Morgunblaðið - 16.01.2004, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 16.01.2004, Blaðsíða 31
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. JANÚAR 2004 31 EINU sinni enn erum við að sjá niðurstöður könnunar sem sýnir svart á hvítu að verð á landbún- aðarvörum er algerlega úr korti hér á landi miðað við ná- grannalöndin. Nú eru það ostarnir sem eru til umræðu og nið- urstaðan er sú að verðmunurinn mælist í hundruðum prósenta í sumum tilvikum. Það hlýtur að vera þreytandi fyrir neyt- endur að horfa upp á samanburð eftir sam- anburð á verðlagi sem alltaf er okkur í óhag. Íslenskir neytendur borga miklu meira en nauðsynlegt er fyrir ýmsar nauð- synjavörur, niðurstöðurnar eru svo skýrar að um þær er engin deila. Samt gerist ekki neitt. Við byrjum umræðuna alltaf á sama byrj- unarpunktinum. Sumir sáu ljós í myrkrinu í hitti- fyrra, nánar tiltekið rétt fyrir jólin 2002, þ.e. næstsíðustu jól. Þá sam- þykkti Alþingi tillögu um að láta kanna matvælaverð á Íslandi í sam- anburði við helstu nágrannalönd og að jafnframt verði reynt að gera grein fyrir ástæðum mismunandi matvælaverðs, svo sem með ólíkum verslunar- og framleiðsluháttum. Kannski yrði þarna til grunnur til þess að ræða þessi mál út frá. Kannski kæmi staðfesting á því sem flestir sjá sem hið augljósa að mikinn hluta af skýringunni væri að finna í okkar eigin landbúnaðarkerfi. Al- þingi ályktaði síðan sem svo að nið- urstöðum skyldi skila til Alþingis innan sex mánaða frá samþykkt tillögunnar. Niðurstöðu var sem sagt að vænta í síðasta lagi seinnihluta júní- mánaðar í fyrra, þ.e. ef taka á ályktanir Al- þingis alvarlega. Mér er hins vegar ekki kunnugt um að þessar niðurstöður séu komnar enn. Það hefði væntanlega verið allt annar handleggur að fjalla um nýbirtar niðurstöður um verð á ostum ef Al- þingi hefði staðið við eigin álykt- anir. Kvótakerfi í innflutningi, þar sem framleiðendur sjálfir flytja inn osta, hefur líka áhrif á verðlagið og innflutningurinn er auðvitað langt frá því að vera frjáls. Kannski hefðu niðurstöður frá Alþingi varp- að einhverju ljósi á þá hlið málsins. Undir öllum kringumstæðum er það því áleitin spurning af hverju Alþingi tekur eigin ákvarðanir ekki alvarlegar en þetta. Er eitthvað að óttast varðandi niðurstöðurnar, eða hvað er það eiginlega sem tefur? Það er augljóst að hér á landi eru hagsmunir framleiðenda hafðir í há- vegum í þessum efnum og lítið gef- ið fyrir hagsmuni neytenda. Nú hillir undir að Alþjóðaviðskipta- stofnunin taki meira og minna af okkur forræðið í þessum efnum og að það geti orðið hagsmunum neyt- enda til bjargar. Væri ekki lag fyrir íslenska stjórnmálamenn að fara að hugsa aðeins um hagsmuni neyt- enda og vera einu sinni á undan svo að íslenskir neytendur eigi ekki eft- ir að þakka yfirþjóðlegu valdi mögulega lækkun á verði landbún- aðarvara? Verð á ostum og tillaga Alþingis Ari Skúlason skrifar um verðlagsmál ’Kvótakerfi í innflutn-ingi, þar sem framleið- endur sjálfir flytja inn osta, hefur líka áhrif á verðlagið og innflutn- ingurinn er auðvitað langt frá því að vera frjáls. ‘ Ari Skúlason Höfundur situr í stjórn Evrópusamtakanna á Íslandi. ENN einu sinni er heilbrigð- iskerfið í uppnámi, og það báðir helstu undirgeirar þess, sjúkra- húskerfið og sérfræðilæknarnir. Sjálfsögð kurteisi væri að láta þrasaðila í friði með að merja fram ein- hverjar lausnir deilu- mála sinna, nema vegna þess að heil- brigðisstjórninni virðist fyrirmunað að skilja, að sjálft kerfið er svo hlaðið hugtak- aruglingi og mót- sögnum, að borin von er að ná viðhlítandi lausn innan þess skipulagsramma, eða öllu heldur ofstjórn- ar- og