Morgunblaðið - 30.01.2004, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 30.01.2004, Blaðsíða 30
UMRÆÐAN 30 FÖSTUDAGUR 30. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ ÍSLENDINGAR eiga í raun ekki lengur kvótann sjálfir. Er- lendir bankar eiga hann allan í dag með veði óbeint í honum. Kvótinn hefur óbeint allur lent smátt og smátt í höndum út- lendinga og erlendra banka sem óbeint veð og er allur notaður sem rök og óbein trygging fyrir risavax- inni 700 millljarða skuld (sjá úr frétt Mbl. hér neðar) inn- lendu bankanna í dag við þá erlendu banka sem enn vilja lána til Íslands fé. Halda okk- ur uppi frá degi til dags. Hvað gera þeir það lengi? Gefast þeir upp? Samkvæmt frétt í Morg- unblaðinu miðvikudaginn 7. janúar 2004 bls. 11 eru „Erlendar skuldir bankastofnana 700 milljarðar“ eins og segir orðrétt í fyrirsögn Mbl. Erlendu bankarnir lána okkur að mestu í nokkra mánuði í einu og hafa okkur alveg í vasanum þegar við komum að biðja um nýja víxla og framlengingu. Okra á okkur. Seðlabanki Íslands hefur alvarlega varað opinberlega við þessu ástandi í dag. Brimi ehf. var nauðugur einn kostur að selja kvóta sinn á mjög háu yfirverði um 20 milljarða sem engin útgerð stendur eðlilega und- ir í daglegum rekstri eins og þekktur ráðamaður á Akureyri fullyrti opinberlega fyrir nokkrum dögum. Slátra má Ú.A. og græða vel. Þetta háa kvótaverð er trekkt upp til að sannfæra erlendu bank- ana um að óhætt sé að lána áfram og framlengja að hluta gjaldfallna erlenda 700 milljarða risaskuld Íslands sem innlendu bankarnir eru mest með á háum vöxtum og stuttum bráðabirgðalánum er- lendis í nokkra næstu mánuði. Verða að fá af þessu 350 milljarða framlengda fyrir haustið. Annars allt strand. Nú er það þannig sbr. þessa frétt Mbl. nýlega að erlendu bankarnir telja Íslendinga hafa í dag lítil og ónóg veð og bak- tryggingar fyrir svo risastórri 700 miljarða erlendri skuld einkabank- anna okkar í Reykjavík. Fyrir 700 milljarða má t.d. byggja 7 nýjar Kárahnjúkavirkjanir eða 7 ný ál- ver í Reyðarfirði svo stærðargráð- unni sé náð. Þessi erlenda risa- skuld eru mikið stutt lán á gjalddaga á næstu mánuðum. Vextir eru háir og áhættuvextir að hluta. Útgerðin á Íslandi skuldar t.d. opinberlega rúmlega 200 milj- arða og hefur því étið út allan kvótann sem kom frítt á silfurfati sem gjafakvóti. Kvótann fékk út- gerðin skuldlausan en hefur nú veðsett hann í topp eða fyrir 200 miljarða. Allt er þetta „gert út“ á ríkissjóð en kallað „einkavæðing“ Jafnvel 700 milljarða erlend skuld bankanna er á ábyrgð ríkisins. Vegna þessarar földu og óbeinu ábyrgðar ríkissjóðs Íslands er það þannig að erlend risaskuld okkar 700 milljarðar sem er sama og tvö- föld fjárlögin fæst líkast fram- lengd í bili. Það er vegna falinnar ríkisábyrgðar og þess að erlendu bankarnir græða vel í dag á okkur með of háum vöxtum. Svo vita er- lendu bankarnir líka sbr. Argent- ínu að borgi innlendu „einkabank- arnir“ ekki þá verður heimtað að ríkissjóður Íslands og börn okkar og barnabörn borgi í heilu lagi alla þessa risavöxnu og algjörlega sið- lausu 700 miljarða erlendu skuld „einkabankanna“ okkar við er- lenda banka sbr. nýlega frétt Morgunblaðsins. Annars loka er- lendu bankarnir á landið sbr. Arg- entínu nýlega. Setja lánabann á Ísland. Líklega gæti það bjargað okkur úr þessu að taka upp evruna í gegnum EES. Þá kæmi frjáls samkeppni í stað núverandi banka- einokunar og vextir innlendir sem erlendir á Íslandi yrðu helmingi lægri sbr. vexti evrunnar í dag. 700 milljarða óbein ríkisábyrgð – Seðlabanki varar við Lúðvík Gizurarson skrifar um varnaðarorð Seðlabanka ’Kvótinn hefur óbeint allur lent smátt og smátt í höndum útlendinga og erlendra banka.