Morgunblaðið - 30.01.2004, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 30.01.2004, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. JANÚAR 2004 45 SKIPUÐ hefur verið nefnd á vegum menntamálaráðuneytis til að stýra verkefninu „Evrópuári menntunar með iðkun íþrótta“ hér á landi. Í nefndinni eiga sæti Ann-Helen Od- berg, lektor við Kennaraháskóla Ís- lands, Arngrímur Viðar Ásgeirsson, formaður Íþróttakennarafélags Ís- lands, Líney R. Halldórsdóttir, deildarstjóri í menntamálaráðuneyt- inu, Sigríður Lára Ásbergsdóttir, sérfræðingur í ráðuneytinu, og Stef- án Konráðsson, framkvæmdastjóri Íþrótta- og Ólympíusambands Ís- lands. Stefán er jafnframt formaður nefndarinnar. Þá hefur Íþrótta- og Ólympíusam- band Íslands verið falið til að annast umsýslu verkefnisins. Meginmark- mið verkefnisins er m.a. að minna Evrópubúa, einkum ungt fólk, á gildi íþrótta fyrir þroska einstaklingsins, félagslega hæfni og gott líkamsást- and. Nefnd um framkvæmd Evrópuárs íþrótta STJÓRN FKB, Fræðslusamtaka um kynlíf og barneignir, hefur sent frá sér eftirfarandi ályktun: „Stjórn Fræðslusamtaka um kyn- líf og barneignir, FKB, varar mjög eindregið við öllum breytingum á starfsemi Neyðarmóttöku vegna nauðgunarmála, sem ekki byggjast á faglegu mati á starfseminni. Neyð- armóttakan er eitt hið besta sem Ís- lendingar hafa gert til að vinna gegn ofbeldi og afleiðingum ofbeldis og er vísað til hennar erlendis sem sér- stakrar fyrirmyndar í þessum mál- um. Því miður er enn full þörf á öflugri starfsemi Neyðarmóttökunnar og stjórn FKB telur það stórt skref aft- urábak ef starfsemin er skert með einhverjum hætti. FKB skorar á stjórnvöld að gera engar þær breytingar sem skaðað gætu þetta mikilvæga starf sem þarna fer fram.“ Vara við breytingum á neyðar- móttöku Ráðstefna um eyrnasuð Land- læknisembættið og Félagið Heyrn- arhjálp gangast fyrir ráðstefnu um eyrnasuð í dag, föstudaginn 30. jan- úar, á Grand hóteli við Sigtún kl. 13– 17. Tilgangur ráðstefnunnar er að leiða saman fagfólk og þolendur eyr- nasuðs til að veita fræðslu um þetta heilsufarsvandamál. Aðalfyrirlesari og gestur ráðstefn- unnar er Georg Træland, sérfræð- ingur frá Arendal í Noregi, og ræðir hann um meðferðarúrræði við eyrnasuði sem reynt hefur verið í Suður-Noregi. Aðrir fyrirlesarar verða Hannes Petersen, háls-, nef- og eyrnalæknir, Haukur Hjaltason, læknir, og Jörundur Kristinsson, læknir, auk þess sem þrír þolendur eyrnasuðs lýsa reynslu sinni. Jón Kristjánsson, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, ávarpar ráðstefnuna og opnar nýjan vef Heyrnarhjálpar. Málfríður Gunn- arsdóttir, framkvæmdastjóri Heyrn- arhjálpar, og Sigurður Guðmunds- son landlæknir flytja stutt ávörp. Í lok ráðstefnunnar verða pan- elumræður. Ráðstefnan er opin öllum sem áhuga hafa á málefninu og er aðgangur ókeypis. Aðgengi er gott fyrir alla. Tónmöskvi verður í salnum. Ráð- stefnan er rittúlkuð og táknmáls- túlkuð. Erindi erlenda fyrirlesarans verður túlkað yfir á íslensku. Í DAG Þorraganga hjá SJÁ Sjálfboðaliða- samtök um náttúruvernd (SJÁ) efna til þorragöngu á morgun, laugardag- inn 31. janúar. Lagt verður af stað kl. 11 frá strætisvagnaskýlinu í Mjódd og tekur gangan um 3–4 klst. Fræðslufundar um öryggi barna á Netinu Freyja, félag framsókn- arkvenna í Kópavogi, boðar til opins fræðslufundar um öryggi barna á Netinu í Félagsheimili Kópavogs á morgun, laugardaginn 31. janúar kl. 11–12.30. Sigurþór Gunnlaugsson, verkefnastjóri SAFT á Íslandi, held- ur fyrirlestur. Sigurþór fjallar um ábyrga netnotk- un og leiðir til að draga úr áhættu- hegðun barna á Netinu. Meðal ann- ars verður skoðað hvað foreldrar halda að börn þeirra séu að gera á Netinu, hvað þau eru í rauninni að gera og hvar helstu hættur