Morgunblaðið - 16.01.2004, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 16.01.2004, Blaðsíða 46
MINNINGAR 46 FÖSTUDAGUR 16. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ Kveðja frá Bænda- samtökum Íslands Við fráfall Ásgeirs Bjarnasonar í Ásgarði hverfur yfir móðuna miklu einhver farsælasti leiðtogi bænda á síðari hluta tuttugustu ald- arinnar. Þótt Ásgeir í Ásgarði tran- aði sér ekki fram urðu góðar gáfur, traust uppeldi á mektarheimili, há- skólamenntun í búvísindum og hóg- værð og stefnufesta í málflutningi þess valdandi að honum voru falin fjölbreyttari trúnaðarstörf en öðrum bændum. Hann sat þannig samtímis á Al- þingi, Búnaðarþingi og aðalfundi Stéttarsambands bænda í hart nær 20 ár og var formaður Búnaðarfélags Íslands í 16 ár. Með setu á þingum beggja arma samtaka bænda nýtti Ásgeir þekk- ingu sína og viðsýni til að tengja saman starfsemi þeirra, bændum til hagsbóta. Á Alþingi naut Ásgeir í Ásgarði einnig mikils traust og var um skeið forseti sameinaðs þings. Ekki er vafi á að sú virðing, sem hann naut þar, greiddi götu margra mikilvægra landbúnaðarmála gegnum völundar- hús Alþingis. Óhætt mun að fullyrða að farsæl störf Ásgeirs að landbúnaðarmálum áttu mikinn þátt í framfarasókn ís- lensks landbúnaðar á síðari hluta ný- liðinnar aldar. Ásgeir var heiðursfélagi Bænda- samtaka Íslands. Að leiðarlokum eru Ásgeiri í Ás- garði færðar þakkir Bændasamtaka Íslands fyrir mikil og farsæl störf í þágu bænda um leið og fjölskyldu hans er vottuð samúð við fráfall þessa aldna heiðursmanns. Ari Teitsson. Í dag verður borinn til moldar í Hvammi í Dölum bændahöfðinginn Ásgeir Bjarnason. Ásgeir var mikll heiðursmaður og mátti ekki vamm sitt vita og vandaði alla tíð dagfar sitt. Hann var alinn upp á stórbýlinu Ásgarði, sonur Bjarna Jenssonar sem var þjóðkunnur bóndi á sinni tíð. Eft- ir búnaðarnám hér heima og í Noregi og Svíþjóð kom hann heim og hóf bú- skap í Ásgarði og rak þar bú af rausn og myndarskap í fjörutíu ár. Marg- vísleg trúnaðarstörf hlóðust á þennan unga glæsibónda, bæði fyrir stétt sína og hérað. 1949 vann hann frægan kosningasigur fyrir framsóknarmenn á Þorsteini Þorsteinssyni, sýslu- manni, sem lengi hafði verið þing- maður fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Varð Ásgeir þingmaður Dalamanna í tíu ár og síðar þingmaður Vesturlands til 1978 er hann ákvað mjög óvænt að hætta þingmennsku. Kynni okkar Ásgeirs hófust er ég tók sæti á Alþingi 1974. Næsta kjör- tímabil var hann forseti Sameinaðs Alþingis. Ásgeir var mjög traustur forseti og naut mikillar virðingar í starfi. Úrskurðir hans á forsetastóli voru ígrundaðir og ekki minnist ég þess að nokkur þingmaður leyfði sér að mótmæla úrskurðum hans eða gagnrýna þá. Voru þó í stjórnarand- stöðu umsvifamiklir þingskörungar svo sem Magnús Kjartanssson, Lúð- vík Jósepsson og Gylfi Þ. Gíslason. Þingstörf öll leysti Ásgeir af hendi af myndarskap og árvekni. Ásgeir tók ekki oft til máls en talaði af skarpleik og festu. Í þingflokki framsóknar- manna gætti hann einnig hófs í ræðu- höldum, en þegar hann tók til máls var hlustað. Ásgeiri var einkar lagið að segja minnisverða hluti í stuttu máli og athugasemdir hans gátu verið flugbeittar. Ásgeir