‘ Lúðvík Gizurarson Höfundur er hæstaréttarlögmaður. VARAÞINGMAÐUR Fram- sóknarflokksins, Eygló Harð- ardóttir, skrifaði ágæta grein í Morgunblaðið þar sem hún rakti raunir fólks í Skaft- árhreppi vegna lok- unar sláturhússins á Kirkjubæjarklaustri. Það kemur mér alls ekki á óvart að lokun sláturhússins hafi komið illa niður á byggðinni, en ég var- aði einmitt við þess- um vondu úreldingum í blaðagrein í júní s.l., sem bar fyrirsögnina Miðstýring atvinnu- lífsins, sem enn má finna inni á vef okkar í Frjálslynda flokkn- um www.xf.is. Guðni á sök á úreldingunni Eygló varaþingmaður vildi kenna í grein sinni einhverri mamm- onsgræðgi sem léki lausum hala í þjóð- félaginu um lokun sláturhússins á Kirkjubæjarklaustri. Auðvitað er miklu nær að kenna Guðna Ágústssyni landbún- aðarráðherra um lok- un sláturhússins á Kirkjubæjarklaustri ásamt félögum hans í ríkisstjórn Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks. Fækkun sláturhúsa er stefna Guðna Ágústssonar sem hann hef- ur beitt sér af alefli fyrir í rík- isstjórn og varið á þingi. Það er rétt sem fram kemur í grein Eyglóar, að nefnd á vegum Guðna Ágústssonar skilaði skýrslu síðastliðið vor um tillögur að breyttri tilhögun slátrunar fjár. Nefnd Guðna lagði til að 6 slát- urhús störfuðu áfram en önnur yrðu úrelt og þeim lokað. Tillög- urnar voru lagðar fram í nafni hagræðingar landbúnaðarins. Ef- laust hefur ráðherrann lagt þessar tillögur fram í góðri trú um að það væri verið að hagræða í atvinnulífi landsmanna en óneitanlega finnst manni það sérstakt að Sjálfstæð- isflokkurinn skuli blessa þessa rík- ishagræðingu atvinnulífsins. Á góðum degi gefur Sjálfstæð- isflokkurinn sig gjarnan út fyrir að draga úr ríkisafskiptum en í samvinnu við Framóknarflokkinn dælir hann út 170 milljónum til þess að koma á ríkishagræðingu í landbúnaði. Engir sjálfstæðir útreikningar 170 milljónir eru mikið fé og ef eðlilega hefði verið staðið að mál- um þá hefðu farið fram einhverjir útreikningar á gildi þess að ausa háum fjárhæðum úr ríkissjóði til þess að loka sláturhúsum. Einu útreikningarnir sem úrelding- arnefnd Guðna byggði á var 2 ára gömul skýrsla verkfræðistofunnar VSÓ sem unnin var fyrir Goða hf. Þessi ágæta skýrsla VSÓ fjallar eingöngu um fyrirhugaða hagræð- ingu í sláturhúsum Goða hf., en Goði slátraði sauðfé í 8 slát- urhúsum árið 2000. Nefndin virð- ist ekki hafa haft nein gögn um kostnað við slátrun hjá 4 af 6 slát- urhúsum sem lagt var til að halda ættu áfram slátrun þar sem þau voru ekki inni í úttekt VSÓ. Engir útreikningar liggja fyrir um að það sé hagstæðara að slátra í svo- kölluðum útflutningssláturhúsum en í minni sláturhúsum sem Guðni vill loka, s.s.