liggja. Einnig verða gefin 10 heilræði til að auka öryggi barna á Netinu og fram koma upplýsingar um forrit og síur sem hægt er að nota til að draga úr hættum. Á MORGUN Í NOKKUR ár hafa samtök Lions- klúbba á Norðurlöndunum unnið að því að endurbyggja endurhæf- ingarmiðstöð í Silas rétt utan við Vilnius, höfuðborg Litháens. Þar er sinnt einstaklingum sem hafa hlotið heilablæðingu eða lamast í slysum. Út frá þessu verkefni hófst á haustmánuðum 2000 með aðstoð Lionsfélaga í Vilnius Capital Lions Club samstarf milli íslensku Lions- hreyfingarinnar og Vilnius Social Security Centre sem er miðstöð fyrir margvíslega félagsþjónustu í Vilnius. Síðan þá hafa íslenskir Lions- félagar sent 8 gáma hlaðna marg- víslegum búnaði til Vilnius Social Security Centre sem hefur annast dreifingu þessara hjálpargagna. Meðal annars hafa verið send 143 sjúkrarúm, 37 rúmbotnar, 76 borð við sjúkrarúm, 220 hjólastólar og 2 rafmagnshjólastólar og mikið magn af varahlutum í hjólastóla, 246 pör af hækjum, 342 göngu- grindur, 8 baðlyftur, mikið magn af sáraumbúðum og öðrum rekstr- arvörum fyrir sjúkrahús. Ógrynni af nýjum ónotuðum fatnaði m.a. flíspeysur, buxur, jakkar, pils, skór o.fl. Erfitt er að verðleggja alla þessa hluti en varlegt mat gæti verið nálægt 50 milljónum króna. Lionsfélagar um land allt hafa safnað þessum hjálpargögnum saman víða um land. Víða er verið að endurnýja búnað á sjúkrahúsum og dvalarheimilum með búnaði sem auðveldar starfsfólki að sinna sínum störfum. Hluti þess búnaðar er oft enn vel nothæfur og hluti hans kemur nú að góðum notum á sjúkrahúsum og elliheimilum í Vilnius. Lionsfélagar hafa einnig notið velvildar margra fyrirtækja eins og Austurbakka, A. Karlssonar, Eirbergs, NTC og 66°N, sem hafa gefið hreyfingunni margvíslegan ónotaðan búnað og ógrynni af ónotuðum fatnaði á undanförnum árum sem allt hefur verið sent til Vilnius og dreift á meðal þeirra sem minnst mega sín þar. Þá hefur Eimskipafélag Íslands lagt málefninu lið með góðri fyrir- greiðslu í sambandi við flutning á hjálpargögnunum frá Íslandi til Vilnius. Starfsfólk Eimskips með Braga Ragnarsson í fararbroddi hefur greitt götu þessa verkefnis. Fjölmargir Lionsklúbbar hafa komið að verkefninu og er erfitt að tilgreina einn fremur öðrum í því sambandi en félagar í Lkl. Vála hafa annast hleðslu allra gámanna og einnig yfirfarið alla hjólastóla og öll sjúkrarúm til að tryggja að allt væri nothæft. Eins hafa mjög margir klúbbar lagt fram fjár- magn til að greiða þann flutnings- kostnað til Vilnius sem fellur á Lionshreyfinguna, segir í frétta- tilkynningu. Morgunblaðið/Þorkell Þór Steinarsson, alþjóðasamskiptastjóri Lions, Hörður Sigurjónsson, fjöl- umdæmisstjóri Lions, Magnús Steingrímsson, fyrrverandi umdæmisstjóri. Lions á Íslandi leggur lið í Litháen Pajero 1998 2,8TDI. Til sölu Paj- ero 2,8TDI 1998, ekinn 147.000 km. Breyttur á 33" dekkjum. Mjög fallegur og góður bíll. Verð kr. 2.150.000. Uppl. s. 825 5560. MMC Pajero 2,8 dísel 1995. Turbo Intercooler, beinsk. Ek. 194.000 km. Áhv. lán 200.000. Verð 1.190 þús. Mjög góður bíll. Uppl. í síma 892 9555. Vörubíla- og vinnuvélavarahlut- ir o.fl. Hjólkoppar 15"-22,5" ryðfrí- ir. Vandaðar festingar. Varahlutir í vörubíla. Útvegum vörubíla, vagna, vinnuvélar og varahluti er- lendis frá. Heiði, Gufunesi, sími 897 1050 og 867 3859. Jeppapartasala Þórðar, Tangarhöfða 2, sími 587 5058 sérhæfum okkur með varahluti í jeppa og Subaru. Nýrifnir: Patrol '92, Cherokee '89, Terrano'90 og Vitara '91-'97 Ökukennsla Ökukennsla, endurhæfing, akstursmat og vistakstur. Upplýsingar í símum 892 1422 og 557 6722, Guðbrandur Bogason. Ökukennsla - Akstursmat. Kenni á Ford Mondeo, einstakir aksturs- eiginleikar. Akstursmat og aðstoð við endurveitingu ökuréttinda. Góður ökuskóli, 892 2860 og 586 1342. www.sveinningi.com Einn með öllu M. Benz Ökukennsla, ökumat, ökuskóli. Kenni á nýjan M. Benz 2003. Eggert Valur Þorkelsson, öku- kennari, s. 893 4744 og 565 3808. Flug og hjól. Stærsta mótorhjóla- hátíð í heimi 5.