einok- unarramma. Þó eru lauslegar spurnir af áformum stjórnvalda um ráðherranefnd til tillögugerðar um endurskipulagningu, en ekki bólar á við- urkenningu þess, að djúptækur kerf- islægur vandi sé þeim á höndum, enda fást ekki önnur svör en að lög leyfi ekki skynsamlegar lausnir og að hugmyndir séu „ekki aðgengilegar fyrir ráðu- neytið“, rétt eins og það eigi að vera upphaf og endir allrar við- miðunar. Embættisleg hentistefna negld niður Fyrir örfáum árum var laumast að þjóðinni með nýja heilbrigð- islöggjöf, án þess að nokkur virtist taka eftir því, að verið var að negla niður embættislega henti- stefnu í fullri vanvirðu á hug- myndafræðileg grundvallaratriði um mannréttindi eins og valfrelsi einstaklinga um þjónustu og at- vinnufrelsi heilbrigðisstétta. Hið opinbera var skilgreint sem nánast einkakaupandi þjónustunnar, sem gæti ákveðið magn hennar og tak- markað aðgengi að henni, svo að notendum væri nánast bannað að kaupa sér lækningu sjálfir. Þetta var fasttengt þeirri barnalegu hug- sjónaglýju, að hið opinbera væri fært um að létta slíkum byrðum af almenningi, en þar sem örfá pró- sent fólks hefðu ekki ráð á að gjalda neitt fyrir þjónustuna, væri sjálfsagt í þágu jöfnuðar að meina öllum öðrum það. Til þess að koma þessum hug- myndagrundvelli í framkvæmd var horfið frá fyrri frjálslegri skipan með blönduðu framtaki ríkis, sveit- arfélaga og sjálfstæðra lækna, heldur taldi ríkið sig þurfa að vera öllum allt og vera öllum megin borðsins, sem stjórnvald heilbrigð- ismála, rekendur velflestra stofn- ana smárra sem stórra, kaupendur og veitendur þjónustunnar að eigin geðþótta, og trygginga- og samn- ingsaðili gagnvart þeim und- irgeira, sem sjálfstæðan rekstur hefur með höndum. Og þessa víð- tæku valdsþætti hefur það fléttað saman til þess að beita ofríki á báða bóga, gagnvart veitendum jafnt sem notendum þjónustunnar. Þetta heitir einu nafni komm- únismi, og viðgengst í þjóðfélagi, sem er brigslað um markaðs- og frjálshyggju. Mál er að linni. Fólki utan heilbrigðisstjórn- arinnar mun fyrirmunað að skilja, svo sem glöggt heyrist á spurn- ingum fréttamanna, að til þess að koma fram fjárhagsaðstoð við sjúklinga sé óhjákvæmileg nauð- syn að njörva læknisþjónustu nið- ur í samninga, þar sem sæta verð- ur afarkostum, en neitað um atvinnurétt ella, svo sem læknarn- ir Sigurbjörn Sveinsson og Árni Tómas Ragnarsson hafa sýnt fram á í skrifum sínum síðustu daga. Eðlileg og stjórnarskrárvarin frjáls- og jafnræðisregla er, að stjórnað sé með almennum skil- yrðum, sem nái jafnt til allra rétt- hæfra stundenda. Samkvæmt því er eðlileg og réttmæt krafa, að skilgreindir séu almennir skil- málar tryggingar eða kostnaðarhlutdeildar. Umfram það er rétt- lætanlegt að setja hóf- stillt skilyrði um sanngjarna verðlagn- ingu þjónustunnar, svo aðstoðin nýtist samkvæmt tilgangi sínum, en alls ekki að keyra verð niður í brot af eðlilegri hæð þess eða bremsa af rekstur eftir árs- tíðabundnum fjárhag kerfisins, líkt og í sóknarkapphlaupi fiskveiðiflota. Tilvistarkreppa Landspítalans er átakanlegt dæmi um ósamstillta ofstjórn, sem leiðir til óstjórn- ar. Þrír aðilar taka sjálfstæðar ákvarð- anir um meginþætti rekstrarins: heil- brigðisstjórnin setur þjónustumarkmiðin, fjár- málaráðuneytið semur um launa- kjör og felur spítalastjórn að bæta þar ofan á eftir sveigj- anlegum viðmiðunum, og loks kemur fjárveitingarvaldið, Al- þingi leitt af ríkisstjórn, telur allt hafa farið úr böndum og fyr- irskipar niðurskurð, sem rústar þjónustustumarkmiðin að veru- legum hluta. Enginn ábyrgur að- ili hefur þannig tök á að stilla þáttunum saman með gagn- virkum hætti innan