Morgunblaðið - 16.01.2004, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 16.01.2004, Blaðsíða 33
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. JANÚAR 2004 33 Greiðsluáskorun Innheimtumenn ríkissjóðs skora hér með á gjaldendur eftirtalinna gjalda að gera skil nú þegar eða í síðasta lagi innan 15 daga frá dagsetningu áskorunar þessarar: Gjöldin eru: Staðgreiðsla og tryggingagjald sem fallið hafa í eindaga til og með 15. janúar 2004, virðisaukaskattur sem fallið hefur í eindaga til og með 5. janúar 2004 og önnur gjaldfallin álögð gjöld og ógreiddar hækkanir er fallið hafa í eindaga til og með 15.janúar 2004 á staðgreiðslu, trygg- ingagjaldi og virðisaukaskatti, virðisaukaskatti í tolli, vanskilum launagreiðenda utan staðgreiðslu, áfengisgjaldi, launaskatti, bifreiðagjaldi, úrvinnslugjaldi, slysatryggingagjaldi ökumanna, föstu ár- gjaldi þungaskatts, þungaskatti skv. ökumælum, viðbótar- og aukaálagningu söluskatts vegna fyrri tímabila, skemmtanaskatti og miðagjaldi, virðisaukaskatti af skemmtunum, tryggingagjaldi af skipshöfnum ásamt skráningargjöldum, búnaðargjaldi, iðgjaldi í Lífeyrissjóð bænda, vinnueftirlits- gjaldi, vörugjaldi af innlendri framleiðslu, vörugjaldi af ökutækjum, eftirlitsgjöldum, aðflutnings- gjöldum og útflutningsgjöldum, skilagjaldi á umbúðir, verðbótum á ógreiddan tekjuskatt og verð- bótum á ógreitt útsvar, fasteignagjöldum, skipulagsgjaldi, skipagjaldi, fisksjúkdómagjaldi, jarðaraf- gjaldi og álögðum opinberum gjöldum, sem eru: Tekjuskattur, útsvar, aðstöðugjald, sérstakur tekjuskattur manna, eignarskattur, sérstakur eignarskattur, slysatryggingagjald vegna heimilisstarfa, tryggingagjald, iðnlánasjóðs- og iðnaðarmálagjald, þróunarsjóðsgjald, kirkjugarðsgjald, markaðs- gjald, gjald í framkvæmdasjóð aldraðra og skattur af verslunar- og skrifstofuhús- næði, ofgreiddar barnabætur, ofgreiddur barnabótaauki og ofgreiddar vaxtabætur. Fjárnáms verður krafist án frekari fyrirvara að þeim tíma liðnum fyrir vangoldnum eftirstöðvum gjaldanna ásamt dráttarvöxtum og öllum kostnaði, sem af innheimtu skuldarinnar kann að leiða, á kostnað gjaldenda. Athygli skal vakin á því að auk óþæginda hefur fjárnám í för með sér verulegan kostnað fyrir gjald- anda. Fjárnámsgjald í ríkissjóð er allt að 11.500 kr. fyrir hvert fjárnám. Þinglýsingargjald er 1.200 kr. og stimpilgjald 1,5% af heildarskuldinni, auk útlagðs kostnaðar eftir atvikum. Eru gjaldendur hvattir til að gera full skil sem fyrst til að forðast óþægindi og kostnað. Þá mega þeir gjaldendur, sem skulda staðgreiðslu, staðgreiðslu tryggingagjalds, vörugjald, afdreg- inn fjármagnstekjuskatt og virðisaukaskatt, búast við því að starfsemi þeirra verði stöðvuð án frek- ari fyrirvara. Loks mega þeir gjaldendur er skulda bifreiðagjöld og þungaskatt eiga von á að skrán- ingarnúmer verði tekin af ökutækjum þeirra án frekari fyrirvara. Fyrrgreindur 15 daga frestur frá dagsetningu áskorunar þessarar gildir ekki í þessum tilvikum. Reykjavík, 16. janúar 2004. Tollstjórinn í Reykjavík Sýslumaðurinn í Kópavogi Sýslumaðurinn í Hafnarfirði Sýslumaðurinn í Keflavík Sýslumaðurinn á Keflavíkurflugvelli Sýslumaðurinn á Akranesi Sýslumaðurinn í Borgarnesi Sýslumaðurinn í Stykkishólmi Sýslumaðurinn í Búðardal Sýslumaðurinn á Ísafirði Sýslumaðurinn í Bolungarvík Sýslumaðurinn á Patreksfirði Sýslumaðurinn á Hólmavík Sýslumaðurinn á Siglufirði Sýslumaðurinn á Sauðárkróki Sýslumaðurinn á Blönduósi Sýslumaðurinn á Akureyri Sýslumaðurinn á Húsavík Sýslumaðurinn á Ólafsfirði Sýslumaðurinn á Seyðisfirði Sýslumaðurinn á Eskifirði Sýslumaðurinn á Höfn Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum Sýslumaðurinn á Selfossi Sýslumaðurinn í Vík Sýslumaðurinn á Hvolsvelli Gjaldheimta Vestfjarða Gjaldheimta Austurlands Gjaldheimtan í Vestmannaeyjum Útsala - Útsala Klapparstíg 44 - sími 562 3614 Þessi röksemdafærsla er ekki traust. Hægt er að fá margvíslegar