á Kirkjubæjar- klaustri. Nei, í raun hníga öll rök í þá átt það sé mun dýrara að slátra í stærri húsunum þar sem þau þurfa að yfirstíga ýmsar kröfur sem eru lítið annað en viðskipta- hindranir. Sláturhúsum, sem ein- göngu framleiða á innanlands- markað er gert að greiða háar upphæðir til þeirra sláturhúsa sem eru í útflutningi til þess að losna und- an útflutningsskyldu. Þetta hefur verið mikil blóðtaka fyrir minni sláturhúsin sem hefur leitt af sér hærra verð til ís- lenskra neytenda og ef til vill minni neyslu á lambakjöti Dýravernd Fækkun sláturhúsa hefur leitt til þess að það tekur langan tíma að flytja búfé lands- horna á milli eða allt að 12 – 14 tíma og skýrslur sýna að fé sem flutt er um lang- an veg hefur skaðast á leið til slátrunar. Reglur um flutning sláturfjár eru orðnar mjög gamlar eða frá 1958, og síðan voru þær endurbættar 1968. Þær eru þá 45 og 35 ára gamlar og því er löngu orðið tímabært að endur- skoða þær, sér- staklega í ljósi þess að fækkun slát- urhúsa hefur leitt til stóraukins flutnings sláturfjár. Uppspuni landbúnaðarráðherra Eygló varþingmaður hefur eftir stjórnendum SS í grein sinni að það hafi ekki verið ætlunin að hætta starfsemi í sláturhúsinu á Kirkjubæjarklaustri fyrr en árið 2007 þegar nýjar reglur á vegum ESB taka gildi og jafnvel hafi ver- ið rætt um að óska eftir und- anþágum. Nú er það svo að reglur Evrópusambandsins ná ekki yfir sláturhús sem slátra á innanlands- markaði, en Ísland fékk und- anþágu frá reglum um sláturhús Evrópusambandsins og er hana að finna í 1. kafla viðauka 1 EES samningsins. Með öðrum orðum, við Íslend- ingar ráðum nákvæmlega í einu og öllu hvaða kröfur við gerum til sláturnar á innanlandsmarkaði og ekki hægt að kenna ESB um eitt né neitt. Hvaðan ætli þessar hugmyndir komi um að reglur ESB séu að þrýsta á auknar kröfur til slát- urhúsa? Mig grunar að þær séu komnar beint frá landbún- aðarráðherra, en hann fullyrti í svari við spurningu undirritaðs um flutning sláturfjár eftirfarandi: „Hæstvirtur forseti. Ég vil í upp- hafi segja að það er enginn áhugi í sjálfu sér hjá þeim sem hér stend- ur eða ríkisstjórn að fækka slát- urhúsum. Við stöndum að vísu frammi fyrir því að Evróputil- skipun um hvernig sláturhúsin skuli vera gengur hér í gildi 2008.“ Ekki ætla ég þeim góða dreng Guðna Ágústssyni að hann fari vísvitandi með rangt mál um að tilskipun Evrópusambandsins taki gildi hér 2008. Líklegra þykir mér að fullyrðing Guðna sé vegna ókunnugleika og nú þegar hann hefur verið upplýstur um að regl- ur Evrópusambandsins um slát- urhús ná ekki til Íslands, þá geti hann snúið af þessari stórslát- urhúsastefnu. Græðgin og Guðni Sigurjón Þórðarson skrifar um fækkun sláturhúsa Sigurjón Þórðarson ’Engir útreikn-ingar liggja fyr- ir um að það sé hagstæðara að slátra í svoköll- uðum útflutn- ingssláturhús- um en í minni sláturhúsum sem Guðni vill loka …‘ Höfundur er alþingismaður Frjálslynda flokksins. REYKVÍKINGAR, það er verið að gera mikil skipulagsmistök í Norðurmýrinni í nafni þéttingar byggðar. Að rífa niður Austurbæjarbíó, brjóta land á Njálsgöturóló, ryðja burt gæsluvelli og setja niður 82 íbúða stórhýsi í staðinn – allt í nafni „þéttingar byggðar“, er ljótt at- hæfi. Það lýsir ekki skilningi á eðli borgarbyggðar eða þéttingu hennar. Við erum að horfa upp á misnotkun, skrumskælingu á hug- takinu „þétting byggð- ar“. Hvað þýða þessi orð „þétting byggðar“? Þau hljóta að þýða, auk orðanna hljóð- anar, breytingu á því skipulagi sem þegar hefur verið ákveðið og niðurnjörvað með skipulagssam- þykktum. Allt