Morgunblaðið - 30.01.2004, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 30.01.2004, Blaðsíða 24
DAGLEGT LÍF 24 FÖSTUDAGUR 30. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ Iðnaðarmenn af öllum stærðum og gerðum 1 4 4 4 Bjóðum mötuneyti Sjálfsbjargar velkomið í hóp viðskiptavina okkar. Þeir hugsa vel um sitt fólk. Hvað hentar þér: fyrir þá sem hugsa um heilsuna Fæst í heilsubúðum www.xylitol.is Hollt Ekki fi tandi Verndar tennur Allir geta notað í stað sykurs Xylitol 1 4 4 4 w w w. g u l a l i n a n . i s Flestir Íslendingar telja sigtala mjög góða ensku. Slíktsjálfsmat er þó oft fjarri því að stemma við raunverulega getu í málinu. Mikill munur er á því að geta bjargað sér í tungumáli og að tala svo vel að enginn hugsi um hvernig það hljómar, heldur geti einbeitt sér að því sem talað er um. Í alþjóðlegu samstarfi verða tungumál sífellt mikilvægari og meiri kröfur eru gerðar um færni í þeim. Evrópusambandið leggur til að allir geti talað vel tvö erlend tungumál og almenningsálitið hef- ur breyst í þá veru að í dag er góð tungumálakunnátta talin sem hluti af góðri almennri menntun. Við því eru menntastofnanir að bregðast. Tungumálatengt viðskiptanám Alþjóðasamskipti eru eitt af leið- arljósum Háskólans í Reykjavík, en til að árangur náist á því sviði er tungumálaþekking nauðsynleg. Haustið 2004 hefst í viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík tungu- málatengt viðskiptanám sem dr. Margrét Jónsdóttir, sérfræðingur við HR, hefur umsjón með. Alls verða þrjátíu nemendur teknir inn í spænsku og þrjátíu í ensku. Þannig geta stúdentar sem velja tungumálatengt viðskiptanám sérhæft sig í ensku eða spænsku og bætt þar með 30 einingum við námið. Tungumálasérhæfingin þarf þó ekki nauðsynlega að lengja námið, því nemendur geta valið á milli þess að leggja hart að sér í námi og ljúka 120 eininga námi á 3 árum eða taka námið á eðlilegum námshraða og ljúka á 4 árum. Samkeppnishæfari á vinnumarkaði Margrét kallar þessa tungu- málaþjálfun virðisauka við venju- legt viðskiptafræðinám sem gerir nemendur samkeppnishæfari á at- vinnumarkaði. Námið er hugsað þannig að nemendur taka eitt þriggja eininga tungumála- námskeið á misseri ofan á almennt viðskiptafræðinám en þar sem geymsluþol tungumálakunnáttu er lítið er mikilvægt að vera í stöð- ugri þjálfun. Til að ná 30 einingum í tungu- máli dvelja nemendur erlendis eitt eða tvö sumur og ljúka þar 12 ein- ingum í námskeiðum. Þeir nem- endur sem velja að dvelja erlendis tvö sumur verða einnig í starfs- þjálfun hjá fyrirtækjum og sam- eina því viðskiptafræðinám og tungumálanám. Sem gæðastimpill á námið taka nemendur alþjóðleg próf sem bera tungumálakunnáttu þeirra vitni. Í spænsku ljúka nem- endur námi með því að taka ýmist diploma superior eða básico og í ensku taka nemendur Certificate of Advanced English eða Certif- icate of Proficiency in English. Slíkt er í samræmi við auknar kröfur um að námsgráður séu gagnsæjar. Hægt verður að sækja um námið strax í febrúar á heima- síðu skólans: www.ru.is og lesa nánar um það á heimasíðu spænsk- unnar. Menningarlæsi lykilatriði Margrét segir að menningarlæsi sé lykilatriði til að ná árangri í við- skiptum á alþjóðavettvangi. Hún segir að það sé ekki nóg að vera góður í tungumálum heldur þurfi nemendur að hafa yfirsýn yfir menningu þeirra landa sem þeir sérhæfa sig í. Það sé markmiðið með náminu í HR. Alþjóðlegu prófin eru það sem koma skal og nú þegar er farið að krefja þá sem sækja um vinnu er- lendis um að sýna fram á alþjóð- legan árangur í tungumálanámi enda oft ekki ljóst af próf- skírteinum hver raunveruleg geta fólks er. Ekki er því nóg fyrir nemendur að kunna viðskiptaorða- forða heldur