Vísir - 02.03.1981, Page 18

Vísir - 02.03.1981, Page 18
Stefnir í ánægju- legt sumar fyrir ttkarlrembusvín ” — ef nyja baðfatatiskan nær fram að ganga Við heimildarýni á siðum heimspressunnar nú nýverið rák- umst við á myndir og hug- leiðingar um baðfatatiskuna næsta sumar og þótti okkur ástæða til að staldra þar við, sem skiljanlegt er ef meðfylgjandi myndir eru skoðaðar. I greininni var þvi miður aðeins fjallað um baðföt kvenna, sem er að sjálf- sögðu gróf aðför að jafnréttinu, en það sýnir okkur bara að enn eru það „karlrembusvinin” og ihaldssamar „pungrottur’ sem ráða ferðinni i blaðaheiminum. Við lofum þvi hins vegar, að ef við rekumst á myndir af nýjum gerðum af karlmannasund- skýlum verða þær birtar um- svifalaust. Það má hins vegar bæta þvi við, að ef þessi nýja tiska nær almennri útbreiðslu meðal kvenna bendir allt til að næsta sumar verði hið ánægjulegasta fyrir „pungrotturnar”. Tveggja stykkja „bikini-baðföt” munu þó halda velli, þrátt fyrir nýju tiskuna segja sérfræðingarnir. Hvitur „trefill” með bandi, sem bundinn er saman við hálsinn aftan- verðan. Röndóttur bolur i tveimur hlutum """Mcsta hrakfallaplata tónlistarsögunnar litur dagsins ljós: „Ekki seinna vænna ad út komi almennileg plata — segja liðsmenn Diabolus in Musica 99 Jóhanna Þórhallsdóttir, Aagot óskarsdóttir og Sveinbjörn Baid- vinsson skoða plötuna, sem hrakist hefur um heimsins höf og viöa um lönd. — Vlsismynd: ÞL. „Þetta er talin vera mesta hrakfallaplata i samanlagöri islenskri tónlistarsögu”, sagði Sveinbjörn Baldvinsson, „tón- djöfull” einn liðsmanna hljóm- sveitarinnar Diabolus in Musica, en plata með hljóm- sveitinni er væntanleg á markaðinn i byrjun næstu viku. „Platan átti upphaflega að koma út 15. október, en það liðu nokkrir mánuðir án þess aö við hefðum hugmynd um hvar hún var niðurkomin. Svo kom i ljós, að platan var tilbúin og beiö i Ungverjalandi, en það haföi hins vegar gleymst að biðja flutningafyrirtækið um að flytja hana til Danmerkur. I janúar komst platah svo til Danmerkur og við búin að missa af jólabissnessinum. Næst heyröum við af plötu- sendingunni, þar sem hún var stödd á allmörgum gráöum vestlægrar lengdar og talsvert fleiri gráðum norðlægrar breiddar um borð i Selá. Einnig heyrðum við að plöturnar væru staddar i tólf vindstigum og snjókomu — og þær, sem ekki einu sinni eru vanar að ferðast! Nú — við fórum að heyra hinar undarlegustu sögur, hrak- fallasögur. Meira að segja að upplagið hafi allt brunnið. Við höfðum þvi samband við þá hjá Hafskip og þar var okkur tjáð, rólega og æsingarlaust, að gámurinn, i hverjum plöturnar voru, hefði tæst i sundur og plöt- urnar þeyst sem skæðadrifa um lest skipsins. Við nánari athugun kom i ljós, að hluti upplagsins hafði orðið fyrir verulegu hnjaski. En nógu margar plötur sluppu til þess að við eigum i fyrstu dreifingu. Við þessa sömu athugun kom ennfremur i ljós, að slysiö i skipalestinni má rekja til þess aö framsýnn blikksmiður pantaöi sér rennibekk. Renni- bekkurinn var i þessari sömu skipslest og plöturnar, hann losnaði og steig nokkur spor. Það voru þung spor og af- drifarik!” — Þið látið þó ekki deigan siga? „Aldrei. Okkur þykir ekki seinna vænna að út komi almennileg plata. Nú kemur betri tið með blóm i haga og væntanlega fer þjóðin að rétta úr kútnum”. — Er hljómsveitin Diabolus in Musica ekki hætt? „Ja, fyrsta plata okkar átti eiginlega að vera sú siðasta. Nú, önnur platan, sem einnig er sú siðasta, sem hljómsveitin hefur gefiö út, á einnig að verða siðasta plata hljómsveit- arinnar. En maður veit náttúru- iega aldrei. Það er þó allavega öruggt, að nú fer hver piata að verða sú siðasta”. Þess má að lokum geta, að plata Diaboius heitir „Lifið i lit- um”. Nokkrar mannabreyt- ingar hafa átt sér stað frá þvi fyrsta plata hljómsveitarinnar kom út, til dæmis eru þeir komnir til starfa þeir Svein- björn Baldvinsson, gitarleikari, og Tómas Einarsson, bassa- leikari. Aðrir i hljómsveitinni eru Guðmundur Thoroddsen, Jóna Dóra óskarsdóttir, Aagot óskarsdóttir og Jóhanna Þór- hallsdóttir. — ATA.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.