Vísir - 02.03.1981, Page 28

Vísir - 02.03.1981, Page 28
vtsm Veðurspá úagsíns Yfir írlandi er nærri kyrr- I stæð 987 millibara lægð sem " grynnist og 1040 millib. hæð I yfir NA-Grænlandi. Veður fer _ hægt kólnandi. Suðvesturmið: Austan kaldi, skýjað og sums- I staðar súld. Suðurland til Vestfjarða, £ Faxaflóamið og Breiðafjarð- armið: Austan og NA go]a, skýjað en | þurrt að mestu. Vestfjarðamið: NA-kaldi eða stinningskaldi, ■ smáél. Strandir, Norðurland vestra, ■ Norðurland eystra, norð- ■ vesturmið og norðausturmið: ■ Austan og NA gola og smáél á ■ miðum og annesjum, en hæg- g viðri og skýjað með köflum til ■ landsins. Austurland að Glettingi Aust- " firðir, Austurmið og Aust- H fjaröamið: Austan gola eða hægviðri, I skýjað og sumsstaðar þoku- “ loft. Suöausturland og Suðaustur- m ið: Austan gola til landsins en _. kaldi á miðum, skýjað go 8 sumsstaðar þokumóða eða _ súld. Veörið hérí 09 par ; Akureyriléttskýjað -4, Bergen p heiðrikt-7, Helsinki skafrenn- ingur -11, Kaupmannahöfn 1 snjókoma á siðustu klukku- stund, Oslo alskýjað -6, l; Keykjavik mistur 3, Stokk- „ hólmur skýjað| -4, Þórshöfnalskýjað4, Aþena , léttskýjað 7, Berlin snjókoma | 0, Chicagoalskýjað 1, Feneyj- « ar þokumóða 3, Frankfurt | skýjað 7, Nuuk snjókoma 0, t London skúrir 8, Luxemburg | léttskýjað 4, Las Palmasskýj- ■ að 18, Mallorka mistur 14, I Montreal skýjað 4, New York ■ skýjað 10, Paris rigning 8, I Kóm rigning 11, Malagaskýj- ■ að 21, Vinsnjókoma 0, Winni- I peg léttskýjað -7. Loki segir Heyrst hefur aö BSRB og ASÍ ætli að efna til sjö minútna þagnarstundar i dag tii að minnast ólöglega verkfallsins, sem þessir aöilar efndu til gegn rikisstjórn Geirs Hail- grímssonar fyrir þremur ár- um. Minútufjöldinn er hafður til samræmis viö kjaraskerð- ingu rikisstjórnarinnar nú um helgina. Mánudagur 2. mars 1981. síminner 86611 STULKA HRAPAÐI I DJOPT GLJÚFUR Meiðsi hennar eru ekki eins mikil og ðtlast var í upphafi Ferðafólk, sem var á ferð um Hvalfjörð um helgina, varð fyrir þeirri óskemmtilegu reynslu að sjá einn ferðafélaga sinn falla fram af kletti. Slysið varð með þeim hætti, að ferðafólkiö hafði gengiö upp með Botnsá á laugardag og var komið þangað sem fossinn Glymúrfellur niður i gljúfur eitt mikið. Þegar fólkið var að virða fyrir sér fossinn, skrikaði einni stúlku úr hópnum fótur með þeim afleiðingum, að hún hrap- aði niður i gljúfrið. Til allrar hamingju stöðvaðist hún á syllu, sem stendur út úr berginu, en féll ekki alla leið niður. Þetta mun vera um átta metra fall. Þegar voru kallaðar til björg- unarsveitir og lögregla, og tókst að bjarga stúlkunni eftir nokk- urn tíma. Að sögn lögreglunnar á Akranesi, en stúlkan liggur þar á sjúkrahúsinu, munu meiðsl stúlkunnar ekki eins mikil og óttast var i upphafi og talið mesta mildi að ekki fór verr. —KÞ Hárgreiðsla unga fóiksins er með ýmsu móti um þessar mundir. Hún