Morgunblaðið - 30.01.2004, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 30.01.2004, Blaðsíða 54
ÍÞRÓTTIR 54 FÖSTUDAGUR 30. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ ÚRSLIT EGGERT Stefánsson, varnarmaðurinn sterki í úrvalsdeildarliði Fram í knatt- spyrnu, er kominn til Danmerkur þar sem hann verður til reynslu hjá danska úrvals- deildarliðinu OB í Óðinsvéum. Eggert mætir á sína fyrstu æfingu hjá OB í dag en liðið er í fjórða sæti deildarinnar með 34 stig, tólf stigum á eftir toppliði Bröndby. Til stóð að Eggert færi til OB í byrjun janúar en þjálfaraskipti hjá félaginu urðu til þess að för hans var slegið á frest. Egg- ert hefur mikinn hug á að reyna fyrir sér á erlendri grundu. Eggert var til reynslu hjá Barnsley, sem Guðjón Þórðarson er knattspyrnustjóri hjá, í síðasta mánuði og þá hefur hann verið í sömu erindagjörðum hjá Stoke og Ipswich. Eggert, sem er 24 ára gamall og hefur leikið 45 leiki með Fram í úrvalsdeildinni og með yngri landsliðum Íslands, er bróðir Ólafs Stefánssonar atvinnumanns hjá spænska hand- knattleiksliðinu Ciudad Real og Jóns Arnórs Stefánssonar körfuknattleikskappa hjá Dallas. Eggert til skoðunar hjá OB í Danmörku Eggert GUÐRÚN Jóhannsdóttir og Þorbjörg Ágústs- dóttir úr Skylmingafélagi Reykjavíkur komust báðar í átta manna úrslit á alþjóðlegu kvenna- móti í skylmingum með höggsverði sem haldið var í Brentwood í Englandi um síðustu helgi. Guðrún hafnaði í sjötta sæti og Þorbjörg í því áttunda. Sigríður María Sigmarsdóttir úr Skylmingafélagi Seltjarnarness endaði í 17. sæti en þessar þrjár skipa landslið Íslands í greininni. Allar náðu þær það góðum árangri í riðla- keppni mótsins að þær sátu hjá í 64 manna úrslit- um. Karlalandsliðið keppti á heimsbikarmóti á sama stað og komust allir þrír íslensku keppend- urnir, Ragnar Ingi Sigurðsson úr FH og þeir Andri H. Kristinsson og Hróar Hugosson úr Skylmingafélagi Reykjavíkur, áfram úr riðla- keppninni en töpuðu síðan allir í 64 manna úr- slitum. Ragnar hafnaði í 40. sæti, Andri í 42. og Hróar í 55. sæti. Tvær í átta manna úrslit 26 LEIKJA sigurgöngu Banda- ríkjamannsins Andre Agassi á opna ástralska meistaramótinu í tennis lauk í gær þegar Agassi varð að játa sig sigraðan gegn Rússanum unga, Marat Safin, í maraþonvið- ureign kappanna í undanúrslit- unum í Melbourne. Viðureignin var löng og ströng en eftir tæplega fjögurra klukkustunda leik fagnaði Rússinn sigri í fimm settum. Hann vann tvö fyrstu, 7:6 og 7:6, Agassi hafði betur í næstu tveimur 7:5 og 6:1 en í oddasettinu var Safin sterk- ari og sigraði, 6:3. Agassi fagnaði sigri á mótinu ár- in 2000, 2001 og 2003 en hann gat ekki keppt árið 2002 vegna meiðsla. Safin, sem hélt upp á 24 ára af- mæli sitt á þriðjudaginn með því að leggja stigahæsta keppenda móts- ins, Bandaríkjamanninn Andy Rod- dick gat ekki leynt gleði sinni eftir að hafa lagt hinn 33 ára gamla Agassi að velli. „Ég á varla til orð til að lýsa hvernig mér líður. Ég trúi þessu vart ennþá. Sigur minn á Roddick gaf mér ótrúlegt sjálfstraust og það hjálpaði mér gríðarlega í leiknum við Agassi,“ sagði Safin eftir sigur- inn. Það verður belgískur úrslita- leikur í einliðaleik kvenna á morg- un þegar Justin-Henin Hardanne og Kim Clijsters leiða saman hesta sína. Hardenne bar í gær sigurorð af Fabiolu Zuluaga frá Kólumbíu 6:2 og 6:2 í undanúrslitunum og Clijsters sigraði Patty Schnyder