-13. mars. Skrán- ing og uppl. hjá SBK, s. 420 6000. Polaris Indy Trail Til sölu Polaris Indy Trail vélsleði 1988 í góðu standi. Upplýsingar í símum 567 5442 og 897 7202 efir kl. 17.00. Toyota Avensis Wagon dísel 11/1999. Ek. 95 þ. km. ABS-heml- ar, fjarstýrðar samlæsingar, líkn- arbelgir, rafdr. rúður og speglar, samlæsingar, reyklaust ökutæki, segulband, útvarp. Þjónustubók. Ásett verð 1.150.000. Uppl. í s. 482 2304 eða 893 4005. Til sölu Volvo 460 SE, árg '92. Vel með farinn konubíll. Ekinn 115 þ. km, sjálfskiptur. Verð 250 þús. Sími 554 2004 og 696 8905. Daihatsu Applause, árg. '91, 4x4, ek. 95 þús. Fjórhjóladrifinn og ódýr. Uppl. í s. 866 1993. Útsala! Útsala! Corolla 1300 XLI '95. Mjög góður bíll, special ser- ies, smurbók, ek. 165 þ., beinsk., geislasp., rafm. í rúðum, krókur, þakb. + dekk á felgum. Fæst á 290 stgr. Ásett 390 þ. S. 868 1314. Sendibifreið Til sölu Nissan Wanette, árg '92, ek. 106 þús. Gott kram. Verð kr. 150 þús. Upplýsingar í síma 895 0515. Óska eftir Nissan Patrol disel 1991-1995 með bilaða vél eða vél- arlausum. Uppl. í síma 860 6930. Jeep Grand Cherokee Laredo árg. '95. 4000cc, ek. 139 þús km, sumar- og vetrardekk. Verð 1.290 þús. Uppl. í s. 894 9164. Sava vörubíladekk - tilboð 12 R 22.5 Orjak MS kr. 33.900 kr. Kaldasel ehf., Dalvegi 16b, Kópavogi, s. 544 4333. VW Golf árg. '94, ek. 130 þús. km. 1400cc, rauður, 3ja dyra, 5 gíra. Í toppstandi. Verð 330 þús. Uppl. í síma 698 8401. Toyota árg. '00, ek. 57 þús. km. RAV 4 árg. 9/2000. Dökkgrænn, 4x4, sjálfskiptur, 150 hö, álfelgur, vetrar-/sumardekk, cd-spilari, aurhlífar, húddhlíf, kastarar. Vel með farið gæða ökutæki. V. 1.950 þ. Uppl. 699 3444. Toyota Hilux, Doblecap, 4x4, árg'93, ek. 154 þ., nýtt hedd og vatnskassi, bensín, upphækkaður í 33". Skráður '04. Tilboð óskast. Uppl. í s. 565 9695 og 595 9705. Ford Ka árg. '98, ek. 630 þús. km. Ásett verð 450 þús. Fæst á 380 + yfirt. á láni kr. 200 þús. Afb. 8.000 á mánuði. Allt nýtt í brems- um aftan/framan, ný stýrismask- ína, nótur fylgja. S. 660 4257. STJÓRN Orators, félags laga- nema við Háskóla Íslands, lýsir yf- ir áhyggjum vegna ákvörðunar dómstólaráðs um að grípa til nið- urskurðar hjá héraðsdómstólum þar sem ekki hafi fengist vilyrði fyrir því að leysa rekstrarvanda dómstólanna. „Orator telur að þessar aðgerðir séu ekki til þess fallnar að vernda réttaröryggi almennings,“ segir í fréttatilkynningu frá félaginu. „Orator tekur þó undir málflutn- ing dómstólaráðs og skorar á stjórnvöld að rétta hlut dómstól- anna með auknum fjárveitingum til að standa straum af kostnaði sem rætur á að rekja til lagasetn- ingar, kjarasamninga, ákvarðana Kjaradóms og annarra utanað- komandi þátta sem ekki er á færi dómstólanna að hafa áhrif á,“ seg- ir í tilkynningunni. Sjálfboðavinna við dómstóla? Vegna niðurskurðar munu hér- aðsdómstólar ekki taka laganema í námsvist á þessu ári, eins og tíðk- ast hefur síðustu ár. Til þessa hafa laganemar fengið greiddar um 100 þúsund krónur á mánuði fyrir þann tíma sem þeir hafa starfað hjá dómstólunum. Teitur Björn Einarsson, formaður Orators, seg- ir algjörlega óljóst hvernig náms- vist verði hagað í framtíðinni, hvort nemendur geti t.d. hugsan- lega starfað við dómstólana í sjálf- boðavinnu, en til að útskrifast þurfa nemendur að komast í lög- fræðitengd störf í námsvist, t.d. við dómstóla eða á lögfræðistofum. Orator, félag laganema við HÍ Áhyggjur af niðurskurði hjá héraðsdómstólum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.