var maður dulur ÁSGEIR BJARNASON ✝ Ásgeir Bjarnasonfæddist í Ásgarði í Dalasýslu 6. septem- ber 1914. Hann lést á Sjúkrahúsi Akraness 29. desember síðast- liðinn og var útför hans gerð frá Hvammskirkju 10. janúar. og sagði e.t.v. ekki alltaf hug sinn allan, en það er ættarfylgja viturra Dalamanna allt frá Auði djúpúðgu og Hvamms- Sturlu. Mér reyndist Ásgeir einstaklega ráð- hollur og ég bar oftast gæfu til að fara að ráð- um hans. Fyrir þau ráð öll er ég þakklátur svo og aðrar velgjörðir hans í minn garð. Ég saknaði hans mjög úr þing- mannahópi framsókn- armanna. Eftir að Ásgeir hætti þingmennsku sneri hann sér alfarið að félagsmálum stéttar sinnar ásamt búskapnum. Hann var t.d. formaður Búnaðarfélags Íslands í 16 ár og vann þar mjög gott starf sem íslensk bændastétt má vera honum þakklát fyrir. Ævikvöldinu eyddi Ásgeir heima í Ásgarði með sinni góðu konu, Ingibjörgu Sigurðardóttur. Við Sigrún kveðjum Ásgeir Bjarnason með virðingu og þökk. Páll Pétursson. Ásgeir í Ásgarði var sprottinn upp af sterkri rót íslenskrar sveitamenn- ingar. Foreldrar og forfeður hans voru bústólpar og úrræðafólk sem bjargaðist af dugnaði sínum í hinu fá- tæka samfélagi Íslendinga. Ásgarður er í þjóðbraut í hinum forna Hvammshreppi. Þar var gestkvæmt og þangað bárust því auðveldlega straumar og stefnur nýrra tíma. Yfir Ísland og Íslendinga skellur kreppa í upphafi fjórða áratugarins. Í stað þess að bugast hefja íslenskir bændur sókn og öflugir stjórnmála- menn í ríkisstjórn og á Alþingi leggja landbúnaðinum lið með löggjöf og stefnumörkun. Í íslenskum sveitum er að alast upp og komast til manns frábært ungt fólk, hlaðið eldmóði, knúið áfram af krafti sem var fullur af frelsisþrá og samtakamætti; fólk sem hét því að elska, byggja og treysta á landið. Ásgeir var einn þessara ungu hugsjónamanna. Hann aflaði sér bún- aðarmenntunar hér heima frá Hólum og var í námi í Asker og vann við bún- aðarháskólann í Ási í Noregi. Þegar Ásgeir hóf búskap sinn í Ás- garði af miklum viljastyrk og sókn- arhug, voru Dalamenn aftar í þróun ýmissa mála en mörg önnur héruð. Þeim fannst vanta öfluga forystu- menn sem sameinuðu krafta og færu fyrir liði svo héraðið næði árangri. Enginn lýsir því jafn vel og Steinólfur Lárusson, bóndi í Ytri-Fagradal, í ný- útkominni bók sem Finnbogi Her- mannsson skrásetti, hversu miklar vonir sýslungar Ásgeirs bundu við að hann gerðist þeirra foringi í fé- lagsmálum, enda gerist það strax við heimkomu að námi loknu að sveitar- stjórnarmál og forysta í búnaðarmál- um verða hans verkefni heima fyrir. Ásgeir vinnur Dalasýslu í Alþingis- kosningunum 1949 með 14 atkvæðum af Þorsteini Þorsteinssyni sýslu- manni. Í látlausri frásögn Steinólfs kemur glöggt fram hversu auðvelt mönnum fannst að sameinast um að kjósa Ásgeir og hversu mikla trú þeir höfðu á þessum unga manni. Hann hefur það einnig eftir Ásgeiri að þá hafi hugur hans ekki verið fangaður af pólitík. Ungi bóndinn átti kannski þá þrá heitasta að vera heima á búi sínu og byggja það upp. Steinólfur lýsir því svo hversu vel Ásgeiri farn- aðist í þingmennskunni og hvernig hann kom málstað og baráttumálum Dalamanna áfram, „vegir voru lagðir, vatnsföll brúuð og vélaöld