frá Bandaríkjunum 6:2 og 7:6. Þetta verður í þriðja sinn sem þær belg- ísku eigast við í úrslitaleik á stór- móti en á opna franska mótinu og á US Open hafði Hardenne betur. Sigurganga Agassi stöðvuð Boðið var upp á sérkennilegar að-stæður þegar Haukar sóttu ÍR- inga heim í Seljaskóla í gærkvöldi. Stigataflan virkaði ekki sem skyldi og þurftu áhorfendur og leikmenn því að sætta sig við að vera tíma- og skotklukkulausir. Vallar- starfsmenn kölluðu svo upp stigin með reglulegu millibili. Þessar að- stæður virtust falla vel að leik heimamanna sem náðu góðu forskoti seint í öðrum fjórðung, voru tíu stig- um yfir í hálfleik, 48:38, og létu ekki deigan síga í þeim síðari - öruggur sigur í höfn, 89:76. Haukar komust aldrei almenni- lega í takt við leikinn og bjuggust greinilega ekki við svo mikilli mót- spyrnu frá liði ÍR-inga sem vaxið hefur með hverjum leik. Lykilmenn í liði Hauka náðu sér ekki á strik og mikið var um slök skot - af þrjátíu og tveimur reyndum þriggja stiga skot- um fóru sex rétta leið. Eugene Christopher var stiga- hæstur heimamanna með 23 stig og næstur kom Ómar Örn Sævarsson með 20 stig og 10 fráköst. ÍR-ingar tefldu fram nýjum leikmanni, Maur- ice Ingram, og skoraði hann fimmtán stig og tók tólf fráköst - missti bolt- ann reyndar nokkuð oft en vantar kannski leikæfingu. Hjá gestunum stóð einn upp úr slöku liði, Michael Manciel skoraði 27 stig. „Við gerðum það sem lagt var upp með og náðum í tvö dýrmæt stig. Ingram stóð sig vel, styrkir okkur vissulega í teignum og losar vel um framherjana í sókninni. Þannig að ég er mjög sáttur. Við erum komnir með alla leikmenn heila á ný og erum loks á beinni braut. Sigurinn var okkur nauðsynlegur og við gerðum vel í kvöld,“ sagði Eggert Maríuson, þjálfari ÍR-liðsins. Reynir Kristjánsson, þjálfari Hauka, var ekki sáttur, hvort sem var með leikmenn sína eða aðstæð- urnar. „Ég bjóst við erfiðum leik, þeir hafa verið að bæta við sig mannskap og eru á góðu róli. Við hinsvegar vor- um ekki tilbúnir í leikinn, vantaði kraft og áræði. Töpuðum aragrúa af boltum og gerðum mikið af ódýrum mistökum. Fengum líka alltof mörg stig á okkur í fyrri hálfleik, það er óafsakanlegt að leyfa þeim að skora næstum fimmtíu stig í einum hálf- leik. Þeir eru með stórt lið í teignum og við vorum fullfljótir að skjóta fyr- ir utan - kannski vegna þess að það vantaði skotklukku,“ sagði Reynir Kristjánsson. Hamar lagði Blika Hamar lagði Breiðablik, 85:82 íHveragerði í gærkvöldi. Fram- an af var leikurinn nokkuð jafn en þegar seig á hann, náðu heimamenn um 10 stiga forskoti, sem gestirnir lögðu hart að sér við að minnka eftir það. Undir lokin slök- uðu Hamarsmenn á klónni og Blikar hleyptu smá spennu í leikinn þegar þeir minnkuðu muninn í 83:81 þegar um mínúta var eftir, lengra komust þeir hins vegar ekki. „Við spiluðum þennan leik ágæt- lega en vorum heldur passífir í lokin, það þýðir ekkert að reyna að halda í 12 stiga forystu og láta það gott heita. Þá kom nýi Kaninn okkar vel út, Lavell Owens. Hann er sterkur í fráköstum, mataði okkur vel og á eft- ir að auka breidd liðsins til mikilla muna. Ég held samt að það hafi vant- að Pétur í lokin til að taka af skarið. Einnig var gaman að sjá til Faheems sem var einn besti maður okkar í kvöld. Við eigum næst við Njarðvík á útivelli, en ég vona bara að þessari lægð sem við vorum í í síðustu tveim- ur leikjum