marka hins fjárhagslega gerlega. Einu skyn- samlegu viðbrögðin að sinni væru að endurskoða launahækkunina, í stað þess að meginhluti starfs- liðsins búi við rífleg kjör, en um tíunda hluta þess sé vísað á Guð og gaddinn. Útkoman er annars vegar sú, að ríkisvaldið kemur fyrir sem ábyrgðarlaus og harð- brjósta vinnuveitandi, og hins vegar að ekki er mönnum bjóð- andi að stýra slíku ómennsku bákni. Raunsæi fremur en lýðskrum Öll kostunarkerfi verða að búa yfir aðlögunarstærðum til takmörk- unar og jafnvægis með tilliti til breytilegra aðstæðna og fjárhags- getu. Svo fortakslausar skuldbind- ingar sem heilbrigðiskerfisins bjóða ekki í reynd upp á aðrar en sviksamlega vanrækslu með leng- ingu biðlista og frestun aðgerða til næsta árs, auk harðýðgi við starfs- fólk og þjónustusala. Að réttu reikningshaldi kæmi þetta þó fyrir ekki, þar sem opinber gjöld ætti að bóka sem skuldbindingu, þegar réttur til þeirra fellur til. Í fyrri skrifum mínum, einkum í 2. hefti Fjármálatíðinda 1995, hef ég stungið upp á breytilegri kostn- aðarhlutdeild notenda, en til lengri tíma sjúkratryggingum með sveigjanlegri aðlögun að þörfum og aukinni ábyrgð og hvatningu starfsfólks í rekstri heilbrigð- isstofnana. Yfirskin félagslegrar velferðarstefnu hefur komið í veg fyrir, að á þessu sé tekið af mann- dómi, en að þessu verður að stefna. Innan tíðar mun koma í ljós, hvort umrædd ráðherranefnd muni þess umkomin að horfast í augu við vanda og mistök og grípa á málinu af raunsæi fremur en lýð- skrumi. Hugtakaruglingur heilbrigðiskerfisins Bjarni Bragi Jónsson skrifar um heilbrigðiskerfið Bjarni Bragi Jónsson ’…sjálft kerfiðer svo hlaðið hugtakaruglingi og mótsögnum, að borin von er að ná viðhlítandi lausn innan þess…‘ Höfundur er hagfræðingur. SAMEINING Landspítala og Borgarspítala var og er enn umdeil- anleg. Ríkisendurskoðun hefur skilað góðri skýrslu um þá aðgerð allt frá for- sendum og undirbúningi til þess hvernig til hefur tekist og hvað skorti til þess að sameiningin skili þeim ár- angri sem væntingar margra stóðu til. Pólitískt stefnuleysi Mikil orka og kostnaður fór í þetta ferli, sem virðist þó í ýmsu hafa farið úrskeiðis. Meginmarkmið sameiningarinnar virðist hafa verið að ná fram hagræðingu og sparnaði í rekstri, en fagleg mark- mið voru aldrei sett fram. Ýmsir þættir voru frá upphafi vanmetnir, kostnaðinum því ekki mætt í fjárlögum og það hlaut því að koma fram í miklu aðhaldi í almennri þjónustu. Þetta stefnu- leysi hefur háð starfsem- inni, en þó aldrei eins og nú þegar LSH er gert að skera niður í rekstri um hundruð milljóna. Það er nauðsynlegt að sýna ábyrgð og aðhald í öllum opinberum rekstri, en þegar málið snýst um velferð og heilsu fólks eru takmörk fyrir því hve nærri þjónustunni megi ganga. Áhrif niðurskurðar í heilbrigðisþjónustu bitnar helst á þeim sem síst skyldi og kemur auk þess fram sem aukinn kostnaður annars staðar í kerfinu. Pólitískt stefnuleysi bitnar á stjórn- endum stofnunarinnar og ábyrgðin á niðurskurði þjónustu og uppsögnum starfsfólks er lögð á þeirra herðar. Stefna ríkisstjórnarinnar virðist vera að setja fjárlög æðri öðrum lögum. Skyldum hins opinbera varðandi ábyrga samfélagsþjónustu og jafnvel lögum um heilbrigðisþjónustu er vikið til hliðar. Ríkisendurskoðun kemst að þeirri niðurstöðu að afköst spítalans hafi ekki aukist frá 1999–2002, en starfs- mönnum hafi fækkað um 250. Sagt er að framleiðni á hvern starfsmann hafi aukist, en það má einnig orða sem svo að álag á hvern starfsmann hafi aukist. Ég tel mikilvægt að kanna hvort álag sé ekki nú þegar orðið of mikið á ákveðnar starfstéttir eða deildir. Miðað við stöðuna í dag