endum, sem eru vanastir marg- víslegum krússidúllum úr hinni og þessari áttinni, og nú um stundir einhvers staöar utan úr Marxismanum. Það var vitað mál, að Þórbergur var i senn mesti ritsnillingur, sem landið hefur alið á þessari öld, og auk þess sannasti humoristi þjóðar- innar meðan hann var á dögum. En sá skilningur og sú útfærsla, sem birtist þarna frá hendi Kjartans Ragnarssonar, eykur og skírir þær myndir, sem Þór- bergur bregður upp i bók sinni Ofvitanum þannig, aö þaö sem maður vill gjarnan segja um Þórberg en kemur ekki oröum að, birtist okkur sem tilfinning, svo þórbergsk og suðursveitar- leg að það er eins og Kjartan hafi gengiö undir húö hans tl föstbræðralagsins. Einn þáttur þessarar mikil- hæfu sjónhverfingar er auövit- að leikur Jóns Hjartarsonar i hlutverki meistaraans. Þeir sem þekktu Þórberg sjá hann aftur i mynd Jóns svo nauöalik- an að nær verður ekki komist. Gervi Jóns er auövitað til mikils vndisauka fyrir kunningja Þór- bergs, en það væri engu að slður mikilsvert ,,I stöðunni” þótt enginn Þórbergur stæði á bak við Jón, og þvi til skemmtunar fyrir þá sem ekki þekktu meist- arann sjálfan — enda mun svo vera. Hinn ungi Þórbergur meö vanlíðanir sfðan, „millilanda- frumvarpið”, sem kom eins og kjötát mitt inn I jóganæringuna, og fruntalega og nýtiskulega Ijóðagerð er annað afrekiö til, bæði frá hendi höfundar og leik- ara. Og hvilik unggæöingsár með þá Rögnvald og Þorleif við hliðina. Eftir aö margvisleg pólitisk tilraunastarfsemi i leikhúsi, þar sem áhorfendur eru tilrauna- dýrin, hefur hrakið fólk frá leik- húsum árum saman, svo þar sjást nú varla lengur nema sið- hærðir og skeggjaðir unglingar, hlýtur það að vera nokkur upp- lifun að sjá kommúnistann sjálfan með sina islensku Suðursveit að bakhjarli, stiga fram Ur rökkri annars áratugar svona alskapaðan. Vandamálin eru þau sömu og þau eru I dag, þegar fólk er aö vaxa upp. Heimurinn er eitt helvlti og kvennafarið hræmulegt I meira lagi. Ætli sú viðbót sem fengist hefur siðan i hárvexti og larfa- gangi hafi ekki komið með góö- Enginn hefur skrifað um hreinni ást en Þórbergur. Þaö er þegar komin fram tillaga um að kortleggja og merkja gönguleiðir hans um Hrúta- fjörð, eins og þeim er lýst I íslenskum aðli. En auðvitaö var það Þórbergi llkt að hegða sér þannig við kvenmanninn, sem hann var samtíða i Bergshúsi og hafði að auki samneytt um sumarhátlð á Borðeyri, að hún hafði aldrei hugmynd um hug- renningar hans, og hefur þvl raunar verið lýst i blaðagrein af ágætum Hrútfiröingi. Ef sú ást er ekki hrein, sem þjáist i ein- rúmi og þögn, án stunu eða and- varps, án hvlslinga og handa- yfirlagninga, þá var bókstaf- Ícga ekkert „tröllaukið lunga” til á timum Ofvitans, eins og þó var ort um af öðru tilenfi. Þess vegna verða Hrútfirðingar að vinda að þvl bug aö koma upp merkingum um hinar heitu leið- ir Þórbergs noröur þar. Enginn maöurhefur haft önn- ur eins áhrif á þá kynslóö sem nú skrifar mest i landinu en ein- mitt Þórbergur Þórðarson. Þessi íslendingur úr Suð- ursveit, þar sem menn glöddust yfir fallegum strönd- um (skipasköðum), kunni Islensku meö yfirburðum, ljóst og einfalt máí feðra sinna og mæðra, og vildi vlst ekkert láera af útlendum málum nema þá helst esperanto, eins og það var nú þýðingarmikiö. Lenti auk þess i smáskritilegri saman- burðarmálfræöi I Finnlandi. Og þegar hann talaöi pólitik hlustuöu helst forstokkaöir I- haldsmenn. Hann var nefnilega að tala gegn þeim svo þeir skildu. Hannvar að flytja þeim mál fátæklinga meö gömlum og siungum íslenskum hætti án innfiuttra lærdóma um réttlæti, sem eru bara til aö gubba af. Það er nefnilega réttlæti Suður- sveitar sem gengur aö tslendingum. En að fá að,sjá hann svona góðan og snjallan, eins og á fjölunum I Iðnó getur engan dreymt um nema þann sem reynir. Svarthöföi.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.