Vísir - 02.03.1981, Qupperneq 4
Mánudagur 2. mars 1981
4 .
□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□
D □
□
□
□
□
□
O
□
Verslun til sölu
ó mjög góðum stoð
í miðborginni.
Upplýsingar í símo 26406.
□
□
□
□
□
□
□
□
□
□
□
□
□
□
□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□
Nauðungaruppboð
annað og siðasta á fasteigninni Þverholti 2 i Keflavik,
þinglýst eign Auöuns Guðmundssonar, fer fram á eigninni
sjálfri að kröfu Héðins Finnbogasonar hdl., Vilhjálms H.
Vilhjálmssonar hdl., Jóns G. Briem hdl., Ólafs Axelssonar
hdi., Veðdeildar Landsbanka íslands, og Landsbanka ís-
lands fimmtudaginn 5. mars 1981 kl. 15.30.
Bæjarfógetinn I Keflavik.
Nauðungaruppboð
annað og siðasta á fasteigninni Sólvallagata 44, 1. hæð
austurenda, i Keflavik, talin eign Geðar Asgeirsdóttur fer
fram á eigninnisjálfri aðkröfu Hafsteins Sigurðssonar hrl
og Baldurs Guðlaugssonar hdl, miðvikudaginn 4. mars
1981 kl. 10.30.
Bæjarfógetinn i Keflavik
Nauðungaruppboð
sem auglýst hefur verið i Lögbirtingablaðinu á fasteign-
inni Hátún 0, efri hæð, i Keflavik, þinglýst eign Kristjáns
S. Pálmasonar og fleiri fer fram á eigninni sjálfri að kröfu
Gjaldheimtunnar i Reykjavik og innheimtumanns rikis-
sjóðs, miðvikudaginn 4. mars 1981 kl. 11.30.
Bæjarfógetinn i Keflavík.
Nauðungaruppboð
sem auglýst hefur verið i Lögbirtingablaðinu á fasteign-
ununj nr. 0, 8 og 10 við Sjávargötu i Ytri-Njarðvlk, þing-
lýstar eignir Skipasmiðastöðvar Njarðvikur, fer fram á
eignunum sjálfum að kröfu innheimtumanns rikissjóðs,
miðvikudaginn 4. mars 1981 kl. 14.00.
Bæjarfógetinn i Njarövik.
Nauðungaruppboð
sem auglýst hefur veriö á fasteigninni Akurbraut 2 i
Njarðvik, þinglýst eign Sveinbjörns Sveinbjarnarsonar
fer fram á eigninni sjálfri, að kröfu Jóns G. Briem hdl.,
mðvikudaginn 4. mars 1981 kl. 14.30.
Bæjarfógetinn i Njarðvik.
Nauðungaruppboð
sem auglýst hefur veriö I Lögbirtingablaðinu á fasteign-
inni Suðurgata 1 i Sandgeröi, þinglýst eign Reynis V.
Óskarssonar, fer fram á eigninni sjálfri að kröfu Lands-
banka islands miðvikudaginn 4. mars 1981 kl. 16.30.
Sýslumaöurinn i Gullbringusýslu.
Nauðungaruppboð
sem auglýst hefur veriö I Lögbirtingablaöinu á fasteign-
inni Háteigur 21, 2 hæð til vinstri, I Keflavik, þinglýst eign
Friðriks Ragnarssonar, fer fram á eigninni sjálfri að
kröfu Vilhjálms H. Vilhjálmssonar hdl. og innheimtu-
manns ríkissjóös fimmtudaginn 5. mars 1981 kl. 10.30.
Bæjarfógetinn I Keflavik.
Nauðungaruppboð
annað og siðasta á fasteigninni Tjarnargata 4, efri hæð I
Njarðvík, þinglýst eign Hafþórs Svavarssonar, fer fram á
eigninni sjálfri að kröfu Jóns G. Briem hdl„ Þorsteins
Eggertssonar hdl„ Vilhjálms Þórhallssonar hrl„ inn-
heimtumanns rikissjóðs og Vilhjálms H. Vilhjálmssonar
hdl„ fimmtudaginn 5. mars 1981 kl. 14.00.
Bæjarfógetinn I Njarðvik.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var I 74. 77. og 83. tölubl. Lögbirtingablaösins
1980 á eigninni Sólbrekku, Garðakaupstað, þingl. eign
Elisabetar Hákonardóttur fer fram eftir kröfu Iönaöar-
banka tslands h.f„ og Guöjóns Steingrimssonar, hrl„ á
eigninni sjálfri fimmtudaginn 5. mars 1981 kl. 13.30.
