Morgunblaðið - 30.01.2004, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 30.01.2004, Blaðsíða 20
Hafnarfjörður | Rúm áttatíu og fjögur prósent Hafnfirðinga eru mjög eða frekar ánægð með að búa í bænum sínum og níutíu og sjö prósent bæjarbúa eru ánægð með þá möguleika sem í boði eru á útivist og tómstundum í bæjarfélag- inu. Af þeim tæpu fjórum prósentum bæj- arbúa sem sögðust óánægð með bæinn nefndi tæpur þriðjungur lélega stjórn bæjarfélagsins og þá sérstaklega fjármálastjórn sem ástæðu, en rúmur fimmtungur nefndi umferð og sam- göngur. Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýrri könnun sem IMG-Gallup gerði fyrir Hafnarfjarðarbæ á dögunum. Könnunin var gerð í pósti og var úrtakið 2.700 Hafnfirð- ingar, 18 ára og eldri. Svarhlutfall var 50,7%. Markmiðið með könnuninni var að fá mat bæjarbúa á opinberri þjónustu og á einstaka þáttum bæjarlífsins, sem og að fá mat íbúanna á bæjarfélaginu, hugmyndir um fram- tíðaráform og væntingar þeirra til búsetu í bænum. Meðal annarra hluta sem vel þóttu fara í bænum var öryggi í bænum, en um áttatíu og átta prósent bæjarbúa sögðust ánægðir með öryggi þegar ferðast væri í bænum og níutíu prósent bæjarbúa sögðust ánægð með upp- vaxtarskilyrði fyrir börn og lífsgæði almennt. Heimasíða bæjarins, hafnaraðstaðan, vöru- og verslanaúrval og umhverfismál voru einn- ig í þeim hópi sem bæjarbúar voru afar ánægðir með, sem og sorphreinsun, viðhald gatna, möguleika á framhaldsmenntun, jafn- réttismál og almenningssamgöngur og frá- rennslismál. Þjónustukönnun IMG-Gallup á vegum Hafnarfjarðarbæjar gefur góðar vísbendingar Mikil ánægja með tómstundastarf og skilyrði fyrir börn Morgunblaðið/Ásdís Í sílaleit við tjörnina: Smáfólkið er Hafnfirðingum ofarlega í huga, en það má glögglega sjá á þeirri ánægju sem ríkir með góð skilyrði fyrir börn íbúa og tómstundastarf í sveitarfélaginu. Mestrar óánægju gætti með umferðarör- yggi hjólreiðafólks, en um sextíu og sex pró- sent bæjarbúa voru óánægð með það. Einnig gætti óánægju með framboð af leiguhúsnæði á vegum bæjarins, leiksvæði fyrir unglinga, möguleika til að hafa áhrif í bæjarfélaginu og sýnileika lögreglunnar í Hafnarfirði. Ímynd endurspeglar ekki alltaf reynslu Hafnfirðingar voru sérstaklega ánægðir með þjónustu bókasafns bæjarins, en um níu- tíu og þrjú prósent bæjarbúa sögðust ánægð með það. Íþróttaaðstaða, leikskólar og Iðn- skólinn í Hafnarfirði voru einnig uppspretta mikillar ánægju, sem og framboð útivistar og tómstundasvæða í nágrenni við bæinn. Sú þjónusta sem verst kom út tengdist framboði á leiguhúsnæði fyrir aldraða, en fjörutíu pró- sent voru óánægð með það. Í rannsókninni var líka mæld huglæg upp- lifun íbúanna og segir sú mæling til um hvaða skilning og mat íbúarnir leggja í þjónustuna. Einkunnin sem þátttakendur gáfu einstaka þjónustuþáttum er byggð á reynslu viðkom- andi og er hún sett í samhengi við þær vænt- ingar sem þátttakendur hafa til þjónustunnar. Væntingar til þjónustu eru byggðar á nokkr- um þáttum: Fyrri reynslu, upplifun annarra notenda, upplýsingum úr fjölmiðlum, op- inberri stefnu, almennu viðhorfi til bæj- arfélagsins. Ef þátttakandi hafði ekki reynslu af viðkomandi þjónustuflokki, gaf hann álit sitt byggt á nokkrum þessara þátta og mæld- ist þá ímynd þjónustunnar. Áhugavert var að einkunnir sem