hófst í sveitunum“. Hann bætir því svo við að hann hafi „fórnað sér fyrir Dala- menn og dregið þá út úr steinöldinni“. Það er auðvitað engin spurning um að maður, sem áratugum saman stendur í forsvari fyrir hérað sitt og kjördæmi á Alþingi og fer jafnframt um langa hríð með forystu fyrir bændastéttina í Búnaðarfélagi Ís- lands, gefur samtíðinni nokkuð af afli sínu og fjölskyldan færir ekki síst þær fórnir að samverustundir eru stopulli en gerist og gengur. Íslensk bændastétt á bóndanum í Ásgarði þakkir að gjalda og hygg ég að á fögru ævikvöldi hafi hann oft notið þess að finna virðingu og þökk frá sín- um samferðamönnum fyrir vel unnin störf í þágu lands og þjóðar. Sá er þetta ritar átti því láni að fagna að kynnast bóndanum, þing- manninum og baráttumanninum Ás- geiri í Ásgarði allvel og njóta á stund- um þess að leggja mál í hans hendur og þiggja leiðsögn. Það lýsir oft lífs- reyndum mönnum vel og segir mikið um þroska þeirra og góðan vilja, ef þeir sýna ungu fólki áhuga og leggja því lið. Þannig kom Ásgeir undirrit- uðum fyrir sjónir og þannig reyndi ég hann oftar en einu sinni. Lítil saga þess efnis er sú að á mínu fyrsta þing- hausti vildi flokkur minn að ég tæki sæti í Efri-deild þingsins, en þá var Alþingi enn deildaskipt. Eitthvert hugboð hafði ég um að nýliðar ættu erfiðara um vik að gerast áberandi innan um þá þingreyndu menn er þar sætu. Ég leitaði til Ásgeirs og hafði hann gaman af erindinu og sagði mér að menn hefðu fallið í kosningum á því einu að hafa aldrei starfað í Efri- deild. Ásgeir hafði verið forseti Efri- deildar og forseti sameinaðs Alþingis um hríð og þekkti því vel til starfa þingsins. Hann fór af mikilli þekkingu yfir störf deildanna og sagði það sína skoðun, að það gæfi ungum mönnum meira frelsi til að láta að sér kveða að hefja þingmannastarfið í Neðri-deild. Þar sætu 2/3 hlutar þingmanna og umdeildari lagafrumvörp kæmu oft fyrr í þá deild. Það væri líklega heppi- legra fyrir mig að byrja í Neðri-deild, sem og varð niðurstaðan. Oft síðan leitaði ég ráða Ásgeirs og líkaði vel. Ásgeir var prúður maður, form- fastur og góður ræðumaður sem var gott að hlýða á. Hann fylgdi sínum málum eftir af festu og kunni þá list öðrum betur að leiða baráttumál sín til lykta. Ég á ógleymanlegar minn- ingar frá skemmtilegum stundum með þeim Ásgeiri og Ingibjörgu í litla, fallega húsinu sem þau byggðu í hlaðvarpanum í Ásgarði. Það var notalegt og lærdómsríkt að koma til þeirra og njóta gestrisni og viðra skoðanir sínar við þau hjón. Líf Ás- geirs í Ásgarði var hvorki áfallalaust né átakalaust. Hógværð og rökræða öldungsins var skýr og meitluð af rökhyggju og sátt við samferðamenn- ina. Við fráfall Ásgeirs hvílir skuggi yfir sveitinni hans, en jafnframt fylgir sú von að íslenskir bændur eignist á erf- iðum tímum fleiri menn sem fylgi lífs- stefnu hans og þrautseigju í málefn- um líðandi stundar. Það er gott að minnast Ásgeirs og það er fallegur sólroði sem umleikur líf og starf þessa heiðursmanns. Blessuð sé minning hans. Guðni Ágústsson. Í dag verður borinn til moldar bændahöfðinginn Ásgeir Bjarnason, fyrrverandi alþingismaður í Ásgarði. Þeir hverfa á braut einn af öðrum frumkvöðlarnir sem ruddu brautina