hefur vafalaust tekið timann sinn þessi greiðsla. Visismynd: Friðþjófur Seðlabankamálið: Möro kort. umslög og fyigibréf seld úr landi Samkvæmt upplýsingum Visis eru fleiri gögn úr safni Tryggva Gunnarssonar enn i eigu fri- merkjasafnara hér á landi. Vitað er að fjöldi umslaga, korta og fylgibréfa hefur einnig verið seld- ur úr landi. Eins og Visir skýrði frá á laug- ardaginn, hefur Frímerkjamið- stöðin skilað 26 eintökum til Rannsóknarlögreglunnar, en þá höfðu nokkur verið seld úr landi þar sem sala á umslögum frá starfsmanni Seðlabankans hefur viðgengist i rúmt ár. Annar frimerkjasali i borginni hefur haldið þvi fram að aðeins eitt umslag úr safni Tryggva hafi komið undir hans hendur, en samkvæmt upplýsingum Visis hafa fleiri frimerkjasafnarar fengið slik gögn frá honum. Visir reyndi að ná sambandi við Þóri Oddsson- vararannsóknar- lögreglustjóra i morgun, en hann var þá erlendis. — AS. urslitin i „veistu svarlD?” í gær röng? „Ég vil telja að mitt svar sé rétt, miðað við núverandi að- stæður, og miöaö við það, sem Haraldur ólafsson sagöist hafa gengið út frá, þegar ég spurði hann um þetta eftir þáttinn”. Þetta sagði Erlingur Sigurðs- son i samtali við blaðamann Visis i morgun, en i þættinum „Veistu svarið?” i gærkvöidi var keppinaut hans, Baldri Si- monarsyni, dæmdur sigur sem margir telja á nokkuð hæpnum forsendum. Spurt var i hvaða sýslu flestir kaupstaðir hefðu risið og svar- aði Erlingur þvi til, að það væri i Kjósarsýslu. Baldur nefndi hins vegar Gullbringusýslu og var það dæmt rétt svar. ,,Mér finnst þetta orka mjög tvimælis, og tel að rétt svar hefði veriðaðsegja: i núverandi Kjósarsýslu”, sagði Einar Ingi- mundarson, bæjarfógeti i Hafn- arfirði, i samtali við blaðamann i morgun, en Einar er jafnframt sýslumaður i Kjósarsýslu. ,,Ef spurt hefði verið i hvaða sýslu kaupstaðirnir hefðu verið, þegar þeir fengu kaupstaðar- réttindi, þá hefði rétt svar verið Gullbringusýsla. Sýslumörkin hafa breyst töluvert, — 1903 voru þau um Elliðaár og allt þéttbýlissvæðið tilheyrði þá Gullbringusýslu. Það ár voru mörkin svo færð að Arnarnes- lækogloks um áramótin 1973-74 voru mörkin færð suður fyrir Straumsvik. Innan marka nú- verandi Kjósarsýslu eru þvi Reykjavik, Seltjarnarnes, Kópavogur, Garðakaupstaður og Hafnarfjörður. Innan marka Gullbringusýslu eru hins vegar Keflavik, Njarðvik og Grinda- vik”, sagði Einar. ,,Ég er ekki i neinni ógnar- legri gáfnakeppni, og mér er i sjálfu sér sama, þótt ég tapi, en ég vil hins vegar, að rétt sé rétt”, sagði Erlingur Sigurðs- son. Blaðamaður hafði einnig samband við Baldur Simonar- son og sagðist hann hafa giskað á Gullbringusýslu, en treysti sér hreinlega ekki til þess að skera úr um, hvort svarið væri rétt. Hann sagðist hins vegar vera tilbúinn til þess að keppa aftur við Erling, ef svo bæri undir. — P.M.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.