sé lokið og ég efast ekki um að við séum komnir á beinu brautina,“ sagði Lárus Jónsson, leik- stjórnandi og fyrirliði Hamars, en hann átti mjög góðan leik, skoraði 18 stig og var með 7 stoðsendingar. Pétur Ingvarsson, þjálfari liðsins lagði skóna á hilluna fyrir leiknum, en það varð hann að gera svo að Hamarsmenn færu ekki yfir launa- þak KKÍ með tilkomu nýja Banda- ríkjamannsins. Ekki er hægt að segja annað en að hann hafi tekið sig vel út í sparifötunum. „Við spiluðum lengst af illa í þess- um leik, ekki nógu vel til að vinna lið eins og Hamar. Við sýndum hins vegar karakter og gáfumst ekki upp og það skilaði okkur því að við áttum smá möguleika í lokin. Sóknarleikur okkar var stirður og við gerðum of mikið af mistökum og spiluðum ekki saman. Mistök okkar urðu oft til þess að þeir fengu ódýrar körfur og það var aðalmunurinn á þessum lið- um í kvöld,“ sagði Jón Arnar Ingv- arsson, þjálfari Breiðabliks eftir leikinn. Hjá gestunum var Mirko Virijevic þeirra langbesti maður með 26 stig og 12 fráköst. Þá stóð Loftur Ein- arsson vaktina vel í vörn en varð fyr- ir því að fara út með 5 villur rétt fyrir leikslok. Hjá Hamar var Lárus þeirra besti maður, og Faheem Nel- son náði sér loksins á strik undir körfunni, tók alls 16 fráköst og skor- aði 13 stig. Þá áttu þeir Marvin Valdimarsson og Chris Dade einnig góðan dag með sín 17 stig hvor. „Erum loks á beinni braut“ HAMARSMENN úr Hveragerði skelltu sér upp við hlið Hauka í úr- valsdeildinni í körfuknattleik karla, Intersportdeildinni, í gærkvöldi þegar þeir lögðu Breiðablik 85:82 í Hveragerði á sama tíma og ÍR- ingar lögðu Haukamenn 89:76 í Seljaskóla. Leik KR og KFÍ var frestað vegna ófærðar, en Ísfirðingar komust ekki suður. Andri Karl skrifar Helgi Valberg skrifar KÖRFUKNATTLEIKUR Úrvalsdeild karla, Intersportdeild: Grindavík: UMFG - Tindastóll.............19.15 Keflavík: Keflavík - UMFN .................19.15 Þorlákshöfn: Þór Þ. - Snæfell...............19.15 1. deild karla: Ásgarður: Stjarnan - Valur ..................19.15 Grindavík: ÍG - Þór A............................21.15 KNATTSPYRNA Iceland Express Cup: Egilshöll: Keflavík - ÍA..............................18 Egilshöll: KR - Örgryte .............................20 BLAK 1. deild kvenna: KA-heimili: KA - HK.............................20.30 Í KVÖLD HANDKNATTLEIKUR EM karla í Slóveníu MILLIRIÐILL 1 Sviss - Danmörk ............................... 20:34 Svíþjóð - Spánn................................. 29:28 Rússland - Króatía ........................... 24:24 Lokastaðan: Króatía 5 4 1 0 138:131 9 Danmörk 5 4 0 1 153:125 8 Rússland 5 3 1 1 149:137 7 Svíþjóð 5 2 0 3 145:144 4 Spánn 5 1 0 4 134:142 2 Sviss 5 0 0 5 115:153 0 MILLIRIÐILL 2 Tékkland - Serbía-Svartfjallaland .. 30:37 Ungverjaland - Þýskaland............... 23:28 Slóvenía - Frakkland........................ 27:22 Lokastaðan: Þýskaland 5 3 1 1 151:131 7 Slóvenía 5 3 1 1 144:135 7 Frakkland 5 2 1 2 134:129 5 Serbía-Svartfj. 5 2 1 2 134:135 5 Ungverjaland 5 1 2 2 132:140 4 Tékkland 5 1 0 4 147:172 2 Undanúrslit á morgun: Danmörk - Þýskaland ........................... 14 Krótatía - Slóvenía ........................... 16.30  Frakkar og Rússar leika um 5. sætið á sunnudaginn kl. 11.30, en Svíar og Serb- ía-Svartfjallaland um 7. sætið á morgun kl. 11.30. Markahæstir: Robbie Kostadinovich, Sviss ................ 