Morgunblaðið - 16.01.2004, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 16.01.2004, Blaðsíða 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. JANÚAR 2004 11 GRUNNDRÆTTIR samningsins milli sérgreinalækna og heilbrigðis- yfirvalda, sem skrifað var undir á þriðjudag og samþykktur var í at- kvæðagreiðslu í Læknafélagi Reykjavíkur síðar um kvöldið, eru frá árinu 1998. Hann hefur síðan ver- ið framlengdur nokkrum sinnum, síðast í ágúst árið 2002 og gilti það samkomulag til loka síðasta árs. Í samningaviðræðunum við lækna var hart tekist á um heimildir lækna til þess að meðhöndla sjúklinga utan al- mannatryggingakerfisins og þá um leið við hvaða verði sú þjónusta yrði seld. Þá hafa menn sömuleiðis velt vöngum yfir því hvað það muni þýða að sérgreinalæknar geti nú sagt sig af samningi við TR með eins mán- aðar fyrirvara til að starfa í tvo mán- uði utan kerfisins. Í sem stystu máli, og eins og fram kemur í rammanum hér til hægri, má segja að fjórar meginbreytingar hafi verið gerðar á samningnum við sér- greinalækna. En auk þess voru sett skýr samningsákvæði um það þegar læknir tekur sjúkling utan kerfis. Þá er kveðið á um að ein samráðsnefnd verði starfandi í stað samráðsnefnd- ar fyrir hverja sérgrein eins og áður var. Einingaverð hækkað um 29% frá árinu 1998 Árið 1998 var svokallað eininga- verð fyrir þjónustu sérfræðilækna 160 krónur, það var komið í 194 krón- ur árið 2002, 200 krónur í fyrra en verður 206 krónur á þessu ári. Hækkunin frá 1998 er tæp 29% en á sama tímabili hækkaði launavísitalan um ca 44% og vísitala neysluverðs um liðlega 26%. Að þessu leyti hafa sérgreinalæknar ekki náð fram hækkunum til jafns við aðra á vinnu- markaði en rétt er að taka fram að gengið er út frá því að helmingur ein- ingaverðs sé vegna launakostnaðar lækna. Þá er rétt að hafa í huga að með lækkun tekjuskatts á fyrirtæki og með breytingum sem gerðu mönnum auðveldara um vik að færa einkarekstur undir merki einka- hlutafélaga hefur skattbyrði lækna lækkað. Fyrir liggur að TR semur nú við mun fleiri aðila sem bera eftir- nafnið ehf. og læknar draga ekki dul á að skattaumhverfið sé þeim hag- felldara. Aftur á móti er nokkuð ljóst að rekstur læknastöðva, sem eru með marga heilbrigðisstarfsmenn í vinnu, hefur orðið þyngri þar sem einingaverðið hefur hækkað mun minna en laun starfsmannanna. Óánægja hóps lækna með 3% hækkun á einingaverðinu skýrist m.a. af þessu. Í fyrri samningi var sameiginlegur afsláttur fyrir hverja sérgrein sem kom illa við þá lækna sem voru með tiltölulegan lítinn rekstur en lentu í að greiða afslátt vegna aukinna um- svifa annarra sérfræðinga í sömu grein. Þetta lá oft ekki fyrir fyrr en nokkru eftir hver áramót og gátu þessir læknar því lent í að fá sendan reikning frá TR í febrúar. Í samn- ingnum nú var sameiginlegi afslátt- urinn felldur út þannig að nú greiða læknar persónubund- inn afslátt eftir magni. Er í því miðað við um- svifin árin á undan. Kemur þetta væntan- lega einkum þeim læknum til góða sem eru með svipaðan rekstur frá ári til árs en þeir sem auka umsvifin lenda þá einkum í af- slætti. Sérstakt ákvæði er þó um að TR geti beitt heildarafslætti ef útlit er fyrir að heildar- einingafjöldi fari