notendur gáfu fyrir þjónustu bæjarins voru margar mun hærri en þeir sem ekki nýttu sér hana gáfu. Þannig var ánægja með mörg þjónustusvið Hafnarfjarðar nokk- uð meiri en ímyndin gaf til kynna. Sem dæmi má nefna fengu leikskólar mun hærri einkunn hjá þeim sem nýttu sér þá en þeim sem ekki nýttu sér þá. Skólaskrifstofa og framboð á leiguhúsnæði fyrir aldraða fengu þó dálítið lægri einkunn hjá notendum en ímynd þjón- ustunnar gaf til kynna. Munurinn sem mæld- ist á milli þeirra sem nota þjónustuna og þeirra sem nota hana ekki er talinn gefa stjórnendum bæjarfélagsins mikilvægar upp- lýsingar. Ef þeir sem nota ekki þjónustuna hafa neikvæðara viðhorf gagnvart henni en þeir sem nota hana, getur það gefið til kynna að auka þurfi upplýsingaflæðið og upplýsa íbúa betur um starfsemi stofnana. Einnig var í könnuninni spurt um afstöðu bæjarbúa til einstakra mála og komu margar áhugaverðar niðurstöður í ljós. Þannig voru nokkuð fleiri foreldrar hlynntir vetrarfríi og fimmtíu og fjögur prósent þeirra töldu að allir skólar ættu að hafa vetrarfrí á sama tíma. Einnig vildu tæp tuttugu og sex prósent bæj- arbúa hafa fræðslufyrirlestra í hverfa- miðstöðvum, tæp tuttugu og fimm prósent vildu sjá tómstundir fyrir unglinga og tæp tuttugu og tvö prósent vildu sjá almennt tóm- stundastarf í hverfamiðstöðvum. Um þriðjungur bæjarbúa sá fyrir sér bú- ferlaflutninga á næstu tveimur til fjórum ár- um og hugðist meirihluti þeirra sem höfðu ákveðið áfangastað sinn flytja innan bæjar. HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 20 FÖSTUDAGUR 30. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ Elliðaár | Vegagerð ríkisins lokaði á miðvikudag brúnni yfir ána Dimmu við Vatnsenda í Reykjavík. Dimma rennur úr Elliðavatni og í Elliðaárn- ar. Lokun brúarinnar gerir það að verkum að leiðin að íbúahverfinu Hvörfunum lengist og er nauðsyn- legt að aka um Breiðholtsbrautina. Að sögn starfsmanna Vegagerð- arinnar er verið að leggja af gömlu gatnamótin inn á Elliðavatnsveginn og taka í notkun ný gatnamót sem eru ofar á Breiðholtsbrautinni frá Suðurlandsvegi. Önnur af brúnum yfir Dimmu mun því lokast til fram- búðar. Morgunblaðið/Árni Sæberg Brú yfir Dimmu lokað Mosfellsbær | Árið 1953 keypti Umdæmisstúkan nr.1 býlið Skálatún í Mosfellssveit til að stofna þar vistheimili fyrir þroskaheft börn. Starfsemin byrjaði svo þann 30. janúar 1954. Á þeim 50 árum sem liðin eru frá stofnun heimilisins hefur margt breyst. Upphaflega hófst starfsemin í gamla bóndabænum einum við mikil þrengsli bæði fyrir heim- ilisfólk og starfsmenn. Nú hafa verið byggð mörg hús og allur aðbúnaður er orðinn til fyrir- myndar eins og kröfur dagsins eru til aðbúnaðar þroskaheftra. Skálatún er nú sjálfseignar- stofnun á vegum Bindindissam- takanna IOGT og Styrktar- félags vangefinna. Formaður stjórnar er Þengill Oddsson héraðslæknir sem skipaður er af Landlæknisembættinu. Heimil- ismenn eru nú 44 og starfsmenn 75 í 58 stöðugildum. Skálatúnaheimilið heldur upp á 50 ára afmælið á morgun, laugardaginn 31. janúar n.k. og hefst afmælið með því að vinnu- stofurnar verða opnar frá kl 10 að morgni og heimilisfólk sýnir þar vinnu sína. Kl. 14.30 verður síðan boðið til kaffiveislu í Hlé- garði í Mosfellsbæ. Skálatúns- heimilið 50 ára
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.