40 Florian Kehrmann, Þýskalandi............ 36 Daniel Stephan, Þýskalandi ................. 33 Eduard Koksharov, Rússlandi ............. 33 Michael Knudsen, Danmörku............... 32 David Juricek, Tékklandi ..................... 32 Alex Rastvortsev, Rússlandi ................ 30 Mirza Dzomba, Króatíu ........................ 29 Vid Kavticnik, Slóveníu ........................ 29 Alexander Tutschkin, Rússlandi .......... 28 Nikola Karabatic, Frakklandi .............. 28 Stefan Lövgren, Svíþjóð ....................... 27 Ivo Diaz, Ungverjalandi ....................... 27 Renato Vugrinec, Slóveníu ................... 27 Ivan Garcia, Spáni................................. 26 Lars K. Jeppesen, Danmörku.............. 25 Sören Stryger, Danmörku.................... 25 Pascal Hens, Þýskalandi....................... 25 Zoran Jovicic, Slóveníu......................... 25 Yuriy Kostetskiy, Úkraínu ................... 24 Jon Belaustegui, Spáni ......................... 24 Daniel Buday, Ungverjalandi............... 24 Torsten Jansen, Þýskalandi ................. 24 Jan Filip, Tékklandi.............................. 24 Nenad Maksic, Serbíu .......................... 24 Christian Schwarzer, Þýskalandi......... 23 Blazenko Lackovic, Króatíu ................. 23 Vitali Ivanov, Rússlandi........................ 23 Danijel Andjelkovic, Serbíu ................. 23 Ivano Balic, Króatíu.............................. 21 Laszlo Nagy, Ungverjalandi ................ 21 Zikica Milosavljevic, Serbíu ................. 21 Ólafur Stefánsson, Íslandi ................... 20 Martin Boquist, Svíþjóð........................ 21 Grzegorz Tkaczyk, Póllandi ................. 20 Zoran Lubej, Slóveníu .......................... 20 Mikhail Chipurin, Rússlandi ................ 19 Lars Christiansen, Danmörku ............. 19 Johan Pettersson, Svíþjóð .................... 19 Markus Baur, Þýskalandi..................... 18 KNATTSPYRNA Reykjavíkurmót karla B-RIÐILL: Víkingur - Fjölnir................................ 5:1 Viktor Arnarson 5., Daníel Hjaltason 9., 32., Jón Guðbrandsson 33. (víti ), Einar Guðnason 65. - Ívar Björnsson 19. (víti). Fram - Fylkir ....................................... 1:2 Viðar Guðjónsson 65. (víti) - Haukur Ingi Guðnason 56., Ólafur Stígsson 58. Lokastaðan: Fylkir 3 3 0 0 9:3 9 Víkingur 3 2 0 1 10:4 6 Fram 3 1 0 2 4:6 3 Fjölnir 3 0 0 3 2:12 0  Fylkir og Víkingur fara í undanúrslit ásamt Val og annað hvort KR eða Þrótti. Spánn Bikarkeppnin, 8-liða úrslit, síðari leik- ur: Zaragoza - Barcelona........................... 1:1  Zaragoza vann 2:1 samanlagt og leikur í undanúrslitum ásamt Real Madrid, Se- villa og Alavés.  Barcelona komst yfir í leiknum í gær á 13. mínút með marki Luis Garcia og allt útlit var fyrir að Börsungar kæmust áfram í bikarkeppninni. En varamaður- inn Yordi var ekki búinn að vera lengi inná þegar hann jafnaði á 84. mínútu og tryggði Zaragoza áframhaldandi keppni. Afríkukeppnin Kamerún - Zimbabwe .......................... 5:3 Alsír - Egyptaland ............................... 