umhverfi, líf og væntingar er jafnan byggt á þess- um skipulagssamþykktum og borið saman við þær. Þétting byggðar getur hins vegar verið hið besta mál fyrir borg eins og okkar, þegar og ef aðstæður breytast. En er jafnframt viðkvæmt og afar vand- meðfarið. Svo er einmitt lóðið á Snorrabrautarreitnum sem þannig er nefndur, en hann nær frá Snorrabraut, niður að Rauð- arárstígshúsunum milli Grettisgötu og Njálsgötu. Og hér er rétt að staldra aðeins við og horfa til eftirfarandi: 1. Þétting byggðar er að eiga sér stað á Njálsgötunni á a.m.k. tveimur stöðum, þ.e. á Ölgerð- arreit og á Njálsgötu 55–57. 2. Þétting byggðar hefur þegar einnig orðið á a.m.k. tveimur stöðum á Grettisgötu, og stór íbúðablokk er risin á horninu við Frakkastíg 12a. 3. Gert er ráð fyrir uppbyggingu byggðar á mótum Grettisgötu og Vegamótastígs. 4. Stór íbúðablokk er risin á Snorrabraut (við Droplaug- arstaði). 5. Gæsluvöllur/róló efst á Grett- isgötu hefur verið lagður undir bílastæði (raunar færður til að hluta). 6. Þétting byggðar er fyrirhuguð á Stjörnubíósreit, sem fyrsta skref í veru- legri þéttingu á Laugavegssvæði. 7. Þétting byggðar og ný byggð hafin í Skuggahverfi. 8. Ný og mikil byggð verður til við færslu Hringbrautar á Landspítalalóð og Valssvæði. Nefna má enn fleiri staði, eins og Hampiðjureitinn, og væntanlegt byggingasvæði í Holtunum, ofan við Rauðarárstíg. Svo ekki sé talað um flugvallarsvæðið sem er í und- irbúningi sem mjög stórt íbúða- svæði. Þetta er ofboðsleg þétting á litlu svæði. Og hér kemur kjarni málsins: Rökhugsun segir manni, að því meiri þétting byggðar sem gerð er í einu hverfi, því viðkvæmari séu þeir blettir og græn svæði sem þar standa eftir. Flóknara er það ekki. Þessi litla lóð í eigu Reykjavík- urborgar, á bak við Austurbæj- arbíó, þetta síðasta græna frímerki sem eftir er í hverfinu, Njálsgöt- uróló ásamt litla gæsluvellinum, er orðinn verðmætasti bletturinn að þessu leyti í öllum gamla Aust- urbænum. Hér er enn hægt að anda. Síðasti bærinn í dalnum. Það sorglega í þessu máli er, að það kemst engin rökhugsun að. Alls engin tilfinningagreind. Og skyn- semi er ekki til. Það skal bara stigið ofan á allt og alla í þessu máli og allt hunsað: Menningarsjónarmið, húsafrið- unarviðhorf, skólamál, dagvist- armál barna, aukin umferð, bíla- stæðamál – allt saman núll og nix. Íbúarnir skipta engu, enda langur tími til kosninga. Stóraukin skugga- vörp á heilu húsalengjurnar í ná- grenninu og rýrnun eigna og lífs- gæða – þetta er allt kjaftæði. Tómt þras í þessu liði, fórnum bara minni hagsmunum fyrir meiri í nafni „þéttingar byggðar“, eða hvað? – Steypum þetta aftur á steinöld. Hvað er hér eiginlega á ferðinni? Er þetta einlægur vilji um vel- ferð viðkvæms borgarhverfis? Er þetta loddaraskapur, bygg- ingabrask eða ágirnd – kannski allt í einum pakka? Hvar ertu nú, hinn pólitíski leið- togi lífs míns, sem varst í forsvari fyrir síðustu borgarstjórnarkosn- ingar og talaðir um „ákvarðanir teknar í reykmettuðum bakher- bergjum“? Hvað varð um gildin sem ég kaus? Voðaverk í Norðurmýrinni Haukur Haraldsson skrifar um skipulagsmál ’Er þetta loddaraskap-ur, byggingabrask eða ágirnd – kannski allt í einum pakka?‘ Haukur Haraldsson Höfundur er grafískur hönnuður sem vinnur að auglýsingagerð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.