Bæjarfógetinn i Garðakaupstað.
vísm
Rupert Murdoch, ástralska
blaðakónginum, tókst þaö, sem
menn töldu ómögulegt. Nefni-
lega að taka yfir hið virta
Lundiínablað „The Times”.
„The Times” eða „Þrumar-
inn” eins og hann er oftast
kallaður i Fleet Street er orðinn
196 ára. Hann hefur staðið eins
og fréttaviti og flutt fréttir af
frönsku stjórnarbyltingunni,
styrjöldum, heimskreppu og
hruni breska beimsveldisins.
Mörgum Englendingnum var
„Þrumarinn” jafn fastur liður i
morgunteinu, eins og mjólkur-
dropinn út i teið og sykurinn. —
Með hryllingi hugsuðu menn til
þess, að þetta virta blað ætti að
hætta að koma út, leggjast al-
veg af.
Efnahagslegur ómagl
En „The Times” hefur lengi
verið vandræðabarn efnahags-
lega séð. Tapið af blaðinu og
fylgiblöðum þess nam 32
milljónum dollara árið 1980.
Þegar Thomson lávarður tók yf-
ir blaðið af Aston lávarði 1966,
var blaðiðrekið með tapi. Siðan
hefur kanadiski blaðakóngurinn
og sonur hans tapað á Times-
blöðunum 840 milljónir ný-
Voldugasti dlaöa-
kóngur heims -
Robert Murdoch
Rupert Murdoch á nú nokkur stórblöð i Astraliu, Bandarikjunum og
Bretlandi, auk f jölda af útvarps- og sjónvarpsstöðvum i Astralíu og
USA.
króna. — Þegar svo Thomson
gafst upp við framfærslu þessa
stóra ómaga, töldu menn útilok-
aö, að nokkrum öðrum væri það
fært.
Thomson gafst upp vegna
striðsins vð stéttarfélögin, sem
lögðust þversum gegn öllum
hagræðingaráætlunum, sam-
drætti i mannahaldi eða niður-
skurði á yfirvinnu. Frá lokum
siöari heimstyrjaldar hefur
raunar aldrei liðiö svo heilt ár,
að ekki kastaðist i kekki milli
útgefenda ,,The Times” og
starfsliðs, aðallega prentara.
Drjúgur
samnlngamaður
Þegar Thomson lýsti þvi yfir i
haust, að hann hygðist loka
blaöinu, nema einhver fyndist
að þvi kaupandinn, skorti ekki
áhugann, þrátt fyrir hrikalegt
tapið. Menn töldu að visu ókleift
annað en stia dagblaðinu ög
sunnudagsútgáfunni i sundur og
eins vikuritin. Eigendurnir
vildu selja allt á einu bretti.
Af væntanlegum kaupendum
var Rupert Murdoch sá eini,
sem hægt var að taka alvarlega.
En hann gerði að skilyrði fyrir
kaupunum, að innan þriggja
vikna hefðu tekist samningar
milli hans og stéttarfélaganna
sem hlut áttu að máli hjá „The
Times”. Hann vildi segja upp
40% af mannskapnum, fá eins
árs frystingu launa og viður-
kenningu prentara fyrir innleið-
ingu nýju tækninnar, en fyrri
eigendur átturaunar tækjakost-
inn klárann, geymdann i vöru-
húsi.
Þaö voru alls um 56
samningsaðilar og menn voru
ekki trúaðir á, aö Murdoch tæk-
ist að hafa sitt fram á svo
skömmum tima. Sjö stundum
áður en fresturinn rann út,
kunngerði Murdoch blaðamönn-
um, að samningar heföu verið
undirritaðir. ,,Sá mjúkmálimeð
stálaugnaráöiö” hafði enn eiriu
sinni sannað samningadugnaö
sinn. En það hafði lika mjög
verið fetuö málamiölunarleiðin.
1 stað 30-40% uppsagna var
fækkaö f starfsiiöi um 20%. í
stað eins árs launafrystingar,
fengust aðeins 3 mánaöa grið.
En prentarar gengust inn á að
hagræðingartækni (tölvusetn-
ing o.fl.) kæmi i gagnið. Og þeir
sættust á, að eitthvað af
prentuninni yrði unnið utan
prentsmiðjunnar, til þess að
lækka yfirvinnukostnaðinn.
„The Times” gat loks birt
það, sem ritstjórinn kallaði
„mjög góðar fréttir”. Nefnilega
lifsbjörg sina.
Biaöakóngur brítugur
Rupert Murdoch er ekki ein-
asta snjall samningamaður.