2:1 KÖRFUKNATTLEIKUR ÍR - Haukar 89:76 Seljaskóli, Reykjavík, úrvalsdeild karla, Intersport-deildin, fimmtudaginn 29. janúar 2004. Gangur leiksins: 2:0, 6:2, 13:7, 15:14, 17:21, 24:25, 29:25, 31:32, 36:35, 45:35, 48:38, 50:46, 58:48, 61:50, 67:50, 69:54, 72:60, 76:62, 78:67, 85:71, 89:76. Stig ÍR: Eugene Christopher 23, Ómar Örn Sævarsson 20, Maurice Ingram 15, Ólafur Þórisson 11, Kevin Grandberg 9, Eiríkur Önundarson 7, Fannar Helgason 4. Fráköst: 23 í vörn - 14 í sókn. Stig Hauka: Michael Manciel 27, Predr- ag Bojovic 13, Sigurður Einarsson 11, Þórður Gunnþórsson 8, Whitney Rob- inson 8, Kristinn Jónasson 6, Marel Guð- laugsson 3. Fráköst: 18 í vörn - 18 í sókn. Villur: ÍR 19 - Haukar 21. Dómarar: Eggert Þór Aðalsteinsson og Helgi Bragason. Áhorfendur: Um 115. Hamar - Breiðablik 85:82 Hveragerði: Gangur leiksins: 5:5, 13:13, 16:19, 24:25, 33:28, 40:30, 42:35, 50:42, 54:46, 57:51, 60:51, 60:53, 62:53, 68:57, 68:62, 73:64, 73:69, 77:69, 79:71, 83:76, 83:81, 85:82. Stig Hamars: Lárus Jónsson 18, Chris Dade 17, Marvin Valdimarsson 17, Fah- eem Nelson 13, Svavar Páll Pálsson 8, Lavell Owens 6, Hallgrímur Brynjólfs- son 6. Fráköst: 24 í vörn - 9 í sókn. Stig Breiðabliks: Mirko Virjevic 26, Kyle Williams 18, Uros Pilipovic 15, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 12, Loftur Einars- son 7, Ágúst Angantýrsson 2, Þórarinn Ö. Andrésson 2. Fráköst: 21 í vörn - 15 í sókn. Villur: Hamar 19 - Breiðablik 21. Dómarar: Sigmundur M. Herbertsson og Guðmundur Stefán Maríasson. Áhorfendur: Um 370.  Jóhannes Hauksson var í byrjunarliði Breiðabliks í gærkvöldi, en hann varð fyrir því óhappi að meiðast á ökkla fljót- lega í fyrsta leikhluta. Jón Arnar Ingv- arsson, þjálfari Kópavogsliðsins sagði að meiðslin litu ekki vel út og taldi og taldi Jóhannes ekki spila næstu leiki með lið- inu, það ætti þó allt eftir að koma í ljós. KR - KFÍ frestað Staðan: Grindavík 14 12 2 1268:1185 24 Snæfell 14 11 3 1180:1124 22 Njarðvík 14 10 4 1309:1187 20 Keflavík 13 9 4 1281:1100 18 KR 14 9 5 1283:1212 18 Haukar 15 8 7 1215:1201 16 Hamar 15 8 7 1264:1281 16 Tindastóll 14 7 7 1301:1246 14 ÍR 15 4 11 1283:1379 8 Breiðablik 14 3 11 1130:1230 6 KFÍ 14 2 12 1285:1456 4 Þór Þorl. 14 2 12 1134:1332 4 NBA-deildin Leikir í fyrrinótt: Orlando - Washington ...................104:100 Toronto - Philadelphia ......................94:84 New Orleans - Milwaukee.............101:100 Portland - Memphis...........................88:76 Utah - Dallas......................................91:88 Denver - Chicago .............................115:99 Sacramento - Houston.......................99:94 LA Lakers - Seattle ..........................96:82 Detroit - Boston .............................106:103 Cleveland - Miami .............................94:93 Golden State - Minnesota .................97:90 Indiana - Phoenix ............................101:79 TENNIS Opna ástralska meistara- mótið í Melbourne Park Einliðaleikur karla, undanúrslit: Marat Safin, Rússlandi vann (4) Andre Agassi, Bandaríkjunum 7-6 (8-6) 7-6 (8-6) 5-7 1-6 6-3. Einliðaleikur kvenna, undanúrslit: (1) Justine Henin-Hardenne, Belgíu vann (32) Fabiola Zuluaga, Kólumbíu 6-2 6-2. (2) Kim Clijsters, Belgíu vann (22) Patty Schnyder, Sviss 6-2 7-6 (7-2). Tvíliðaleikur karla, undanúrslit: (5) Michael Llodra og Fabrice Santoro, Frakklandi unnu (9) Gaston Etlis og Martin Rodriguez, Argentínu 6-2 7-5.+ (1) Bob Bryan og Michael Bryan, Banda- ríkjunum unnu (3) Jonas Bjorkman, Sví- þjóð og Todd Woodbridge, Ástralíu 6-1 6-2. LEIÐRÉTTING Maríanna Eva Sævarsdóttir var sögð Sæmundsdóttir í myndatexta á bls. 53 á íþróttasíðu í gær. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.