fyrir framförum þjóðarinnar á tutt- ugustu öldinni. Þeir sem unnu óskipt- ir með hug og hönd að hag héraðs síns, að heill ættjarðarinnar. Í hópi þessara brautryðjenda fór Ásgeir í Ásgarði fremstur í fylkingu. Ég kynntist honum fyrst þegar hann varð þingmaður Vesturlands og ég bjó í Bjarnarhöfn. Var ég sem aðrir snortinn af trausti og hlýju sem ein- kenndi allt viðmót hans sem þing- manns. Ásgeir skipaði sér í forystu- sveit íslensks landbúnaðar um áratugabil. Það var ekki hann sjálfur sem hélt sér fram, heldur var hann kvaddur til og Ásgeir var ekki maður sem vék sér undan ábyrgð þegar eftir var leitað. Ásgeir var búfræðingur frá Bændaskólanum á Hólum og minntist veru sinnar þar með gleði og þakklæti. Sagði hann mér að námsdvölin þar hefði reynst sér drjúgt vegarnesti í fjölbreyttu ævistarfi. Hann var ein- lægur „Hólamaður“. Og þegar leiðir okkar lágu aftur saman við endurreisn Hólaskóla upp úr 1980 var hann for- maður Búnaðarfélags Íslands og ég nýráðinn skólastjóri. Til Ásgeirs var þá gott að leita með ráð og stuðning. Þegar leiðin lá um Dali var fastur liður að koma við í Ásgarði, þiggja góðgerðir og eiga stutt spjall. Stofan í Innilegar þakkir færum við öllum þeim, sem auðsýndu okkur samúð og vinarhug vegna andláts og útfarar elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, HULDU AGNARSDÓTTUR frá Ísafirði. Sérstakar þakkir til starfsfólks hjúkrunarheimil- isins Víðihlíðar í Grindavík fyrir góða umönnun. Oddur Gunnarsson, Erna Bergmann, Agnes Margrét Gunnarsdóttir, Thomas Henkel, Gunnhildur Gunnarsdóttir, Guðmundur Sigurbergsson, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýju við andlát og útför föður okkar, tengdaföður og afa, GUNNARS JÓHANNESAR GUÐBJÖRNSSONAR vörubílstjóra, Hæðargarði 17, Reykjavík. Sérstakar þakkir fá fararstjórar Sumarferða á Kanaríeyjum. Guðlaug Ósk Gunnarsdóttir, Indriði Rósenbergsson, Gunnar Jóhannes Gunnarsson, Jóhann Kristinn Indriðason, Gunnar Örn Indriðason, Sigurður Eiður Indriðason, Sigríður Ósk Indriðadóttir. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý- hug í okkar garð við andlát og útför ÞORSTEINS BJARNASONAR, Böðvarsgötu 9, Borgarnesi. Sérstakar þakkir til starfsfólks Dvalarheimilis aldraðra í Borgarnesi fyrir einstaka umönnun. Sigríður Helga Aðalsteinsdóttir, Sigurður Þorsteinsson, Steinunn Pálsdóttir, Bjarni Kr. Þorsteinsson, Guðrún Kristjánsdóttir, Unnsteinn Þorsteinsson, Guðbjörg Guðjónsdóttir, barnabörn og barnabarnabarn. Systir mín, SVAFA KRISTJÁNSDÓTTIR frá Ytri-Tjörnum, áður til heimilis á Ránargötu 4, Akureyri, verður jarðsett frá Akureyrarkirkju mánu- daginn 19. janúar kl. 13.30. Fyrir hönd ættingja, Friðrik Kristjánsson. Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur vinarhug og samúð vegna andláts og útfarar eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, INGVARS ÞÓRÐARSONAR, Reykjahlíð á Skeiðum. Sérstakar þakkir fær starfsfólk Ljósheima fyrir mjög góða umönnun og aðstoð. Sveinfríður Sveinsdóttir, Sveinn Ingvarsson, Katrín Andrésdóttir, Guðrún Ingvarsdóttir, Magnús Gunnarsson, Steinunn Ingvarsdóttir, Ólafur Hjaltason, Erna Ingvarsdóttir, Þorsteinn Hjartarson og barnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.