fram úr því sem samið var um. TR greiðir 80% af sjúklingatryggingu Læknar hafa til þessa greitt svo- kallaða sjúklingatryggingu sem tryggir sjúklinga ef upp koma afleið- ingar af sjúkdómsmeðferð sem ekki er hægt að kenna neinum um. Læknar hafa ekki verið alls kostar ánægðir með þetta og vísað til þess að læknar sem starfi á spítölunum þurfi ekki að greiða slíka tryggingu, ríkið sé þar í ábyrgð. Heilbrigðisyf- irvöld hafa fram til þessa talið þetta eðlilegan hluta af rekstrarkostnaði læknanna. Í samningnum nú er kveðið á um að TR greiði 80% af iðgjöldum þess- ara trygginga og eftir því sem næst verður komist hleypur kostnaður TR vegna þessa á bilinu 20 til 25 millj- ónir króna. Í síðasta en ekki sísta lagi er svo ákvæðið um að læknar geti sagt sig af samningi með mánaðar fyrirvara til að starfa í tvo mánuði ut- an kerfis, þ.e. útgönguákvæði. Sam- kvæmt samningnum geta þeir síðan komið aftur inn í kerfið án þess að þurfa að lenda á biðlista með sér- greinalæknum sem vilja komast á samning við TR. Uppsagnarfrestur TR gagnvart læknum verður hins vegar áfram þrír mánuðir. Eins og greina má af ummælum formanns Læknafélagsins og skrif- stofustjóra heilbrigðisráðuneytisins ríkir töluverð óvissa um að hve miklu leyti læknar muni eða geti nýtt sér þetta ákvæði. Greinilegt virðist að læknar gera sér meiri væntingar í því sambandi en heilbrigðisyfirvöld. Skýr skilyrði fyrir að taka sjúkling utan kerfis Jón Sæmundur Sigurjónsson, skrifstofustjóri í heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu, sem sat í samninganefnd heilbrigðisyfirvalda, segir að sem fyrr sé kveðið á um að sjúkratryggðum einstaklingi sé heimilt að óska eftir því að læknir taki hann til meðferðar án greiðslu- þátttöku ríkisins. Mörg rök liggi til þess að halda þeim möguleika opn- um. En Jón segir að breytingin frá ákvæðinu um þetta atriði í fyrri samningi, sem m.a. Hæstiréttur hafi fjallað um, sé sú að nú sé búið að setja í samningsákvæðið mjög skýr skilyrði fyrir því þegar læknir taki sjúkling til meðferðar á þennan hátt. Mjög skýrt sé kveðið á um skilyrði fyrir því að læknir á samningi taki við fullum greiðslum sjúklings fyrir meðferð. „Það er kveðið á um það að þetta megi einungis gera að ósk sjúklings og þá skriflega, þetta megi ekki gera til þess að taka sjúklinga fram fyrir í biðröð. Eins að ekki megi nota aðrar upphæðir í greiðslu milli læknis og sjúklings en þær sem samið hefur verið um milli TR og Læknafélagsins auk þess sem læknirinn verður jafn- framt að bjóða sjúklingnum upp á læknismeðferð með greiðsluþátttöku TR. Þessi atriði voru öll afar mik- ilvæg að okkar mati,“ segir Jón Sæ- mundur. Ekki ástæða til að ætla að margir segi sig af samningi Spurður um eins mánaðar upp- sagnarákvæði sérgreinalækna á samningi til að starfa utan kerfis seg- ist Jón Sæmundur ekki telja ástæðu til að hafa áhyggjur af því að það muni gerast í stórum stíl. „Við erum með tvö mikilvæg ákvæði í samningnum vegna upp- sagna á samningi. Í fyrsta lagi að tryggt sé að hægt sé að þjóna sjúk- lingum innan almannatrygginga- kerfisins í þeirri grein sem læknir sem vill segja sig af samningi starfar. Það verður samráðsnefnd lækna- félagsins og TR að meta hverju sinni en í henni sitja tveir menn frá hvor- um aðila. Í þessu felst veruleg trygg- ing. Ég tel að girðingarnar hvað þetta atriði varðar séu það sterkar að heilbrigðisráðherra geti með sanni sagt að kerfið er eitt.