niðurstöður í könnunum, eftir því hvernig spurt er, t.d.: Ert þú hlynnt (ur) því að greiða lægri skatta en fá um leið meiri opinbera þjónustu? Niðurstaða úr slíkri skoðanakönnun er ekki mikils virði. Skoðanakann- anir geta eflaust verið fróðlegar, t.d. áhugamönnum um stjórnmál, en þær eru ekki heppilegar í sæmilega vitrænum rökræðum um mennta- mál. 6) Þá hafa menn sagt, að háskólar hér á landi séu hlynntir stytting- unni, m.a. Háskóli Íslands. Rétt er að íhuga afstöðu hans. Í umsögn HÍ, dags. 8. nóv. 2002, kom fram, að hann styddi styttingu námstíma til stúdentsprófs að því gefnu, að það rýrði ekki undirbúning nemenda. Margt mælti og með því að innleiða kerfi, sem fæli í sér sveigjanleika, þannig að fólk gæti valið á milli þriggja og fjögurra ára náms, „sem er í takt við þann sveigjanleika sem er í danska kerfinu“. – Fyrirvarinn er hér umdeilanlegur, en ábendingin um sveigjanleika danska kerfisins er athyglisverð. Framhaldsskólar okkar þurfa að vera sveigjanlegir í kennsluaðferðum, lengd námsins, samskiptum við nemendur og mörgu öðru, því að nemendur eru ólíkir, og misjafnt er, hvað hentar hverjum þeirra. Aukinn sveigj- anleiki er og talinn „lykilforsenda“ í væntanlegum umbótum í dönskum og sænskum skólakerfum (Sam- anburðarkönnun, bls. 47). – En HÍ sendi frá sér nýtt og breytt álit ári síðar, þ.e. „Umsögn um skýrslu menntamálaráðuneytisins um stytt- ingu námstíma til stúdentsprófs“, dags. 18. nóv. 2003. Í umsögninni eru þessi mál litin öðrum augum en áður, enda hafði HÍ þá fengið til- lögur ráðuneytisins. Í umsögninni segir m.a.: „Öllum má vera ljóst að ekki er hægt að stytta nám í fram- haldsskóla um eitt ár án þess að breytingar verði á grundvall- arkröfum til stúdenta. Þessu má mæta á ýmsan hátt. Til dæmis með því að færa eitthvað af námsefni framhaldsskólans til grunnskólans. Einnig verður að telja að skyn- samlegt sé að fækka námseiningum til stúdentsprófs eins lítið og hægt er, þar sem einingarnar eiga að end- urspegla ákveðna þekkingu og kunnáttu.“ Í umsögn HÍ er bent á, að há- skóladeildir hafi „lagt sérstaka áherslu á nauðsyn þess að stúdentar hafi góð tök á íslenskri tungu, bæði talmáli og ritmáli“. Þar sem þetta er mikilvægt málefni skal nánar fjallað um það. – Í fyrrnefndri samanburð- arkönnun er vikið að móðurmáls- kennslunni og stöðu hennar. Þótt furðulegt sé er staðan þessi: Í ís- lenskum grunnskólum er mun minni tíma varið til kennslu móðurmálsins en gert er í Danmörku og Svíþjóð. Íslenskan fær alls 1.296 stundir (16% af stundum í heild), danskan 1.800 stundir (26%) og sænskan 1.490 stundir (22%). Í grunnskólum og framhaldsskólum (kjarna) til samans eru tölurnar þessar: Ís- lenskan fær 1.586 stundir (17%), danskan 2.602 stundir (25%) og sænskan 1.662 stundir (22%) (bls. 65–67 og 139). – Þetta eru athygl- isverðar tölur um raunveruleikann, þótt menn tali oft um mikilvægi móðurmálskennslunnar. E.t.v. telja sumir menn brýnt, að slík kennsla sé ekki of mikil. En ekki er það álit norrænna frænda vorra, því að þeir stefna að því að auka hana. – Í til- lögum verkefnisstjórnar ráðuneyt- isins sl. sumar (hugmynd I) var lagt til að skerða íslenskuna (og aðrar greinar) í framhaldsskólum um 20%, þ.e. hún fari úr 290 klst. í 232 klst. (bls. 26). Þetta er nú kaldur raun- veruleikinn hjá okkur þrátt fyrir allt talið um gildi íslenskunnar. E.t.v. telja sumir menn, að of mikið sé kennt í framhaldsskólum í ástkæra og ylhýra málinu. HÍ gerir einnig ákveðnar at- hugasemdir við mikilvægan þátt í skýrslu ráðuneytisins. Að því verður vikið síðar. – Eins og hér hefur verið rakið tel ég ýmis rök, sem færð hafa verið fyrir styttingu náms í fram- haldsskólum, harla ótraust, og að metnaður fyrir hönd íslensks skóla- starfs, og þá ekki síst móðurmáls- kennslunnar, sé heldur rýr. Nánar verður fjallað um þetta efni í næstu grein. Höfundur er kennari.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.