Hann er frábær blaöamaður og
eitilharður kaupsýslumaður.
Hann óx upp á blaðamennsku-
heimili. Faðir hans, Keith Mur-
doch lávarður, rikti yfir umtals-
verðu blaðaveldi i Astraliu.
Þegar faðirinn burtkallaðist
óvænt 1952, hélt hinn ungi Rup-
ert, að hann gæti rétt labbað sig
inn i fyrirtækjasamsteypuna og
haldið áfram eins og ekkert
hefði i skorist. Það var öðru
nær. Eftir erfðaskipti, skuldaaf-
borganir og skatta sat hinn 21
árs verðandi blaöakóngur uppi
með eitt litið dreifbýlisblað. En
upp af þvi var hann fljótur að
endurbyggja Murdoch-veldið. A
þritugsafmæli sinu átti hann
orðiö tiu dagblöð og fleiri út-
varps-og sjónvarpsstöðvar, auk
tveggja vinsælla vikurita.
Vörumerkl Murdochs.
ber brjóst
og holdsins týsn
Murdoch hleypti heima-
draganum og færöi kviarnar út
tilEnglands fyrst, þar sem hann
keypti slúðurblaðið „News of
the Wórld” (Upplag ca 4,2
milljónir) sem efnis sins vegna
er stundum kallað „Screws of
the World”. Og hann keypti
„Sun” (upplag ca 3,7 milljónir),
sem íslendingar kannast við af
harðfylgni i fréttaöflun, og er
annars þekkt fyrir litrikan
fréttaflutning (gjarnan skreytt-
ur myndum af berbrjósta
þokkagyðjum). — Á mettima
bjargaöi Murdoch „Sun” upp úr
vesöldog tapi meö þvi aöleggja
áherslu á fréttaflutning af kyn-
ferðismálum og hneykslismál-
um. Þykir það raunar vöru-
merki hans. Næst snéri hann sér
að Bandarikjunum og keypti
einhverjar útvarps- og sjón-
varpsstöövar, áöur en hann
varpaði sér út i samkeppnina á
blaðamarkaönum. Keypti hann
fyrst timarit og siðar stórblaðið
„New York Post”. Póstinum
breytti hann að fyrirmynd
„Sun”, og jókst að venju upp-
lagið við það.
Ahyggjur al
breytingum
Vegna þessa „vörumerkis”
báru menn að vonum kviðboga
fyrir þvi, hvað hann hygðist
með „Þrumarann”, sem alla
daga hefur verið alvarlega
þenkjandi blað og með ihalds-
sömu sniði. Að ekki sé minnst á
þann stugg, sem mönnum stóð
af þvi, að einn maður fengi svo
stóran hlut breskra fjölmiðla
undir sin áhrif. Það varð til
þess, aö Murdoch var kallaður
til viðræðu fyrir þingnefnd i
neðri málstofunni og spurður
spjörunum úr. Menn gerðu sig
ánægða með svör hans, en sjálf-
ur gat hann ekki stillt sig um að
segja: „Það er eins og menn
haldi, aö þeir séu að gera MÉR
greiða með þvi að LEYFA mér
að kaupa bullandi tapfyrir-
tæki.” — Times-blöðin (The
Times og sunnudagsblaöið og
þrjú vikurit fékk Murdoch þó á
tombólupris eða 27,5 milljón
dollara).
Á blaðamannafundi, þar sem
kaupin voru kynnt, geröu aðal-
ritstjórar „The Times” grein
fyrir þvi, aö samist hefði við
Murdoch um meira sjálfstæði til
handa ritstjórninni, en hún heföi
nokkru sinni fýrr notið. Timinn
á þó eftir að leiða i ljós, hversu
vel það stenst, þegar Murdoch
birtist á ritstjórninni, brettir
upp ermar og byrjar að um-
turna forsiðunni,einsoghann er
vanur við ný blöö sin önnur. Þaö
er einmitt viö fréttast jóraskrif-
borðið, sem hann nýtur sin best
og er i essinu sinu. Og við efnis-
röðun á forsiðuna. — „Ég er
fyrst og fremst blaðamaður,”
segir hann sjálfur, þessi voldug-
asti blaöapáfi heims.
Loka bara sjoppunni
Hann var spurður, hvað hann
mundi gripa til bragðs, ef
vinnufriöur entist ekki á „The
Times” og til verkfalla kæmi,
eins og fyrrum. Þvi svaraöi
Murdoch: „Þaö er enginn vandi
að fá farseðil til Astraliu. Ég
mundi einfaldlega loka sjopp-
unni.”