“ Spurður um breytingar á afslátt- arkjörum sérgreinalækna segir Jón Sæmundur að áherslan hafi fram til þessa einkum verið á „kollektífan“ afslátt eða heildarafslátt. Hann sé helsta vörn heilbrigðisyfirvalda fyrir því að halda sig innan ramma fjár- laga. „Þessi aðferð hefur þó haft þau áhrif á þá lækna sem eru með tiltölu- legan lítinn rekstur að þeir hafa lent í afslætti vegna þeirra sem eru af- kastamiklir. Þess vegna var orðið við þeirri kröfu lækna að miða afsláttinn við hvern lækni fyrir sig en við erum enn með þær girðingar að ef við sjáum að það stefnir greinilega í um- framútgjöld höfum við heimild til að beita heildarafslættinum. Aðilar hafa samt skuldbundið sig til að vinna að afsláttarkerfi sem verði eingöngu persónubundið án þess að þjónustu- kaup TR fari fram úr fjárveitingum,“ segir Jón Sæmundur. Útgönguákvæði og persónu- bundinn afsláttur réðu úrslitum Gunnar Ármannsson, fram- kvæmdastjóri Læknafélags Íslands, segir samspilið á milli uppsagnar- tíma eða útgönguákvæðis, þ.e. að menn geti farið út fyrir kerfið með mánaðar fyrirvara, og þær breyting- ar sem gerðar voru á afsláttar- kerfinu hafa ráðið úrslitum. „Í reynd var það þetta sem varð til þess að menn náðu saman.“ Gunnar segir lækna ekki hafa ver- ið yfir sig káta með 3% hækkun, hafi fundist hún vera frekar lág. Hann segir að þar sem afsláttur verði nú persónubundinn verði út- gönguákvæðið möguleiki fyrir lækna sem sjá fram á að þurfa að greiða mikinn afslátt, t.d. í lok árs, þeir geti nú valið um það að fara út fyrir kerf- ið. „Þá hefur sjúklingurinn val um það að fylgja lækninum og fara út fyrir kerfið og greiða úr eigin vasa eða bíða eftir því að læknirinn komi aftur inn í kerfið eftir tvo mánuði eða að leita til annars sérfræðings í sömu sérgrein.“ Gunnar segir að með því að taka upp persónubundinn afslátt eigi sú staða ekki að þurfa að koma upp að heil sérgrein vilji eða þurfi að fara út fyrir kerfið heldur bara þeir læknar sem komnir eru í hærri afsláttar- mörk. Þeir sem eru á lægri afslátt- arkjörum verði áfram inni í kerfinu. Gunnar segir nær ómögulegt að segja fyrir um það hversu margir læknar muni nýta sér útgöngu- ákvæðið, það ráðist m.a. af eftir- spurn eftir þjónustu einstakra sér- greina. „Það góða í þessu samkomulagi er að það ná allir fram eitthvað af sínum áhersluatriðum. Ráðherra verndar almannatryggingakerfið og að ekki sé í gangi tvöfalt kerfi, þ.e. að menn séu ekki að veita þjónustu bæði inn- an og utan kerfis á sama tíma. Læknar hafa tiltölulega einfalda leið til að fara út fyrir kerfið og geta kom- ið inn í það aftur og sjúklingar hafa þá raunverulegt val,“ segir Gunnar. Fréttaskýring | Afsláttur sérgreinalækna persónubundinn og þeim mögulegt að starfa utan kerfis Óvissa um hve marg- ir læknar muni nota sér útgönguákvæði Jón Sæmundur Sigurjónsson Gunnar Ármannsson           +         *& ,             %      & -            % & !                & .          %   & /      *                 .   /0        "       & Samningur sérgreinalækna við TR liggur fyrir. Arnór Gísli Ólafs- son kynnti sér helstu breytingarnar og ræddi við Jón Sæmund Sig- urjónsson, skrifstofustjóra í heilbrigðis- og tryggingaráðuneytinu, og Gunnar Ármannsson, framkvæmdastjóra Læknafélags Íslands. HAGDEILD ASÍ gerir ráð fyrir góðum hagvexti í ár og á næsta ári eða 5,7% og 4,6% árið 2005 og segir því nokkuð bjart vera framundan á næstu tveimur árum. Það er hins vegar mat ASÍ að ekki séu horfur á að rofa muni verulega til á vinnumarkaði; í spánni er raunar reiknað með að atvinnuleysi verði ör- litlu meira í ár en í fyrra eða 3,7% á móti 3,5% í fyrra. Einstaklingum án atvinnu mun fjölga árin 2004 og 2005 Á morgunverðarfundi ASÍ þar sem spáin var kynnt sagði Gylfi Arn- björnsson, framkvæmdastjóri sam- takanna að 3,5–3,7% atvinnuleysi á næstu þremur árum reiknaðist af stærri vinnumarkaði, m.a. vegna innkomu fjölmargra erlendra starfs- manna. „Við erum að spá því að það verði fleiri einstaklingar atvinnu- lausir á árinu 2004 en 2003 og líka ár- ið 2005 miðað við árið 2004,“ sagði Gylfi. ASÍ telur, öfugt við t.d. Seðla- banka og fjármálaráðuneytið, að ekki verði nein veruleg breyting til batnaðar á árinu 2005 og að atvinnu- leysi verði þá meira en í fyrra eða 3,6%. Ástæða þessa er að mati ASÍ m.a. aukin ruðningsáhrif af styrk- ingu krónunnar og háum vöxtum. Þá bendir ASÍ á að í nýlegri könnun Samtaka atvinnulífsins hafi komið fram að þorri fyrirtækja hyggist halda að sér höndum við mannaráðn- ingar á næstu mánuðum og 26% stærri fyrirtækja ráðgeri að fækka starfsfólki. Þá bendir Hagdeild ASÍ einnig á að hlutfall erlendra starfs- manna við stóriðjuframkvæmdir verði hærra en upphaflega var gert ráð fyrir og því verði áhrif fram- kvæmdanna á vinnumarkaðinn minni en vonir stóðu til. Ganga út frá stækkun Norðuráls Þegar fjárlagafrumvarp þessa árs var kynnt var gert ráð fyrir að at- vinnuleysi myndi verða 2,5% í ár og minnka enn frekar árið 2005. Í þessu sambandi ber að hafa í huga að mun- urinn á spá ASÍ og fjármálaráðu- neytisins er þeim mun meiri þar sem ASÍ gerir ráð fyrir stækkun Norður- áls en ráðuneytið gerir það ekki í langtímaspá sinni en spáir engu að síður mun minna atvinnuleysi. Í nýrri þjóðhagsspá, sem fjár- málaráðuneytið birti í gær, er gert ráð fyrir að atvinuleysið verði um 3% að meðaltali í ár og fari minnnkandi og verði 2,75% 2005 og er sem fyrr ekki gengið út frá stækkun Norður- áls. Seðlabankinn taldi í spá sinni í nóvember að atvinnuleysið myndi fara niður fyrir 3% í ár og niður fyrir 2,5% árið 2005 og tók þá heldur ekki mið af stækkun Norðuráls. Hagdeild ASÍ áætlar að skamm- tímavextir verði að meðaltali 6,6% í ár og segir að gera megi ráð fyrir hækkun stýrivaxta Seðlabankans þegar á fyrsta fjórðungi þessa árs. Vegna innstreymis erlends fjár í tengslum við stóriðjuframkvæmdir en eins vegna fyrirséðra vaxtahækk- ana Seðlabankans megi gera ráð fyr- ir að gengi íslensku krónunnar styrkist nokkuð á árinu en draga muni úr styrkingunni og krónan muni heldur veikjast á síðasta fjórð- ungi ársins.                       !     "  #   $        %&' %%' &(' )%% &'       Spá viðvarandi atvinnu- leysi á hagvaxtartímum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.