er talið að stofnunin sé faglega sterkari en fyrir sameiningu sjúkrahúsanna. Nokkurt jafnvægi virtist vera að komast á starf- semi sjúkrahússins þar sem afköst hafa aukist á síðastliðnu ári og talið að svo hefði orðið áfram ef fjárframlög til sjúkrahússins hefðu tekið mið af rekstrarafkomu síðastliðins árs og óbreyttri starfsemi. Stjórnendum spít- alans er gert að spara svo háar fjár- hæðir að frekara aðhald í rekstri næg- ir ekki til að láta enda ná saman. Skerðing á þjón- ustu er því eina leiðin sem þeir geta farið og nú hafa stjórnendur lagt fram tillögur um hvernig þeir telja að hægt sé að halda rekstri innan fjár- laga án þess að skerða bráðaþjónustuna. Sam- kvæmt fréttum hafa bæði heilbrigð- isráðherra og fjár- málaráðherra samþykkt áætlunina. Launakostnaður er um 70 % af rekstrarkostnaði sjúkrahússins og því er gripið til þess ráðs að segja upp meira en 200 manns í mismunandi störfum. Eru starfsmönnum þegar farin að berast uppsagnarbréf og enn fleiri bíða í óvissu. Þetta eru erfiðir tímar fyrir starfsmenn stofnunarinnar þar sem enginn veit í raun hvar að- gerðirnar koma harðast niður. En það segir sig sjálft að öll starfsemi LSH hlýtur að raskast, einnig bráðaþjón- ustan. Hvert á að vísa sjúklingunum? Heilbrigðisráðherra og fjár- málaráðherra hefðu átt að sjá til þess að öllum niðurskurðarhugmyndum á LSH væri frestað þar til nefndir um starfsemi LSH hafa skilað af sér. Og í raun hefði ekki nokkrum manni átt að detta í hug að skerða þjónustuna þar á sama tíma og þjónusta sérfræðinga hefur raskast verulega. Hvað áforma menn að verði um þá heilbrigðisþjónustu sem til þessa hefur verið veitt á LSH? Verður hún lögð niður, færð yfir á sveitarfélögin, önnur sjúkrahús eða einkareknar stofnanir? Er til of mikils mælst að stjórnendur LSH gefi nánari upplýsingar um hvaða þjónusta eigi að fara út af sjúkrahúsinu og heilbrigðisyfirvöld lýsi því hverjir eigi að taka við henni? Hvert á að vísa sjúklingum af LSH? Til heilsugæslunnar, hjúkrunarheim- ila, heimahjúkrunar eða sjálfstætt starfandi sérfræðinga? Það ætti að vera öllum ljóst að slík úrræði eru ekki raunhæf. Sjúklingarnir eru inni á LSH af því að þeir þurfa þjónustu. Til þess að gera róttækar breytingar á rekstri LSH þarf að huga að uppbyggingu annarrar þjónustu sem getur létt á dýrustu og sérhæfðustu heilbrigð- isþjónustunni – en fyrr ekki. Það á að fara vandlega yfir verka- skiptingu í heilbrigðisþjónustunni, en það er ábyrgðarleysi að fara í skipu- lagsbreytingar án þess að hafa heild- arsýn og framtíðarmarkmið að leið- arljósi. Það er t.d. ljóst að margir sjúklingar gætu útskrifast fyrr ef sjúk- lingahótel og næg hjúkrunarheimili væru til staðar og aðra þjónustu á að byggja upp heildstætt eins og þjón- ustu við krabbameinssjúklinga. Áður en farið verður í skipulags- breytingar á LSH til að halda rekstr- inum innan fjárlaga þarf að athuga vandlega hvort sparnaður LSH sé í raun sparnaður þegar á heildina er lit- ið, bæði í heilbrigðis- og félagsþjónust- unni. Eða er markmiðið með þröngum fjárhagsramma LSH í raun að flýta fyrir einkavæðingu eða einkarekstri í heilbrigðisþjónustunni? Sjúklingarnir gufa ekki upp. Hin pólitíska spurning er því: Hvernig heil- brigðisþjónustu viljum við hafa á Ís- landi nú og í nánustu framtíð? Því verður að svara. Niðurskurður – í hverra þágu? Þuríður Backman skrifar um heilbrigðiskerfið ’Stjórnendum spítalanser gert að spara svo há- ar fjárhæðir að frekara aðhald í rekstri nægir ekki til að láta enda ná saman.‘ Þuríður Backman Höfundur er alþingismaður Vinstri- hreyfingarinnar – græns framboðs.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.