verða þeir að hafa heildarsýn yfir það menningar- samfélag sem þeir eiga í sam- skiptum við. Sá sem þekkir inn á framandi menningu á auðvelt með að ná árangri í alþjóðaviðskiptum. Margrét nefnir tvær alþjóðlegar ráðstefnur um tungumálakennslu á háskólastigi sem haldnar voru á liðnu ári. Sú fyrri nefndist: „The Role of Languages in the Europ- ean Educational Area“ og var í Ár- ósum á vegum Evrópusambands- ins. Síðari ráðstefnan nefndist: „Språkudbildning i Norden“ og var í Lundi, en Norræna ráðherra- nefndin stóð fyrir henni. Í samhengi við annað nám „Á báðum ráðstefnunum kom fram að framtíð tungumálakennslu á háskólastigi er björtust þar sem hún er fléttuð saman við annað nám eins og viðskiptafræði og lög- fræði,“ segir Margrét og einnig að háskólar þurfi að bregðast við því að kennsla í tungumálum í fram- haldsskólum hefur minnkað og því meiri þörf á henni á háskólastigi en áður. Eins sannar reynsla er- lendra háskóla að allt nám í tungu- málum verður að vera metið til eininga. Tungumálakennslan við Háskól- ann í Reykjavík verður fléttuð inn í viðskiptafræðinámið og er lesefni í beinu samhengi við áhugasvið nemenda. Þannig verður námið heildstætt og markmiðssækið. Hugmyndafræðin í tungumálanám- inu er sú að það er ekki slitið úr samhengi við annað akademískt nám og haldið er utan um það inn- an deildarinnar. Námið er hagnýtt sem merkir að það tilheyrir sömu veröld og viðskiptanámið. Einnig eru allir fjórir þættir námsins þjálfaðir: Að lesa, hlusta, skrifa og tala. Við hönnun námsins var litið til þess sem best á að gerast í við- skiptaháskólum erlendis. Námið einkennist af tvennu: „Námið er mælanlegt því alþjóðlegu prófin votta um getu nemenda í spænsku og viðskiptaspænsku. Námið er markmiðssækið því nemendur færa sig stöðugt upp um getustig,“ segir Margrét og „árangurinn er því ekki tilviljanakenndur heldur úthugsaður.“  MENNTUN|Tungumálatengt viðskiptanám verður í boði við Háskólann í Reykjavík Virðisauki við viðskiptafræðinám Næsta haust hefst í Háskólanum í Reykja- vík tungumálatengt viðskiptanám sem dr. Margrét Jónsdóttir hefur umsjón með. Hún segir að menningarlæsi sé lykilatriði til að ná árangri í viðskiptum á alþjóðavettvangi. Morgunblaðið/Ásdís Margrét Jónsdóttir: Það nægir ekki að kunna viðskiptaorðaforða held- ur verða nemendur að hafa heild- arsýn yfir menningarsamfélagið sem þeir eiga í samskiptum við. guhe@mbl.is Könnun leiðir í ljós að há-skólanemar ofmeta tungu-málakunnáttu sína. Margrét Jónsdóttir kannaði sl. haust þekkingu og sjálfsmat nem- enda við Háskólann í Reykjavík varðandi tungumálanám. Leitað var til 897 stúdenta í viðskiptadeild og 170 í lagadeild. Alls svöruðu 38,54%. Nemendur voru spurðir 27 spurninga til að leggja mat á metn- að þeirra og kunnáttu í tungu- málanámi. Niðurstöðurnar leiða m.a. í ljós að nemendur eru ánægð- ir með tungumálakunnáttu sína. Margrét segir augljóst að margir nemendur ofmeti tungumálakunn- áttu sína en telur jafnframt mik- ilvægt að sjá hversu jákvæður kraftur býr í slíku sjálfsmati. „Nemandi sem álítur sig tala ensku eins og innfæddur er mjög líklegur til þess að sækjast eftir því að eiga í samskiptum á ensku og það er gott,“ segir hún. „Niðurstöðurnar fá okkur einnig til að staldra við og spyrja hversu áreiðanlegt rann- sóknartæki kannanir eru yfir höf- uð. Færa þær okkur sannleika?“  TUNGUMÁLAKUNNÁTTA|Könnun meðal nemenda HR Ofmeta tungumálakunnáttu sína                         ! "#" $ "%&" ' $ &"    '$()*)+ (! &     !     "  " #$% & ,  '() *+,   -.  '*/ 01 "2 .   3)$  "   )   & 4)) 3 $"$  / "          5  $$() 63$ 5$ -2 $ 3$ 78$ 9)$ 4 " : "$ )&() 4 " $$() ;   <"2 .   3)$  "  
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.